Höfuðborg Danmerkur, er kjörinn áfangastaður fyrir útskriftarferð grunnskólanema. Með ríkri sögu sinni, lifandi menningu og ofgnótt af spennandi afþreyingu býður borgin upp á ógleymanlega upplifun sem sameinar menntun, skemmtun og ævintýri.
Í Kaupmannahöfn er mikið af fjölbreyttum og skemmtilegum söfnum sem leggja metnað í að koma til móts við unga gesti sína. Þjóðminjasafnið Danmerkur, Nationalmuseet, býður upp á heillandi sýningar um danska sögu, menningu og fornleifafræði, þar sem gestir geta leikið, skoðað sig um og fengið upplýsingar á interaktífan hátt. Sama má segja um Experimentarium, sem er háklassa vísindamiðstöð, full af flottum sýningum, hannaðar til að ná athygli, kveikja forvitni og hvetja til könnunar á nýjustu tæki og vísindum. Gönguferð meðfram hinum litríku 17. aldar raðhúsum í Nyhavn er alltaf gleðileg, hvort sem tilgangurinn er eingöngu að njóta umhverfisins og hinnar einstöku og afslöppuðu stemmingu sem þar er ríkjandi, eða til að kynna sér danska skipasögu.
Annað sem gerir Kaupmannahöfn að áhugaverðum áfangastað, er sú staðreynd að borgin stendur framar en margar í sjálfbærni og þeim vistvæna lífsstíl sem vestræn samfélög eru nú í óða önn að tileinka sér. Hér er því kjörin vettvangur fyrir fræðsluupplifun sem hvetur til umræðu um umhverfisábyrgð. Í Köben eru hjólastígar allsráðandi hvert sem ferðinni heitið. Auðvelt er að leigja hjól og njóta borgarinnar eins og stór hluti heimamanna gerir. Almenningssamgöngur eru líka einstaklega þægilegar og afar auðvelt fyrir hópa að ferðast milli staða í skoðunarferðir.
Þegar kominn er tími á gleði og skemmtun er auðvitað tilvalið að kíkja í hið rómaða Tívólí, sem státar af því að vera einn af elstu skemmtigörðum heims, og hefur glatt gesti sína með leiktækjum, sýningum og spennu síðan 1843. Allir þekkja Tivoli, þar er alltaf gaman að koma og enginn svikinn af heimsókn þangað.
Útskriftarnemar úr grunnskóla hafa flestir hverjir varið drjúgum tíma í að læra dönsku, sumum til gleði, öðrum kannski til minni gleði, sumum jafnvel til nokkurar skapraunar. Nú er lag að prófa sig í tungumálinu. Okkur hjá Tripical finnst alveg tilvalið að bjóða upp á útskriftarferð sem endar grunnskólagönguna á áhugaverðan og skemmtilegan hátt! Til Köben, til Köben, kóngsins Köbenhavn, svo vitnað sé til lokasöngs Stuðmanna í okkar allra klassísku kvikmynd Með allt á hreinu.
Við í Háaleitisskóla á Ásbrú fengum Tripical til að skipuleggja útskriftarferð 10. bekkur til Danmerkur, Kaupmannahöfn. Þjónustan var óaðfinnanleg þar sem ferðin heppnaðist mjög vel. Tripical sá um flug, gistingu og rútuferðir frá flugvellinum að hótelinu og til baka.
Takk fyrir okkur
Almennar upplýsingar
Danmörk er oft rómuð fyrir að vera eitt “grænasta” land heims. Á fáum stöðum notar fólk reiðhjól í sama magni og hér. Danir eru mjög duglegir að flokka rusl og hugsa almennt mjög vel um umhverfið. Þetta hafa þeir gert um svo langa hríð að nýjum kynslóðum er þetta í blóð borið.
Einn af þekktari skemmtigörðum heims er miðsvæðis í borginni. Tívolíið er ekki bara vel þekkt víða um heim, það er eitt af elstu skemmtigörðum heims. Sjálfur Walt Disney nefndi eitt sinn að danska Tívolíið væri fyrirmynd að Disney garðinum hans.
Þá er Dýragarðurinn einnig sá elsti í heiminum – skemmtilegur garður sem alltaf er gaman að heimsækja. Álíka heimsfrægt er Legoland í Billund, einstök skemmtun fyrir krakka á öllum aldri.
Tenging okkar Íslendinga við Danmörku er sterk, við eigum sögu með þessari merkilegu þjóð, ekki alltaf skemmtilega, og mörgum þykir til dæmis dönskukennsla í grunnskólum óþörf með öllu. En þrátt fyrir grín um kartöflu í kokinu, og fáranlega danska skipulagsþörf (að þurfa að bóka tíma í smá hitting yfir kaffibolla með minnst mánaðar fyrirvara), þá þykir okkur mjög vænt um Danmörku og Dani og höfum alltaf verið dugleg að ferðast þangað til lengri eða skemmri tíma. Af því að í Danmörku er gott að vera. Við elskum huggulegu dejligheitin. Sumrin þar eru oft svo miklu hlýrri en okkar, Kaupmannahöfn er frábær borg að heimsækja og margt fleira má nefna. Þetta er land með mikla og merkilega sögu og fornar byggingar því til staðfestingar, dásamlega skemmtigarða, og geggjaðan mat!
Við hjá Tripical mælum með heimsókn til Danmerkur, og erum tilbúin að aðstoða og skipuleggja ferðir þangað hvenær sem hentar.
Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og rúmlega 400 eyjum, þar af um 72 í byggð. Stærstu eyjarnar eru Sjáland og Fjón. Danmörk er eitt af minnstu löndum Evrópu, en þar búa þó tæpar 6 milljónir. Það hefur landamæri að Þýskalandi í suðri, en langa strandlengju, með Norðursjó í vestri og Eystrasalt í austri. Hún er lítil og flöt, en býður upp á sérstakt og fjölbreytt landslag með eyjum sínum og strandsvæðum, auk gróðursælla engja og skóglendis.
Snemma á miðöldum varð Danmörk öflugt konungsríki og átti í mörgum átökum við nágranna sína. Landið gegndi einnig mikilvægu hlutverki í Hansabandalaginu, öflugu viðskiptabandalagi borga í Norður-Evrópu. Á 16. öld gekk Danmörk í gegnum tímabil trúarlegra umbóta og tók upp mótmælendatrú. Landið hélt áfram að vaxa að völdum og áhrifum og stofnaði nýlendur í Karíbahafi og Vestur-Afríku. Á 19. öld varð Danmörk stjórnskipulegt konungsveldi og upplifði tímabil efnahagslegs og félagslegs vaxtar. Um leið gegndi landið lykilhlutverki í þróun nútíma lýðræðis og félagslegrar velferðar.
Ísland var dönsk nýlenda fram á 20. öld. Árið 1874 veitti Danmörk Íslandi stjórnarskrá með þingi, en við vorum þó áfram háð Danmörku. Árið 1944 lýsti Ísland sig sjálfstætt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá og forseta sem þjóðhöfðingja og Danir viðurkenndu sjálfstæði Íslands árið 1945.
Kaupmannahöfn er lífleg og heillandi borg, þar sem finna má frábæra hönnun, heimsklassa matargerð, töfrandi arkitektúr og ríkan menningararf. Fyrir áhugafólk um arkitektúr er æði margt að skoða, allt frá gömlum höllum og sögulegum byggingum við Nýhöfn, til módernískrar hönnunar óperuhússins. Og með orðspor sitt sem leiðandi borg í sjálfbæru líferni er í Kaupmannahöfn að finna einn umhverfisvænasta og nýstárlegasta arkitektúr í heimi. Matgæðingar fá nóg af tækifærum til að kæta bragðlaukana, því Kaupmannahöfn státar af heimsþekktri matargerð og nýstárlegri matarsenu. Þar eru fjölmargir Michelin-stjörnu veitingastaðir, auk matarmarkaða og staðbundinna kaffihúsa sem bjóða upp á dýrindis danskt sætabrauð. Þá er Kaupmannahöfn auðvitað frábær fyrir hjólreiðar og gönguferðir, með sína endalausu hjólastíga og gönguvæn svæði.
Þessi líflega háskólaborg er næststærsta borg Danmerkur og þekkt fyrir skemmtilega blöndu af nútíma arkitektúr og sögulegum byggingum. Gestir geta m.a. skoðað ARoS listasafnið í Árósum, útisafnið í gamla bænum og Ráðhúsið.
Mest þekkt fyrir tónlistarhátíðina sem þar hefur verið haldin árlega síðan árið 1971 og er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, með yfir 130.000 gesti. En borgin sjálf er sögulega merkileg og þekkt fyrir glæsilegt Víkingaskipasafn, sem hýsir fimm upprunaleg víkingaskip. Gestir geta einnig skoðað hina töfrandi dómkirkju, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Sögulega merkileg borg á Fjóni og fæðingarstaður hins fræga rithöfundar Hans Christian Andersen. Í borginni er skemmtilegt safn honum til heiðurs, falleg dómkirkja og sjarmerandi gamli bær.
Heillandi strandbær, staðsettur í norðurhluta Danmörku, frægur fyrir stórkostlegt landslag, blómlegt listalíf og einstaklega góða sjávarréttastaði.
Legoland
Þessi vinsæli skemmtigarður, staðsettur í bænum Billund, er tileinkaður Lego byggingarleikfanginu. Gestir geta skoðað mörg þemasvæði garðsins, farið í rússíbana og séð glæsilega Lego skúlptúra.
Møn
Lítil eyja við suð-austurströndina, þekkt fyrir töfrandi hvíta kletta, sem eru með þeim hæstu í Evrópu. Gestir geta gengið meðfram klettaslóðum og notið friðsæls sveitalandslags eyjarinnar.
Sögufrægur bær í vesturhluta Jótlands, elsti bær Danmerkur og þekktur fyrir vel varðveittan miðaldaarkitektúr. Dómkirkjan er mögnuð sem og heillandi gamla bæinn með steinhlöðnum götum og litríkum húsum.
Þetta hótel er í hinu vinsæla Vesterbro-hverfi, í um 5 mínútna göngufjarlægð frá aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn og Tívolí-skemmtigarðinum. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og fjölbreytt morgunverðarhlaðborð. Loftkæling, kapalsjónvarp og viðargólf eru staðalbúnaður á Comfort Hotel Vesterbro. Baðherbergin eru með hárþurrku og snyrtivörum. Miðlæg staðsetningin býður upp á greiðan aðgang að menningu, verslun og afþreyingu.