Stórkostleg árshátíðarferð til Aþenu – Framkvæmdafélagið Arnarhvoll
Í þetta skiptið ákváðum við að fá Tripical til að skipuleggja árshátíðarferðina okkar og sáum við ekki eftir þeirri ákvörðun. Við vorum með ákveðna helgi sem hentaði vinnulega séð og við vildum nýta, okkur voru gefnir nokkrir mismunandi áfangastaðir til að íhuga og varð Aþena fyrir valinu.
Í hópnum okkar var aldur frá 25 – 72 og voru allir ánægðir með ferðina í heildina, val á hóteli og staðsetningu þess, árshátíðarmatinn og afþreyingu.
Arna Rut og aðrir starfsmenn sem komu að skipulagningu ferðarinnar stóðu sig frábærlega, samskipti voru persónuleg, snögg svörun, skemmtilegar ábendingar og hugmyndir fyrir hópinn sem voru byggðar á upplifun starfsfólks Tripical af staðnum sjálfum og útfrá því hvað myndi henta okkur með tilliti til fjarlægðar frá hóteli, áhugasviði hóps og aldurs.
Tripical hjálpuðu okkur með skipulagningu á ferðinni, rútuferðum og árshátíðardeginum sjálfum ásamt því að gefa okkur skemmtilegan bækling um ferðina og borgina til að senda út á starfsmenn fyrir ferð.
Tveimur vikum fyrir brottför kom smá babb í bátinn á hótelinu sjálfu sem Tripical tæklaði snöggt og fagmannlega.
Við mælum með því að fá Tripical til liðs við sig við skipulagningu á fyrirtækjaferðum. Það eru svo margir hlutir sem þarf að hugsa út í og þau eru alveg með þetta 😊