Mæli hiklaust með Tripical til að skipuleggja námsferð erlendis – Tónlistarskólinn Akranesi

04.11.2024

Námsferð tónlistarskóla til Aþenu.

 

Við höfðum samband við Tripical þegar ákveðið var að fara til Aþenu í námsferð. Elías hjá Tripical for strax í að koma með hugmyndir að hotelum og almennu skipulagi. Afskaplega liðlegur og alltaf til í að finna út úr lausnum þegar við vorum með einhverjar breytingar á hópnum. Björg frá  Tripical var frábær í að setja saman stórkostlega fræðsludagskrá sem hitti vel í mark hjá hópnum.  Úti í Aþenu stóðst allt. Við sáum um okkur sjálf í aþenu en Björg var alltaf á hliðarlínunni að láta vita af rútum eða einhverjum breytingum.

Hótelið sem hópurinn var á var líka fínt og þegar við þurftum að fara enn fyrr um morguninn af stað vegna lokana í Aþenu þá opnaði hótelið morgunmatinn fyrr fyrir okkur.

Björg sá líka um að við værum með alla pappíra til að sækja um styrk hjá stéttarfélaginu okkar.

Mæli hiklaust með Tripical til að skipuleggja námsferð erlendis.