Við höfðum samband við Tripical þar sem við vorum að leitast eftir námsferð. Tripical kom með uppástungur og heilluðumst við fljótt af Aþenu. Ferðin var alveg frábær, staðsetningin á hótelinu var 10+. Meira að segja opnuðu þau morgunverðinn klst fyrr til að við gætum borðað fyrir heimflug. Það var virkilega áhugavert og gaman að sjá svona ólíka skóla þar sem kennt er við ólíkar aðstæður og að fá innsýn í hjálparsamtök sem starfa mikið með flóttamönnum hvað varðar menntun nemenda. Eini bletturinn á frábærum skólaheimsóknum var að 3-4 starfsmenn urðu af því að fara í allar heimsóknir þar sem fyrsti skólinn tók bara á móti 15 manns. Þóra frá Grikklandsgaldri breytti leiknum, hún var algjört æði og er hafsjór af fróðleik. Hún sótti okkur á flugvöllinn og hélt utan um okkur allan tímann. Hún fræddi okkur um helstu kennileiti Aþenu auk Acropolis hæð og pantaði m.a fyrir okkur aksturinn í siglinguna sem við fórum í sem var algjör snilld. Hefðum ekki viljað nota almenningssamgöngur og gekk þetta allt frekar snurðulaust fyrir sig.