Tripical tekur þátt í fjársöfnun félagasamtaka

13.06.2023

Um áraraðir hafa hin ýmsu félagasamtök á Íslandi stutt við mörg þörf og góð málefni, af mikilli framtakssemi og óeigingjörnum myndarskap. Hér má nefna Oddfellow-, Lions- og Kiwanisklúbba sem dæmi, en félögin eru fjölmörg og störf þeirra góð.

Tripical hefur nokkrum sinnum haft ánægju af að sjá um skipulag á hópferðum slíkra samtaka. Nú langar okkur að stíga skrefi lengra. Við bjóðum nú þeim félögum á Íslandi, sem vilja nýta sér okkar góðu þjónustu og fjölbreytt ferðaval fyrir hópferðir, að styrkja málefni þeirra um 5.000 kr fyrir hvern farþega. Og áfangastaðurinn? Ykkar er valið, við förum með ykkur hvert sem í heiminum er, hvar sem er – hvenær sem er!

Tripical er ævintýragjörn og uppátækjasöm ferðaskrifstofa. Meginmarkmið okkar hefur frá upphafi verið að uppfylla allar þær óskir og væntingar um ferðalög sem á borð okkar koma, hver sem stærðargráðan á þeim kann að vera. Með þetta að leiðarljósi höfum við þjónað þúsundum viðskiptavina og ferðirnar verið jafn fjölbreyttar og þær eru margar.  Við viljum  gjörbylta íslenskri ferðaþjónustu með því að innleiða ferska nálgun sem gerir einstaklingum kleift að komast á áfangastaði sem þeir vilja. Þess vegna erum við svo miklu meira en bara ferðaskrifstofa, við erum ævintýramiðlun.

Við höfum sérhæft okkur í hópaferðum af öllu tagi, hvort sem um er að ræða skemmtiferðir, fræðsluferðir eða góðri blöndu af hvoru tveggja. Starfsfólk okkar hefur öðlast mikla og góða reynslu og býr yfir þekkingu og skipulagshæfni til að takast á við hvað sem er, með glöðu geði og brosi á vör.

Sem dæmi um áfangastaði okkar má kannski fyrst nefna Króatíu. Við elskum Króatíu og við höfum farið með allnokkra hópa og heimsótt  þetta dásamlega land. Dubrovnik er gersemi sem hiklaust má mæla með, einnig strandborgin Split en þaðan komum við fyrir nokkrum vikum heim með mjög stóran hóp af skælbrosandi andlitum. Frábær ferð. Þá er annar áfangastaður, Opatija, verulega spennandi, fallegur og athyglinnar virði.  Viljiði fara til Króatíu? Ekki málið! Förum!

En þetta er að sjálfsögðu bara dæmi. Eins og áður sagði koma allar uppástungur til greina, og við förum um þessar mundir með hópa til ýmissa borga í Evrópu, og hikum ekki við að fara lengra út í heim sé þess óskað. Úrvalið fyrir félagasamtök sem leggja rækt við það safna fyrir verðug málefni til að bæta og laga íslenskt samfélag, er því mikið og fjölbreytt. Og rétt að endurtaka það sem hér að ofan er nefnt. Þau samtök sem koma til okkar til að skipuleggja sína hópaferð fá í staðinn 5.000 kr. á hvern farþega í þann sjóð sem félagið stendur fyrir. Verið velkomin til okkar, ferðumst saman og söfnum saman.