Lífsglaða og skemmtilega Aþena

10.11.2022

Aþena í Grikklandi

Í tilefni þess að Tripical býður nú upp á hópferðir til Aþenu, með beinu flugi hjá PLAY, langar okkur að vekja athygli á merkilegum en minna þekktum svæðum borgarinnar. Þetta er vissulega einn af elstu höfuðstöðum veraldar, hlaðin sögulegum menjum, fornum rústum, byggingum og söfnum. Staðreyndin er þó sú að hin lífsglaða og skemmtilega Aþena hefur sannarlega upp á annað og meira að bjóða, áhugaverð hverfi og staði þar sem þú upplifir heillandi, blómstrandi og sprúðlandi fjöruga nútímaborg sem vert er að heimsækja og njóta.

Skoðaðu hópferð til Aþenu hérna.

Plaka

Plaka hverfið í Aþenu nær frá Akrópólis til Syntagma torgs og er eitt elsta samfellda borgarhverfi heims. Þetta er fallegt svæði með þröngum götum, nýklassískum húsum, verslunum og veitingastöðum í bland við rómverskar rústir. Hér er einn besti staðurinn í Aþenu til að versla, og við göngugötuna Ermou Street má finna allar þekktustu verslunarkeðjurnar. 

Sá hluti hverfisins sem stendur nær Akrópólis (Anafiotika) er eldri og á margan hátt meira heillandi og áhugaverðari til að ganga um og skoða, með sínum fjölmörgu þröngu hliðargötum þar sem fornar hrörlegar byggingar og dásamleg uppgerð hýbýli úr fortíðinni standa hlið við hlið.  Plaka státar auk þess af litlum söfnum, sögulegum kirkjum og fallegum smágerðum torgum sem þú finnur hér og þar á göngu um hverfið.

Monastiraki

Þetta er eitt elsta og annasamasta svæði borgarinnar. Það er auðvelt er að taka neðanjarðarlestina að Monastiraki lestarstöðinni, sem er staðsett við hið gullfallega aðaltorg, en þaðan er líka frábært útsýni yfir á Akrópólis. Það er nánast skylda að kíkja á Monastiraki flóamarkaðinn, með sínum fjölbreyttu básum þar sem boðið er uppá fatnað, hvers kyns minjagripi, skart og handverk, bæði nýtt og notað. Þarna er oft þröngt á þingi en stemmingin engu lík og heilmikil upplifun að þrýsta sér áfram milli bása og um göngugöturnar allt í kring.  

Varvakios Agora matarmarkaðurinn gleður líka og er hressandi uppljómun fyrir skynfærin. Þar gerir sölufólk allt hvað þau geta til að kynna sín einstöku tilboð á fersku kjöti, fiski, ávöxtum og kryddi víðs vegar að úr landinu. Hér færðu gríska sælkerarétti eins og þeir gerast bestir. Við mælum heilshugar með að prófa götumatinn, til dæmi souvlaki eða koulouri, en einnig er auðvelt að finna indverska og austurlenska rétti.

Á síðustu árum hafa ráðamenn lagt mikið í að skreyta borgina með alls kyns götulist og í Monastiraki er töluvert af ótrúlega flottum verkum hér og þar í hverfinu. Sömu sögu er að segja um Psyri hverfið sem er skammt undan og tilvalið að kíkja þangað í leiðinni.

Psyri

Psyri er sjarmerandi og töff lítið hverfi ekki langt frá Monastiraki, fullt af frábærum litlum tískuverslunum, veitingastöðum og flottum börum, og vel hægt að mæla með ferð þangað út að borða og skemmta sér. Næturlífið þar er ansi fjörugt og gaman að labba milli skemmtistaða, eða finna eitthvað við sitt hæfi og halda sig þar fram á nótt.

Ýttu hér til að skoða fleiri hópferðir sem eru í boði hjá Tripical!

Kypseli

Ótrúleg blanda af byggingarstílum, allt frá niðurnýddum nýklassískum stórhýsum til stórbrotinnar Bauhaus hönnunar, með ávölum svölum og epískum útihurðum. Blanda af innflytjendasamfélögum frá Afríku og Mið-Austurlöndum hefur sest að í Kypseli undanfarna tvo áratugi og umbreytt einu af elstu hverfum Aþenu í athyglisverðan fjölmenningarkokteil. Eþíópískir veitingastaðir, kúrdísk kebabhús og shisha-barir bjóða upp á framandi og gómsæta rétti og drykki.  Þá hafa fjölmargir listamenn hvaðanæva að úr heiminu sest hér að og í listagallerýinu Snehta, fara reglulega fram listsýningar af ýmsum toga. Hér blandast gamalt og grískt saman við fjölþjóðamenningu og útkoman er ekkert annað en æðisleg.

Stavros Niarchos menningarmiðstöðin

Risasvæði með útivistar-  og almenningsgörðum, leikvöllum, kaffihúsum og sjálfri menningarmiðstöðinni Stavros Niarchos Foundation, sem hýst er í stórglæsilegri vistvænni glersamstæðu, þar sem haldnar eru sýningar og hátíðir allt árið um kring. Þar er einnig að finna grísku þjóðaróperuna og þjóðbókasafnið, fjölmörg gallerý og leikhús. Boðið er upp á skautasvell á veturna og siglingu á sumrin, ásamt annarri afþreyingu fyrir börn. Þaðan er einnig frábært útsýni yfir Akropolis.

Lycabettus hæð

Uppi á tindum fjallsins Lycabettus má líta Aþenuborg í allri sinni dýrð. Víðáttumikið útsýnið er stórkostlegt. Hægt er að taka kláf þangað uppeftir, en þau sem eru léttart í spori og vilja fá góða hreyfingu geta fylgt einhverjum af fjölmörgum göngustígum sem þangað liggja. Hentugast er að taka neðanjarðarlest að stöðvunum Panepistimio eða Evangelismos, og þaðan er hægt að ganga að kláfferjustöðinni, eða beint upp á fjallið. Þá er líka hægt að skoða kirkjuna Ayios Georgios, njóta veitinga á kaffihúsinu eða kvöldverðar og tilkomumikils útsýnis á veitingastaðnum Orizodes.

Maturinn

Við nefndum hér að ofan götumatinn. Það má líka auðveldlega eyða drjúgum tíma í Aþenu við það að kynna sér frekar gríska matargerð, smakka þetta og hitt, klassíska rétti, fágætari rétti, ólífur, olíur og edik, jógúrtið og hunangið. Fyrir sælkerana er nauðsynlegt að prófa loukomades, sem eru kleinuhringir í grískum stíl, og vanillufylltu filobökurnar. Ekki sakar að skola hærlegheitunum niður með ekta grísku kaffi. Sumir vilja ráfa um og villast í veitingahúsahafinu, en þau sem vilja fá leiðsögn og ráðleggingar geta valið úr fjölmörgum matarferðum sem í boði eru.

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í hópferðum!