Hvað þarf ég að vita til þess að fara á HM?

01.12.2017

Ísland í D-riðli!

Argentína – Nígería – Króatía

Loksins kom að því! Drátturinn er búinn og Ísland lenti í D-riðli þar sem þeir mæta hörkuliðunum Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Allt lið sem hafa sannað sig sem einhver bestu lið sinnar álfu og meðal bestu liða í heimi. Núna er þá leikjaröðin, leikjatíminn og leikstaðir komnir komnir. Nú þarf íslenska landsliðið einungis HÚH okkar stuðningsmanna til þess að takast á við þessa kappsömu andstæðinga. Fullvíst er að fjöldinn allur af landsmönnum sé farinn að pæla því hvernig best sé að koma sér út.

En hvað þarf ég að vita um leiki Íslands og hvernig kemst ég til Rússlands? Tökum þetta saman!

Leikir Íslands:


Ísland – Argentína

Tímasetning: 16. júní

Borgin: Moskva

Völlurinn: Spartak Stadium (45.000)


Ísland – Nígería

Tímasetning: 22. júní

Borgin: Volgograd

Völlurinn: Central Statium (45.000)


Ísland – Króatía

Tímasetning: 26. júní

Borgin: Rostov-On-Don

Völlurinn: Rostov Arena (45.000)


Hvernig kemst ég til Rússlands?

Varðandi það, ekki leita lengra, þú ert á rétta staðnum! Við hjá Tripical ætlum að fljúga beint til borganna þriggja þar sem leikirnir fara fram.

Sala hefst á vefsíðu Tripical 7. desember!

Á næstu dögum á flóðið af upplýsingum um ferðir frá okkur og meira um HM eftir að koma. Ef þú villt fylgjast með stöðu mála er hægt að skrá sig á póstlistann hér fyrir neðan.

Skráðu þig á HM póstlista Tripical hérna og fylgstu með!

Nánari upplýsingar


Ísland – Argentína

Moskva

Allir þekkja Moskvu, höfuðborg Rússlands, en henni má skipta upp í tólf(an) parta. Fótbolti er mikilvæg íþrótt í Moskvu en stærstu liðin eru CSKA, Sparatk, Dynamo og Lokomotiv.

Helstu kennileiti:

  • Rauða torgið
  • Kreml
  • Sankti Basils dómkirkjan
  • Gorkygarðurinn (segðu þetta 5x í röð án þess að mismæla þig)

Stór bjór á bar: 170 kr

Spartak Stadium (Otkrytiye Arena)

Sætisfjöldi: 42.000

Einnig þekktur sem Otkrytiye Arena (Otkrytiye þýðir “opinn” á rússnesku), Spartak Stadium er heimili Spartak Moskvu, farsælasta knattspyrnufélags Rússlands. Völlurinn er staðsettur í norðvestur Moskvu. Litir vallarinns eru litir heimaliðsins.

Andstæðingurinn

Bestu menn: Messi, Dybala, Aguero, Di Maria, Macherano

Þjálfari: Jorge Sampaoli

FIFA styrkleikasæti: 4 sæti styrkleikalistanns

Velgengni á stórmótum: HM sigurvegarar 1978 og 1986


Ísland – Nígería

Volgograd

Volgograd hét áður Stalíngrad og er að minnsta kosti 400 ára gömul. Borgin er, eins og nafnið gefur til kynna, við ánna Volgu. Miðborgin er miðpunktur mannlífsins má þar finna flesta garða, söfn og leikhús borgarinnar.

Helstu kennileiti:

  • Styttan “Móðurlandið kallar
  • Hús Pavlovs
  • Skipaskurðurinn
  • Mamayev Kurgan-hæðin

Stór bjór á bar: 127 kr

Central Stadium

Stærð: 45.000

Gamli völlurinn á þessu svæði var rifinn og nýr á leiðinni. Völlinn er staðsettur rétt hjá hæðar Friendship garðarins og styttan “Motherland Calls”, mest áberandi minnismerki borgarinnar, horfir yfir völlinn.

Andstæðingurinn

Bestu menn: John Obi Mikel, Ahmed Musa, Kelechi Iheanacho, Alex Iwobi

Þjálfari: Gernot Rohr

FIFA styrkleikasæti: 50. sæti styrkleikalistanns

Velgengni á stórmótum: 16.liða úrslit í HM


Ísland – Króatía

Rostov-On-Don

Gullfalleg hafnarborg við Svartahafið með um milljón íbúa. Yfir sumartímann er meðal hitinn í borginni um 28 gráðurnar og því hægt að sóla sig vel um í borginni, við ána Don sem rennur þar í gegn eða legið við strendurnar í nágrenninu. Borgin er þekkt fyrir auðveldar samgöngur og er því oft sögð vera hliðið að Kákasus. Sem er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og Kákasusfjöllin þar um kring. Borgin var stofnuð árið 1749, en Nasistar réðust á borgina í seinni heismstyrjöld og var hún nærri gereyðilögð í stríðinu. Það tók um áratug að byggja borgina á ný.

Helstu kennileiti:

  • Dýragarður borgarinnar
  • Druzhba-garður
  • Gorkygarðurinn (aftur?)

Stór bjór á bar:  145 kr

Rostov Arena

Stærð: 45.000

Rostov-vettvangurinn er meðal hinna nýju valla sem byggður er fyrir mótið. Völlurinn er umkringdur stóru og umfangsmiklu grænu svæði sem og ánni Don.

Andstæðingurinn

Bestu menn: Laka Modric, Mario Mandzukic, Ivan Rakitic, Ivan Perisic

Þjálfari: Zlatko Dalic

FIFA styrkleikasæti: 17. sæti styrkleikalistanns

Velgengni á stórmótum: Þriðja sæti á HM 1998


Hér má sjá ferðir Tripical til Rússlands!

Ísland – Argentína

Ísland – Nígería

Ísland – Króatía

Góðir hlutir til að vita

Hvernig kaupi ég miða á leikina?

Þann 5. desember hefst miðasala fyrir staka miða, stuðningsmannamiða (ST) og stuðningsmannamiða með ákvæðum (CST). Hægt verður að sækja um þessa miða til 31. janúar 2018.

Sömuleiðis verður hægt að kaupa  „follow your team“ miða sem þýðir að þú færð miða á alla leiki landsins. En ef liðið þitt dettur úr leik færðu ekki fleiri miða á mótið. Hagstæðasti kosturinn fyrir þá sem ætla sér á alla leikina væri þannig miða

Frá 18. apríl – 15. júlí fara síðustu miðarnir fara í sölu. Við mælum með því að fólk sæki um miða í desember/janúar, ætli fólk með okkur til Rússlands!

Þú getur keypt miðana á vefsíðu FIFA.

Þarf ég vegabréfsáritun?

Þeir stuðningsmenn sem koma með okkur til Rússlands næsta sumar þurfa aðeins sækja um sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“, á vefsíðunni www.fan-id.ru

Með skírteininu má hver stuðningsmaður ferðast að endur­gjaldslausu með sérstökum lestum á milli keppnisborga sem og með almenningssamgöngum á keppnisdegi. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin.

Tripical hvetur farþega sína að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana. Minnum á að hægt er að hafa samband við sendiráð Íslands í Rússlandi í síma +7 (495) 956-7604 ef eitthvað kemur upp á. Það er mjög sniðugt að vista númerið.

Hvernig er með greiðslur á greiðslukortum?

Gjaldmiðill Rússlands er Rúbla, en hægt er að greiða með greiðslukorti nær alls staðar í borgunum, hvort sem það er í verslunum, veitingastöðum eða börum.

Engin lágmarksupphæð þarf að vera á kaupunum til þess að hægt sé að nota greiðslukort.

Hvernig kemst ég á milli staða?

Gott jarðlestakerfi er aðgengileg í borgunum Moskvu, Sankti Pétursborg, Kazan, Nizhny Novgorod, Samara og Katrínarborg (Yekaterinburg). Síðan eru lestasamgöngur á milli borga. Í borgunum má einnig finna strætóa og leigubíla. Klukkustund í leigubíl kostar u.þ.b. 2000 kr.

Ökumaður þarf að hafa a.m.k náð 21 árs aldri og haft bílpróf í ár til að leigja bíl, en hægt er að leigja bíla á öllum alþjóðaflugvöllum Rússlands.

Í flestum borgum Rússlands er hámarkshraðinn innanbæjar sextíu kílómetra hraði en utanbæjar er hann níutíu. Þó getur verið allt að 130 kílómetra hámarkshraði á hraðbrautum. Einungis á átta vegum í öllu ríkinu þarf að greiða vegtolla.

Almennar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðunni Welcome 2018, en þú getur einnig náð í appið þeirra í snjallsímann þinn!

Vertu memm!!