Ertu ferðaglaður gestgjafi?

Við hjá Tripical leitum að framúrskarandi gestgjöfum. Ef þú elskar að ferðast, og þekkir hóp af fólki sem þú vilt taka með þér í spennandi og áhugaverða reisu, hvetjum við þig til að hafa samband og deila með okkur ferðinni þinni. Það eina sem þarf er hópur með brennandi áhuga á því að fara til útlanda með þér.  Ýttu á gula hnappinn hérna að neðan til að sækja um að verða gestgjafi og við höfum samband!

Við erum að leita af gestgjöfum sem koma með hóp af fólki með sér í ferðina þeirra eða hafa góða hugmynd um hvernig á að nálgast fólk sem fer í ferðina. Við erum ekki að leita að fararstjórum í ferðir hjá okkur.

Hvað græði ég á því að vera gestgjafi?

Þú ferðast með skemmtilegu fólki

Gestgjafar koma með hugmynd að sinni draumaferð fyrir fólk/hóp og búa svo til skemmtilegt ferðalag fyrir þann hóp

Þú færð greitt fyrir að ferðast

Allir gestgjafar fá greitt miðað við þann fjölda af fólki sem kemur með þeim í ferð og eru verktakar

Hvað þarf ég að hafa til að verða gestgjafi?

 • Við erum að leita af gestgjöfum sem koma með hóp af fólki í ferðina þeirra eða hafa góða hugmynd um hvernig á að nálgast fólk sem fer í ferðina.
 • Þú þarf að vera með hugmynd að ferð sem þú ætlar að fara með hópinn í

Dæmi um gestgjafaferðir:

 • Hjólaferðir
 • Gönguferðir
 • Hreyfiferðir
 • Aðventuferðir
 • Tónleikaferðir
 • Keppnisferðir
 • Styrkhæfar ferðir fyrir stéttarfélög
 • Hlaupaferðir
 • Útivistarferðir
 • Borgarferðir
 • Safnaferðir
 • Sumarferðir
 • Námskeið
 • Og allt annað sem þér dettur í hug
Share via
Copy link
Powered by Social Snap