Bærinn sem verður farið til er Cala Ratjada! Hann er þekktur fyrir geggjaðar strendur, næturlíf og flotta veitingarstaði.
Mallorca (Mæjorka) hefur lengi verið ótrúlega vinsæl meðal Íslendinga, sem hinn fullkomni sólarlandastaður. Það er alls ekki ólíklegt að ömmur ykkar og afar hafi farið með langömmu og langafa til Mæjorka þegar þau voru ung. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þessi frábæra eyja er jafn vinsæl, og líklega enn meira vinsæl í dag, en hún var árið sautjánhundruðogsúrkál, þegar forfeður þínir spókuðu sig um á speedo skýlunum sínum í góðri sveiflu.
Hvernig stendur á þessu segulmagni Mæjorka? Hvers vegna er hún svona frábær? Jú sjáðu til, það er þessi stórkostlega blanda: einstök náttúrufegurð, seiðandi gylltar sandstrendur, frábært veður, endalausir afþreyingamöguleikar, gæðaþjónusta hvert sem þú leitar, og gulltryggt gott djamm! Eyjan hefur haldið sæti sínu sem einn af vinsælustu ferðamannastöðum Evrópu allt frá því um miðja síðustu öld, og það er ekkert að fara að breytast. Af því Mæjorka er sígildur súperstaður!
Við erum búin að finna geggjaðan bæ þar sem útskriftarhópar Tripical munu eyða fríinu sínu og fögnuði! Cala Ratjada er í norð-austur hluta eyjunnar. Í bænum er gömul og afar sjarmerandi fiskihöfn, og í nágrenninu teygja sig vinsælar strendur, með fínlegum gylltum sandi, fallegum víkum og vogum við kristaltæran grænbláan sjó, meðfram öllum bænum. Aðalströndin er Son Moll, en einnig má finna minni strendur eins og Cala Gat og aðrar rólegri og minna annasamar eins og Cala Agulla. Veitingastaðir og barir eru á hverju strái við göngustíga hjá strandlengjunni, en svæðið í kringum höfnina er einna vinsælast hjá gestum bæjarins og þar er oft safnast saman yfir svalandi drykk og gleði.
Þökk sé staðsetningu Cala Ratjada þá er bærinn að mörgu leyti heimur út af fyrir sig, í burtu frá öðrum meira dæmigerðum ferðamannastöðum á Mallorca. Þar er þó aldeilis yfirdrifið nóg um að vera og Cala Ratjada býður upp á allan pakkann þegar kemur að hlutum sem hægt er að gera. Þú getur valið þér hvað sem þér dettur í hug til að eyða tímanum við ströndina og sjóinn. Köfun, vatnaskíði, brimbrettabrum, siglingar, bara nefndu það og þú finnur það.
Ef þig langar að leysa út aukaorku með góðri göngu eða skokki þá bíður 19. aldar vitinn við Punta de Capdepera eftir þér fyrir ofan bæinn, þangað er þægilegur stígur og þú færð í verðlaun fyrir að komast alla leið mjög glæsilegt útsýni yfir bæinn og næsta nágrenni. Þú getur farið í golf, leigt þér hjól, eða pantað þér ferð alls kyns skoðunarferðir. Við hjá Tripical munum bjóða upp á ýmsa pakka sem við kynnum síðar.
Við erum frekar spennt (í merkingunni sjúklega peppuð) fyrir vorinu 2024 og ferðinni ykkar, með okkur, til Mallorca. Þetta verður epískt. Ekki láta þetta fara framhjá þér!
Á gististöðum á Mallorca þarf að greiða ferðamannaskatt. Gjaldið miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins og er 1 evra á 3 stjörnu, 3 evrur á 4 stjörnu og 4 evrur á 5 stjörnu gististöðum. Skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt per herbergi. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Næturlífið á Cala Ratjada er eitt það besta á eyjunni!
Strendunar í kringum Cala Ratjada svæðið eru geggjaðar!
Það er hægt að fara á jetski, parasailing, láta draga sig á bát, kafa og margt fleira.
Það er fullt af flottum verslunum í Palma höfuðborginni eins og t.d. Louis Vuitton, H&M, Massimo Dutti og margar aðrar búðir!
Það er fullt af flottum veitingarstöðum á Cala Ratjada og þar í kring!
Hér að neðan má sjá myndbönd úr fyrri ferðum okkar með útskriftarhópa????