Útskriftarferð til Hersonissos, Krít ☀️ 1.-11. júní 2021
Það er uppselt í ferðina 1-11 júní, en skráðu þig á biðlista: Fyrirspurn um ferð hér til hliðar.
Ennþá er laust í útskriftarferðina 11-21 júní, skoða hér.
Fagnaðu próflokum, útskrift og sumri við miðjarðarhafið með öllum jafnöldrunum! 10 daga útskriftaferð á vinsælasta áfangastaðinn okkar! Innifalið í ferðinni er skemmtilegt opnunarpartý🎉 , beint flug, hótel gisting í 10 nætur, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Þegar nær dregur verður hægt að bæta við dagsferðum, og öðrum viðburðum eins og skemmtipakkanum okkar vinsæla.
Verð m.v. morgunmatur innifalinn:
- Verð á mann, fjórir í herbergi 199.990 kr.
- Verð á mann, þrír í herbergi 209.990 kr.
- Verð á mann , tveir í herbergi 219.990 kr.
Hægt er að bæta við all inclusive (morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, snarl á milli máltíða, áfengir og óáfengir drykkir 10:00-22:00) og þá kostar það 20.000kr aukalega á mann. (Allur hópurinn/herbergið verða að velja eins)
Krít er áfangastaðurinn okkar en hún er stærsta og fjölmennasta eyja Grikklands með um 620.000 íbúa. Eyjan einkennist af töfrandi landslagi og náttúru, geymir stuðað mannlíf og magnaða sögu.
Gist verður í bænum Hersonissos sem er staðsettur fyrir miðja Krít. Hersonissos hefur á síðari árum vaxið úr því að vera lítill veiðibær yfir í það að verða einn vinsælasti ferðamannabær eyjarinnar. Bærinn er með frábært næturlíf, fallegar strendur, góðan mat og glæsileg hótel. Aðalgata bæjarins liggur meðfram sjónum og má þar finn allt frá veitingastöðum, yfir í verslanir og skemmtistaði.
“Hvað er hægt að gera meira?”
Góð spurning ! Við skulum taka það aðeins saman fyrir þig.
Við byrjum á Star Beach, þar er meðal annars sundlaugarður, skemmtistaður, strönd og teygjustökk. Á nokkra daga fresti má þar finna sundlaugarpartý, forðupartý og tónleika þar sem fjöldinn allur af þekktum (og minna þekktum) tónlistamönnum koma fram.
Á ströndunum almennt mælum við með að leigja Jet-Ski og bruna meðfram strandlengjunni. Jafnvel fara í smá snorkl og köfun. Það er hægt að skella sér í paintball, fallhlífarstökk, vín- og ostasmökkun, verslunarferðir og svona mætti lengi telja.
Ef það er einhver ferðalangur í þér er hægt að fara á smá flakk og skoða aðrar borgir og bæi. Þá bendum við á Malia, sem er gamall hippabær með lítinn en skemmtilegan miðbæjarkjarna og mikið næturlíf. Stalis er annar bær rétt hjá sem er í rólegri kantinum í göngufjarlægð frá Hersonissos. Það má ekki gleyma Chania sem er einn fallegasti bær Krítar. Ef það er svakalegur ferðahugur í þér, farðu til Santorini! Eða Spinalonga, virkisvörðu eyjunnar, eða Chrissi Island, eyðieyja sunnan við Krít. Við bara getum ekki gert upp á milli!
Hápunktar ferðar
- favoriteSólin 🌞
- favoriteAfslappaða andrúmsloftið
- favoriteHamingjan og gleðin!
Innifalið í verði
- Beint flug til og frá Heraklion með farangri og handfarangri
- 10 nætur á Hotel Porto Greco 4****
- Morgunmatur
- Rútur til og frá hóteli
- Fararstjórar frá Íslandi
- Líkamsrækt á hóteli
- Hitinn og fjörið
Ekki innifalið
- Dagsferðir
- Gistináttaskattur – 3 evrur á nótt á herbergi
- Vonda skapið
- Krítar til að skrifa með
Hótelið
Porto Greco 4*
Porto Greco er fjögurra stjörnu hótel staðsett við strandlengjuna í sjávarbænum Hersonissos. Einkaströnd fylgir hótelinu, þar sem gestir geta slappað af og fengið sér mat og drykki.
Hótelið
Hér má sjá byggingarstíl hótelsins.
Hótelherbergi
Hér má sjá á myndum hvernig hótelherbergin líta út. Þau eru snyrtileg og rúmgóð.
Hótelbar og veitingastaður
Á hótelinu má finna flottan veitingastað, staðurinn er niður við ströndina og er einn sá vinsælasti á svæðinu. Gestir Tripical fá 20% afslátt á veitingastaðnum.
Á gististöðum á Krít þarf að greiða ferðamannaskatt. Gjaldið miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins og er 1 evra á 3 stjörnu, 3 evrur á 4 stjörnu og 4 evrur á 5 stjörnu gististöðum. Skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt per herbergi. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Myndbönd
Hér að neðan má sjá myndbönd úr fyrri ferðum okkar til Krítar með útskriftarhópa, eins og sést vel þá var brjálað stuð 😀