






Undursamlega Bilbao 6.-9. & 7.-10. október 2022. Beint flug og hótel ☀️🏰
Ævintýri í Bilbao
Í Bilbao blandast nútíð og fortíð svo skemmtilega saman að borgin hefur oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir hönnun sína og skipulag. Þetta er sannarlega ein af áhugaverðustu borgum Spánar, oft nefnd ,,avant garde“ borg landsins fyrir sinn framúrstefnu byggingarstíl, en er einnig full af iðagrænum náttúrutöfrum.
Bilbao er staðsett á norðurhluta Spánar, 16 km frá hafi, báðum megin Nervíon árinnar sem rennur um borgina miðja. Íbúar eru um 350.000. Innfæddir nefna borgina sína oft holuna (botxo), sem stafar af staðsetningu hennar í miðju tígurlegs fjallagarðs sem umvefur hana með sínum gróðursælu hlíðum. Þótt þar finnist menjar allt frá 11. öld er aldur hennar rakinn til 14. aldar og þá hófst hennar blómaskeið.
Gamli hlutinn
Gamli bærinn (Las Siete Calles) er dásamlegur minnisvarði fyrri tíma, þar slær hjarta borgarinnar og býður upp á ánægjulega göngu um hinar svokölluðu ,,Sjö götur“ (Las 7 Calles) þar sem finna má fornar helgimyndir og byggingar á borð við Santiago dómkirkjuna (Catedral de Santiago de Bilbao) og kirkju San Antón (Iglesia San Antón). Ekki sakar að gamla hverfið er auk þess hlaðið gæða veitingastöðum þar sem upplifa má sannar baskneskar veitingar.
Reyndar er borgin öll lifandi sönnun þess að matargerð er listgrein. Úrvalið af veitingastöðum, allt frá litlum götustöðum til fínni veitingahúsa er endalaust, og rétt að benda á að fjöldi Michelin stjörnustaða er hér með því mesta í heimi. Og allt um kring eru hljóðfæraleikarar sem spila dillandi og líflega tónlist til að skapa réttu stemminguna. Hér er matur, hér er gleði, hér er músík!
Guggenheim borgin
Ein af stærri rósum borgarinnar er Guggenheim safnið sem opnað var 1997. Þetta er hreint út sagt stórbrotin bygging sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, risavaxinn varði um nútíma- og framúrstefnu arkitektúr. Innan dyra er boðið upp á einstakar listasýningar, m.a. á frumgerðum af stórvirkjum myndlistarsögunnar.
Í kjölfarið á byggingu safnsins, hófu borgaryfirvöld metnaðarfullt átak í að reisa háhýsi með byltingarkenndum og sérstökum byggingarstíl, hönnuð af þekktustu arkitektum heimsins, og þau setja einstakan svip á borgina.
La Ribera markaðurinn
Í kjarna gamla bæjarins og meðfram ánni stendur hinn fornfrægi La Ribera markaður (Erribera merkatua), sem starfræktur hefur verið allt frá miðöldum – lengi vel utandyra, en frá árinu 1929 yfirbyggður og hefur verið skráður í Heimsmetabók Guinness sem stærsti innandyra markaður heims. Hér er í boði sannkölluð veisla fyrir alla alvöru sælkera, úrval af hvers kyns kjöt- og fiskmeti, grænmeti, ávextir og sitthvað fleira. Þá hafa veitingastaðir á svæðinu boðið upp á að elda hráefnið sem fólk hefur valið af markaðinum. Heimsókn til La Ribera getur því bæði verið skemmtileg og ljúffeng upplifun.
Náttúruvæn gleðiborg
Bilbao er síðast en alls ekki síst afar ,,græn“ borg, með mikið af yndislegum útisvæðum, eins og garðinn Doña Casilda de Iturrizar sem er tilvalinn til að slaka á og njóta náttúru og afslappandi umhverfis. Bilbao er þannig einstök blanda af gömlu og nýju, rólegheitum og líflegri borgarstemmingu.
Hápunktar ferðar
- favoriteEinstakur og sérkennilegur arkitektúr
- favoriteHinn heillandi gamli bær
- favoriteGuggenheim safnið
- favoriteFrábært úrval af veitingastöðum og börum
Innifalið í verði
- Beint leiguflug fram og til baka
- 1 innrituð taska 20 kg og 5 kg handfarangur
- Innritaður farangur í flugi
- 3 nætur á hóteli, með morgunverði
Ekki innifalið
- Akstur til og frá flugvelli
- Gistináttaskattur á hótelum (frá 1.35 til 3.00 EUR á nótt á mann – breytilegt eftir hótelum)
Bilbao
Í Bilbao blandast nútíð og fortíð skemmtilega saman



Hótelin Okkar
-
add Hotel Ilunion San Mamés 4🌟
Hotel Ilunion San Mamés 4 ****
Hotel Ilunion San Mamés er staðsett í Bilbao, 400 metra frá San Mamés-leikvanginum og býður upp á loftkæld herbergi og sameiginlega setustofu. Meðal aðstöðu á gististaðnum er veitingastaður, sólarhringsmóttaka og herbergisþjónusta ásamt ókeypis WiFi hvarvetna.Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Fataskápur er til staðar í herbergjunum.Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega á Hotel Ilunion San Mamés. Falleg verönd er við hótelið.Sjáðu meira um hótelið hér. -
add Hotel Ercilla de Bilbao, Autograph Collection 4🌟
Hotel Ercilla de Bilbao, Autograph Collection 4 ****
Hotel Ercilla er nútímalegt hótel staðsett í miðbæ Bilbao. Það býður upp á líkamsræktarstöð og stílhrein gistirými með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum, ókeypis Wi-Fi Interneti og sérbaðherbergi.Bar Americano býður upp á yndislegan morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Sérstaða þeirra er Bask frændi og kokteilar.La Terraza er kokteilbar sem hefur yndislegt útsýni til Bilbao og býður einnig upp á mat.Hið glæsilega Guggenheim-safn Bilbao er í 15 mínútna göngufjarlægð.Sjáðu meira um hótelið hér. -
add Radisson Collection Bilbao 5🌟
Radisson Collection Bilbao 5 *****
Radisson Collection Bilbao er frábærlega staðsett í miðbæ Bilbao, 300 metra frá Arriaga-leikhúsinu, 500 metra frá Calatrava-brúnni og 600 metra frá Catedral de Santiago. Þetta 5-stjörnu hótel býður upp á viðskiptamiðstöð og alhliða móttökuþjónustu. Gististaðurinn býður upp á borgarútsýni. verönd, sólarhringsmóttaka og ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð. Öll herbergin á Radisson Collection Bilbao eru með sérbaðherbergi með sturtu og baðsloppum, flatskjá og loftkælingu og sum herbergin eru einnig með setusvæði. Herbergin eru með rúmföt og handklæði.Léttur morgunverður og morgunverðarhlaðborð eru í boði á hverjum morgni á Radisson Collection Bilbao.Áhugaverðir staðir í nágrenni við hótelið eru t.d. Funicular de Artxanda, Bilbao Fine Arts Museum og Guggenheim Museum Bilbao.Sjáðu meira um hótelið hér.