Að sjálfsögðu verður okkar heimsklassa stuð og stuðningssveit, Tólfan, fremst í flokki klappliðs Íslendinga á HM í Rússlandi. Þeir magna upp stemminguna fyrir leikina, mæta með trommur sínar og þanin raddbönd og keyra upp stemmingu áhangenda íslenska liðsins fyrir leiki. Halda uppi öskrandi HÚH stemmingu inni á vellinum… og eftir leikina er stuðið langt frá því að vera búið!????????????????
Tólfan lætur ekki þar við sitja, því liðsmenn Tólfunnar vilja leggja sitt af mörkum til að gera ferð Íslendinga á keppnina í Rússlandi eins skemmtilega og ánægjulega og kostur er á. Tólfan hefur því ákveðið að halda, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tripical, risapartý eftir alla landsliðsleiki Íslands. Um er að ræða fimmhundruð til þúsund manna veisluhöld í hverri borg! ????????
Miðasala í hvert partý er hafin hér hægra megin!
Meðal tónlistafólks verða Jón Jónsson, Friðrik Dór og DJ Dóra Júlía. Fleiri tónlistarnúmer kynnt síðar ????
Líklega verður þetta lag tekið nokkrum sinnum!
Moskva:
Zolotay Vobla (Golden Vobla) – Veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)
Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3
Volgograd:
Frant Hotel Palace – veislusalur (Hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann).
Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast’, Russia, 400048
Rostov-On-Don:
Bukovski – veitingastaður og bar (Gerður upp í gamalli sígarettuverksmiðju).
Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast’, Russia, 344002
Að sjálfsögðu verður öryggisgæsla til fyrirmyndar og nóg af starfsfólki til að tryggja að allt gangi vel.
Partý sem enginn Íslendingur á HM vill missa af! Komdu á HM ????⚽!
Til þess að bóka þína miða í Tólfupartýin þarf að:
1. Fara í bókunarvélina hér hægra megin
2. Velja hversu marga miða á að bóka og smella á “book”
3. Skrá upplýsingar um greiðanda
4. Slá upplýsingar um farþega (gesti)
5. Smella á “Næsta skref”
6. Velja hvaða miða og hversu marga miða skal kaupa á hvern farþega
7. Smella á “Næsta skref”
8. Fara yfir bókunina og fylla út kortaupplýsingar
9. Auðvitað samþykkja skilmálana!
10. Kaupa landssliðstreyju, pakka í töskur, æfa HÚH-ið, læra rússnesku, fá FAN-ID, smella mynd á grammið og fara í risapartý Tólfunnar í Rússlandi!