Borgin ósigrandi -Þessi flotti titill sem stundum er notaður á Porto er upphaflega ættaður frá frelsisbaráttu borgarinnar í kringum 1832, en í dag er hann lýsandi fyrir það mikla stolt sem íbúar þar bera í brjósti. Hér má finna mjög heillandi blöndu hins hrjúfa og fagra, þess gamla og nýja og litríka sögu í nútímalegri borg.
Porto er ekki stór, í kjarna hennar búa aðeins um 300.000 manns. Borgin er hæðótt og byggð í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, skemmtilega samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni híbýlum úr nútímanum. Á milli borgarhæðanna eru víðsvegar stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni.
Lengi vel var Porto talin gróf og óálitleg verslunarborg í niðurníslu en þar hafa aldeilis orðið mikil stakkaskipti. Á síðustu áratugum hefur verið ráðist í gríðarlegar endurbætur og upplyftingu víða í borginni og borgin ósigrandi í kjölfarið klifið upp lista yfir vinsælustu áfangastaði í Evrópu.
Miðbær Porto fór á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1996, en þar hefur byggð haldist óslitið allt frá 4.öld! Það er mögnuð upplifun að ganga um þessar fornu slóðir sem enn í dag iða af mannlífi og miklum lífskrafti. Sama má segja um Ribeira hverfið sem er í næsta nágrenni við árbakka Duoro. Skoðunarferð þangað hverfur seint úr minni.
Í borginni er sannarlega að finna mikið úrval af gæðaveitingastöðum. Þeir eru staðsettir hér og þar, en flesta má finna í Matosinhos hverfinu við ströndina, og því upplagt að kíkja þangað til að gleðja bragðlaukana. Hinum dæmigerða Portobúa er alls ekki sama um hráefnið í matargerð og það er vel þess virði að fara á markaðinn Mercado do Bolhao, finna sér eitthvað gott að smakka á og ekki síður að upplifa heimafólk í kaupessinu sínu.
Fargjald
Heildarverð ferðar ásamt sköttum og öðrum gjöldum. Fargjald tekur til þeirrar þjónustu sem tilgreind er í samningi um viðkomandi ferð.
Ferð / pakkaferð
Sú þjónusta sem Tripical selur ferðamanni og samanstendur af mismunandi tegundum ferðatengdrar þjónustu, t.d. flugi, siglingum, gistingu og eftir atvikum öðrum þjónustuliðum. Hugtakið pakkaferð hefur sömu merkingu í skilmálum þessum og í lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Ferðamaður / farþegi:
Sá einstaklingur sem hefur gert bókun hjá Tripical.
Hópabókun:
Bókun sem gerð er um ferð fyrir hóp sem samanstendur af a.m.k. 10 einstaklingum.
Kynningargögn
Auglýsingar, sölubæklingar, markpóstur og önnur gögn frá Tripical þar sem ferð er auglýst og kynnt.
Tilboð
Tilboð sem Tripical gerir ferðamanni eða hóp í ferð. Upplýsingar um ferð í tilboð telst hluti samnings aðila sé það samþykkt nema annað sé tekið fram í samningi.
Staðfestingargjald
Sá hluti fargjalds sem ferðamaður eða hópur skal greiða fyrir gerð bókunar.
Samningur
Samningur milli farþega eða hóps og Tripical. Skilmálar þessir eru hluti samnings aðila nema annað sé tekið fram í samningi.
Sérþjónusta
Sú þjónusta sem er ekki hluti af ferð eins og hún er auglýst eða tilgreind í tilboði og farþegar óska sérstaklega eftir.
Tengiliður hóps:
Sá einstaklingur sem kemur fram fyrir hönd hóps vegna hópabókunar.
Þjónustuveitendur:
Aðilar sem veita þá þjónustu sem ferð samanstendur af s.s. flugfélög, siglingafélög og hótel.
2.1 Skilamálar þessir gilda um allar pakkaferðir sem seldar eru af Tripical til ferðamanna nema annað sé tekið fram í kynningargögnum, tilboði, sérskilmálum eða samningi við farþega.
3.1 Bókun telst komin á þegar ferðamaður hefur gert samning við Tripical um ferð og greitt staðfestingargjald. Bókun telst aldrei komin á fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt.
3.2 Tripical ábyrgist ekki framboð miða í ferð sem er auglýst eða kynnt af hálfu félagsins við gerð bókunar þar sem fjöldatakmarkanir eru í ferðir á vegum félagsins. Allar bókanir og ferðir eru háðar fyrirvara um framboð af hálfu þjónustuveitenda.
3.3 Farþegar skulu þegar eftir að bókun hefur verið staðfest og farmiðar eða önnur ferðagögn send farþega yfir fara þau og tilkynna Tripical þegar í stað ef einhverjar villur eru í gögnunum, s.s. í nöfnum farþega.
3.4 Við bókun staðfestir ferðamaður að hann hafi lesið og samþykkt almenna skilmála og persónuverndarstefnu Tripical.
3.5 Um skilmála bókunar gilda upplýsingar kynningagögnum, tilboði, samningur farþega og Tripical um viðkomandi ferð, þessir almennu skilmálar Tripical auk skilmála viðkomandi þjónustuaðila. Sé misræmi milli framangreindra skjala skal samningur við farþega vera ráðandi.
3.6 Ef farþegi hefur óskað eftir sérþjónustu skal hún tilgreind í samningi. Sérþjónusta myndar ekki hluta pakkaferðar nema um það sé samið sérstaklega. Tripical ábyrgist ekki að í öllum tilvikum sé hægt að verða við beiðni farþega um sérþjónustu.
3.7 Allar bókanir skulu gerðar af einstakling eldri en 18 ára.
4.1 Greiðsla staðfestingargjalds er skilyrði fyrir því að bókun sé staðfest og framkvæmd í kerfum Tripical sem og gagnvart þjónustuveitendum. Staðfestingargjald er óendurkræft nema annað sé tekið fram í skilmálum þessum eða samningi. Um fjárhæð staðfestingargjaldsins fer eftir verðskrá Tripical nema um annað sé samið. Tripical áskilur sér rétt til þess að krefjast hærra staðfestingargjalds en skv. gjaldskrá vegna einstakra ferða til að mæta kröfum þjónustuveitenda um innáborganir á ferðir.
4.2 Að minnsta kosti 90% fargjalds skal greitt eigi síðar en 12 vikum fyrir brottför og lokagreiðsla skal greidd minnst 3 dögum fyrir brottför. Framangreindir greiðsluskilmálar gilda nema annað sé tilgreint í kynningögnum, tilboði eða samningi við farþega eða hóp.
4.3 Við greiðsludrátt áskilur Tripical sér rétt til þess að krefjast dráttarvaxta og greiðslu alls kostnaðar Tripical sem leiðir af greiðsludrættinum. Sé greiðsludráttur verulegur áskilur Tripical sér rétt til þess að rifta samningi við farþega án bótaskyldu gagnvart farþega. Komi til riftunar vegna greiðsludráttar farþega er sá hluti fargjalds sem greiddur hefur verið óendurkræfur.
5.1 Innifalið í fargjaldi er sú þjónusta sem tilgreind er í kynningargögnum, tilboði og/eða samningi við ferðamenn. Fyrir sérþjónustu þarf að greiða sérstaklega samkvæmt verðskrá Tripical og/eða viðkomandi þjónustuaðila.
5.2 Fargjald getur breyst frá því að samningur er gerður vegna atvika sem eru ekki á forræði Tripical. Í slíkum tilvikum er Tripical heimilt að hækka verð ferðarinnar og krefjast viðbótargreiðslu úr hendi ferðamanns.
5.3 Heimild Tripical til verðbreytinga tekur til eftirfarandi atvika:
(a) Flutningskostnaður eykst vegna breytinga á eldsneytisverði eða verði á öðrum aflgjöfum,
(b) skattar eða önnur gjöld sem lögð eru á Tripical eða aðra þjónustuaðila sem samningurinn tekur til hækka eða
(c) breytingar verða á gengi erlendra gjaldmiðla frá því ferð var auglýst, tilboð útbúið eða samningur gerður. Uppgefin verð Tripical taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni á þeim tíma sem þau eru gefin.
5.4 Tripical skal tilkynna ferðamanni um verðbreytingar eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar og skal ferðamaður inna greiðslu af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.1 Tímasetningar í ferðaáætlun sem gefnar eru upp við bókun ferðar eru áætlaðar og kunna að taka breytingu frá gerð bókunar til upphafs ferðar. Farþegum er tilkynnt um endanlegar tímasetningar eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.2 Tripical er heimilt að gera óverulegar breytingar á bókun og skulu breytingar tilkynntar farþega eða tengilið hóps eins fljótt og kostur er. Í slíkri tilkynningu skal koma fram hvers konar breytingu er um að ræða, hvort hún hafi áhrif á verð ferðarinnar og sá frestur sem farþegi hefur til að samþykkja breytinguna og afleiðingar þess ef farþegi svari ekki innan frestsins. Óverulegur breytingar eru m.a. breytingar á tímasetningu fluga um 12 klst. eða minna, breytingu á flugfélagi, breytingu á hóteli eða gististað. Í slíkum tilvikum mun Tripical leitast við að bjóða gistingu í sambærilegum gæðum og samkvæmt samningi við farþega.
6.3 Tripical er heimilt að aflýsa ferð gegn endurgreiðslu fargjalds án greiðslu skaðabóta í eftirfarandi tilvikum:
6.3.1 Ef fjöldi farþega nær ekki þeim lágmarksfjölda sem áskilinn er í viðkomandi ferð. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við a.m.k. 85% sætanýtingu á viðkomandi flugvél, bæði í flug frá brottfararstað og heimflugi. Sé sætanýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 75% er Tripical heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flug. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint. Ef ferð er aflýst vegna þess að lágmarksfjöldi næst ekki í ferð skal farþega tilkynnt um aflýsinguna eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara lengur en 6 daga, 7 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara í 2 – 6 daga og 48 klst. fyrir upphaf ferðar ef hún átti að taka styttri tíma en tvo daga.
6.3.2 Ef Tripical eða þjónustuveitandi Tripical getur ekki efnt samninginn vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna (force majeure). Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum er átt við aðstæður sem Tripical fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir og valda því að ómögulegt er að efna samning um ferð. Undir óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður falla (upptalningin er ekki tæmandi) verkföll og vinnustöðvanir, stríð, hryðjuverk, sjúkdómsfaraldur, óveður, náttúruhamfarir eins og eldgos, flóð og jarðskjálftar, ferðabönn, lokun landamæra og aðrar sambærilegar aðgerðir stjórnvalda.
6.4 Við aflýsingu ferðar samkvæmt 6.3 gr. á farþegi rétt á endurgreiðslu fargjalds innan 14 daga frá aflýsingu.
6.5 Tripical er heimilt en ekki skylt við aflýsingu ferðar að bjóða farþega aðra ferð sem er sambærileg að gæðum ef Tripical getur boðið slíka ferð. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er dýrari greiðir farþegi mismuninn og skal greiðslan innt af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar. Ef ferðin er ódýrari fær farþegi mismuninn endurgreiddan innan 14 daga frá breytingu bókunar.
7.1 Áður en ferð hefst er ferðamanni heimilt að framselja bókun sína til annars einstaklings sem uppfyllir öll skilyrði viðkomandi samnings. Það er skilyrði að framsalið sé tilkynnt Tripical með hæfilegum fyrirvara og aldrei seinna en 14 dögum fyrir upphaf ferðar. Það er í öllum tilvikum skilyrði framsals að flutningsaðili eða aðrir þjónustuaðilar viðkomandi ferðar heimili framsal. Tripical ábyrgist ekki að þjónustuveitendur viðkomandi ferðar heimili framsal bókanna. Við framsal bókunar greiðist breytingargjald skv. verðskrá Tripical.
7.2 Hafi fargjald ekki verið greitt að fullu fyrir framsal bera framseljandi bókunarinnar og framsalshafi sameiginlega óskipta ábyrgð á greiðslu eftirstöðva fargjaldsins og öllum kostnaði sem af framsalinu leiðir.
7.3 Fyrir framsal ferðar greiðist breytingagjald samkvæmt gjaldskrá Tripical auk alls kostnaðar samkvæmt gjaldskrám þjónustuveitenda. Gjöldin skulu greidd áður en framsalið er framkvæmt í kerfum Tripical.
8.1 Ferðamaður getur afpantað ferð innan 7 daga frá því honum er tilkynnt um breytingar á ferð gegn endurgreiðslu fargjalds í eftirfarandi tilvikum:
(a) ef breyting á ferð felur í sér verulegar breytingar á megineinkennum ferðarinnar eða
(b) ef verð ferðar er hækkað um meira en 8% samkvæmt 5.3 gr.
8.2 Sé um verulega breytingu á megineinkennum ferðar að ræða, aðrar en breytingar sem eru af völdum óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna, er farþega gefin kostur á því að afpanta ferð, sbr. 8.1.a gr. eða gera viðbótarsamning sem tilgreini breytingar á upphaflegri bókun og áhrif þeirra á fargjald og ferðaáætlun.
8.3 Ferðamaður getur afpantað ferð áður en ferðin hefst ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd ferðarinnar. Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) er átt við aðstæður sem eru ekki á valdi ferðamanns og ekki hefði verið hægt að komast hjá þótt gripið hefið verið til réttmætra ráðstafana. Við afpöntun af þessum ástæðum ber Tripical að endurgreiða fargjald að fullu. Það gildir þó ekki ef ferðamaður hefði við bókun ferðar mátt sjá fyrir framangreinda atburði eða ástand.
8.4 Ef ferð er afpöntuð í öðrum tilvikum en samkvæmt 8.1 gr. eða 8.3 gr. er afpöntun aðeins heimil gegn greiðslu afbókunargjalds vegna kostnaðar, óhagræðis og tekjumissis Tripical vegna afbókunarinnar. Staðfestingargjald er í engum tilvikum endurkræft við afpöntun ferðar.
8.5 Við afpöntun hópaferðar eða sérferðar er sá hluti fargjalds sem hefur verið greiddur óendurkræfur. Auk þess sem Tripical er heimilt að krefjast þóknunar vegna útlagðs kostnaðar Tripical til þjónustuaðila Tripical, svo sem vegna innáborganna vegna flugfars, leiguflugs, gistingar og annarrar þjónustu auk tekjumissis Tripical.
8.6 Við afpöntun einstaklingsferðar, sem er ekki hluti af hópaferð eða sérferð, er neðangreint afbókunargjald innheimt við afpöntun ferðar nema annað leiði af atvikum eða sé tilgreint í samningi Tripical við farþega eða í sérskilmálum:
(a) Ef ferð er afpöntuð með 90 daga fyrirvara eða meira er fargjald endurgreitt en ekki staðfestingargjald.
(b) Ef ferð er afpöntuð 30-89 dögum fyrir ferð er 25% af fargjaldi endurgreitt.
(c) Ef ferð er afpöntuð með skemmri frest en 30 dögum fyrir ferð fær farþegi enga endurgreiðslu.
8.7 Ef afpöntunarskilmálar þjónustuaðila Tripical ganga lengra en samkvæmt skilmálum þessum gildir sú regla sem lengra gengur.
8.8 Farþegi skal afpanta ferð með sannanlegum hætti. Nýti farþegi sér rétt til afpöntunar skal endurgreiðsla fargjalds, að frádregnu afbókunargjaldi, innt af hendi innan 14 daga frá afpöntun.
9.1 Farþegi eða tengiliður hóps ber ábyrgð á því að upplýsingar um farþega séu réttar, svo sem um nafn, fæðingardag og aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að ljúka við bókun. Tripical ber ekki ábyrgð á því ef rangar upplýsingar eru veittar eða stafsetningarvillur eru í nafni farþega eða afleiðingum þess. Við nafnabreytingar eða leiðréttingar kunna þjónustuveitendur að innheimta breytingargjöld sem farþegum ber að greiða.
9.2 Það er á ábyrgð farþega að mæta til brottfarar í flug, siglingar, skoðunarferðir og aðra viðburði á þeim tíma sem tilgreindur er í ferðagögnum eða samkvæmt skilmálum flytjanda.
9.3 Farþegi er ábyrgur fyrir því að hafa gild ferðaskilríki meðferðis, s.s. vegabréf og vegabréfaáritun, eða önnur gögn eða vottorð sem áskilin eru í þeim löndum sem ferðast er til. Ef farþegi ferðast með börn ber hann ábyrgð á að hafa meðferðis ferðaskilríki vegna þeirra og önnur viðeigandi gögn.
9.4 Farþegi ber ábyrgð á því að hann hafi líkamlega og andlega heilsu til þeirrar ferðar sem hann gerir samning um. Þurfi farþegi á séraðstoð að halda vegna sjúkdóms eða fötlunar, s.s. er í hjólastól, blindur eða heyrnarlaus, skal farþegi tilkynna Tripical um að fyrir gerð bókunar. Er farþegum sem þurfa á séraðstoð að halda bent á að kynna sér skilmála flugfélaga og annarra þjónustuveitenda og þá þjónustu sem þeir veita. Ef farþegi er þungaður er viðkomandi einnig bent á að kynna sér skilmála flugfélaga um flutning þungaðra farþega. Ef farþegi veikist í ferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum sem Tripical verður ekki um kennt, en Tripical leitast við að aðstoðar farþega í slíkum tilvikum.
9.5 Tripical ráðleggur öllum farþegum sem ferðast á vegum félagsins að tryggja sig með ferðatryggingu fyrir óvæntum áföllum og tjóni.
9.6 Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þjónustuveitenda Tripical. Farþegar skulu hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem þeir ferðast til, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta reglum og skilmálum þjónustuveitenda. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er Tripical heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur Tripical.
9.7 Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu fargjalds eða kostnaðar eða til greiðslu skaðabóta ef hann uppfyllir ekki skilyrðin greinar þessarar.
10.1 Tripical ber ekki ábyrgð á þeirri þjónustu sem ferðamenn kaupa sjálfir vegna ferðar sinnar án milligöngu Tripical.
10.2 Tripical áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum eða röngum upplýsingum sem rekja má til mistaka við innslátt, rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.
10.3 Tripical ber ekki ábyrgð á athöfnum eða athafnaleysi þjónustuveitenda gagnvart farþegum sem kann að leiða til tjóns nema um slíka ábyrgð sé mælt fyrir í lögum.
10.4 Tripical ber ekki ábyrgð á óvenjulegum eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) eða tjóni farþega sem leiðir af slíkum aðstæðum. Um skilgreiningu á óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum vísast til 6.3.2 gr.
10.5 Hugsanlegar kvartanir vegna ferðar skulu berast fararstjóra án tafa. Kvörtun skal jafnframt send skrifstofu Tripical skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.
10.6 Tripical áskilur sér rétt til að takmarka bótaskyldu sína og fjárhæð skaðabóta í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum og skilmálum þessum.
10.7 Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega nema ef vanefnd á framkvæmd samningsins verði rakin til vanrækslu Tripical. Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega sem verður rakið til athafna eða athafnaleysis farþegans sjálfs eða þriðja aðila. Ef ferð fullnægir ekki skilyrðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir Tripical.
11.1 Allar endurgreiðslur til farþega á fargjaldi í heild eða að hluta samkvæmt skilmálum þessum fer fram með endurgreiðslu inn á það kreditkort sem ferðin var greidd með. Sé korthafi annar en farþegi ber korthafinn ábyrgð á því að endurgreiða til farþegans.
12.1 Við gerð bókunar samþykkja farþegar að persónuupplýsingar þeirraverða notaðar í þeim tilgangi að veita þá þjónustu sem farþega hafa óskað eftir og að persónuupplýsingunum verði deilt til þjónustuveitenda. Tripical áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda farþega markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita farþega sem besta þjónustu. Nánar er fjallað um vinnslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefndu Tripical [linkur]
13.1 Til viðbótar við almenna skilmála Tripical gilda eftirfarandi sérskilmálar um hópabókanir.
13.2 Tengiliður hóps ábyrgð á því að upplýsa aðra farþega í bókuninni um ferðina, samning aðila og skilmála þessa. Tengiliður bókunar skal hafa heimild til þess fyrir hönd hópsins að annast samskipti vegna ferðarinnar við Tripical og semja við Tripical um skilmála ferðarinnar, greiðslur og önnur atriði fyrir hönd allra farþega í hópnum.
13.3 Tengiliður hóps ábyrgist að farþegaupplýsingar séu sendar til Tripical eigi síðar en 6 vikum fyrir upphaf ferðar og tekur það einnig til herbergjalista um hótel ef hótel hluti ferðar. Eftir að umræddum upplýsingum hefur verið skilað greiðist breytingargjald við allar breytingar á bókun.
13.4 Við framsal bókunar ef um hópaferð er að ræða er það skilyrði að tengiliður hópsins samþykki framsalið.
Þjónustukaupi lýsir því yfir að hann gerir sér grein fyrir að vegna COVID heimsfaraldursins eru uppi óvissuþættir sem varða ferðina, s.s. um opnun landamæra, flugsamgöngur, þjónustu á áfangastað og önnur atriði sem tengjast sóttvarnaraðgerðum og útbreiðslu faraldursins. Farþegi gerir sér grein fyrir af að þessu sökum kunna aðstæður og framkvæmd ferðarinnar að breytast frá því að bókun var gerð.
Tripical lýsir því yfir að ef ferðalög til áfangstaðarins verða ómöguleg, s.s. vegna lokunar á landamærum eða banns við ferðalögum, á áætluðum brottfarardegi þá verður fargjald að fullu endurgreitt. Farþegar hafa val um það hvort fargjaldið verður endurgreitt með inneignarnótu eða í peningum innan 14 daga frá afbókun ferðar.
Ef Tripical af öðrum ástæðum en að framan greinir, sem tengjast COVID heimsfaraldrinum, getur ekki framkvæmt samning þennan á áætluðum brottfarardegi, eða treystir sér ekki til þess vegna öryggis, heilsu eða velferð farþega, áskilur Tripical sér rétt til þess að afbóka ferðina og mun þá Tripical leitast við að gera tillögu að nýrri ferðadagsetningu sé það mögulegt. Í slíkum tilvikum skal þjónustukaupa standa til boða að færa ferðina á nýja dagsetningu sem Tripical samþykkir eða fá inneignarnótu fyrir þegar greiddu fargjaldi eða staðfestingargjaldi til að nýta síðar.
Athugið að þessir skilmálar eru tímabundin ráðstöfun og geta tekið breytingum.
15.1 Öllum viðskiptavinum Tripical sem kaupa alferð í leiguflugi stendur til boða að kaupa sérstakt forfallagjald (á ekki við um siglingar og ýmsar sérferðir) og eru þá greiddar bætur eftir aðstæðum og tímasetningu forfalls. Komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð fæst ferð endurgreidd að fullu fyrir utan staðfestingargjald, forfallagjald og sjálfsábyrgð sem er í hverju tjóni.
15.2 Skilyrði fyrir að forfallagjald gildi: Farþegi forfallast vegna stórvægilegra líkamsmeiðsla af völdum slyss, veikinda, þungunar, barnsburðar enda vottað af hæfum starfandi lækni.
Farþegi andast eða mjög náinn ættingi andast.
Framangreind atvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afpanta fyrirhugaða ferð. Tripical áskilur sér rétt til að kalla til sinn trúnaðarlækni vegna einstakra tilfella.
16.1 Um skilmála þessa og allar ferðir á Tripical gilda íslensk lög. Ágreiningsmál út af skilmálum þessum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Bókunargjald………………………… kr. 3.800. Þjónustugjald á mann vegna farbókunar í síma eða á skrifstofu.
Afgreiðslugjald……………………….kr. 2.800. Bókanir á annarri þjónustu en innifalin er í ferð, ef keypt er flug. Farmiðabókun með lest, ferju og bílaleigubíl. Bókun á gistirými: Hótel, íbúð og sumarhús. Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir: Útvegun á vegabréfsáritun. Afmæliskveðjur og skilaboð. Bókun á annarri þjónustu en þeirri sem innifalin er í ferð. Afgreiðslugjald greiðist pr. bókun og er óendurkræft.
Breytingagjald……………….……….kr. 15.000. Breyting á farseðli. Framsal bókunar (nafnabreyting). Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð. Bókun á gistingu og annarri þjónustu (ef ekki er keypt flug). Breytingagjald er óendurkræft.
Breytingagjald vegna breytinga á ferð kr. 15.000 Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Ef þarf að færa ferð eða breyta ferð leggst breytingargjald á. Breytingagjald er óendurkræft.
Auka breytingagjald vegna breytinga á ferð.. kr. 20.000 Tripical áskilur sér rétt til að rukka auka breytingargjald vegna breytinga á ferðum sem krefjast mikillar vinnu. Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Auka breytingagjald er óendurkræft.
Tilboðsgjald…………………….……kr. 5.000. Fyrir ráðgjöf og vinnu að tilboði vegna sérstakra ferða annarra en þeirra sem lýst er í bæklingum eða auglýsingum. Beiðni um tilboð skal lögð inn skriflega. Sé tilboða óskað til fleiri en eins áfangastaðar er greitt sérstaklega fyrir hvern viðbótarstað. Tilboðsgjald er óendurkræft nema tilboði sé tekið.
Forfallagjald (11ára+)…………………kr. 7.000
Forfallagjald (barn, 2–11 ára)……..kr. 3.800. Farþegum sem kaupa alferð í leiguflugi Tripical stendur til boða að greiða sérstakt forfallagjald við staðfestingu ferðar (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur, komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð af tilteknum orsökum (sjá upplýsingar í skilmálum Tripical). Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni.
Sjálfsábyrgð v/forfalla- í hverju tjóni (á mann)………………….kr. 6.000
Staðfestingargjald……………………kr. 40.000. Vegna staðfestingar á farpöntun. Staðfestingargjald er aðeins afturkræft innan viku frá því að pöntun er gerð. Staðfestingargjald í siglingum og sérferðum er annað og er það þá sérstaklega tilgreint í kynningu viðkomandi ferða. Staðfestingargjald í siglingum er óendurkræft frá staðfestingu pöntunar. Fullnaðargreiðsla vegna siglinga þarf að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför.
Sheraton Porto Hotel & Spa er staðsett í 1 mínútu göngufjarlægð frá Boavista Avenue og er með rúmgóð herbergi og nútímalega heilsulind.Veitingastaður hótelsins er með glervínkjallara.
Hönnunarherbergin á Sheraton Porto eru skreytt með blöndu af viði, stáli og gleri. Þau eru með minibar, setusvæði og baðkari. Með 8 meðferðarherbergjum heilsulindarinnar og innisundlaug geta gestir slakað alveg á eftir annasaman dag. Auk jógastúdíósins er boðið upp á ýmsa tíma, slökunarsvæði og safabar. Á veitingastaðnum Porto Novo er hefðbundin portúgölsk matargerðar og gott úrval af víni. Píanóbar hótelsins í anddyri er með fallegt útsýni yfir hótelgarðinn. Ókeypis Wi-Fi er á hótelinu.
Sheraton Porto er staðsett 15 km frá Francisco Sá Carneiro-alþjóðaflugvellinum. Tónleikahöllin Casa da Música og aðliggjandi neðanjarðarlestarstöð eru í 10 mínútna göngufjarlægð.
Mercure Porto Centro Santa Catarina er nálægt sögulegum miðbæ Porto. Hið algjörlega enduruppgerða hótel tekur á móti þér með nútímalegu og hlýlegu andrúmslofti.
Á meðan þú nýtur útsýnisins yfir borgina frá ‘La Bicicleta’ veitingastað hótelsins geturðu smakkað svæðisbundna portúgalska matargerð. Þú getur líka fengið þér drykk eða snarl í notalegu umhverfi hótelbarsins eða á þakinu okkar.
Herbergi hótelsins eru með útsýni yfir Porto og með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi og minibar. Baðherbergið er einnig með baðkari og hárþurrku. Fyrir fræðslu- og viðskiptaferðir er hótelið með ókeypis Wi-Fi tengingu og 4 fundarherbergi útbúin fyrir faglega viðburði og námskeið.
Mercure Porto Centro Santa Catarina er mjög vel staðsett, nálægt Sao Bento lestarstöðinni, sem er í aðeins 7 mínútna göngufjarlægð, en einnig margir ferðamannastaðir: Casa da Música, Torre dos Clérigos og hið fræga Café Majestic. Hinn frægi Torre dos Clérigos klukkuturn og rómantíska Ribeira-hverfið með mörgum kaffihúsum eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.
HF Fénix Porto í Boavista-hverfinu í Porto, 400 m frá Casa da Musica-tónleikahöllinni.
Það er með ókeypis Wi-Fi Internet og rúmgóð herbergi með kapalsjónvarpi.
Öll herbergin á HF Fénix Porto eru loftkæld og eru með sérbaðherbergi með hárþurrku. Herbergin á efri hæðum bjóða upp á útsýni yfir ána Douro. Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð sem samanstendur af kökum, brauði, morgunkorni, eggjum, ávöxtum og safi er borið fram á hverjum morgni í borðstofu Fénix, með lituðu gleri í loftinu. Það er bar og útiverönd með sólhlífum.
Portúgal liggur meðfram vesturströnd Íberíuskaga, og deilir suðvesturodda Evrópu með Spáni. Landið býr yfir einstakri menningu, flottum borgum, líflegum strandbæjum og fallegri sveit. Að flatarmáli er Portúgal ekki stór en landslagið býður samt sem áður upp á hin ýmsu tilbrigði. Hægt er að ferðast á einum degi frá grænum og gróðursælum fjöllum í norðri, um stórbrotnar klettahlíðar og fossa Mið-Portúgals, og suður á landsvæði Alentejo, sem minnir um margt á eyðimörk.
Portúgal á sér um 900 ára gamla sögu og hefur lagt sitt mark á heimssöguna. Þar er ofarlega á blaði aðild þeirra að hinum svokölluðu Landafundum, en Portúgalar lögðu grunninn að þeim í lok 14. aldar með því að stofna sjóleið til Indlands og nýlendusvæða Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið en Portúgal varð á þessum tíma áhrifamikið heimsveldi.
Í Portúgal þykir bæði loftslag og umhverfi vera kjörið fyrir golfíþróttina. Þetta hafa heimamenn nýtt sér og hannað marga af bestu golfvöllum álfunnar, en 14 þeirra eru á lista yfir 100 bestu brautir Evrópu, og landið hefur hampað titlinum ,,Besti golfáfangastaður heims“. En það er einnig annað sport, öllu æsilegra, sem tekið hefur ástfóstri við Portúgal. Við vesturströndina rísa nefnilega úr Atlantshafi einhverjar stærstu öldur sem brimbrettafólk kemst í tæri við, og svæðið oft nefnt sem eitt af þeim bestu í heimi til slíkrar iðkunar.
Portúgal hefur í áraraðir verið mjög vinsæll ferðamannastaður, ekki síst hjá Norður-Evrópu þjóðum, og gestir frá löndum eins og Englandi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð flykkjast þangað til að njóta stórkostlegrar strandlengju, náttúrufegurðar og hins hlýja loftslags. Vinsælustu strendurnar eru í Algarve, en Miðjarðarhafið meðfram suðurströndinni hefur tilhneigingu til að vera hlýrra en hið opna Atlantshaf, og minna um hafrót og öldugang. Við vesturströndina er þó hiklaust hægt að mæla með frábærum stöðum að heimsækja, til dæmis hinum einstaklega sjarmerandi og fallega strandbæ Nazaré.
Höfuðborgin Lissabon er eina höfuðborg Evrópu sem staðsett er við strendur Atlantshafs, en hún er ein af elstu borgum heims og prýdd byggingum frá hinum ýmsu tímaskeiðum. Eitt af einkennum hennar eru hinar fjölmörgu hvítu kalksteinabyggingar sem setja fallegan svip á borgina, en hún hefur gengið í gegnum miklar endurbætur síðustu ár. Lissabon er líflegur og áhugaverður staður sem blómstrar nú sem aldrei fyrr og er að verða einn af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu.
Porto er einstaklega flott og skemmtileg borg, byggð í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni nútímahíbýlum. Á milli borgarhæða eru stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni. Ef einhvern tíma er tilefni til að kynna sér og smakka góð portvín, þá er það hér. Það liggur í orðanna hljóðan, en Porto er einmitt nefnd sem höfuðstaður portvína, og hiklaust hægt að mæla með heimsókn í hina einstöku portvínshella í Vila Nova de Gaia, eða aðra vínkjallara borgarinnar.
Um miðja strandlengu Portúgals stendur yndislegur bær sem ber sama heiti og heimastaður Jesú Krists, en í portúgalskri útfærslu, Nazaré. Nafnið tengist litlu trélíkneski af Maríu mey með frelsarann í fangi sér, sem kom með trúboðum frá Nazareth í kringum árið 700, og til eru fornar sögur af miklum kraftaverkum þeirrar styttu. Á seinni tímum er þar lítið um trúarleg undur og stórmerki, nema kannski sú staðreynd að bærinn Nazaré er bæði undursamlegur og stórkostlegur, og sannkallaður draumastaður fyrir alla sem þyrstir í sól og sælu. Þar er auk þess eitt eftirsóttasta brimbrettasvæði Evrópu. Hér hefði Jesú sko ekki látið sér nægja að ganga á vatninu, hann hefði pottþétt gripið með sér bretti og sörfað þær himinháu öldur sem þar rísa úr hafi.
Sjarmerandi fiskibær við fullkomna strönd
Í Nazaré búa um 10.000 manns og bærinn skiptist í þrjá hluta. Við ströndina liggur Praia hverfið, í klettum þar fyrir ofan rís gamla hverfið Sítío, og hægt er að ferðast milli þessara bæjarhluta með lestarkláfum. Enn ofar er svo að finna annað gamalt þorp, Pederneia.
Nazaré er gamall fiskibær og þrátt fyrir að ferðaiðnaðurinn hafi þar tekið völd, eru íbúar mjög stoltir af upprunanum og duglegir að kynna hann gestum sínum. Hér finnurðu gömul sjómannaheimili sem breytt hefur verið í fínustu hótel og sjávarréttastaðirnir eru margir og hver öðrum betri. Þá eiga bæjarbúar sína sérstöku ,,þjóðbúninga“ sem vísa í klæðnað sjómanna og fiskverkakvenna fyrri ára, en mesta athygli vekja hin sjölaga litskrúðugu pils sem konunar bera undir bróderuðum svuntum. Ekki er ólíklegt að sjá þessum búningum bregða fyrir.
Bærinn er einn vinsælasti áningarstaður við Silfurströndina svokölluðu (Costa de Prata), og þangað sækir fólk hvaðanæva úr Evrópu til að njóta hinnar afslöppuðu og þægilegu stemmingar sem þar ríkir. Staðurinn þykir henta öllum aldri – hér eru dásamlegar risastrandir til að leika sér á og liggja yfir daginn, og á kvöldin má velja úr fjölmörgum krám og skemmtistöðum til að sötra góðan drykk eða dansa inn í nóttina. Hér ríkir vinalegt andrúmsloft þar sem fólk frá ólíkum löndum blandar geði við hið hlýja og væna portúgalska heimafólk.
Brimbrettageggjun
Brimbrettafólk elskar Nazaré, enda öldurnar óvíða jafn tignarlegar, og aðstæður allar frábærar. Ýmis stórmót í brettasiglingum hafa verið haldin hér og heimsmet verið skráð. Árið 2017 sló brasilíski brimbrettakappinn Rodrigo Koxa heimsmet þegar hann sigldi öldu sem mældist 24,4 metrar! Við erum alltso ekki að tala um neitt smotterýsbrim!
Þá er rétt að nefna, fyrir þau sem ekki eru spennt fyrir að sigla slíkar öldur, að það getur verið dáleiðandi skemmtilegt að fylgjast með flínkum brimsiglurum leika listir sínar, og víða má finna sér stað, til dæmis í gamla bænum Sítío, með fyrirtaks útsýni yfir það sem fram fer á hafi úti. Ekki vitlaust að sötra á svalandi drykk á meðan.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!