Opatija er einstaklega fallegur strandbær við Adríahafið, staðsettur á Istria skaga Króatíu og um 18 km frá Rijeka, sem er ein af stærri borgum Króatíu. Bærinn er umkringdur fallegum lárviðarskógi og þekktur fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag, fjölbreyttar sögulegar glæsibyggingar og stórmerka minnisvarða. Hér fléttast áhugaverð saga og lífleg króatísk menning saman við stórbrotna náttúrufegurð og glæsileika á hrífandi hátt. Þetta er vinsæll dvalarstaður bæði sumar sem vetur, með meðalhita upp á 32 °C á sumrin og 10 °C á veturna. Opatija tekur þér fagnandi og býður upp á eftirminnilegt ævintýri!
Sögu Opatija má rekja aftur til Rómaveldisins en þá risu þar glæsihýsi nokkurra háttsettra hefðarmanna. Á miðöldum var Opatija hluti af hinu svonefnda Feneyska Lýðveldi, en um miðbik 19. aldar varð staðurinn séreign auðugra austurrísk-ungverskra fjölskyldna. Þær byggðu þennan fallega griðarstað sinn af miklum glæsileik og spöruðu hvergi. Mikilfengleg stórhýsi frá tímum þessa ,,háklassasamfélags“ standa enn meðfram ströndinni og setja sterkan svip á bæinn.
Enn í dag er þessi fallegi bær ljúfur griðarstaður, nú fyrir ferðafólk í leit að góðu fríi. Opatija stendur sannarlega undir þeim væntingum. Hér eru fagrir garðar, tignarleg lúxushótel og umhverfi sem sómir sér vel á póstkorti, og gera þennan yndislega bæ að töfrandi áfangastað.
Eins og áður segir er bærinn þekktur fyrir glæsilegan arkitektúr sem einkennist af flottum einbýlisvillum, íburðarmiklum hótelum og heillandi göngugötum við ströndina. Hér er margt að sjá og skoða. Fyrsti viðkomustaður gæti til dæmis verið Villa Angolia sem nú hýsir króatíska ferðamannasafnið og sýnir meðal annars merkilega sögu bæjarins. Þessi flotta villa var byggð um miðja 19. öld og þjónaði sem sumarhús hins auðuga kaupmanns Iginio Scarpa. Þá er dásamlegur blómum skrýddur garðurinn í kring er engu minni ástæða fyrir heimsókn. Önnur merkileg bygging er St. James Church, byggð um 1420. Opatija þýðir ,,klaustur“ og nafnið kemur frá kirkjunni og klaustrinu sem stendur við hlið hennar.
Hotel Kvarner er eitt af elstu hótelum Króatíu og sannkölluð byggingarlistarperla. Það var byggt 1884 sem fyrsta flokks lúxus heilsuhótel. Hótelinu hefur verið haldið vel við og þess að gætt að halda sem mest í upphaflegan stíl þess. Í dag er byggingin opin til skoðunar fyrir hvern sem vill stíga skref aftur til 19. aldar og kynna sér hvað þótti flottast þá (og sumum finnst reyndar enn í dag vera langflottast af öllu).
Króatar eiga sína eigin ,,framabraut“ og hún er í Opatija. Króatíska Walk of Fame verkefnið var hleypt af stokkunum árið 2005 sem táknrænn virðingarvottur fyrir fólk sem lagt hefur mikið af mörkum til kynningar á Króatíu á sviði íþrótta, vísinda, menningar eða lista.
Amerísku garðarnir eru stundum nefndir Leynigarðurinn. Garðarnir ná yfir stórt svæði og eru staðsettir í næsta nágrenni við miðbæinn og Slatina-ströndina og með töfrandi útsýni yfir Kvarner flóann. Það ríkir sérstök kyrrð og friður hér enda áhersla lögð á að hingað geti fólk komið til að slaka á. Annar frábær almenningsgarður, og kannski sá vinsælasti, er Angiolina Park en þar er að finna mikið úrval af alls kyns blómategundum, þar á meðal Kamelíuna, en hún er einmitt tákn Opatija bæjar. Hér er yndislegt að ganga um eða tilla sér á bekk.
Þegar kemur að sólbaðslegu og sjóbusli eru möguleikarnir nokkrir, og ljóst að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðalströndin heitir Slatina er staðsett í hjarta Opatija. Ströndin er að hluta til grýtt og að hluta til sandur, sem gerir hana tilvalinn kostur fyrir marga sundmenn. Í næsta nágrenni eru kaffihús, barir og veitingastaðir. Einnig má nefna Angiolina ströndina en hún hefur nýlega gengið í gegnum endurhönnun, þar sem farið var aftur í tímann í allri hönnun. Þar er flott verönd er yfir ströndinni til að sitja og sötra í góðu yfirlæti. Líka er rétt að benda á Tomaševac Beach, hún er í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni, enda fullt af skemmtilegri afþreyingu, rennibrautir, trampólín, hjólabátar og fleira.
Tripical elskar Króatíu, og það er til dæmis vegna stórkostlegra áfangastaða eins og Opatija. Hér færðu fullkomna dvöl, með fegurð og fjöri, slökun og hvíld, og heillandi mannlífi.
Fargjald
Heildarverð ferðar ásamt sköttum og öðrum gjöldum. Fargjald tekur til þeirrar þjónustu sem tilgreind er í samningi um viðkomandi ferð.
Ferð / pakkaferð
Sú þjónusta sem Tripical selur ferðamanni og samanstendur af mismunandi tegundum ferðatengdrar þjónustu, t.d. flugi, siglingum, gistingu og eftir atvikum öðrum þjónustuliðum. Hugtakið pakkaferð hefur sömu merkingu í skilmálum þessum og í lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Ferðamaður / farþegi:
Sá einstaklingur sem hefur gert bókun hjá Tripical.
Hópabókun:
Bókun sem gerð er um ferð fyrir hóp sem samanstendur af a.m.k. 10 einstaklingum.
Kynningargögn
Auglýsingar, sölubæklingar, markpóstur og önnur gögn frá Tripical þar sem ferð er auglýst og kynnt.
Tilboð
Tilboð sem Tripical gerir ferðamanni eða hóp í ferð. Upplýsingar um ferð í tilboð telst hluti samnings aðila sé það samþykkt nema annað sé tekið fram í samningi.
Staðfestingargjald
Sá hluti fargjalds sem ferðamaður eða hópur skal greiða fyrir gerð bókunar.
Samningur
Samningur milli farþega eða hóps og Tripical. Skilmálar þessir eru hluti samnings aðila nema annað sé tekið fram í samningi.
Sérþjónusta
Sú þjónusta sem er ekki hluti af ferð eins og hún er auglýst eða tilgreind í tilboði og farþegar óska sérstaklega eftir.
Tengiliður hóps:
Sá einstaklingur sem kemur fram fyrir hönd hóps vegna hópabókunar.
Þjónustuveitendur:
Aðilar sem veita þá þjónustu sem ferð samanstendur af s.s. flugfélög, siglingafélög og hótel.
2.1 Skilamálar þessir gilda um allar pakkaferðir sem seldar eru af Tripical til ferðamanna nema annað sé tekið fram í kynningargögnum, tilboði, sérskilmálum eða samningi við farþega.
3.1 Bókun telst komin á þegar ferðamaður hefur gert samning við Tripical um ferð og greitt staðfestingargjald. Bókun telst aldrei komin á fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt.
3.2 Tripical ábyrgist ekki framboð miða í ferð sem er auglýst eða kynnt af hálfu félagsins við gerð bókunar þar sem fjöldatakmarkanir eru í ferðir á vegum félagsins. Allar bókanir og ferðir eru háðar fyrirvara um framboð af hálfu þjónustuveitenda.
3.3 Farþegar skulu þegar eftir að bókun hefur verið staðfest og farmiðar eða önnur ferðagögn send farþega yfir fara þau og tilkynna Tripical þegar í stað ef einhverjar villur eru í gögnunum, s.s. í nöfnum farþega.
3.4 Við bókun staðfestir ferðamaður að hann hafi lesið og samþykkt almenna skilmála og persónuverndarstefnu Tripical.
3.5 Um skilmála bókunar gilda upplýsingar kynningagögnum, tilboði, samningur farþega og Tripical um viðkomandi ferð, þessir almennu skilmálar Tripical auk skilmála viðkomandi þjónustuaðila. Sé misræmi milli framangreindra skjala skal samningur við farþega vera ráðandi.
3.6 Ef farþegi hefur óskað eftir sérþjónustu skal hún tilgreind í samningi. Sérþjónusta myndar ekki hluta pakkaferðar nema um það sé samið sérstaklega. Tripical ábyrgist ekki að í öllum tilvikum sé hægt að verða við beiðni farþega um sérþjónustu.
3.7 Allar bókanir skulu gerðar af einstakling eldri en 18 ára.
4.1 Greiðsla staðfestingargjalds er skilyrði fyrir því að bókun sé staðfest og framkvæmd í kerfum Tripical sem og gagnvart þjónustuveitendum. Staðfestingargjald er óendurkræft nema annað sé tekið fram í skilmálum þessum eða samningi. Um fjárhæð staðfestingargjaldsins fer eftir verðskrá Tripical nema um annað sé samið. Tripical áskilur sér rétt til þess að krefjast hærra staðfestingargjalds en skv. gjaldskrá vegna einstakra ferða til að mæta kröfum þjónustuveitenda um innáborganir á ferðir.
4.2 Að minnsta kosti 90% fargjalds skal greitt eigi síðar en 12 vikum fyrir brottför og lokagreiðsla skal greidd minnst 3 dögum fyrir brottför. Framangreindir greiðsluskilmálar gilda nema annað sé tilgreint í kynningögnum, tilboði eða samningi við farþega eða hóp.
4.3 Við greiðsludrátt áskilur Tripical sér rétt til þess að krefjast dráttarvaxta og greiðslu alls kostnaðar Tripical sem leiðir af greiðsludrættinum. Sé greiðsludráttur verulegur áskilur Tripical sér rétt til þess að rifta samningi við farþega án bótaskyldu gagnvart farþega. Komi til riftunar vegna greiðsludráttar farþega er sá hluti fargjalds sem greiddur hefur verið óendurkræfur.
5.1 Innifalið í fargjaldi er sú þjónusta sem tilgreind er í kynningargögnum, tilboði og/eða samningi við ferðamenn. Fyrir sérþjónustu þarf að greiða sérstaklega samkvæmt verðskrá Tripical og/eða viðkomandi þjónustuaðila.
5.2 Fargjald getur breyst frá því að samningur er gerður vegna atvika sem eru ekki á forræði Tripical. Í slíkum tilvikum er Tripical heimilt að hækka verð ferðarinnar og krefjast viðbótargreiðslu úr hendi ferðamanns.
5.3 Heimild Tripical til verðbreytinga tekur til eftirfarandi atvika:
(a) Flutningskostnaður eykst vegna breytinga á eldsneytisverði eða verði á öðrum aflgjöfum,
(b) skattar eða önnur gjöld sem lögð eru á Tripical eða aðra þjónustuaðila sem samningurinn tekur til hækka eða
(c) breytingar verða á gengi erlendra gjaldmiðla frá því ferð var auglýst, tilboð útbúið eða samningur gerður. Uppgefin verð Tripical taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni á þeim tíma sem þau eru gefin.
5.4 Tripical skal tilkynna ferðamanni um verðbreytingar eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar og skal ferðamaður inna greiðslu af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.1 Tímasetningar í ferðaáætlun sem gefnar eru upp við bókun ferðar eru áætlaðar og kunna að taka breytingu frá gerð bókunar til upphafs ferðar. Farþegum er tilkynnt um endanlegar tímasetningar eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.2 Tripical er heimilt að gera óverulegar breytingar á bókun og skulu breytingar tilkynntar farþega eða tengilið hóps eins fljótt og kostur er. Í slíkri tilkynningu skal koma fram hvers konar breytingu er um að ræða, hvort hún hafi áhrif á verð ferðarinnar og sá frestur sem farþegi hefur til að samþykkja breytinguna og afleiðingar þess ef farþegi svari ekki innan frestsins. Óverulegur breytingar eru m.a. breytingar á tímasetningu fluga um 12 klst. eða minna, breytingu á flugfélagi, breytingu á hóteli eða gististað. Í slíkum tilvikum mun Tripical leitast við að bjóða gistingu í sambærilegum gæðum og samkvæmt samningi við farþega.
6.3 Tripical er heimilt að aflýsa ferð gegn endurgreiðslu fargjalds án greiðslu skaðabóta í eftirfarandi tilvikum:
6.3.1 Ef fjöldi farþega nær ekki þeim lágmarksfjölda sem áskilinn er í viðkomandi ferð. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við a.m.k. 85% sætanýtingu á viðkomandi flugvél, bæði í flug frá brottfararstað og heimflugi. Sé sætanýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 75% er Tripical heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flug. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint. Ef ferð er aflýst vegna þess að lágmarksfjöldi næst ekki í ferð skal farþega tilkynnt um aflýsinguna eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara lengur en 6 daga, 7 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara í 2 – 6 daga og 48 klst. fyrir upphaf ferðar ef hún átti að taka styttri tíma en tvo daga.
6.3.2 Ef Tripical eða þjónustuveitandi Tripical getur ekki efnt samninginn vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna (force majeure). Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum er átt við aðstæður sem Tripical fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir og valda því að ómögulegt er að efna samning um ferð. Undir óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður falla (upptalningin er ekki tæmandi) verkföll og vinnustöðvanir, stríð, hryðjuverk, sjúkdómsfaraldur, óveður, náttúruhamfarir eins og eldgos, flóð og jarðskjálftar, ferðabönn, lokun landamæra og aðrar sambærilegar aðgerðir stjórnvalda.
6.4 Við aflýsingu ferðar samkvæmt 6.3 gr. á farþegi rétt á endurgreiðslu fargjalds innan 14 daga frá aflýsingu.
6.5 Tripical er heimilt en ekki skylt við aflýsingu ferðar að bjóða farþega aðra ferð sem er sambærileg að gæðum ef Tripical getur boðið slíka ferð. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er dýrari greiðir farþegi mismuninn og skal greiðslan innt af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar. Ef ferðin er ódýrari fær farþegi mismuninn endurgreiddan innan 14 daga frá breytingu bókunar.
7.1 Áður en ferð hefst er ferðamanni heimilt að framselja bókun sína til annars einstaklings sem uppfyllir öll skilyrði viðkomandi samnings. Það er skilyrði að framsalið sé tilkynnt Tripical með hæfilegum fyrirvara og aldrei seinna en 14 dögum fyrir upphaf ferðar. Það er í öllum tilvikum skilyrði framsals að flutningsaðili eða aðrir þjónustuaðilar viðkomandi ferðar heimili framsal. Tripical ábyrgist ekki að þjónustuveitendur viðkomandi ferðar heimili framsal bókanna. Við framsal bókunar greiðist breytingargjald skv. verðskrá Tripical.
7.2 Hafi fargjald ekki verið greitt að fullu fyrir framsal bera framseljandi bókunarinnar og framsalshafi sameiginlega óskipta ábyrgð á greiðslu eftirstöðva fargjaldsins og öllum kostnaði sem af framsalinu leiðir.
7.3 Fyrir framsal ferðar greiðist breytingagjald samkvæmt gjaldskrá Tripical auk alls kostnaðar samkvæmt gjaldskrám þjónustuveitenda. Gjöldin skulu greidd áður en framsalið er framkvæmt í kerfum Tripical.
8.1 Ferðamaður getur afpantað ferð innan 7 daga frá því honum er tilkynnt um breytingar á ferð gegn endurgreiðslu fargjalds í eftirfarandi tilvikum:
(a) ef breyting á ferð felur í sér verulegar breytingar á megineinkennum ferðarinnar eða
(b) ef verð ferðar er hækkað um meira en 8% samkvæmt 5.3 gr.
8.2 Sé um verulega breytingu á megineinkennum ferðar að ræða, aðrar en breytingar sem eru af völdum óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna, er farþega gefin kostur á því að afpanta ferð, sbr. 8.1.a gr. eða gera viðbótarsamning sem tilgreini breytingar á upphaflegri bókun og áhrif þeirra á fargjald og ferðaáætlun.
8.3 Ferðamaður getur afpantað ferð áður en ferðin hefst ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd ferðarinnar. Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) er átt við aðstæður sem eru ekki á valdi ferðamanns og ekki hefði verið hægt að komast hjá þótt gripið hefið verið til réttmætra ráðstafana. Við afpöntun af þessum ástæðum ber Tripical að endurgreiða fargjald að fullu. Það gildir þó ekki ef ferðamaður hefði við bókun ferðar mátt sjá fyrir framangreinda atburði eða ástand.
8.4 Ef ferð er afpöntuð í öðrum tilvikum en samkvæmt 8.1 gr. eða 8.3 gr. er afpöntun aðeins heimil gegn greiðslu afbókunargjalds vegna kostnaðar, óhagræðis og tekjumissis Tripical vegna afbókunarinnar. Staðfestingargjald er í engum tilvikum endurkræft við afpöntun ferðar.
8.5 Við afpöntun hópaferðar eða sérferðar er sá hluti fargjalds sem hefur verið greiddur óendurkræfur. Auk þess sem Tripical er heimilt að krefjast þóknunar vegna útlagðs kostnaðar Tripical til þjónustuaðila Tripical, svo sem vegna innáborganna vegna flugfars, leiguflugs, gistingar og annarrar þjónustu auk tekjumissis Tripical.
8.6 Við afpöntun einstaklingsferðar, sem er ekki hluti af hópaferð eða sérferð, er neðangreint afbókunargjald innheimt við afpöntun ferðar nema annað leiði af atvikum eða sé tilgreint í samningi Tripical við farþega eða í sérskilmálum:
(a) Ef ferð er afpöntuð með 90 daga fyrirvara eða meira er fargjald endurgreitt en ekki staðfestingargjald.
(b) Ef ferð er afpöntuð 30-89 dögum fyrir ferð er 25% af fargjaldi endurgreitt.
(c) Ef ferð er afpöntuð með skemmri frest en 30 dögum fyrir ferð fær farþegi enga endurgreiðslu.
8.7 Ef afpöntunarskilmálar þjónustuaðila Tripical ganga lengra en samkvæmt skilmálum þessum gildir sú regla sem lengra gengur.
8.8 Farþegi skal afpanta ferð með sannanlegum hætti. Nýti farþegi sér rétt til afpöntunar skal endurgreiðsla fargjalds, að frádregnu afbókunargjaldi, innt af hendi innan 14 daga frá afpöntun.
9.1 Farþegi eða tengiliður hóps ber ábyrgð á því að upplýsingar um farþega séu réttar, svo sem um nafn, fæðingardag og aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að ljúka við bókun. Tripical ber ekki ábyrgð á því ef rangar upplýsingar eru veittar eða stafsetningarvillur eru í nafni farþega eða afleiðingum þess. Við nafnabreytingar eða leiðréttingar kunna þjónustuveitendur að innheimta breytingargjöld sem farþegum ber að greiða.
9.2 Það er á ábyrgð farþega að mæta til brottfarar í flug, siglingar, skoðunarferðir og aðra viðburði á þeim tíma sem tilgreindur er í ferðagögnum eða samkvæmt skilmálum flytjanda.
9.3 Farþegi er ábyrgur fyrir því að hafa gild ferðaskilríki meðferðis, s.s. vegabréf og vegabréfaáritun, eða önnur gögn eða vottorð sem áskilin eru í þeim löndum sem ferðast er til. Ef farþegi ferðast með börn ber hann ábyrgð á að hafa meðferðis ferðaskilríki vegna þeirra og önnur viðeigandi gögn.
9.4 Farþegi ber ábyrgð á því að hann hafi líkamlega og andlega heilsu til þeirrar ferðar sem hann gerir samning um. Þurfi farþegi á séraðstoð að halda vegna sjúkdóms eða fötlunar, s.s. er í hjólastól, blindur eða heyrnarlaus, skal farþegi tilkynna Tripical um að fyrir gerð bókunar. Er farþegum sem þurfa á séraðstoð að halda bent á að kynna sér skilmála flugfélaga og annarra þjónustuveitenda og þá þjónustu sem þeir veita. Ef farþegi er þungaður er viðkomandi einnig bent á að kynna sér skilmála flugfélaga um flutning þungaðra farþega. Ef farþegi veikist í ferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum sem Tripical verður ekki um kennt, en Tripical leitast við að aðstoðar farþega í slíkum tilvikum.
9.5 Tripical ráðleggur öllum farþegum sem ferðast á vegum félagsins að tryggja sig með ferðatryggingu fyrir óvæntum áföllum og tjóni.
9.6 Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þjónustuveitenda Tripical. Farþegar skulu hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem þeir ferðast til, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta reglum og skilmálum þjónustuveitenda. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er Tripical heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur Tripical.
9.7 Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu fargjalds eða kostnaðar eða til greiðslu skaðabóta ef hann uppfyllir ekki skilyrðin greinar þessarar.
10.1 Tripical ber ekki ábyrgð á þeirri þjónustu sem ferðamenn kaupa sjálfir vegna ferðar sinnar án milligöngu Tripical.
10.2 Tripical áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum eða röngum upplýsingum sem rekja má til mistaka við innslátt, rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.
10.3 Tripical ber ekki ábyrgð á athöfnum eða athafnaleysi þjónustuveitenda gagnvart farþegum sem kann að leiða til tjóns nema um slíka ábyrgð sé mælt fyrir í lögum.
10.4 Tripical ber ekki ábyrgð á óvenjulegum eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) eða tjóni farþega sem leiðir af slíkum aðstæðum. Um skilgreiningu á óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum vísast til 6.3.2 gr.
10.5 Hugsanlegar kvartanir vegna ferðar skulu berast fararstjóra án tafa. Kvörtun skal jafnframt send skrifstofu Tripical skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.
10.6 Tripical áskilur sér rétt til að takmarka bótaskyldu sína og fjárhæð skaðabóta í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum og skilmálum þessum.
10.7 Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega nema ef vanefnd á framkvæmd samningsins verði rakin til vanrækslu Tripical. Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega sem verður rakið til athafna eða athafnaleysis farþegans sjálfs eða þriðja aðila. Ef ferð fullnægir ekki skilyrðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir Tripical.
11.1 Allar endurgreiðslur til farþega á fargjaldi í heild eða að hluta samkvæmt skilmálum þessum fer fram með endurgreiðslu inn á það kreditkort sem ferðin var greidd með. Sé korthafi annar en farþegi ber korthafinn ábyrgð á því að endurgreiða til farþegans.
12.1 Við gerð bókunar samþykkja farþegar að persónuupplýsingar þeirraverða notaðar í þeim tilgangi að veita þá þjónustu sem farþega hafa óskað eftir og að persónuupplýsingunum verði deilt til þjónustuveitenda. Tripical áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda farþega markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita farþega sem besta þjónustu. Nánar er fjallað um vinnslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefndu Tripical [linkur]
13.1 Til viðbótar við almenna skilmála Tripical gilda eftirfarandi sérskilmálar um hópabókanir.
13.2 Tengiliður hóps ábyrgð á því að upplýsa aðra farþega í bókuninni um ferðina, samning aðila og skilmála þessa. Tengiliður bókunar skal hafa heimild til þess fyrir hönd hópsins að annast samskipti vegna ferðarinnar við Tripical og semja við Tripical um skilmála ferðarinnar, greiðslur og önnur atriði fyrir hönd allra farþega í hópnum.
13.3 Tengiliður hóps ábyrgist að farþegaupplýsingar séu sendar til Tripical eigi síðar en 6 vikum fyrir upphaf ferðar og tekur það einnig til herbergjalista um hótel ef hótel hluti ferðar. Eftir að umræddum upplýsingum hefur verið skilað greiðist breytingargjald við allar breytingar á bókun.
13.4 Við framsal bókunar ef um hópaferð er að ræða er það skilyrði að tengiliður hópsins samþykki framsalið.
Þjónustukaupi lýsir því yfir að hann gerir sér grein fyrir að vegna COVID heimsfaraldursins eru uppi óvissuþættir sem varða ferðina, s.s. um opnun landamæra, flugsamgöngur, þjónustu á áfangastað og önnur atriði sem tengjast sóttvarnaraðgerðum og útbreiðslu faraldursins. Farþegi gerir sér grein fyrir af að þessu sökum kunna aðstæður og framkvæmd ferðarinnar að breytast frá því að bókun var gerð.
Tripical lýsir því yfir að ef ferðalög til áfangstaðarins verða ómöguleg, s.s. vegna lokunar á landamærum eða banns við ferðalögum, á áætluðum brottfarardegi þá verður fargjald að fullu endurgreitt. Farþegar hafa val um það hvort fargjaldið verður endurgreitt með inneignarnótu eða í peningum innan 14 daga frá afbókun ferðar.
Ef Tripical af öðrum ástæðum en að framan greinir, sem tengjast COVID heimsfaraldrinum, getur ekki framkvæmt samning þennan á áætluðum brottfarardegi, eða treystir sér ekki til þess vegna öryggis, heilsu eða velferð farþega, áskilur Tripical sér rétt til þess að afbóka ferðina og mun þá Tripical leitast við að gera tillögu að nýrri ferðadagsetningu sé það mögulegt. Í slíkum tilvikum skal þjónustukaupa standa til boða að færa ferðina á nýja dagsetningu sem Tripical samþykkir eða fá inneignarnótu fyrir þegar greiddu fargjaldi eða staðfestingargjaldi til að nýta síðar.
Athugið að þessir skilmálar eru tímabundin ráðstöfun og geta tekið breytingum.
15.1 Öllum viðskiptavinum Tripical sem kaupa alferð í leiguflugi stendur til boða að kaupa sérstakt forfallagjald (á ekki við um siglingar og ýmsar sérferðir) og eru þá greiddar bætur eftir aðstæðum og tímasetningu forfalls. Komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð fæst ferð endurgreidd að fullu fyrir utan staðfestingargjald, forfallagjald og sjálfsábyrgð sem er í hverju tjóni.
15.2 Skilyrði fyrir að forfallagjald gildi: Farþegi forfallast vegna stórvægilegra líkamsmeiðsla af völdum slyss, veikinda, þungunar, barnsburðar enda vottað af hæfum starfandi lækni.
Farþegi andast eða mjög náinn ættingi andast.
Framangreind atvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afpanta fyrirhugaða ferð. Tripical áskilur sér rétt til að kalla til sinn trúnaðarlækni vegna einstakra tilfella.
16.1 Um skilmála þessa og allar ferðir á Tripical gilda íslensk lög. Ágreiningsmál út af skilmálum þessum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Bókunargjald………………………… kr. 3.800. Þjónustugjald á mann vegna farbókunar í síma eða á skrifstofu.
Afgreiðslugjald……………………….kr. 2.800. Bókanir á annarri þjónustu en innifalin er í ferð, ef keypt er flug. Farmiðabókun með lest, ferju og bílaleigubíl. Bókun á gistirými: Hótel, íbúð og sumarhús. Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir: Útvegun á vegabréfsáritun. Afmæliskveðjur og skilaboð. Bókun á annarri þjónustu en þeirri sem innifalin er í ferð. Afgreiðslugjald greiðist pr. bókun og er óendurkræft.
Breytingagjald……………….……….kr. 15.000. Breyting á farseðli. Framsal bókunar (nafnabreyting). Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð. Bókun á gistingu og annarri þjónustu (ef ekki er keypt flug). Breytingagjald er óendurkræft.
Breytingagjald vegna breytinga á ferð kr. 15.000 Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Ef þarf að færa ferð eða breyta ferð leggst breytingargjald á. Breytingagjald er óendurkræft.
Auka breytingagjald vegna breytinga á ferð.. kr. 20.000 Tripical áskilur sér rétt til að rukka auka breytingargjald vegna breytinga á ferðum sem krefjast mikillar vinnu. Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Auka breytingagjald er óendurkræft.
Tilboðsgjald…………………….……kr. 5.000. Fyrir ráðgjöf og vinnu að tilboði vegna sérstakra ferða annarra en þeirra sem lýst er í bæklingum eða auglýsingum. Beiðni um tilboð skal lögð inn skriflega. Sé tilboða óskað til fleiri en eins áfangastaðar er greitt sérstaklega fyrir hvern viðbótarstað. Tilboðsgjald er óendurkræft nema tilboði sé tekið.
Forfallagjald (11ára+)…………………kr. 7.000
Forfallagjald (barn, 2–11 ára)……..kr. 3.800. Farþegum sem kaupa alferð í leiguflugi Tripical stendur til boða að greiða sérstakt forfallagjald við staðfestingu ferðar (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur, komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð af tilteknum orsökum (sjá upplýsingar í skilmálum Tripical). Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni.
Sjálfsábyrgð v/forfalla- í hverju tjóni (á mann)………………….kr. 6.000
Staðfestingargjald……………………kr. 40.000. Vegna staðfestingar á farpöntun. Staðfestingargjald er aðeins afturkræft innan viku frá því að pöntun er gerð. Staðfestingargjald í siglingum og sérferðum er annað og er það þá sérstaklega tilgreint í kynningu viðkomandi ferða. Staðfestingargjald í siglingum er óendurkræft frá staðfestingu pöntunar. Fullnaðargreiðsla vegna siglinga þarf að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför.
Staðsett í sögulegri glæsivillu frá hinum svonefnda Habsborgartíma og býður upp á fimm stjörnu lúxus. Hótelið er umkringt sérhönnuðu landslagi og görðum og þar er ein vinsælasta verönd Opatija sem býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Kvarner-flóa.
Hvort sem þú ert hér í viðskiptaerindum eða í fríi, leggur starfsfólk Milenij metnað í hverju smáatriði dvalarinnar. Herbergin eru innréttuð af fágun og glæsileik, og mikið lagt í öll þægindi.
Íburðarmikill veitingastaður hótelsins, Restaurant Argonauti, býður upp á sælkerarétti úr héraðinu. Einnig er tilvalið að njóta hressingar á Wagner Caffe veröndinni, með stórbrotnu útsýni yfir flóann. Ef þú ert hér til að slaka á er
Ef þú ert að leita að slökun, Amadria Park Hotel Milenij sannarlega rétti staðurinn.
Gamalt og nýtt blandast skemmtilega saman á Amadria Park Beach Hotel Royal, hóteli sem sækir innblástur sinn og hönnun í hin sögulegu einbýlishús Opatija. Slakaðu á í einstökum lúxus, og njóttu útsýnisins og nálægðarinnar við Lungomare.
Herbergin á Amadria Park Royal bjóða upp á mismunandi útsýnis yfir Kvarner-flóann og Opatija-höfnina. Vertu velkomin/nn á bókasafnið okkar og á Royal Club kaffihúsið, þar sem þú getur teflt eins og eina skák, eða reynt þig við eitt af elstu borðspilum Evrópu, millu.
Njóttu fjölbreytilegs úrvals af hinum ýmsu réttum á veitingastaðnum Royal, eða sestu með drykk á barnum og upplifðu töfrandi útsýnið þaðan yfir flóann. Farðu í göngutúr í franska garðinum við hótelið, taktu slökun á ströndinni okkar undir róandi nið Adríahafsins.
Ertu að leita að sól, sjó og sælu, ásamt skemmtilegri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna? Grand Hotel 4 Opatijska Cvijeta er staðsett í miðbæ Opatija og býður upp á skrautgarða og dásamlegt umhverfi.
Herbergin eru bæði með útsýni yfir garðana og út á haf, og þar finnurðu öll nútímaleg þægindi.
Úr nægu er að velja fyrir alla fjölskylduna þegar sest er að snæðingi. Á veitingastöðunum Camellia, Osteria da Ugo og Milenij Choco World, má njóta ferskra, staðbundinna rétta, dýrindis sætabrauðs og sælgætis.
Og svo er það okkar dásamlega Wellness Oasis, sem býður upp á sundlaugar, gufubað, böð og slökunarstofu, ásamt ýmis konar andlits- og líkamsmeðferðum. Þá er stutt niður á ströndina okkar Royal Beach við Opatija Rivíeruna.
Króatía býr yfir voldugri sögu, gríðarlegri náttúrufegurð og býður upp á fjölbreytta staði fyrir forvitna heimshornaflakkara. Í landinu miðju höfum við Plitvice þjóðgarðinn, sem helst minnir á landslag Pandoru úr kvikmyndinni Avatar. Á strandlengju Dalmatiu héraðs finnurðu bæði stórbrotin klettabjörg og seiðandi gylltar sólarstrendur, ásamt hinum ævarforna og tignarlega borgargimstein Dubrovnik. Á hinum endanum, með landamæri að Slóveníu og í nálægð við Ítalíu, er svo hinn heillandi Istria skagi, svæði sem tilheyrði reyndar Ítalíu um nokkurra áratuga skeið, frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til loka þeirrar seinni (1918-1945) og þau tengsl nokkuð greinileg bæði í byggingarstíl og stemmingu. Þá er Adríahafið meðfram Króatíu talið tærasta haf Evrópu, enda mjög vinsælt til köfunar. Þar er að finna yfir þúsund misstórar eyjar sem draga að sér fjölda ferðamanna á hverju ári.
Hér er fátt eitt nefnt úr þeirri miklu flóru spennandi áfangastaða sem þetta fagra land býður uppá. Við hjá Tripical einfaldlega elskum Króatíu og erum viss um að þú munt gera það líka.
Almennar upplýsingar
Eyjan Hvar er einn vinsælasti áfangastaður landsins og ekki að undra, hún er ofboðslega skemmtileg og státar af því að vera sólríkasti staður Króatíu. Á Hvar finnurðu alls konar mannlíf og gesti á öllum aldri, fjölskyldur stórar og smáar, ungt fólk í leit að skemmtilegu næturlífi og stundum líka súperstjörnur úr Hollywood. Eyjan er þekkt fyrir mikla veðursæld, gómsæta matargerð og einstaka náttúrufegurð. Sjávargolan sem blæs yfir bæinn þykir mjög endurnærandi og orkumikil, svo mikið að fyrr á árum voru starfræktar á eyjunni heilsulindir fyrir einstaklinga með öndunarerfiðleika, þar sem hægt var að fara í sérstaka „öndunarhreinsun“.
Nálægt eyjunni er svo að finna næststærstu borg Króatíu, Split. Þetta er afar ferðamannavæn borg, ofboðslega fallegur staður sem býður upp á mjög líflegt og spennandi næturlíf. Þar er margt hægt að gera sér til afþreyingar, og við mælum hiklaust með skoðunarferð um rómversku rústirnar sem borgin er byggð í kringum.
Í tveggja klukkustunda fjarlægð suður af Split er Dubrovnik, lítill 40.000 manna bær á syðsta punkti Króatíu. Gamli bærinn í Dubrovnik á sér langa sögu, en hann er umkringdur borgarveggjum sem áttu að verja hann á stríðstímum fyrr á árum en Dubrovnik var sjálfstætt ríki áður en bærinn varð partur af Króatíu. Bærinn á það sameiginlegt með Íslandi að Game of Thrones hafa tekið upp þáttaseríur sínar þar, en fyrir þá sem til þekkja eru allar senur sem gerast í suðrinu teknar þar.
Á hinum enda strandlengjunnar, nálægt Ítalíu og með landamæri að Slóveníu, liggur Istria skaginn, sem frá árunum 1918-1945 var hluti af Ítalíu, varð síðan partur af kommúnistaríkinu Júgóslavíu en tilheyrir í dag Króatíu. Þar má finna aragrúa lítilla smábæja, bæði við sjávarsíðuna og upp með fjallshlíðum. Þetta eru gömul, rótgróin og einstaklega sjarmerandi þorp, byggingastíllinn er öðruvísi en fyrir sunnan, húsin litrík, og svipa mjög til smábæja á Ítalíu. Hér úir og grúir af sjávarréttastöðum sem bjóða upp á ferskt sjávarfang. Fjölda markaða er að finna á svæðinu og ólívur, trufflur, olíur og ýmis konar ávextir eru fáanlegir út um allt. Neðst á skaganum er bærinn Pula en þar má finna risastórt rómverskt hringleikahús. Við mælum einnig með heimsókn í hinn heillandi bæ Rovinj og skoðunarferð í Basilikkuna í bænum Poreč.
Opatija er einstaklega fallegur bær á Istria skaganum, umkringdur fallegum lárviðarskógi við strendur Adríahafsins og um 18 km frá Rijeka, sem er ein af stærri borgum Króatíu. Staðurinn er þekktur fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag og sínar sögulegu byggingar og vinsæll bæði sem sumar- og vetrardvalarstaður, með meðalhita upp á 10 °C á veturna og 32 °C á sumrin.
Opatija á rætur sínar að rekja til klausturs heilags Jakobs sem þar stóð og bærinn óx út frá, en nafnið Opatija þýðir einmitt ,,klaustur“. Dagur Heilags Jakobs, sem er verndardýrlingur ferðalanga (og einnig verndari sútunar og ávaxtaræktenda), er haldinn hátíðlegur á hverju ári 25. júlí, og er um leið almennur hátíðisdagur bæjarins.
Á fyrri tímum var Opatija hluti af feneyska lýðveldinu og í framhaldinu lengi vel eign auðugra austurrísk-ungverskra fjölskyldna sem byggðu þennan fallega griðarstað sinn með miklum glæsileik, mikilfengleg stórhýsi frá tímum þessa ,,háklassasamfélags“ standa meðfram ströndinni og setja sterkan svip á bæinn. Hér eru fagrir garðar, tignarleg lúxushótel og umhverfi sem sómir sér vel á póstkortum, og gera Opatija að töfrandi áfangastað.
Šibenik er ein af elstu borgum Króatíu, sögulegur staður frá 11. öld, í miðju Dalmatíu-héraði, við ána Krka sem rennur í Adríahaf. Þar búa í dag um 35.000 manns. Þar er mikið um einstakar byggingar fyrri alda. Þekktust þeirra má telja Saint James dómkirkjuna, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, en einnig má nefna miðaldaklaustur St. Laurence og afar sjaldgæfan klausturgarð þar við frá 15. öld, og virki heilags Mikaels sem veitir einstakt útsýni yfir borgina og hafið fyrir utan.
Í hinu heiftúðuga sjálfstæðisstríði Króata (1991–95) varð Šibenik fyrir harðri árás frá jógóslavneska þjóðarhernum og serbneskum hersveitum. Þrátt fyrir að vera undirvopnaðir, tókst króatíska hernum og íbúum Šibenik að verja borgina. Bardaginn stóð í sex daga (16.–22. september 1995), oft nefndur „septemberbardaginn“. Sprengjuárásirnar skemmdu fjölmargar byggingar og minnisvarða, þar á meðal hvelfingu Šibenik dómkirkju heilags Jakobs og leikhúsbyggingu sem var byggð árið 1870. Síðan þá hafa skemmdar byggingar borgarinnar verið endurreistar að fullu.
Í dag er Šibenik friðsæl og hrífandi borg full af sögu og sjarma, ekki síst gamli hluti bæjarins, með ævafornu kirkjum, höllum fyrrum aðalsmanna og dæmigerðu aldagömlum dalmatískum steinhúsum.
Til gamans má geta að hér var fallhlífin fundin upp á 17. öld og prófuð í fyrsta skipti af uppfinningamanni hennar Faust Vrancic. Hér er líka fæddur og uppalinn hinn frægi körfuboltamaður Dražen Petrović.
Um miðja strandlengju Króatíu er eyjan Pag. Við enda hennar er að finna bæinn Novalja, sem er á sumrin yfirfullur af ungu og skemmtanaþyrstu fólki. Bærinn einkennist af smágerðum hvítum húsum með rauðum þökum. Meðfram höfninni er mikið úrval af veitingastöðum og börum en helsta aðdráttaraflið verður þó að teljast Zrcé ströndin rétt hjá bænum. Þar er heldur rólegt um að litast á daginn, en um leið og rökkva fer færist heldur betur líf í staðinn. Zrcé ströndin er pakkfull af skemmtistöðum, börum og skyndibitastöðum, skemmtistaðirnir eru margir þaklausir svo maður fær strandarstemninguna beint í æð og fjöldi þekktra plötusnúða koma og spila þar á ári hverju.