Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Umsagnir
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað
  • Fræðsludagskrá

Starfsferð til Edinborgar

Lengd ferðar:
4 dagar / 3 nætur
Gjaldmiðill:
Bresk pund

Æðislega Edinborg!

Edinborg er höfuðborg Skotlands. Þar búa í kringum 450.000 manns, en hátt í 1 milljón í héraðinu öllu. Auld Reekie eins og borgin heitir á skosku (og þýðir Old Smoky), sameinar hið gamla og nýja á sérstæðan hátt og þar upplifirðu hið einstaka skoska andrúmsloft. Á hæðinni fyrir ofan borgina stendur hinn tignarlegi Edinborgarkastali, táknmynd borgarinnar. Edinborg býður upp á blöndu af miðöldum og nútíma, þar liggja bókstaflega saman hlið við hlið miðaldabyggingar og nýtískubyggingar, kirkjur í gotneskum stíl og hús byggð eftir nútíma arkitektúr. Næturlíf borgarinnar getur verið ansi villt en Edinborg er stundum kölluð Aþena norðursins. Síðast en ekki síst, þá er Edinborg festivalaborgin. Þekktasta hátíðin er einmitt nefnt eftir borginni, Edinborgarfestivalið er haldið þar ár hvert.

Stórmagnaðir kastalar

Edinborgarkastali er mest heimsótti staður af ferðamönnum í Skotlandi og þekktastur af köstulum svæðisins. Hann er þó langt frá því sá eini. Fyrir þá sem hrífast af þessum stórbrotnu miðaldarbyggingum, er óvíða jafn mikið sem gleður augað og hér. Hægt er að finna forna kastala í hinum ýmsu stærðum og gerðum, standa þar á svölum, horfa yfir Hálendið og ímynda sér að maður sé staddur í Braveheart. “They may take away our lives, but they’ll never take our freedom!”

Lifandi borg sem býður upp á margt

Miðpunktur menningarlífsins í Edinborg er Edinborgarfestivalið, sem haldið er árlega í borginni og býður upp á endalaust magn af leiksýningum af ýmsu tagi, í stærstu leikhúsum og allt niður í minnsta kráarkjallara. Hátíðin er heimsþekkt og dregur að sér hundruði  þúsunda gesta hvaðan æva að. Sem dæmi má nefna að árið 2015 seldust um 2.3 milljónir miða á þá 50.000 viðburði sem í boði voru. Edinborg skipar sér þannig í fararbrodd skoskrar menningar og Skotar eru afar stoltir af vinsældum hátíðarinnar.

Ein grænasta borg Evrópu

Í skosku borgunum Edinborg og Glasgow eru fleiri græn svæði en í nokkurri annari  borg á Bretlandseyjum. Nýjar kannanir yfir græn svæði borga, sýna að Edinborg er á toppi listans, með 49% af grænum svæðum.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Magnaður Edinborgarkastali
  • favorite
    Fallegar byggingar með mikla sögu
  • favorite
    Frábær matur
  • favorite
    Menn í pilsum með sekkjapípur

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • Gisting á hóteli í miðborg Edinborgar með morgunmat
  • 20 kg innritaður farangur
  • Rútur til og frá flugvelli og áfangastöðum
  • Íslensk farastjórn
  • Styrkhæf fræðsludagskrá

Ekki innifalið

  • Hádegismatur og kvöldmatur

Dæmi um hótel í Edinborg

Hampton By Hilton Edinburgh West End 3* eða sambærilegt

Nútímalegt 3ja stjörnu hótel, staðsett í aðeins nokkurra mínútna göngufjarlægð frá gamla bæ Edinborgar.

Gamli bærinn er frábær staðsetning fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á mat, veitingastöðum og sögu.

Sjáðu meira um hótelið hér.

Novotel Edinburgh Centre 4* eða sambærilegt

Frábært hótel í hjarta borgarinnar í miðbænum með útsýni yfir kastalahæðina. Rúmgóð og flott herbergi, stílhreint og snyrtilegt hótel.  Í hverju herbergi er 32″ LCD-sjónvarp. Herbergin eru einnig með ókeypis WiFi, sérbaðherbergi, minibar og te/kaffiaðbúnaði.
Á Novotel geta gestir slakað á í gufubaðinu eða æft í nútímalegu heilsuræktarstöðinni, heitur pottur og sundlaug eru á staðnum.

Apex Waterloo Place Hotel 4* eða sambærilegt

Apex Waterloo Place Hotel er 4 stjörnu lúxushótel sem býður upp á glæsilega sundlaug, skoskan veitingastað og íburðarmikil herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti. Hótelið er staðsett í gamla hluta Edinborgar, við enda Princes Street.
Verðlaunaveitingastaðurinn Elliots býður upp á hefðbundna skoska matargerð. Hann er í glæsilegum georgískum stíl og stórbrotin eldstæði prýða staðinn. Bjarti og rúmgóði barinn býður upp á úrval gæðavína og eðallíkkjöra.

Skotland

Land sem leynir á sér!

Sekkjapípan sigrar kannski aldrei keppnina um hljómbesta hljóðfærið. En skoska þjóðin kemst  langt í keppninni um skemmtilegustu og vinalegustu gestgjafana. Eru Skotar allsberir undir pilsunum? Þarftu ekki bara að kíkja í heimsókn og tékka á því?

Njóttu textans með skoskum “ljúfum tónum” á uppáhalds hljóðfæri okkar allra


https://tripical.is/wp-content/uploads/2017/11/Scotland-the-Brave-Bagpipes.mp3

Almennar upplýsingar:

  • Fjöldi fólks: 5,404,700
  • Stærð að flatamáli: 77,933 km2
  • Opinbert Tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Breskt Pund
  • Hitastig: Yfir sumar 9-16°C að meðaltali. Veturnir eru um 5-8°C að meðaltali
  • Tímabelti: 0 klukkutímum á undan Íslandi, 1 á undan yfir sumartímann

Úti er ævintýri

Skosk náttura er ævintýri líkust. Stundum ekki ósvipuð Íslandi, en gróðurfar er sælla, Skotland er grænt, tré eru há, víðáttan mikil. Hér svífa gylltir ernir yfir vötnum og otrar busla á ám. Svæði þar sem þú sérð gyllta örnin svífa yfir vötn og fjöll á norðursvæði landsins og Otra sulla og busla í ám. Og svo auðvitað Loch Ness skrýmslið…

Í Skotlandi eru kastalar mjög margir og allir hafa þeir sín sérkenni og yfir þeim hvílir mikil saga.

Bragðaðu á Skotlandi

Einhvern tíma var hlegið að breskri matargerð og hún kölluð ýmsum miður smekklegum nöfnum. En þess háttar heyrir fortíðinni til! Veitingastaðir í Skotlandi hafa hrist af sér gamalt leiðindarorðspor, þar er víða boðið upp á ferskt staðbundið hráefni, nýveiddan fisk, og kjöt og grænmeti beint frá býli. Ekki er verra að skella í sig eins og einum einföldum viskí til að bæta meltinguna.

Edinborg

Edinborg, höfuðborg Skotlands, er líflegur og heillandi áfangastaður sem laðar að sér gesti alls staðar að úr heiminum. Með sína ríku sögu, töfrandi byggingarlist og fjölskrúðugt menningarlíf hefur Edinborg eitthvað fyrir alla.

Eitt vinsælasta aðdráttarafl hennar verður að teljast Edinborgarkastali, sögulegt virki sem á rætur sínar að rekja til 12. aldar. Gestir geta skoðað kastalann og fræðst um heillandi fortíð hans, þar á meðal hlutverk hans í sjálfstæðisstríðum Skotlands og uppreisn Jakobíta.

En Edinborg státar einnig af fjölmörgum söfnum og galleríum, svo sem Skoska þjóðlistasafninu, Þjóðminjasafni Skotlands og Konunglega grasagarðinum.

Þar að auki er borgin fræg fyrir hátíðir sínar, þar á meðal Edinburgh International Festival, Edinburgh Fringe Festival og Royal Edinburgh Military Tattoo. Þessir viðburðir draga til sín listamenn og áhorfendur alls staðar að úr heiminum, og gera Edinborg að heljarinnar suðupotti sköpunar og skemmtunar.

Hvort sem þú hefur áhuga á sögu, menningu eða skemmtun þá er Edinborg frábær áfangastaður sem er vel þess virði að heimsækja.

Skíð (e. Isle of Skye)

Stærsta eyjan við Skotlandsstrendur og þriðji vinsælasti ferðamannastaður landsins (á eftir Edinborg og Loch Ness vatninu). Þar hefur haldist byggð allt frá miðri steinöld og í dag búa þar rúmlega 9 þúsund manns.

Hér finnurðu töfrandi landslag, og einstakt dýralíf, en gullernir, krónhirtir og lax eru meðal dýra sem búa á og við eynna. Það má þó alveg gera ráð fyrir að skoska þokan láti sjá sig og bregði hulu yfir útsýnið. Það er allt í lagi, þú ferð bara og skoðar einhvern af fjölmörgum kastölum eyjunnar og færð þér svo mat og drykk á góðum veitingastað í bænum.

Aberdeen

Aberdeen er orkuborg og þekkt undir nafninu Granítborgin, eftir undirstöðu borgarinnar og svæðinu í kring. Ekki langt frá er hin yfirgefna Rubislaw Quarry náman, sem eitt sinn var dýpsta manngerða hola í Evrópu. Á björtum sumardegi má sjá borgina glitra af endurkasti granítsins. Aftur á móti geta dagarnir verið heldur lágskýjaðir og stundum erfitt að átta sig á hvar byggingarnar enda og himininn tekur við. Viðurnefni borgarinnar á þó líka að nokkru leyti við um íbúanna, sem þykja grjótharðir.

 Snilldar blanda af nýju og gömlu

Aberdeen hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu ár, ekki síst vegna stórfellds olíuiðnaðar í Norðursjó. Fjármagnið sem honum fylgir hefur hækkað verðlag, sem þykir nú jafn hátt þar og í Lundúnum.

Aberdeen er orðin lúxusborg. Nýtísku hótel, veitingastaðir og klúbbar hafa risið upp, sem og fjölbreyttari afþreying og skemmtun. Hér eru líka að sjálfsögðu söfn sem vert er að skoða, og aldagamlar byggingar. Og það sem mörgum finnst mikilvægast af öllu: Risamoll! Hér er hægt að versla vel og mikið!

Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.

Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.

Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!

Verð frá 159.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT