Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Umsagnir
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað
  • Fræðsludagskrá

Starfsferð til Dublin

Lengd ferðar:
4 dagar / 3 nætur
Gjaldmiðill:
Evra

Höfuðborg Írlands og órjúfanleg írskri sögu og menningu. Menningarborg stórskálda með glæsilegum dómkirkjum, einstökum hverfum, ótal söfnum og hinum sögufræga Trinity College. Dublin býður upp á líflega tónlist og ríka kráarmenningu með glaðlyndum íbúum þar sem skemmtun er á hverju horni. 

Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til menningarborgarinnar Dublin. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.

Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.

Söguleg og stormasöm fortíð

Dublin hefur verið í deiglunni síðan á 9. öld þegar víkingar settust þar að og stunduðu þaðan rán sín um Bretlandseyjar allt fram á 12. öld. Leifar fortíðar víkinga eru nú löngu afmáðar í borginni en Dublin er engu að síður opið sögusafn með miðaldarkastölum og dómkirkjum við hlið fágaðra 18. aldar bygginga þegar Dublin var ein glæsilegasta borg breska heimsveldins og endurspeglaði metnað írsku yfirstéttarinnar. Hvernig Írar misstu síðan völd og áhrif yfir sínu eigin landi er önnur saga og þú munt ekki komast hjá því að fræðast um það í einhverjum af þeim fjölmörgu kynnisferðum og söfnum sem borgin býður upp á.

Pöbbaborg

Dublin er ekki kölluð pöbbaborgin af ástæðulausu. Í borginni er fjöldin allur af börum, veitingastöðum og klúbbum þar sem finna má fjölbreytta stemmingu. Margir vilja meina að Dublinarbúar séu glaðlyndasta fólk sem til er og taka ferðamönnum með opnum huga og af kurteisi. Dublinarbúar eru einnig alþekktir fyrir sína bjórmenningu og Guiness bjórinn er eitt af því sem þeir eru mjög stoltir af ásamt góðu írsku viský. Það er frábært að rölta um miðbæ Dublinar og kíkja á veitingastaði eða verslanir og spjalla við fólkið sem býr í þessari merkilegu borg.

Göngutúr meðfram Liffey

Þeir sem vilja kynnast Dublin vel ættu að byrja á því að rölta niður með ánni Liffey. Hún liggur í gegnum helstu hluta borgarinnar og gefur þeim sem ganga meðfram bakka hennar góða yfirsýn á það sem Dublin býður upp á. Áin skiptir borginni í tvennt, norður og suður hluta.

Fyrirtaks verslunargötur

Það má segja að í Dublin megi finna verslunargötur við allra hæfi. Þar eru tískubúðir sem bjóða upp á allt það nýjasta sem finnst í tískuheiminum. Tvær helstu verslunargötunar eru staðsettar sitthvorum megin við ána og því er auðvelt að eyða heilli helgi að rölta um, versla og njóta mannlífsins.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Sögulegt umhverfi
  • favorite
    Vingjarnlegt heimafólk
  • favorite
    Góðar verslunargötur
  • favorite
    Lifandi kráarmenning

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • Gisting á hóteli í miðborg Dublin með morgunmat
  • 20 kg innritaður farangur
  • Rútur til og frá flugvelli og áfangastöðum
  • Íslensk farastjórn
  • Styrkhæf fræðsludagskrá

Ekki innifalið

  • Þjórfé
  • Hádegisverður og kvöldverður

Temple Bar Hotel 4* eða sambærilegt

Temple Bar Hotel er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá 2 helstu verslunargötum Dublin; Grafton Street og Henry Street. Það býður upp á þægileg herbergi með ókeypis WiFi og nútímalega írska matargerð.
Herbergin á hótelinu eru með flatskjásjónvarp, öryggishólf fyrir fartölvu og te-/kaffiaðstöðu. Þau fela í sér baðherbergi með kraftsturtu og hárþurrku.
Temple Bar Hotel býður upp á 2 veitingastaði sem framreiða morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Einnig er til staðar bar með sjónvarpi þar sem sýnt er beint frá íþróttaviðburðum.

The Spencer Hotel 4* eða sambærilegt

The Spencer Hotel er með útsýni yfir ána Liffey, í 10 mínútna fjarlægð frá hinni frægu O’Connell -brú og 20 mín göngu frá Temple Bar og Grafton Street.
Öll loftkældu herbergin eru með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum. Sum herbergin eru með setusvæði eða svölum með stórkostlegu borgarútsýni. Öll herbergin eru með Nespresso -kaffivél og te -aðstöðu. Hvert herbergi er með sérbaðherbergi með kraftsturtu og ókeypis handsmíðuðum sápum.
Á hótelinu er The Spencer Health Club sem er með líkamsræktarstöð og innisundlaug. Háhraða WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.

The Croke Park Hotel 4* eða sambærilegt

Þetta 4 stjörnu lúxushótel státar af rúmgóðum herbergjum með 50″ snjallsjónvörpum. Gestum standa til boða heit handklæði við komu og evrópskur bistró.
Hvert herbergi er með lúxusinnréttingar, þægileg rúm með andardúnssængum og sérbaðherbergi með lúxussnyrtivörum. Herbergin eru einnig með lítið heimabíókerfi og ókeypis WiFi.
Sideline Bistro framreiðir nútímalega evrópska rétti sem eru búnir til úr fersku hráefni og kokkar elda fyrir miðju staðarins í opnu eldhúsi. Gestir geta einnig fengið sér nýlagað kaffi og sætabrauð á kaffibarnum.

Írland

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 6.572.728
  • Stærð að flatamáli: 84,421 km²
  • Opinbert Tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Evra 
  • Hitastig: 7°-25°
  • Tímabelti: 0-1 tímum á undan Íslandi

Írland er fallegt land sem hefur rokið upp í vinsældum ferðamanna, rétt eins og Ísland á seinustu árum. Írar eru mjög vinaleg þjóð og upp til hópa þægilegir, æðrulausir og lífsglaðir.

Írland hefur upp á margt að bjóða, fagra náttúra, framandi gamlar byggingar, og hressandi borgir sem vekja bros á öllum þeim sem þangað koma.

Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.

Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.

Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!

Verð frá 159.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT