Dagsetningar í boði
24. maí-4. júní 2025 (12 dagar) Uppseld!
7.-18. júní 2025 (12 dagar) Uppseld!
11.-21. júní 2025 (11 dagar)
18.-28. júní 2025 (11 dagar)
Ef þú ert með hóp sem er stærri en 9 manns skaltu hafa samband við sölumenn Tripical: hallo@tripical.is til að fá gott tilboð!
Fyrrum fiskiþorp sem með tímanum hefur þróast í einn af vinsælli ferðastöðum í Portúgal. Í Albufeira ræður þú ferðinni, hvort sem þú vilt fullkomna slökun, spennandi ævintýri, eða blöndu af báðu, þá er þessi töfrandi og sólríka strandborg tilvalin fyrir frí í hæsta gæðaflokki.
Gamla hverfið svokallaða er sérstaklega sjarmerandi, með hlykkjóttum litlum göngugötum milli hvítmálaðra húsa að portúgölskum sið. Þar raða sér upp litlar verslanir, kaffihús og krár og vinalegt andrúmsloft eyjaskeggja mætir þér hvar sem er. Þar er líka staðsett hin fallega 18. aldar kirkja Igreja Matriz, sem hiklaust má mæla með að heimsækja og fá innsýn í sögulegar rætur Albufeira. Kirkjan státar af afar sérstöku flísaverki og töfrandi altaristöflu. Fyrir þau sem hafa frekari áhuga á að skoða fornar minjar má benda á miðaldakastalann Paderne og brúnna sem einnig er kennd við þann stað.
Strendurnar hér eru hreinlega himneskar og sjórinn hreinn og tær. Hver og ein hefur sinn sérstaka sjarma en allar eiga sameiginlegt að skapa fullkomna umgjörð fyrir einstæða sólskinsdaga. Eins og góðum sólbaðsstöðum sæmir er hér mikið úrval af hvers kyns skemmtun og vatnasporti, köfun og hrífandi siglingu af ýmsu tagi.
Hér er fjöldinn allur af veitingastöðum sem bjóða upp á gómsæta rétti, portúgalska og alþjóðlega. Næturlífið í Albufeira er líflegt og hressandi, hér finnurðu skemmtilega dansstaði þar sem takturinn tifar, en einnig þægilega og rólega bari og krár þar sem gott er að sitja í rólegheitum. Alls staðar mætir þér þægilegt viðmót og sönn portúgölsk gestrisni. Albufeira er fullkominn staður fyrir gott frí. Hér mun þér líða virkilega vel!
Þessi sjarmerandi bær við strendur Algarve er stundum nefndur sem ein af földum perlum svæðisins. Vinsældir hans hafa þó aukist síðustu ár, og sífellt fleiri koma til að upplifa heillandi andrúmsloftið sem þar ríkir, þröngar steinhellulagðar götur, hvítkölkuð eldri og nýrri hýbýli, notaleg kaffihús og skemmtilega markaði sem bjóða upp á afslappaða og þægilega stemmingu. Þegar sól sest að kveldi lifnar enn frekar yfir miðbænum, þegar heimafólk og gestir gera sér glaða stund á þeim fjölmörgu veitingastöðum og börum sem þar bjóða upp á fjölbreytta drykki, portúgalskar og alþjóðlegar veitingar. Hiklaust má mæla með sjávarréttastöðunum, hráefnið er nýdregið úr sjó, og kokkarnir kunna svo sannarlega að matreiða það á hinn ljúfengasta hátt.
Hér má finna einstaka blöndu af mikilli náttúrufegurð ásamt ótrúlega fallegum strandlengjum við kristaltæran sæ og kitlandi hlýja hafgolu. Víða má finna afskekktar í ósnortnar litlar víkur og voga, og á ströndum eins og Praia da Marinha og Benagil er að finna magnaða kletta og sjóhella sem gaman er að skoða. Auðvelt er að leigja sér kajak og sigla meðfram ströndinni, fara í sjóbrettasiglingu, eða í skoðunarferð til að sjá höfrunga. Áhugafólki um sögu má benda á Nossa Senhora da Encarnação-virkið, sem stendur nálægt bænum, eða dagsferðir til Silves sem státar af flottum miðaldakastala og Lagos sem þekkt er fyrir ríkulega sjóferðasögu. Kylfingar geta stundað sportið sitt á hágæða golfvellinum Gramacho, og fyrir fjölskyldur býður skemmtigarðurinn Slide & Splash upp á fjölda rennibrauta og mikið fjör.
Carvoeiro er dásamlegur áfangastaður sem á eftir að heilla þig upp úr skónum og skapa gleðiríkar og ógleymanlegar stundir!
Portimão er næst stærsti bær Algarve héraðsins, stendur á vesturströndinni og er þekkt fyrir gullfallegar strendur, stórbrotið klettalandslag og aðra náttúrutöfra. Ein af vinsælli ströndum Portúgals, Praia da Rocha liggur mjög nálægt staðnum og er eitt helsta aðdráttarafl hans, fullkomin fyrir gott sólbað, sjávarbusl og vatnasport af alls kyns tagi. Á götunni við ströndina er að finna mikið úrval af veitingastöðum og börum, og sjávarréttastaði sem eiga fáa sinn líka. Hægt er að mæla með grilluðu sardínunum sem er einn af lókal réttunum og má finna víða á matseðlum.
Fleiri strendur eru vissulegaí boði, þar sem stemmingin er aðeins lágstemmdari og rólegri fyrir þau sem það kjósa. Ekki langt undan má finna Praia do Vau og Praia dos Três Irmãos, báðar friðsælar, með gylltum sandi og fallegum klettum.
Eldri hverfi bæjarins eru full af sögu og ótrúlegum sjarma, með þröngum stígum og litríkum litlum húsum. Portimão er gamalt fiskveiðipláss og gaman er að kynna sér fortíðina á Portimão safninu (Museu de Portimão) sem staðsett er í einstaklega fallegri byggingu sem á árum áður hýsti sardínuverksmiðju. Þá má líka nefna að bærinn er kunnur fyrir heimsþekkta kappakstursbraut sína, Autódromo Internacional do Algarve, sem hýsir mótorsport viðburði og aðrar aksturskeppnir.
Árbakkinn við Arade ánna býður upp á notalegar gönguferðir um marglitar byggingar, skemmtilega markaði og lífleg kaffihús þar sem tilvalið er að sitja og njóta mannlífsins. Þau sem vilja meiri aksjón og jafnvel smá svita geta, auk fjörugrar afþreyingar við ströndina, skellt sér í þau ævintýri sem nærliggjandi Serra de Monchique fjöll bjóða upp á, með skemmtilegum gönguleiðum og stórbrotnu útsýni. Staðsetning Portimão er auk þess sérlega hentug, en hún er mjög miðsvæðis og því hentug til að skoða í allar áttir og upplifa heillandi fegurð og sjarma Algarve héraðsins og dásamlegar litla bæjarperlur eins og Alvor, Ferragudo og Monchique.
Ekki þarf að fjölyrða um gestrisnina og þann vinarhug sem mætir þér hvar sem er í Portimão. Hér er byggt á mikilli og góðri reynslu og metnaður lagður í að gestum líði vel og fái óskir sínar uppfylltar. Portúgalar vita hvað felst í góðu fríi og eru snillingar í að láta þér líða vel.
Friðsæll og yndislegur strandbær í Algarve, sem er vinsæll bæði hjá ferðafólki hvaðanæva að, en einnig Portúgölum sjálfum, og þá staðreynd má vissulega túlka sem ávísun á gæði, því þar sem heimafólk fer í frí, hlýtur gott að vera. Armação er sjaldan með mikil læti og þykir því mjög fjölskylduvænn og kósý. Hér er sannarlega hægt að sóla sig og njóta dásamlegrar útiveru, eitt helsta djásn staðarins er ströndin langa, Praia da Armação, sem teygir sig yfir 4 kílómetra með silkimjúkum sandi, tærum sjó og mildum öldunið.
Fyrir unnendur náttúrunnar er Praia dos Salgados stutt frá en hún er sannkölluð paradís fyrir fuglaskoðara, með kyrrlátu lóni og ríkulegu dýralífi, og með stuttri bátsferð má líta stórfenglega kletta og ósnortnar víkur. Fleiri náttúruundur má nefna, skammt frá bænum eru hinir glæsilegu Benagil hellar sem vekja mikla lotningu, og einnig er Serra de Monchique fjalllendið ekki langt undan, með gönguleiðum sem bjóða upp á stórkostlegt útsýni.
Eins og margir aðrir bæir á þessu svæði, byggir Armação de Pêra arfleifð sína á fiskveiðum, og dæmi um það má finna víða. Til dæmis er fiskimarkaðurinn opinn daglega, þar sem ferskasti aflinn er boðinn til sölu og oft hamagangur í öskjunni og mikið líf og fjör sem sérlega gaman er að upplifa.
Hér er fjöldi kaffihúsa og veitingastaða sem bjóða upp á vinsælustu alþjóðlegu rétti, en sjávarréttastaðirnir eru í sérstökum gæðaflokki. Hér kann fólk að matreiða dýrindisrétti úr fersku sjávarfangi, og vinsælastur þeirra er grillaður fiskur, eða ,,cataplana“, eins og þau portúgölsku kalla það. Ekki er verra að skola lystisemdunum niður með staðbundnu Algarve víni.
Armação de Pêra er æðislegur staður til að fá portúgalskt mannlíf og menningu beint í æð. Hann hefur yfir sér einstakan og hlýlegan þokka, og sameinar í dásemdar blöndu náttúrufegurð, afslappað andrúmsloft, skemmtun og gleði. Þaðan fara allir hæstánægðir með fullkomnar stundir og hlýjar minningar.
Við bjóðum upp á sjö tilboð fyrir fjóra mismunandi staði, bæina Carvoeiro, Albufeira, Portimão og Armação de Pêra.
Albufeira er 45 mínútum frá flugvellinum og hægt að velja eitt hótel.
Carvoeiro er 55 mínútum frá flugvellinum og hægt að velja á milli tveggja hótela.
Armação de Pêra er 50 mínútum frá flugvellinum og hægt að velja eitt hótel.
Portimão er 60 mínútum frá flugvellinum og hægt að velja á milli þriggja hótela.
Emeralds Albufeira er með árstíðabundna útisundlaug, líkamsræktarstöð, garð og verönd í borginni Albufeira. Með ókeypis WiFi-aðgangi býður þetta 4 stjörnu hótel upp á krakkaklúbb og móttöku sem er opin allan sólarhringinn. Bar er í boði fyrir gesti.
Herbergi hótelsins eru útbúin með svölum. Á Emeralds Albufeira eru herbergin loftræst og með flatskjá. Á hverjum morgni er boðið upp á morgunverðarhlaðborð.
Meðal vinsælla áhugaverðra staða í grennd við Emeralds Albufeira eru Alemaes-strönd, Inatel-strönd og Pescadores-strönd. Faro-flugvöllur er í 46 km fjarlægð frá lóðinni.
Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og einkunn 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði frá 209.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði frá 304.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Hótelið Tivoli Carvoeiro er staðsett í hinum myndarlega bæ Carvoeiro, sem liggur yfir Vale Covo. Það er 5 stjörnur og býður upp á gæðaþjónustu sem hentar vel fyrir fjölskyldufrí og eftirminnilega viðburði.
Herbergin eru rúmgóð og bjóða upp á mikil þægindi. Með glæsilegri nútímahönnun eru herbergin búin loftræstingu, WiFi, smábar, sjónvarpi, skrifborði og baðherbergi með sturtu.
Á Med Food & Wine er boðið upp á fisk og sjávarrétti sem eru byggðir á sérstöku bragði Atlantshafsins, með tilheyrandi ljúffengum vínum og glæsilegu útsýni yfir hafið. Á The One Gourmet geta gestir upplifað anda portúgölsku matargerðarinnar í gegnum tilheyrandi sérsniðið mál. Mare Bistro, býður upp á hinn ferskasta daglega afla og afurðir.
Í Tivoli Spa geta gestir notið ýmissa meðferða og fundið fullkomið jafnvægi í eftirminnilegri upplifun með innilaug, gufuklefa og gufubaði. Tívolí Active er líkamsræktarstöð með háþróuðum þjálfunartækjum þar sem gestir geta unnið sig út.
Aðstaðan í Tívolí Carvoeiro inniheldur 6 fundarherbergi, flest með beinum aðgangi að grænu svæði, og rúmar 900 gesti. Auk þess er boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, þ.m.t. skipulagningu á afþreyingu sem fagmenn hafa umsjón með. Hótelið er í tæplega 5 mínútna akstursfjarlægð frá Vale de Milho golfvellinum og Slide and Splash er í 3,1 mílu fjarlægð. Tívolí Carvoeiro er í 40 mínútna akstursfjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Færeyjum. Bílastæði eru ókeypis á staðnum. Næstu strendur eru Carvoeiro & Centeanes um 900 metra frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 9,0 og einkunn 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com.
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði frá 369.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði frá 599.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Hið 5 stjörnu Vale da Lapa Village Resort býður upp á lúxusvillur með ókeypis Wi-Fi Interneti innan um víðáttumikla garða og manngerðar tjarnir. Það státar af 9 holu púttvelli á staðnum, útisundlaugum og heilsulind.
Allar íbúðirnar eru staðsettar í tveggja hæða einbýlishúsum sem eru með nútímalegum og stílhreinum innréttingum, nýlega enduruppgerðar. Hver eining er með stórri stofu og svefnherbergi með mikilli lofthæð og svölum. Að auki er líka fullbúið eldhús.
Á Vale da Lapa Village Resort geta gestir notið þess einstaka klúbbhúss sem býður upp á veitingastað og bar með útiverönd. Gestir geta þar kynnst mat svæðisins og vel valdar staðbundnar vörur.
Vale da Lapa Village Resort státar einnig af hlaupastíg, tveggja manna tennisvöllum og fjölnota gervigrasvelli. Börn geta skemmt sér á leiksvæðinu og í barnasundlauginni.
Vale da Lapa Village Resort er með séraðgang að nálægum tennisklúbbi og nokkra golfvelli má finna í nágrenni hans. Strendurnar Caneiros og Carvoeiro eru í innan við 5 km fjarlægð. Faro-alþjóðaflugvöllurinn er í 63 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 9,1 og einkunn 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði frá 244.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði frá 364.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Quinta Das Figueirinhas er íbúðahótel í hvítþvegnum byggingum, um 800 metrum frá ströndina við Senhora da Rocha. Þar eru mótaðir garðar, stór sundlaug og björt íbúð með sjálfsafgreiðsluaðstöðu.
Gestir geta með 10 mínútna göngu náð í kletta sem bjóða upp á útsýni yfir Atlantshafið. Á klukkustundar fresti geta gestir ferðast ókeypis með smárútu í bæ Armação de Pêra. Alþjóðaflugvöllurinn í Faro er í 30 mínútna akstursfjarlægð.
Rúmar íbúðir Quinta Figueirinhas hafa svalir og stóra glugga. Í hverri íbúð er eldhús og bjart rými með litríkum rúmdýnum. Á sjoppu hótelsins er boðið upp á fjölbreyttar léttar máltíðir. Einbýlis- og tveggja herbergja íbúðir eru staðsettar í aðskildum rýmum í fjölbýlishúsinu.
Aðal útisundlaugin er aðeins nokkrum skrefum frá barnalauginni. Meðal íþrótta sem boðið er upp á á Hotel Quinta Das Figueirinhas eru grasbrettablak og billjard. Einnig er boðið upp á bílaleigubílaþjónustu og daglegan morgunverð á veitingastað hótelsins.
Hótelið fær heildareinkunn 8,6 og einkunn 8,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð á mann í fjórbýli án morgunverðar frá 144.990 kr
Verð í þríbýli án morgunverðar frá 154.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Með fallegu útsýni yfir Praia da Rocha býður þetta nútímalega íbúðahótel upp á ókeypis einkabílastæði, stóra útilaug og barnaleikvöll. Það er aðeins 3 km frá Portimão lestarstöðinni.
Apartamentos Jardins da Rocha er í hitabeltisgarði í 80 metra fjarlægð frá ströndum Rocha og Três Castelos. Gestir geta stundað tennis á tennisvellinum.
Í nútímaíbúðunum og stúdíóunum er vel útbúið eldhús með eldavél og brauðrist og rúmgóðum svölum. Flestar gistiaðstöður Apartamentos Jardins da Rocha bjóða upp á heillandi útsýni yfir Atlantshafið.
Á staðnum er sjoppa Jardins da Rocha. Í 100 metra fjarlægð er einnig að finna ýmsa portúgalska matsölustaði.
Bílaleiga er í húsnæðinu og flughlaða er í 70 km fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Faro. Golfvöllurinn í Alto er í 2 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 7,8 og einkunn 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð á mann í tvíbýli án morgunverðar frá 184.990 kr
Verð í einbýli án morgunverðar frá 259.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Í Portimão, 300 metrum frá Três Castelos ströndinni, er að finna hótelið Rochavau með útisundlaug, einkabílastæðum, verönd og bar. Þetta 4 stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og móttöku sem er opin allan sólarhringinn. Arade þinghúsið er í 4,8 km fjarlægð frá hótelinu og Slide & Splash Water Park er í 9,2 km fjarlægð.
Á hótelinu eru loftræst herbergi sem bjóða upp á borð, kaffivél, ísskáp, peningaskáp, flatskjá og sérbaðherbergi með baði. Herbergin eru með fataskáp.
Á Rochavau Hotel er boðið upp á morgunverð annað hvort sem hlaðborð eða hefðbundinn.
Careanos-ströndin er í 500 metra fjarlægð frá hótelinu en Vau-ströndin er í 700 metra fjarlægð. Alþjóðaflugvöllurinn í Faro er í 72 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og einkunn 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði frá 214.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði frá 319.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Þetta 5 stjörnu hótel í Portimão býður upp á frítt WiFi, myndarlegt útsýni yfir Atlantshafið og gullinn sand á ströndinni Praia da Rocha. Það er í 5 mínútna göngufæri frá Smábátahöfn Portimão .
Mörg herbergi Algarve Casino Hotel liggja út á innréttaðar svalir og eru með rúmgóðum stofum. Í hverju herbergi er kapalsjónvarp og minibar.
Á meðal lúxusþæginda eru 2 útilaugar við gróðursæla garða, heitur pottur og nudd. Fyrir börn eru á Algarve Casino Hotel bæði leikvöllur og leikherbergi.
Gestir geta haldið sér í formi í líkamsræktarstöðinni og síðan slakað á í gufubaði eða tyrknesku baði. Á sumrin er hægt að stunda vatnsleikfimi við ströndina, aðeins nokkrum skrefum frá Algarve Casino Hotel. Á glæsilega Amendoeiras veitingastaðnum er boðið upp á svæðisbundna og alþjóðlega rétti sem framleiddir eru úr ferskum, staðbundnum vörum. Zodíaco-snakkbar býður upp á millibita og léttar máltíðir við laugina.
Silves og Lagos eru í innan við 30 km fjarlægð frá Algarve Casino Hotel. Golfvöllurinn Alto er í 3 km fjarlægð frá lóðinni.
Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og einkunn 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði frá 249.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði frá 359.990 kr
Ath. raunverulegt verð miðast við valda dagsetningu og hótel, og er birt við bókun. Við ónægjanlegt framboð á hótelherbergjum er fundið sambærilegt hótel.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Portúgal liggur meðfram vesturströnd Íberíuskaga, og deilir suðvesturodda Evrópu með Spáni. Landið býr yfir einstakri menningu, flottum borgum, líflegum strandbæjum og fallegri sveit. Að flatarmáli er Portúgal ekki stór en landslagið býður samt sem áður upp á hin ýmsu tilbrigði. Hægt er að ferðast á einum degi frá grænum og gróðursælum fjöllum í norðri, um stórbrotnar klettahlíðar og fossa Mið-Portúgals, og suður á landsvæði Alentejo, sem minnir um margt á eyðimörk.
Portúgal á sér um 900 ára gamla sögu og hefur lagt sitt mark á heimssöguna. Þar er ofarlega á blaði aðild þeirra að hinum svokölluðu Landafundum, en Portúgalar lögðu grunninn að þeim í lok 14. aldar með því að stofna sjóleið til Indlands og nýlendusvæða Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið en Portúgal varð á þessum tíma áhrifamikið heimsveldi.
Í Portúgal þykir bæði loftslag og umhverfi vera kjörið fyrir golfíþróttina. Þetta hafa heimamenn nýtt sér og hannað marga af bestu golfvöllum álfunnar, en 14 þeirra eru á lista yfir 100 bestu brautir Evrópu, og landið hefur hampað titlinum ,,Besti golfáfangastaður heims“. En það er einnig annað sport, öllu æsilegra, sem tekið hefur ástfóstri við Portúgal. Við vesturströndina rísa nefnilega úr Atlantshafi einhverjar stærstu öldur sem brimbrettafólk kemst í tæri við, og svæðið oft nefnt sem eitt af þeim bestu í heimi til slíkrar iðkunar.
Portúgal hefur í áraraðir verið mjög vinsæll ferðamannastaður, ekki síst hjá Norður-Evrópu þjóðum, og gestir frá löndum eins og Englandi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð flykkjast þangað til að njóta stórkostlegrar strandlengju, náttúrufegurðar og hins hlýja loftslags. Vinsælustu strendurnar eru í Algarve, en Miðjarðarhafið meðfram suðurströndinni hefur tilhneigingu til að vera hlýrra en hið opna Atlantshaf, og minna um hafrót og öldugang. Við vesturströndina er þó hiklaust hægt að mæla með frábærum stöðum að heimsækja, til dæmis hinum einstaklega sjarmerandi og fallega strandbæ Nazaré.
Höfuðborgin Lissabon er eina höfuðborg Evrópu sem staðsett er við strendur Atlantshafs, en hún er ein af elstu borgum heims og prýdd byggingum frá hinum ýmsu tímaskeiðum. Eitt af einkennum hennar eru hinar fjölmörgu hvítu kalksteinabyggingar sem setja fallegan svip á borgina, en hún hefur gengið í gegnum miklar endurbætur síðustu ár. Lissabon er líflegur og áhugaverður staður sem blómstrar nú sem aldrei fyrr og er að verða einn af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu.
Porto er einstaklega flott og skemmtileg borg, byggð í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni nútímahíbýlum. Á milli borgarhæða eru stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni. Ef einhvern tíma er tilefni til að kynna sér og smakka góð portvín, þá er það hér. Það liggur í orðanna hljóðan, en Porto er einmitt nefnd sem höfuðstaður portvína, og hiklaust hægt að mæla með heimsókn í hina einstöku portvínshella í Vila Nova de Gaia, eða aðra vínkjallara borgarinnar.
Um miðja strandlengu Portúgals stendur yndislegur bær sem ber sama heiti og heimastaður Jesú Krists, en í portúgalskri útfærslu, Nazaré. Nafnið tengist litlu trélíkneski af Maríu mey með frelsarann í fangi sér, sem kom með trúboðum frá Nazareth í kringum árið 700, og til eru fornar sögur af miklum kraftaverkum þeirrar styttu. Á seinni tímum er þar lítið um trúarleg undur og stórmerki, nema kannski sú staðreynd að bærinn Nazaré er bæði undursamlegur og stórkostlegur, og sannkallaður draumastaður fyrir alla sem þyrstir í sól og sælu. Þar er auk þess eitt eftirsóttasta brimbrettasvæði Evrópu. Hér hefði Jesú sko ekki látið sér nægja að ganga á vatninu, hann hefði pottþétt gripið með sér bretti og sörfað þær himinháu öldur sem þar rísa úr hafi.
Sjarmerandi fiskibær við fullkomna strönd
Í Nazaré búa um 10.000 manns og bærinn skiptist í þrjá hluta. Við ströndina liggur Praia hverfið, í klettum þar fyrir ofan rís gamla hverfið Sítío, og hægt er að ferðast milli þessara bæjarhluta með lestarkláfum. Enn ofar er svo að finna annað gamalt þorp, Pederneia.
Nazaré er gamall fiskibær og þrátt fyrir að ferðaiðnaðurinn hafi þar tekið völd, eru íbúar mjög stoltir af upprunanum og duglegir að kynna hann gestum sínum. Hér finnurðu gömul sjómannaheimili sem breytt hefur verið í fínustu hótel og sjávarréttastaðirnir eru margir og hver öðrum betri. Þá eiga bæjarbúar sína sérstöku ,,þjóðbúninga“ sem vísa í klæðnað sjómanna og fiskverkakvenna fyrri ára, en mesta athygli vekja hin sjölaga litskrúðugu pils sem konunar bera undir bróderuðum svuntum. Ekki er ólíklegt að sjá þessum búningum bregða fyrir.
Bærinn er einn vinsælasti áningarstaður við Silfurströndina svokölluðu (Costa de Prata), og þangað sækir fólk hvaðanæva úr Evrópu til að njóta hinnar afslöppuðu og þægilegu stemmingar sem þar ríkir. Staðurinn þykir henta öllum aldri – hér eru dásamlegar risastrandir til að leika sér á og liggja yfir daginn, og á kvöldin má velja úr fjölmörgum krám og skemmtistöðum til að sötra góðan drykk eða dansa inn í nóttina. Hér ríkir vinalegt andrúmsloft þar sem fólk frá ólíkum löndum blandar geði við hið hlýja og væna portúgalska heimafólk.
Brimbrettageggjun
Brimbrettafólk elskar Nazaré, enda öldurnar óvíða jafn tignarlegar, og aðstæður allar frábærar. Ýmis stórmót í brettasiglingum hafa verið haldin hér og heimsmet verið skráð. Árið 2017 sló brasilíski brimbrettakappinn Rodrigo Koxa heimsmet þegar hann sigldi öldu sem mældist 24,4 metrar! Við erum alltso ekki að tala um neitt smotterýsbrim!
Þá er rétt að nefna, fyrir þau sem ekki eru spennt fyrir að sigla slíkar öldur, að það getur verið dáleiðandi skemmtilegt að fylgjast með flínkum brimsiglurum leika listir sínar, og víða má finna sér stað, til dæmis í gamla bænum Sítío, með fyrirtaks útsýni yfir það sem fram fer á hafi úti. Ekki vitlaust að sötra á svalandi drykk á meðan.