Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Gestgjafaumsókn
Tripical
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Gestgjafaumsóknir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Dagskrá

Skólaheimsókn til Helsinki

Lengd ferðar:
5 dagar / 4 nætur
Gjaldmiðill:
Evra

Skólaheimsókn til Helsinki!

Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.

Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til hönnunarborgarinnar Helskinki. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.

Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.

Hönnunarsena

Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Frumkvöðlar hönnunar á 20. öldinni eins og Alvar og Aino Aalto lögðu grunninn að orðspori Finna og enn í dag er höfuðborgin miðstöð finnskra sköpunargáfna. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag og hefur áhrif víða um heim. Í hönnunarhverfi Helsinki er gnægð af verslunum og vinnustofum og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar.

Byggingarfræðileg nýbreytni

Nýstárlegur byggingarstíll Helsinki dró lærdóm sinn af hönnunarsenu borgarinnar og fjöldin allur af perlum nútímahönnunar prýða borgina eins og Kiasam nýlistasafnið og tónleikahöllin Musiikkitalo. Í Helsinki náði módernisminn nýjum hæðum með byggingarfræðilegri hönnun Alvar Aalto sem sést vel í Akateeminen Kirjakauppa og tónleikahöllinni Finlandia Talo ásamt hinni stórbrotnu klettakirkju Temppeliaukio eftir hönnun Timo og Tuomo Suomalainen. Í heildarsýn borgarinnar gætir fjölda áhrifa fyrri tíma þar sem byggingar nýlistar, klassíkur og fúnktíónalisma blandast saman við áhrif ný-endurreisnar og ný-klassíkur með býzönskum áherslum.

Finnsk matargerð

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundinna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á fjölbreytni af finnskum sælkeravörum og árstíðabundinni uppskeru.

Náttúrulegt umhverfi

Helsinki er sannarlega nútímaleg stórborg en umhverfi hennar er stórbrotin náttúrufegurð sem auðvelt er að nálgast hvaðanæva úr borginni. Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni. Á veturna þegar hafið frýs og snjórinn tekur yfir er tilvalið að skella sér á skíði, skauta eða veiða í gegnum ísilagt hafið umhverfis borgina og hlýja sér í finnskri gufu með reglulegu ísbaði.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Hönnun á heimsmælikvarða
  • favorite
    Æðislegur miðbær
  • favorite
    Vellíðan í sánu
  • favorite
    Finnsk matargerð

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 4 nætur á hóteli í miðbæ Helsinki
  • 20 kg innritaður farangur
  • Morgunmatur
  • Rútur til og frá flugvelli og áfangastöðum
  • Tvær skólaheimsóknir/kynnisferðir
  • Íslensk farastjórn

Ekki innifalið

  • Hádegismatur og kvöldmatur

Dæmi um hótel

Hotel Arthur 3 * eða sambærilegt

Stay in the heart of Helsinki – Excellent location – show map

 One of our bestsellers in Helsinki! Situated just 350 m from Helsinki Central Station and opposite University of Helsinki Metro Station, this hotel offers a large breakfast buffet and a bookable sauna. WiFi is free. Kaisaniemi Park is next to the hotel.

The rooms at Arthur Hotel have a work desk, TV and either a private bathroom with shower or access to shared facilities. Top-floor rooms offer views of Helsinki’s rooftops.

Hotel Arthur’s on-site restaurant serves traditional Finnish cuisine and is furnished with decorative curtains and crystal chandeliers.

Arthur Hotel is about 3 minutes’ walk from the Grand Casino Helsinki and the Finnish National Theatre. The Aleksanterinkatu shopping street is 600 m away.

Kluuvi is a great choice for travellers interested in shopping, city trips and museums.

Skoða heimasíðu hótels hér.

Dagskrár hverrar skólaheimsóknar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni og því er hér eingöngu um tillögu að dagskrá að ræða.

Dagskrá innifalin í ferðum skólaheimsókna á vegum Tripical eru síðdegisganga um borgina, tvær skólaheimsóknir/kynnisferðir og skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur.

Við bjóðum einnig upp á að skipuleggja fjölbreytta viðbótardagskrá eftir séróskum hvers skólahóps. Hvort sem það eru ferðir á söfn, viðburði, tónleika, íþróttaleiki eða sameiginlegur kvöldverður og árshátíðarskemmtun, þá erum við ávallt tilbúin til þess gera ferðina ykkar eins eftirminnilega og skemmtilega og mögulegt er.

Tillaga af dagskrá

  • add Dagur 1
    • Flogið út til Helsinki
    • Rúta upp á hótel
    • Innritun á herbergi og andleg upphitun fyrir komandi daga
    • Síðdegisganga með hópnum um miðborg Helsinki. Kynnast og hrista hópinn saman.
  • add Dagur 2
    • Morgunmatur á hóteli
    • Skólaheimsókn
    • Sérstök skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur
    • Frjáls tími um kvöldið
  • add Dagur 3
    • Morgunmatur á hóteli
    • Skólaheimsókn eða kynnisferð
    • Sérstök skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur
    • Árshátíðardinner! Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun (Ekki innifalið).
  • add Dagur 4
    • Morgunmatur á hóteli
    • Frjáls dagur en margar kynnisferðir í boði sem hægt er að skipulegga.
  • add Dagur 5
    • Morgunmatur á hóteli
    • Frjáls dagur
    • Rúta upp á flugvöll
    • Flogið heim eftir góða ferð og ný kynni við flotta kennara í Helsinki

Verð frá 116.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical

Borgartúni 8, 105 Reykjavík

+354 519 8900

hallo@tripical.com

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Balí
  • Búlgaría
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Rússland
  • Skotland
  • Srí Lanka
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap