Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Gestgjafaumsókn
Tripical
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Gestgjafaumsóknir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Skiwelt - Svæðið / Og sóttvarnir
  • Gestgjafar

Skíðaferð til SkiWelt Wilder Kaiser – Brixental ⛷️ 27. febrúar – 6. mars

Lengd ferðar:
8 dagar / 7 nætur
Gjaldmiðill:
EUR

Risastóri og nýtískulegi skíðaáfangastaður okkar í ár, Wilder Kaiser – Brixental í Austurríki, er margverðlaunaður. Það sem alltaf ræður úrslitum er hversu mikið fólk fær fyrir peninginn, fjölbreytt aðstaðan, hátt þjónustustigið og nýlegir innviðirnir. Hér er hægt að sjá lista yfir öll nýleg verðlaun og viðurkenningar. Lyftukortið kostar það sama og víðast hvar annarsstaðar eða í kringum 280 evrur. Kortið veitir aðgang að 284 brekkum, yfir 90 nýlegum kláfum og lyftum, rúmlega 80 veitingastöðum, ALPENGLU vistþorpinu og fjölbreyttri vetarafþreyingu á heimsmælikvarða.

Þetta sjarmerandi alpasvæði býr við mikið náttúrulegt snjóöryggi en 225 km af 284 km af heldarlengd brauta eru snjótryggðar með tilbúnum snjó úr 1700 nýlegum snjóbyssum. Já og ekki skemmir að þú finnur fjölskyldurekinn veitingastað á um það bil tæplega þriggja og hálfs kílómetra fresti!

Svæðið skrýða brekkur í öllum litum. Breiðar trjálausar brekkur, sólbakaðar rólegar fjölskyldubrautir auk sérstaklega langra ævintýraleiðir niður af fjallstoppum þaðan sem nýtur stórbrotns útsýnis. Frábær aðstaða er fyrir þá sem hafa snjótroðaraofnæmi og þá sem ekki líta við neinu nema svörtum brekkum. Já, þetta er allt þarna auk framúrskarandi aðstöðu til gönguskíðaiðkunar.

Bækistöðvarnar verða í Brixen Im Thale þar sem boðið er upp a fjölbreytta gistimöguleika. þaðan eru kláflyftur þaðan sem hægt er að skíða um allt svæðið. Bæði inn á Wilder-Kaiser hlutann og svo það sem kallað er “gamla” svæðið sem var opnað fyrst á þessum slóðum. Af gamla svæðinu þar sem allir innviðir eru nýlegir er hægt að renna sér nánast alla leið til Kitzbuhel en taka þarf strætó í fimm mínútur. Svo er auðvitað hægt að taka bæði strætó og leigubíl þangað frá Brixen Im Thale en það er 20 mínútna ferðalag. Það svæði með sinn hanakamb, líf og fjör er auðvitað vel þekkt og verðlaunað.

Gestgjafar eru þeir Níels Hafsteinsson og Daddi Guðbergsson sem fólk þekkir úr brekkunum á Ítalíu og Andorra, ströndum Tenerife og svo bara hér og þar. Það mun engum leiðast enda skíðaferðir hannaðar til þess að létta lund og koma hreyfingu á mjaðmirnar.

Flogið er í beinu flugi með Icelandair til Munich. SkiWelt er svo í aðeins 90 mínútna fjarlægð frá fluvellinum í Munich, og er rúta til og frá flugvellinum á vegum Tripical.

Beint flug með Icelandair – Flugtímar:

27. febrúar brottför frá Keflavík: 07:20 og lent í Munich 12:05

6. mars brottför frá Munich 13:05 og lent í Keflavík 16:00

UPPFÆRÐIR FERÐASKILMÁLAR TRIPICAL: SVEIGJANLEIKI OG ÖRYGGI Á COVID TÍMUM

  • Það þarf aðeins að greiða 20.000 kr staðfestingargjald á mann við bókun
  • Staðfestingargjald fæst endurgreitt ef þú afbókar ferð með minnst 6 vikna fyrirvara
  • Það þarf ekki að fullgreiða ferð fyrr en 40 dögum fyrir brottför
  • Leyfilegt er að breyta nafni í bókun, án kostnaðar, allt að 3 dögum fyrir brottför
  • Ef ferðin er felld niður er ferðin endurgreitt innan 10 daga.

Gildir um allar ferðir Tripical bókaðar frá 1. september 2020 til 1. mars 2021.


Gistimöguleikar í Brixen Im Thale – hægt að velja í bókunar

Haus Tirol***

Verð á mann miðað við tveggja manna herbergi: 189.990 kr. (hálft fæði)

Haus Tirol er þægilegt og huggulegt fjölskylduhótel Van de Kasteele fjölskyldunnar. Gestir eru gífurlega ánægðir með gistinguna.

Hótelið er við hliðina á skíðalyftu. Það er sauna og lítil innisundlaug á hótelinu, hægt er að njóta Aprés ski á Keller bar. Hótelið býður upp á hálft fæði með þriggja rétta matseðli á kvöldin.

Hotel Hubertus****

Verð á mann miðað við tveggja manna herbergi: 209.990 kr. (morgunverður innifalinn)

Verð á mann miðað við þriggja manna herbergi: 179.990 kr. (morgunverður innifalinn)

Verð á mann miðað við fjögurra manna herbergi: 179.990 kr. (morgunverður innifalinn)

Hotel Hubertus er glæsilegt fjölskyldurekið hótel, staðsett 150 metrum frá skíðalyftu.

Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn með öllum herbergjum, þar sem er sauna, gufubað, nuddsturta, vatnshitaðir hvíldarbekkir og hægt er að bóka nudd og aðrar meðferðir.

Vital & Sporthotel Brixen****

Verð á mann miðað við tveggja manna herbergi: 229.990 kr. (hálft fæði)

Vital og Sporthotel Brixen er með nokkrar saunur, gufubað, inni og útisundlaugar. Hótelið er 1 km frá skíðalyftunni en þegar eru mjög góð snjóskilyrði þá er einnig skíðaslóði þar sem hægt er að skíða beint að hótelinu. Hótelið bíður upp á skutlu sem keyrir að skíðakláfnum á morgnanna og einnig er skíða strætó stopp beint fyrir framan hótelið.

Margir sem gista á hótelinu koma sérstaklega vegna heilsulindarinnar sem er innifalin í verðinu. Einnig er hægt að bæta við nuddi og annari þjónustu á snyrtistofunni. Það er líka aðgangur að líkamsræktarsvæði og fimm tennissalir.

 

 

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Sjarmi austurísku alpana - Töfrar Tyrol
  • favorite
    Stutt frá Munchen - Skipulögð dagskrá í fjalli og bæ
  • favorite
    Þjónustan, gestrisnin og dásamlegt viðhorf heimafólks
  • favorite
    Fjölbreytt skíðasvæði og afþreying - Tilvalið fyrir blandaða hópa

Innifalið í verði

  • Flug með Icelandair
  • 1 Innrituð taska (23 kg) + handfarangur (10kg)
  • Gisting í 7 nætur (aðbúnaður og þjónusta er mismunandi milli gististaða)
  • Aðgengi að gestgjöfum og aðstoð allan sólarhringinn
  • Skipulagðar ferðir um skíðasvæðið
  • Skipulögð dagskrá á kvöldin
  • Aðstoð við kaup á lyftukortum
  • Aðstoð við leigu á búnaði
  • Aðstoð við að finna kennslu við hæfi
  • Aðstoð við borðapantanir á veitingahúsum
  • Öll almenn aðstoð
  • Kynningarfundur fyrir brottför

Tekið skal fram að farþegar ferðast á eigin ábyrgð.

Ekki innifalið

  • Gistináttaskattur, 2 evrur á mann á nótt
  • Rúta til og frá flugvelli í Munich
  • Fluginnritunargjald fyrir búnaði
  • Lyftukort
  • Veitingar – fer eftir hóteli hvort morgunverður eða hálft fæði er innifalið
  • Annað sem ekki er skilgreint sem innifalið

Sóttvarnir

Það er afar miklvægt að fólk sé meðvitað um og passi persónulegar sóttvarnir. Á hótelum og öllum almennum svæðum er gætt að sóttvörnum skv. ströngum reglum yfirvalda í Austurríki, Skiwelt svíðasvæðisins og hvers bæjarfélags fyrir sig. Þessar reglur sem taka mið af aðstæðum eru að breytast hratt. Við munum miðla til hópsins nýjum upplýsingum og taka sérstaklega fyrir þegar nær dregur.

Grímuskylda er í kláfum og fjarlægðamörk þarf að virða. Sama á við um veitingstaði í fjalli og eins í bæjunum. Ferðast þarf með grímu.

Við munum birta allar nauðsynlegar upplýsingar hér og í sérstöku smáforriti sem allir farþegar okkar fá aðgang að.

Skíðasvæðið heldur einnig úti upplýsingasíðu:

https://www.skiwelt.at/en/current-information-about-the-skiwelt-winter-season-2020-21.html

Skíðasvæðið

Skiwelt skíðapassinn veitir aðgang að samtals 284 kílómetrum af samtengdum vel merktum brekkum af ýmsu tagi, en litakerfi er notað til aðgreiningar. Bláar brekkur eru auðveldar, þær rauðu meiri áskorun og þær svörtu mest krefjandi. Ákveðnir bæir leggja meira upp úr þjónustu við byrjendur og þá sem kjósa mest bláar brekkur. Það er mikilvægt að skoða vel kort af skíðasvæðinu, kynna sér vel brekkurnar og ekki vitlaust að jafnvel búa sér til plan hvern dag. En eitt er víst, að allir finna nóg við sitt hæfi og ekki skemmir að geta með lítilli fyrirhöfn “skroppið” yfir til Kitzbuhel.

Um 90 lyftur sér um að flytja gesti hratt og örugglega á áfangastað. Samanlögð flutningsgeta er tæplega 150 þúsund manns á hverri klukkustund. Í umsögnum sínum taka gestir sérstaklega fram að allir kláfar og allar lyftur eru nýjar eða nýlegar og hannaðar með öryggi og þægindi að leiðarljósi.

Mjög auðvelt er að átta sig á svæðinu og merkingar eru mjög góðar. Ef einhver villist er bara í uppsiglingu frábært ævintýri því mjög vel er gætt að gestum og allar brekkur enda jú bara við einhverja lyftuna sem flytur fólk upp á ný þar sem það kemst aftur á leið. Í flestum tilfellum eru tvær eða fleiri mis krefjandi leiðir niður.

Snjóalög á rétt tæplega 80% svæðisins eru tryggð með framleiddum gæðasnjó alveg frá því seint í nóvember. Við það bætist svo náttúruleg ofankoma. Það er því alltaf hægt að skíða. í Ölpunum er svo sem allra veðra von en blíðviðrið í Brixen ríður ekki við einteyming.

Þegar komið er upp úr þorpunum blasir við víðernið, sólbakaðar brekkur og heiður himinn. Yfirþyrmandi fegurð sem auðveldlega grætir. Þægilegir kláfarnir og nýtísku stólalyfturnar flytja fólk úr þorpunum frá en þeir byrja að ganga á morgnanna. Þaðan er svo hægt að þræða sig um vel merktar brautir við allra hæfi. Í brekkunum er fjöldi veitingastaða þar sem tilvalið að fá sér saman hressingu eða heila máltíð. Skipulögð ferð gestgjafa um svæðið fyrsta daginn hjálpar fólki að átta sig. Skiwelt.at vefsvæðið er yfirfullt af fróðleik og þar má fletta upp leiðum, til dæmis hvernig komist er milli þorpa.

Svæðin upp af hverju þorpi fyrir sig og svo toppsvæðið þarf fyrir ofan bjóða endalausa möguleika hvort sem fólk vill ferðast milli tinda og dala eða bara halda sig við sína uppáhalds brekku. Af öllum tindum eru í boði mismunandi erfiðar brekkur. 80 fjölskyldureknir veitingastaðir er með að meðaltali 3,3 km millibili í fjallinu og þeir sem renna sér fá fljótt á tilfinninguna að vel sé hugsað út í þægindi og auðvelt aðgengi þannig að úr verði hæfileg blanda af skemmtun og hreyfingu.

Gestgjafar bjóða upp á kynningarferð fyrsta daginn þar sem farið verður yfir allt svæðið. Sú ferð er tilvalin til að kynnast staðháttum, læra grunnleiðir og fá góða tilfinningu fyrir hlutunum.

Fjallaskíðafólk hefur skinnað upp á ýmsum stöðum en traustir aðilar bjóða ferðir og námskeið fyrir þá sem hafa nú þegar fengið fjallaskíðabakteríuna eða vilja prófa. Nokkuð er um ótroðnar brautir og mikið um utanbrautaskíðamennsku á svæðinu. Á svæðinu er fín aðstaða til gönguskíðaiðkunar.

Hér er gagnvirkt kort af svæðinu. Hægt er að nota síur til að velja veitingastaði, skíðalyftur, brautir, vefmyndavélar og annað. http://skimap.skiwelt.at/?Lang=en

Niels “Nilli” Hafsteinsson

Þessi höfðingi hefur verið búsettur á Tenerife um árabil og þekkir þar hvern krók og kima. Hann er margreyndur gestgjafi bæði á sólarströndum og í snjóþungum skíðabrekkum í Austurríki, á Ítalíu og í Andorra. Níels er lærður framreiðslumaður og vínþjónn. Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá honum varðandi pöntun á mat og drykk. Hann vel áttaður og kunnugur staðháttum. Hann getur því leiðbeint og aðstoðað við allt sem þarf. Níels hefur prófað flesta afþreyingarmöguleika sem eru í boði.

Daddi Guðbergsson

Daddi er löggildur leiðsögumaður og hefur sinnt því starfi bæði á Íslandi og erlendis. Í félagi við Níels Hafsteinsson hefur hann staðið fyrir eða tekið þátt í þvottekta gleði í fjöllum Ítalíu og Andorra yfir vetrartímann en bætir nú Austurríki við. Drengurinn er bóngóður og hefur gaman af því að leysa úr hlutunum.

Verð frá 189.990 kr.

Bóka ferð

Tripical

Borgartúni 8, 105 Reykjavík

+354 519 8900

hallo@tripical.com

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Balí
  • Búlgaría
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Rússland
  • Skotland
  • Srí Lanka
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap