





Nemendaferð til Kraká
Nemendaferð til Kraká!
Kraká er tilvalin áfangastaður fyrir nemendahópa sem vilja kynnast stórbrotinni sögu og arfleið Pólverja í glæsilegri miðaldarborg, fræðast á ógleymanlegan og áhrifaríkan hátt um hrylling helfararinnar, hörmungar síðari heimstyrjaldarinnar og íhuga að því loknu upplifun sína í kyrrlátu og draumkenndu umhverfi.
Goðsagnakennd miðaldaborg
Pólland er land ævintýra með sínar fornu borgir og margra alda sögu þeirra. Kraká er lýsandi dæmi um þetta. Borgin stendur við árbakka Vistulu og sögu hennar má rekja aftur til sjöundu aldar! Fornar sagnir lýsa því hvernig Kraká óx og dafnaði eftir frækilegan sigur á miklum dreka sem bjó í helli í nágrenninu og hrelldi og drap íbúa með reglulegum heimsóknum. Hvað sem hæft er í þeim lýsingum er það staðreynd að goðsagnakennt og seiðmagnað andrúmsloft svífur yfir þessari mögnuðu borg.
Fyrrum höfuðborg
Kraká var höfuðborg Póllands til ársins 1589, þegar Varsjá tók við því hlutverki. Borgin gegnir í dag mikilvægu efnahagslegu hlutverki fyrir Pólland og slavnesku löndin í heild. Íbúafjöldi er 760.000 en þó ber að hafa í huga að um það bil 8 milljónir búa í 100km radíus í kringum borgina. Kraká endurheimti stöðu sína sem akademískur miðpunktur landsins eftir stofnun nýrra háskóla og menningarmiðstöðva á staðnum.
Saga og menning aftur í aldir
Wawel kastalinn er eitt af stærri nafnspjöldum borgarinnar, en einnig gamli bærinn með sínum aldagömlu kirkjum og áhugaverðu söfnum. Þá má ekki gleyma hinu mikla Rynek Główny sem er hvorki meira né minna en stærsta markaðstorg Evrópu. Gamli bærinn í Kraká er eitt af friðarsvæðum UNESCO. Það er ekki að ástæðulausu og við mælum hiklaust með skoðunarferð um hann. Þar er að finna hundruði veitingastaða og helling af börum og klúbbum. Borgin er af mörgum talin ein sú fallegasta í Evrópu og situr alla jafna á toppnum yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum. Byggingastíll endurreisnarinnar í bland við gotneskan arkitekúr barrokktímans gerir Kraká að afar sérstakri og fallegri borgi. Það eru ekki margir staðir sem geta komið þér aftur til miðalda!
Saga Kraká er hlaðin sorgum og gleði. Fyrrum gyðingahverfi borgarinnar stendur sem minnisvarði yfir hræðilega atburði heimsstyrjaldarinnar síðari, en þess má geta að ein af verksmiðjum Oscars Schindlers, sem bjargaði lífi fjölmargra gyðinga og samnefnd bíómynd byggir á var einmitt starfrækt í Kraká og þar má finna safn sem segir sögu hans.
Núvitundarparadís
Borgin er þekktust fyrir glæsileika sinn og stórbrotna sögu og menningu, en meiri ró er yfir næturlífi hennar. Kraká er fullkomin borg til þess að slaka á, ganga í rólegheitum um götur og hverfi og leyfa skilningarvitunum að draga þig frá hversdagslegu amstri yfir í núið.
Hápunktar ferðar
- favoriteÁhrifarík saga og arfleið
- favoriteMiðaldarupplifun
- favoriteÓdýr og frábær þjónusta
- favoriteÞægileg og róleg
Innifalið í verði
- Flug fram og til baka
- 4 nætur á hosteli í miðbæ Kraká
- Rúta til og frá flugvelli
- 20kg innritaður farangur
- Morgunmatur
Ekki innifalið
- Hádegismatur og kvöldmatur
- Þjórfé
Dæmi um hostel
Let's Rock Hostel eða sambærilegt
Located in Kraków’s Old Town, Let’s Rock Hostel offers dorms and rooms with shared bathrooms and free Wi-Fi. The reception is open 24/7 and free access to tea and coffee is provided.
Let’s Rock! is situated just a few steps from the Main Market Square and Wawel Castle. The Jewish District of Kazimierz is just 10 minutes’ walk away.
The price of all rooms includes bed linen and lockers. Guests can also use the hostel’s fully equipped kitchen, open 24 hours a day. In the morning continental breakfast is served.
Let’s Rock!’s design is inspired by rock music and various other musical genres, with walls covered with musical themed graffiti and entertainment events take place there every evening in the common room.
Guests of the Let’s Rock Hostel can enjoy thematic parties with regional specialities and desserts. Small rock concerts are also organized on site.
Old Town is a great choice for travellers interested in restaurants, food and history.
Sjá heimsíðu hostels hér.
Við hjá Tripical leggjum áherslu á að halda kostnaði vegna námsferða nemenda í lágmarki. Innifalið í grunngjaldi skólaheimsókna er því eingöngu flug til áfangastaðar, gisting á góðum en hagkvæmum gististað og rútur til og frá flugvelli.
Við erum þó alltaf reiðubúin til þess að skipuleggja og halda utan um ítarlegri dagskrá, kynnisferðir og fræðslu fyrir nemendahópa, allt eftir sérsóskum kennara og áherslum hvers námsáfanga. Við getum einnig boðið upp á íslenska fararstjórn og gistingu á dýrari gististöðum.
Hafið endilega samband ef það eru einhverjar séróskir sem við getum komið til móts við og við gefum ykkur hagstætt heildartilboð fyrir námsferðina ykkar.