





Nemendaferð til Berlínar
Nemendaferð til Berlínar!
Berlín er tilvalin áfangastaður fyrir nemendahópa og hentar fjölbreyttum námsáföngum. Hvort sem þið viljið upplifa einstaka sögu og menningu Þýskalands í alþjóðlegri stórborg, skoða söfn á heimsmælikvarða, upplifa stórfenglegan tónleikaflutning í glæstum höllum eða einfaldlega æfa þýskukunnáttuna í lifandi umhverfi? Þá er Berlín borgin fyrir ykkur.
Lifandi heimsborg
Borgin þar sem allir finna eitthvað sér til hæfis. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þar búa tæplega fjórar milljónir manna. Borgin er suðupottur af menningu og listum og endalaust margt hægt að sjá og gera. Hvort sem heillar þig frekar, nútímalist sem finna má í galleríum um alla borg eða gömul klassísk list. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og glæsilegar byggingar ásamt því að vera mjög framarlega í nútíma byggingarstíl og list. Borginni var skipti upp í austur- og vesturhluta á tímum kalda stríðsins. Á nokkrum stöðum má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum borgina ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir. Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað. Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldan allan af söfnum frá síðari heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Hæfileg blanda af hip, kúl og klassík
Í Berlín er nokkuð skýr hverfaskipting og hvert svæði hefur sinn sjarma. Úrval kaffihúsa, kráa og veitingastaða er óvíða jafn fjölbreitt auk þess sem hægt er að finna ansi marga sérkennilega veitingastaði sem gera “út að borða” upplifunina ferska og óvenjulega. Þannig var Berlínarborg einna fyrst til að bjóða upp á veitingastaði í algjöru myrkri. Þú getur farið á veitingastað þar sem grænmetið á diskinn vex inni á staðnum eða skellt þér á einn fínan ítalskan sem er staðsettur í þv0ttahúsi. Þá geta þeim sem líkar gott kebab glaðst því þú færð eflaust hvergi betra kebab en í Berlín.
Eitthvað fyrir alla
Eins og áður sagði er fjölbreytileikinn mikill í þessari stórbrotnu menningarborg og afar auðvelt að finna þar alls kyns afþreyingu. Hér má til dæmis finna vinsælasta dýragarð Evrópu. Áður eru nefnd hin óteljandi gallerí og fornar byggingar. Næturlífið er einstaklega fjölkrúðugt og skemmtilegt og stendur alveg þar til sól rís á ný. Mannlífið á götum borgarinnar er engu líkt.
Alþjóðlegasta borg Þýskalands
Eftir að Þjóðverjar slökuðu á innflytjendalögum flutti talsverður fólksfjöldi til borgarinnar. Nú búa þar um hálf milljón innflytjenda í því sem kallað hefur verið alþjóðlegasta borg Þýskalands. Þrátt fyrir þetta fjölþjóðlega menningarsamfélag er háþýska aðal tungumálið sem talað er.
Hápunktar ferðar
- favoriteStórbrotin saga og menning
- favoriteFjölbreytni og fjölmenning
- favoriteFrábær matur
- favoriteSöfn á heimsmælikvarða
Innifalið í verði
- Flug fram og til baka
- 4 nætur á hosteli í miðborg Berlínar
- Rúta til og frá flugvelli
- 20kg innritaður farangur
- Morgunmatur
- D-vítamín
Ekki innifalið
- Hádegismatur og kvöldmatur
- Þjórfé
Dæmi um hostel
ONE80° Hostels Berlin eða sambærilegt
This hostel in Berlin’s trendy Mitte district features free WiFi, a stylish bar, and its own club.
Square S-Bahn Train and Underground Station is 300 m away.ONE80° Hostels Berlin features uniquely designed rooms featuring works by Berlin artists. Every room has soundproofing, a small seating area and a wardrobe.
Breakfast can be ordered at the hostel’s snack bar. A variety of drinks are available at the bar, which features contemporary-style décor. Many other bars and restaurants are within a 2-minute walk.
Public transport from Alexanderplatz Square connects to the Brandenburg Gate, Checkpoint Charlie and Potsdamer Platz.
Berlin Central Train Station can be reached via S-Bahn in 4 stops from Alexanderplatz square. From the same square, there are also direct train connections to Schönefeld Airport and direct bus connections to Tegel Airport.
Skoða heimasíðu hótels hér.
Við hjá Tripical leggjum áherslu á að halda kostnaði vegna námsferða nemenda í lágmarki. Innifalið í grunngjaldi skólaheimsókna er því eingöngu flug til áfangastaðar, gisting á góðum en hagkvæmum gististað og rútur til og frá flugvelli.
Við erum þó alltaf reiðubúin til þess að skipuleggja og halda utan um ítarlegri dagskrá, kynnisferðir og fræðslu fyrir nemendahópa, allt eftir sérsóskum kennara og áherslum hvers námsáfanga. Við getum einnig boðið upp á íslenska fararstjórn og gistingu á dýrari gististöðum.
Hafið endilega samband ef það eru einhverjar séróskir sem við getum komið til móts við og við gefum ykkur hagstætt heildartilboð fyrir námsferðina ykkar.