Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað

Hópferð til Ríga 🫶 28.apríl – 1.maí og 26. – 29.maí. 2023

Lengd ferðar:
4 dagar / 3 nætur
Land:
Lettland
Gjaldmiðill:
Evra

Lúxushlaðin helgarferð!

Hér má finna frábæra blöndu af gömlu og nýju, hér er haf, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, Riga, höfuðborg landsins.

Við eigum laus sæti á tveimur frábærum dagsetningum í vor þar sem almennir frídagar nýtast:

  • 28.apríl – 1.maí (Verkalýðsdagurinn)
  • 26. – 29.maí , 2023 (Hvítasunnuhelgin)

Ef þú hefur áhuga á tilboði í ferð fyrir þinn hóp (stóran eða smáan) sendu okkur línu í gegnum fyrirspurnarformið hér til hægri á síðunni, með áætluðum fjölda og óskadagsetningu og við svörum um hæl. 

Á yfirborðinu virðist Riga tiltölulega róleg borg, en ef dýpra er kafað má finna fjölbreytta bari, nútímalistasöfn og fleiri áhugaverða staði. Þá má ekki gleyma veitingastöðunum, sem eru margir hverjir á heimsmælikvarða og bjóða upp á rétti á afar sanngjörnu verði.  Borgin er því tilvalinn áfangastaður fyrir hvern þann sem hefur yndi af að njóta ljúffengra veitinga í fögru umhverfi.

Böð á öðru leveli

Ríga er mikil dekurborg, þekkt meðal annars fyrir magnaðar fegurðarmeðferðir sem finna má á hinum ýmsu snyrtistofum borgarinnar. Og svo er nauðsynlegt að prófa klassískt lettneskt bað! Á meðan aðrar þjóðir taka baðmenningu sína alvarlega, kemst engin á sama stað og Lettar, sem halda fast í fornar hefðir og saunaferðir eru þeim sem heilög stund. Svo má einnig finna skemmtileg bjórböð. Lettar eru mikil bjórþjóð, en þeir  láta sér ekki nægja að drekka hann sér til ánægju, þar er einnig vinsælt að baða sig upp úr honum.

Ef þú vilt aðeins komast út fyrir borgina er Riga í stuttri akstursfjarlægð frá bænum Jūrmala (49.000 íbúar), sem hefur að geyma töfrandi hvítar strendur. Ef þú ert hins vegar ekki fyrir sjó og strendur, þá má finna dásamlega óspillta bláberjaskóga rétt utan við borgarmörkin.

Menning fyrir allan peninginn

Í Lettlandi er mikið og fjölskrúðugt menningarlíf, og Lettar státa sig af því að vera nefndir mesta menningarþjóð af öllum nágrannalöndunum sínum. Því til sönnunar má finna afar fjölbreyttar hátíðir og viðburði í borginni allt árið um kring. Einnig má finna ýmis söfn um sögu lands og þjóðar en Lettar fengu sinn skerf af hörmungum í seinni heimstyrjöldinni, þegar um  14% þjóðarinnar lét lífið.

Fyrir áhugasama um arkitektúr má nefna að Ríga upplifði gullöldina sína í byggingarlist snemma á 20. öld þegar Art Nouveau stíllinn var að komast í tísku, því má finna mikið af byggingum í þeim anda í borginni.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Art Nouveau safnið er ansi magnað
  • favorite
    Lettnesku böðin eru eftirminnileg reynsla
  • favorite
    Smakkaðu Black Balsam drykkinn
  • favorite
    Hjólatúr í gamla bænum með leiðsögn

Innifalið í verði

  • Flug fram og tilbaka með Air Baltic
  • Þriggja nátta gisting á 4* hóteli í Riga
  • Rúta til og frá hóteli í Riga
  • 20kg innritaður farangur
  • Morgunmatur

Ekki innifalið

  • Stressið sem fylgir morgunumferðinni

Í hjarta Riga!

Radisson Blue Latvija Conferance & Spa Hotel 4*

Radisson Blu Latvija Conference & Spa Hotel er 4 stjörnu hótel í hjarta Riga og í göngufæri frá fallega gamla bænum. Herbergin eru rúmgóð og með ókeypis WiFi. Öll herbergin eru með minibar og te- og kaffiaðstöðu. Hvert gistirými er með nútímalegt baðherbergi með snyrtivörum, hárþurrku og annaðhvort baðkar eða sturtu. Á jarðhæðinni er vinsæll bar þar sem er hægt að fá kaffi og samlokur. Á 26.hæð er Skyline barinn sem er opinn frá kl 18:00-02:00, þar geta gestir notið drykkja eða léttra veitinga með frábært útsýni. Heilsulindin ESPA Riga er með 18 metra sundlaug, gufuböð, eimböð og úrval af heilsulindarmeðferðum.
Hótelið er sérhæft í að halda stórar og alþjóðlegar ráðstefnur, fundi og glæsilegar veislur og aðra viðburði. Salirnir eru 16 talsins, af öllum stærðum og gerðum, vel útbúnir nýjustu tækni.
Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu.

Við Esplanade Park!

Radisson Blu Ridzene 4*

Hótelið er 4 stjörnu hótel er með útsýni yfir Esplanade Park og er í 5 mín göngufæri frá gamla bæinn. Herbergin eru fallega innréttuð, loftkæld og vel búin með wifi eins og allsstaðar á hótelinu.Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni í glæsilegum veitingastað hótelsins. Veitingastaður hótelsins, Piramida, sérhæfir sig í alþjóðlegum réttum. Gestir geta  fengið sér drykki eða snarl á Ridzene Bar & Library. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða sem gestir hafa aðgang að og geta notið víðáttumikils útsýnis yfir garðinn á meðan æft er.   Þar sem hótelið er mjög nálægt miðbænum þá er stutt í marga bari, veitingastaði og kaffihús í næsta nágrenni sem og fjölmargar verslanir.
Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com

Lettland

Borg í risastórum garði!

Þessi lýsing á Lettlandi er ekki fjarri lagi. Höfuðborgin Riga er í raun eina borg landsins. 54% af landinu eru skóglendi með nærri 12.000 ám, 3.000 stöðuvötnum og fjölmörgum þjóðgörðum. Lettland er réttnefnd náttúruparadís, Lettar leggja mikla rækt við umhverfið og þar ríkja skýr náttúruverndarlög sem koma í veg fyrir óþarfa átroðning. Hér er víðáttan mikil, og svipað og við þekkjum hér á landi eru íbúar vanir góðu persónulegu rými. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að þótt Lettar séu afar vinaleg og hlýleg þjóð, eru þau ekki mikið fyrir óþarfa knús og kjass. Bara pæling.

 

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi íbúa: 1,953,200
  • Stærð að flatarmáli: 64,589 km2
  • Opinbert tungumál: Lettneska
  • Gjaldmiðill: Evra
  • Hitastig: Yfir sumar 24-34°C að meðaltali. Á veturna um 10-15°C að meðaltali
  • Tímabelti: 2 klukkutímum á undan Íslandi, 3 tímum yfir sumartímann

Hvítar strendur – grænir skógar

Í um 20 mínútna fjarlægð frá Ríga er afar fín strandlengja, Jūrmala, sem er tilvalinn staður fyrir góða slökun við sjóinn. Á svæðinu í kring má finna spa, nuddstofur og jafnvel drulluböð! Ströndin er skemmtileg að því leyti að við hana liggur fallegur skógur, svo auðvelt er að sameina sólböð og sandkastalasmíði, ásamt hressandi göngu milli hárra trjáa og  grænna grunda. Við mælum hiklaust með þessu.

Riga

Einstök blanda af nýju og gömlu. Í Riga er mikið af grjóti, en borgin er að stóru leyti, bæði hús, götur og torg, fagurlega byggð úr grjóti. Riga hefur á sér rólegt yfirbragð, en ef kafað er ögn dýpra birtist glaðlegt mannlíf, fjörugir barir og skemmtistaðir. Ekki má heldur gleyma að í borginni eru heimsklassa veitingastaðir, þar sem hægt er að fá dýrindis rétti á mjög sanngjörnu verði. Ef þú elskar góðan mat, gerðu svo vel og borðaðu á þig gat!

Dekraðu við þig

Riga er þekkt fyrir heilsulindir sínar, sem hver um sig bjóða upp á ýmsar leiðir til að njóta afslöppunar og dekurs. Við mælum einnig með heimsókn í klassískt lettneskt baðhús. Þá má nefna að Lettar eru mikil bjórþjóð, og nýta þann eðaldrykk ekki bara til drykkju. Í Riga geturðu skellt þér í fínasta bjórbað!

Ef hugur þinn leitar út fyrir borgarmörkin Ríga, og þú ert ekki endilega stemmd/-ur fyrir hvítum ströndum Jūrmala, þá finnurðu líka, rétt fyrir utan borgina, fallegt gróðurlendi og skóga með einstöku göngusvæði.

Blómstrandi menning

Lettland er mikið menningarland. Þar eru fjölmörg söfn, auk þess sem hinar ýmsu hátíðir og listviðburðir eru á dagskrá allt árið um kring. Ríga upplifði gullöld sína snemma á 20. öld, þegar Art Nouveau arkitektúr komst í tísku, og mikið er af byggingum í þeim stíl fyrir áhugasama um arkitektúr.

Verð frá 139.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap