Dagsetningar:
6.júní – 9.júní 2025 – 77 sæti laus
7.júní – 10.júní 2025 – 65 sæti laus
Ef þú ert með hóp sem er stærri en 9 manns skaltu hafa samband við sölumenn Tripical: hallo@tripical.is til að fá gott tilboð!
Á suðurodda Ístríuskagans í Króatíu liggur Pula, borg þar sem forn saga mætir töfrandi strandfegurð. Pula er þekkt fyrir stórkostlegar rómverskar byggingar, ríkulega menningararfleifð og dásamlegar strendur, og býður upp á eitthvað fyrir alla ferðalanga. Aðal aðdráttaraflið er Pula Arena, einstaklega vel varðveitt rómversk hringleikahús frá 1. öld, eitt stærsta sinnar tegundar í heiminum. Gestir geta ferðast aftur í tímann þegar þeir ganga um steinbogana og ímynda sér skylmingaþrælabardagana sem eitt sinn heilluðu þúsundir áhorfenda. Fyrir utan hringleikahúsið er gamla borgin í Pula sannkölluð paradís með steinilögðum götum, heillandi torgum og sögulegum kennileitum eins og musteri Ágústusar og sigurboganum Sergii.
Pula er þó ekki eingöngu fyrir þá sem elska sögu; hún er líka paradís fyrir náttúruunnendur og ævintýramenn. Í næsta nágrenni eru óteljandi möguleikar til að skoða. Skammt frá er náttúruverndarsvæðið Kamenjak, undraland með kristaltæru vatni, heillandi víkum og töfrandi gönguleiðum. Strendurnar í Pula, allt frá smásteinaströndum til klettótta bakka, eru fullkomnar fyrir sólbað, sund og köfun. Fyrir þá sem leita að ævintýrum á sjó, bjóða bátsferðir til nærliggjandi Brijuni-eyja, sem eru þjóðgarður, upp á einstaka upplifun með fjölbreyttu dýralífi og óspilltri náttúru.
Pula er einnig menningarleg miðstöð og hýsir fjölmarga viðburði og hátíðir allt árið um kring. Kvikmyndahátíðin í Pula, sem haldin er innan veggja fornleikhússins, er ein af frægustu menningarhátíðum Króatíu og dregur til sín kvikmyndagerðarmenn og áhorfendur víðs vegar að. Matgæðingar munu elska líflega matarupplifun Pula, þar sem hefðbundin matargerð Ístríu er í forgrunni. Réttir með trufflusveppum, ferskur sjávarréttir og heimsfræg ólífuolía og vín úr héraðinu gera veitingahúsin að sannri veislu. Ekki missa af því að heimsækja líflega markaði þar sem hægt er að smakka staðbundna rétti og kaupa einstakar minjagripir.
Hvort sem þú leitar að rólegri paradís, ævintýraferð eða sögulegri upplifun, þá lofar Pula ógleymanlegum augnablikum. Hlýlegt andrúmsloft, rík saga og náttúrufegurð gera borgina að fullkomnum áfangastað fyrir ferðamenn á öllum aldri og með fjölbreytt áhugamál. Kannaðu líflegar götur borgarinnar, dýfðu þér í menningu hennar og njóttu töfrandi útsýnis yfir Adríahafið. Pula er ekki bara áfangastaður – hún er staður sem mun kalla þig aftur og aftur.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Króatía býr yfir voldugri sögu, gríðarlegri náttúrufegurð og býður upp á fjölbreytta staði fyrir forvitna heimshornaflakkara. Í landinu miðju höfum við Plitvice þjóðgarðinn, sem helst minnir á landslag Pandoru úr kvikmyndinni Avatar. Á strandlengju Dalmatiu héraðs finnurðu bæði stórbrotin klettabjörg og seiðandi gylltar sólarstrendur, ásamt hinum ævarforna og tignarlega borgargimstein Dubrovnik.
Á hinum endanum, með landamæri að Slóveníu og í nálægð við Ítalíu, er svo hinn heillandi Istria skagi, svæði sem tilheyrði reyndar Ítalíu um nokkurra áratuga skeið, frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til loka þeirrar seinni (1918-1945) og þau tengsl nokkuð greinileg bæði í byggingarstíl og stemmingu. Þá er Adríahafið meðfram Króatíu talið tærasta haf Evrópu, enda mjög vinsælt til köfunar. Þar er að finna yfir þúsund misstórar eyjar sem draga að sér fjölda ferðamanna á hverju ári.
Hér er fátt eitt nefnt úr þeirri miklu flóru spennandi áfangastaða sem þetta fagra land býður uppá. Við hjá Tripical einfaldlega elskum Króatíu og erum viss um að þú munt gera það líka.
Almennar upplýsingar
Eyjan Hvar er einn vinsælasti áfangastaður landsins og ekki að undra, hún er ofboðslega skemmtileg og státar af því að vera sólríkasti staður Króatíu. Á Hvar finnurðu alls konar mannlíf og gesti á öllum aldri, fjölskyldur stórar og smáar, ungt fólk í leit að skemmtilegu næturlífi og stundum líka súperstjörnur úr Hollywood. Eyjan er þekkt fyrir mikla veðursæld, gómsæta matargerð og einstaka náttúrufegurð. Sjávargolan sem blæs yfir bæinn þykir mjög endurnærandi og orkumikil, svo mikið að fyrr á árum voru starfræktar á eyjunni heilsulindir fyrir einstaklinga með öndunarerfiðleika, þar sem hægt var að fara í sérstaka „öndunarhreinsun“.
Nálægt eyjunni er svo að finna næststærstu borg Króatíu, Split. Þetta er afar ferðamannavæn borg, ofboðslega fallegur staður sem býður upp á mjög líflegt og spennandi næturlíf. Þar er margt hægt að gera sér til afþreyingar, og við mælum hiklaust með skoðunarferð um rómversku rústirnar sem borgin er byggð í kringum.
Í tveggja klukkustunda fjarlægð suður af Split er Dubrovnik, lítill 40.000 manna bær á syðsta punkti Króatíu. Gamli bærinn í Dubrovnik á sér langa sögu, en hann er umkringdur borgarveggjum sem áttu að verja hann á stríðstímum fyrr á árum en Dubrovnik var sjálfstætt ríki áður en bærinn varð partur af Króatíu. Bærinn á það sameiginlegt með Íslandi að Game of Thrones hafa tekið upp þáttaseríur sínar þar, en fyrir þá sem til þekkja eru allar senur sem gerast í suðrinu teknar þar.
Á hinum enda strandlengjunnar, nálægt Ítalíu og með landamæri að Slóveníu, liggur Istria skaginn, sem frá árunum 1918-1945 var hluti af Ítalíu, varð síðan partur af kommúnistaríkinu Júgóslavíu en tilheyrir í dag Króatíu. Þar má finna aragrúa lítilla smábæja, bæði við sjávarsíðuna og upp með fjallshlíðum. Þetta eru gömul, rótgróin og einstaklega sjarmerandi þorp, byggingastíllinn er öðruvísi en fyrir sunnan, húsin litrík, og svipa mjög til smábæja á Ítalíu. Hér úir og grúir af sjávarréttastöðum sem bjóða upp á ferskt sjávarfang. Fjölda markaða er að finna á svæðinu og ólívur, trufflur, olíur og ýmis konar ávextir eru fáanlegir út um allt. Neðst á skaganum er bærinn Pula en þar má finna risastórt rómverskt hringleikahús. Við mælum einnig með heimsókn í hinn heillandi bæ Rovinj og skoðunarferð í Basilikkuna í bænum Poreč.
Opatija er einstaklega fallegur bær á Istria skaganum, umkringdur fallegum lárviðarskógi við strendur Adríahafsins og um 18 km frá Rijeka, sem er ein af stærri borgum Króatíu. Staðurinn er þekktur fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag og sínar sögulegu byggingar og vinsæll bæði sem sumar- og vetrardvalarstaður, með meðalhita upp á 10 °C á veturna og 32 °C á sumrin.
Opatija á rætur sínar að rekja til klausturs heilags Jakobs sem þar stóð og bærinn óx út frá, en nafnið Opatija þýðir einmitt ,,klaustur“. Dagur Heilags Jakobs, sem er verndardýrlingur ferðalanga (og einnig verndari sútunar og ávaxtaræktenda), er haldinn hátíðlegur á hverju ári 25. júlí, og er um leið almennur hátíðisdagur bæjarins.
Á fyrri tímum var Opatija hluti af feneyska lýðveldinu og í framhaldinu lengi vel eign auðugra austurrísk-ungverskra fjölskyldna sem byggðu þennan fallega griðarstað sinn með miklum glæsileik, mikilfengleg stórhýsi frá tímum þessa ,,háklassasamfélags“ standa meðfram ströndinni og setja sterkan svip á bæinn. Hér eru fagrir garðar, tignarleg lúxushótel og umhverfi sem sómir sér vel á póstkortum, og gera Opatija að töfrandi áfangastað.
Šibenik er ein af elstu borgum Króatíu, sögulegur staður frá 11. öld, í miðju Dalmatíu-héraði, við ána Krka sem rennur í Adríahaf. Þar búa í dag um 35.000 manns. Þar er mikið um einstakar byggingar fyrri alda. Þekktust þeirra má telja Saint James dómkirkjuna, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, en einnig má nefna miðaldaklaustur St. Laurence og afar sjaldgæfan klausturgarð þar við frá 15. öld, og virki heilags Mikaels sem veitir einstakt útsýni yfir borgina og hafið fyrir utan.
Í hinu heiftúðuga sjálfstæðisstríði Króata (1991–95) varð Šibenik fyrir harðri árás frá jógóslavneska þjóðarhernum og serbneskum hersveitum. Þrátt fyrir að vera undirvopnaðir, tókst króatíska hernum og íbúum Šibenik að verja borgina. Bardaginn stóð í sex daga (16.–22. september 1995), oft nefndur „septemberbardaginn“. Sprengjuárásirnar skemmdu fjölmargar byggingar og minnisvarða, þar á meðal hvelfingu Šibenik dómkirkju heilags Jakobs og leikhúsbyggingu sem var byggð árið 1870. Síðan þá hafa skemmdar byggingar borgarinnar verið endurreistar að fullu.
Í dag er Šibenik friðsæl og hrífandi borg full af sögu og sjarma, ekki síst gamli hluti bæjarins, með ævafornu kirkjum, höllum fyrrum aðalsmanna og dæmigerðu aldagömlum dalmatískum steinhúsum.
Til gamans má geta að hér var fallhlífin fundin upp á 17. öld og prófuð í fyrsta skipti af uppfinningamanni hennar Faust Vrancic. Hér er líka fæddur og uppalinn hinn frægi körfuboltamaður Dražen Petrović.
Um miðja strandlengju Króatíu er eyjan Pag. Við enda hennar er að finna bæinn Novalja, sem er á sumrin yfirfullur af ungu og skemmtanaþyrstu fólki. Bærinn einkennist af smágerðum hvítum húsum með rauðum þökum. Meðfram höfninni er mikið úrval af veitingastöðum og börum en helsta aðdráttaraflið verður þó að teljast Zrcé ströndin rétt hjá bænum. Þar er heldur rólegt um að litast á daginn, en um leið og rökkva fer færist heldur betur líf í staðinn. Zrcé ströndin er pakkfull af skemmtistöðum, börum og skyndibitastöðum, skemmtistaðirnir eru margir þaklausir svo maður fær strandarstemninguna beint í æð og fjöldi þekktra plötusnúða koma og spila þar á ári hverju.
Það býður upp á bjartar íbúðir með loftkælingu og gervihnattasjónvarpi ásamt líkamsrækt, ísbar, veitingastað og matvöruverslun.
Veitingastaðurinn og kaffibarinn með ísbúð bjóða upp á verandir með óhindruðu sjávarútsýni. Del Mar getur skipulagt bíla-, reiðhjóla- og bátaleigu.
Park Plaza Histria Pula er 4 km frá miðbæ Pula, aðeins onkkur skref frá ströndinni. Gististaðurinn er með 3 veitingastaði, tennis- og veggtennisvelli, útisundlaug, biljarð, minigolf og sólbekki.
Gistirýmin eru með víðáttumikið útsýni, svalir, nútímalegar innréttingar og LCD-gervihnattasjónvarp. Hvert þeirra er með loftkælingu og sérbaðherbergi með baðkari eða sturtu.
Vellíðunarsvæðið og heilsulindin ná yfir 550 fermetra og bjóða upp á sjósundlaug innandyra, tyrkneskt bað, gufubað, ísbað og slökunarsvæði með hituðum stólum. Á staðnum er einnig að finna fullbúna líkamsræktarstöð og hárgreiðslu- og snyrtistofu með 4 meðferðarherbergjum.
Park Plaza Histria býður upp á ýmsa veitingastaði sem bjóða upp á hefðbundna matargerð Istria og alþjóðlega rétti. Gestir geta einnig notið útsýnis yfir Adríahafið frá veröndum hótelkaffihúsanna.