Mallorca (Mæjorka) hefur einhvern veginn alltaf verið í umræðunni þegar rætt er um sólarlandaferðir okkar Íslendinga, eins og nokkurs konar samheiti fyrir sólarlandastaði almennt. Ömmur og afar fóru með langömmu og langafa til Mæjorka þegar þau voru ung, og fara sjálfsagt enn. Með tímanum hefur flugfélögum fjölgað, heimurinn minnkað og listinn yfir áfangastaði með sól, sandi og sumri heldur betur lengst. Það breytir því ekki að enn í dag heldur Mallorca töfrum sínum og sjarma. Fegurðin þar og gæðin í ferðaþjónustu, strendurnar, skemmtistaðirnir og gleðin hefur frá því um miðja síðustu öld gert eyjuna af einum vinsælasta ferðamannastað í Evrópu.
Mallorca er stærst hinna svokölluðu Baleareyja (Ibiza er ein þeirra), og sjöunda stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Baleareyjaklasinn er sjálfstjórnarsvæði frá Spáni og höfuðborg svæðisins er Palma. Á Mallorca hefur fólk notið sólar og sælu í þúsundir ára. Árið 2019 fundu fornleifafræðingar vel varðveitt bronsaldarsverð sem talið er vera um 3.200 ára gamalt. Skyldi enginn halda því fram að þau sem héldu á sverðum í þá daga hafi ekki gefið sér tíma fyrir gott tan á ströndinni.
Það var hins vegar í kringum 1950 sem eyjan varð sú stjarna í ferðamannabransanum sem haldist hefur hátt á lofti síðan. Gylltar sandstrendurnar, grænblár særinn, iðjagræn náttúran, falleg þorp og fjörug höfuðborg – og stórbrotin fjöllin allt í kring! Þessi uppskrift hefur reynst ferðaþjónustu í Mallorca afar vel, og ekkert lát á vinsældunum.
Höfuðborgin Palma hefur stækkað mikið og dafnað síðustu áratugi. Palma á sér ævaforna sögu, varð fyrst til á tímum Rómverja sem búðir fyrir rómverska herinn, og þróaðist út frá því í þéttbýli. Um aldir börðust þjóðir um borgina, og hún laut valdi Araba, Mára, Tyrkja og Frakka áður en hún varð eign Spánverja. Palma hefur frá árinu 1983 verið opinber höfuðborg Baleareyjaklasans og þar búa rúmlega 400 þúsund manns. Þetta er nútímaleg borg, sem heldur þó upp á og varðveitir sögu sína og fornar byggingar. Gamli bærinn (Casco Antiguo) er einstaklega heillandi með sínum þröngu völundar göngustígum og glæsibyggingum fyrri tíma.
Í Palma er mikið af fallegum byggingum að skoða. Fyrst ber að nefna dómkirkjuna, Santa Maria of Palma, almennt þekkt sem La Seu. Bygging á henni hófst í kringum 1230, upphaflega sem moska fyrir Mára, sem þá réðu ríkum á staðnum. Rósarglugginn við innganginn þykir einstakur, en hann er 12 metrar í þvermál og gerður úr yfir 1200 pörtum af lituðu steindu gleri. Klukkuturninn stendur örlítið frá sjálfri kirkjunni en hann býður upp á stórkostlegt útsýni fyrir hvern þann sem er til í að þramma þau 215 þrep sem ná upp í hann. Við hliðina á dómkirkjunni stendur Almudaina konungshöllin, fyrrum Máravirki frá 10. öld, sem breytt var í konungssetur. Önnur bygging frá valdatíð Márana eru arabísku böðin (Banys Àrabs), magnaður staður með skreyttum skeifubogum og hvelfdu lofti. Þá má nefna Bellver kastalann (Castell de Bellver), einn af fáum hringlaga köstulum í Evrópu, og hýsir nú Borgarsögusafn.
Þetta flotta þorp sem staðsett er í Parmaborg, var byggt á árunum 1965 – 1968 og hannað af spænska arkitektinum Fernando Chueca Goitia, sem meðal annars hannaði Almudena dómkirkjuna í Madrid. Markmiðið var að bjóða íbúum og gestum Mallorca tækifæri til að njóta ríkulegrar byggingarlistar Spánar í 24.000 m² útisafni. Yfir 2.000 manns tóku þátt í byggingu þorpsins, sem státar af minnismerkjum, götum, byggingum og torgum frá mismunandi tímum spænskrar sögu, þar á meðal arabískum stíl, gotneskum stíl, barokki og endurreisn.
Einstæður stíll Pueblo Español þorpsins gerir það að óviðjafnanlegu umhverfi fyrir alls kyns viðburði, og Tripical getur útvegað þorpið í heild sinni til leigu fyrir ráðstefnur og hátíðir, veislur, kokteilboð eða hvað annað sem okkar hópar hafa í huga.
Mallorca býr yfir áratuga reynslu í að gleðja gesti sína og uppfylla óskir þeirra og þarfir. Þetta er sígildur sælureitur, sem býður upp á allt það besta fyrir gott frí. Ef þú hefur ekki ennþá heimsótt Mallorca er kominn tími til. Ef þú hefur farið, er kominn tími til að fara aftur!
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.
Featuring an outdoor pool and a bar with retro design, Leonardo Boutique Hotel Mallorca Port Portals – Adults only is located 5 minutes’ walk from the beach and the marina. Free WiFi is available in all areas. Each room is air conditioned and offers a flat-screen TV, minibar with drinks and safe. The private bathroom offers a bath or shower and hairdryer.. The on-site restaurant offers international and Mediterranean cuisine. Breakfast is served until noon. The hotel also offers entertaining weekly events. A dry cleaning service is also available. Lindner Golf Course can be reached within a 5-minute drive. Palma Airport is 20 km away and the airport shuttle can be organized upon request.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Melia Palma Bay býður upp á gistirými við hliðina á Palma-ráðstefnumiðstöðinni ásamt þakverönd með sjávarútsýni og útisundlaug. Ca’n Pere Antoni-ströndin er í 350 metra fjarlægð. Herbergin eru björt og eru með innréttingar í skandinavískum stíl. Öll eru með gervihnattasjónvarp og baðherbergi með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Það er einnig heilsuræktarstöð á gististaðnum.
Sjáðu meira um hótelið hér.
The luxury Nixe Palace is situated next to Cala Major Beach and the Marivent Palace. It offers an outdoor pool, a free spa and air-conditioned rooms with free WiFi access. Rooms at the Nixe Palace are modern. They include satellite TV and a large bathroom with toiletries, bathrobe and slippers. The Nixe’s specialised golf department offers trips to local courses and discounted green fees. Nearby golf courses include Son Vida and Son Muntaner. Hotel Nixe Palace has 3 restaurants, offering the best Mediterranean cuisine, fresh seafood and international dishes. There is also a poolside bar and a garden. The hotel’s spa offers a thermal circuit, Turkish steam bath, ice fountain, heated loungers and fantastic sea views. There is also a gym, and massage treatments are available. Entry is subject to a surcharge.
Sjáðu meira um hótelið hér.