Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps.
Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Frumkvöðlar hönnunar á 20. öld, á borð við Alvar og Aino Aalto, lögðu grunninn að þessu orðspori Finna og enn í dag er höfuðborgin miðstöð finnskrar sköpunargáfu. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag og hefur áhrif víða um heim. Í hönnunarhverfi Helsinki er gnægð verslana og vinnustofa, og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar.
Nýstárlegur byggingarstíll Helsinki dró lærdóm sinn af hönnunarsenu borgarinnar og fjöldinn allur af perlum nútímahönnunar prýða borgina, eins og Kiasma nýlistasafnið og tónleikahöllin Musiikkitalo. Í Helsinki náði módernisminn nýjum hæðum með byggingarfræðilegri hönnun Alvar Aalto sem sést vel í Akateeminen Kirjakauppa og tónleikahöllinni Finlandia Talo ásamt hinni stórbrotnu klettakirkju Temppeliaukio, sem er hönnun Timo og Tuomo Suomalainen. Í heildarsýn borgarinnar gætir fjölda áhrifa fyrri tíma þar sem byggingar nýlistar, klassíkur og fúnktíónalisma blandast saman við áhrif ný-endurreisnar og ný-klassíkur með býzönskum áherslum.
Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundinna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á fjölbreytni af finnskum sælkeravörum og árstíðabundinni uppskeru.
Helsinki er sannarlega nútímaleg stórborg en umhverfi hennar er stórbrotin náttúrufegurð sem auðvelt er að nálgast hvaðanæva úr borginni. Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni. Á veturna þegar hafið frýs og snjórinn tekur yfir er tilvalið að skella sér á skíði, skauta eða veiða í gegnum ísilagt hafið umhverfis borgina og hlýja sér í finnskri gufu með reglulegu ísbaði.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Það er ekki óalgengt að Íslendingar séu teknir fyrir Finna í útlöndum og ansi mörg okkar hafa einhvern tíma fengið spurninguna: ,,Are you from Finland?“ Útlendingum finnst tungumálin okkar hljóma svipað, öll þessi hörðu hljóð í gríð og erg. Svo erum við kannski bara nokkuð áþekk í fasi. Hvað sem veldur þá taka Íslendingar þessum ruglingi yfirleitt ekki nærri sér. Það er nefnilega ekki leiðum að líkjast, Finnar eru frábærir og auk þess er Finnland skemmtilega fjölbreytt og afar fallegt. Ferðalag þangað er því ávísun á mjög góðan félagsskap og dásamlegt umhverfi, heita og góða sánu og fleiri skemmtilegheit.
Saga búsetu í Finnlandi nær aftur til fornalda og hefur mótast af ýmsum menningarlegum, félagslegum og pólitískum þáttum í gegnum aldirnar. Frumbyggjar landsins voru Samar, sem hafa búið í norðanverðu Finnlandi um þúsundir ára. Síðar námu land víkingar bæði frá Rússlandi og Svíþjóð. Á miðöldum var Finnland undir stjórn sænsku krúnunnar og byggð Svía í landinu jókst. Enn í dag er sænskumælandi minnihlutinn enn allstór partur finnskra íbúa. Upp úr 1800 öðlaðist Finnland sjálfræði frá Svíþjóð og finnska varð opinbert tungumál árið 1863. Landið fékk sjálfstæði frá Rússlandi í kjölfar bolsévikabyltingarinnar snemma á 20. öld, og upplifði verulegan hagvöxt og nútímavæðingu á þeim tíma. Í seinni heimsstyrjöldinni börðust Finnland gegn Sovétríkjunum í tveimur aðskildum átökum og fóru margir Finnar illa út úr þeim hernaði. Eftir stríðið upplifði Finnland hins vegar tímabil uppbyggingar og hagvaxtar, sem stóð allt fram að lokum 20. aldar. Í dag búa í Finnlandi um 5,5 milljónir, og landið er þekkt fyrir há lífskjör og sterkt félagslegt velferðarkerfi. Landið hefur tiltölulega opna innflytjendastefnu og er heimkynni vaxandi fjölda innflytjenda frá öllum heimshornum.
Finnland er að miklu leyti skógi vaxið, en um 70% af flatarmáli landsins er þakið skóglendi og algengustu trjátegundirnar eru greni og fura. Annað áberandi einkenni eru svo auðvitað öll vötnin. Finnland er þekkt sem land hinna 1000 vatna, þar eru yfir 188.000 vötn, sem þekja tæplega 10% af flatarmáli landsins. Stærst þeirra er Saimaavatn sem er staðsett í austurhluta landsins og er fjórða stærsta stöðuvatn Evrópu. Mörg stöðuvötnin tengjast saman með ám og skurðum, sem gerir þau að mikilvægum hluta af samgöngukerfi landsins. Auk þess eru vötn Finnlands mikilvæg náttúruauðlind fyrir fiskveiðar og afþreyingu og laða að ferðamenn víðsvegar að úr heiminum.
Höfuðborg Finnlands er sannarlega heimsóknar virði, með sitt líflega menningarlíf og töfrandi arkitektúr, og eyjaklasann sem umvefur borgina. Þær telja hátt í 300 og auðvelt að fara í siglingu með ferju og skoða þær. Helsta kennileiti borgarinnar er dómkirkjan, sem rís áberandi hátt og tignarlega í sínum nýklassíska stíl. Þá má líka nefna 18. aldar virkið Suomenlinna, sem er á heimsminjaskrá UNESCO og Temppeliaukio kirkjuna, oft nefnd klettakirkjan. Í Helsinki eru einnig merkileg söfn að sækja, sem dæmi má nefna finnska þjóminjasafnið og samtíma listasafnið Kiasma. Borgin er einnig þekkt fyrir framúrskarandi veitingastaði, kaffihús og bari, sem bjóða upp á bæði hefðbundna finnska matargerð og alþjóðlega rétti.
Helsinki hefur hressa og fjöruga næturlífs senu sem kemur til móts við margvíslegan skemmtanasmekk gesta sinna. Eitt vinsælasta djammsvæðið er Kallio-hverfið, þekkt fyrir vinsæla bari, klúbba og lifandi tónlistarstaði. Þar finnurðu dæmigerðar finnskar krár, töff kokteilbari og brjálaða dansklúbba. Miðbærinn er líka vinsæll til skemmtunar, þar eru einnig vinsælir næturklúbbar og barir.
Lappland er svæði í nyrsta hluta Finnlands og nær yfir heimskautsbaug. Það er þekkt fyrir fallegt náttúrulandslag, víðáttumikla skóga, firði og túndrur. Svæðið hefur um aldir verið heimkynni samískra frumbyggja (einnig nefndir Lappar) og á sér einstaka menningu og sögu.
Í Lapplandi eru veturnir langir og kaldir, og hiti fer oft hressilega niður fyrir frostmark. Á þeim árstíma er svæðið þekkt fyrir töfrandi norðurljósasýningar. Veðrið er mildara á sumrin og hægt að upplifa miðnætursól, þar sem sólin sest aldrei í nokkrar vikur.
Ferðaþjónusta er mikilvæg atvinnugrein í Lapplandi, þar sem gestir koma til að njóta afþreyingar á borð við huskysleða- og vélsleðaferðir, skíða- og hreindýraferðir. Á svæðinu eru nokkur skíðasvæði, þar á meðal Levi, Ylläs og Ruka. Lappland er einnig þekkt fyrir hlutverk sitt í jólaþjóðsögum, þar sem sagt er að þar sé heimili jólasveinsins. Jólasveinaþorpið Rovaniemi er vinsælt aðdráttarafl þar sem gestir geta hitt jólasveininn, séð hreindýrin hans og farið yfir heimskautsbauginn.
Borgin Turku er staðsett í suðvesturhluta Finnlands, við mynni Aura árinnar og við strendur Eystrasaltsins. Þar búa um 200.000 manns, sem gerir hana að fimmtu stærsta borg landsins. Hún er elsta borg Finnlands, og á rætur að rekja til 13. aldar. Þetta endurspeglast í mörgum sögulegum byggingum og kennileitum. Frægust þeirra er Turku-kastalinn frá 13.öld, sem er vinsæll áningastaður ferðamanna. Turku er lífleg og nútímaleg borg, þar fer fram fjöldi viðburða og hátíðaallt árið um kring, sú vinsælasta er tónlistarhátíð sem fram fer í ágúst og skartar ávallt fremstu klassískum tónlistarmönnum heims.
Stærsta stöðuvatn Finnlands og þekur yfir 4.000 ferkílómetra svæði, með strandlengju sem spannar yfir 13.000 kílómetra. Vatnið er þekkt fyrir töfrandi umhverfi, þar á meðal fjölmargar eyjar og klettastrendur. Það er einnig mikilvægt náttúrulegt búsvæði fyrir margar tegundir fiska og fugla, þar á meðal Saimaa-hringselinn sem er í útrýmingarhættu, en hann er hvergi að finna nema hér.
Til viðbótar við náttúrufegurð sína er Saimaa-vatn vinsæll ferðamannastaður og býður upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu eins og bátasiglingar, fiskveiðar, kajaksiglingar og gönguferðir. Gestir geta líka skoðað bæi og þorp sem liggja á ströndinni, hver með sína einstöku menningu og sögu. Einna vinsælastur þeirra er hinn sögufrægi bær Savonlinna, sem er staðsettur á eyju í Saimaa-vatni og er heimkynni hins fræga Olavinlinna-kastala, miðaldavirki sem byggt var á 15. öld.
Þessi þjóðgarður þykir einstaklega fallegur, með stórbrotin klettafjöll, tær stöðuvötn og gróskumikla skóga. Þar er vinsælt að fara í gönguferðir og boðið upp á ýmis konar dýralífsferðir.
Vert er að nefna annan þjóðgarð sem gaman er að skoða, en fyrir utan Helsinki er Nuuksio garðurinn staðsettur og er mjög vinsælt útvistarsvæði.
Þessi eyjaklasi þekur yfir 6.000 eyjar og er sjálfstjórnarsvæði Finnlands með einstaka menningu og sögu. Sjóminjasafnið í Mariehamn þykir mjög áhugavert, en vinsælast er að fara í hjólatúr um eyjarnar og skoða meðal annars miðaldarústir Kastelholm-kastalans.
Þetta 4* hótel er staðsett í Art Nouveau-kastala í hönnunarhverfinu og er 700 m frá miðbæ Helsinki. Aleksanterin Teatteri-sporvagnastöðin er einnig í 250 metra fjarlægð. Öll glæsilegu og nútímalegu herbergin á Glo Hotel Art eru með sjónvarpi og ókeypis Wi-Fi. Nýju baðherbergin eru með hárþurrku og sturtu.
Setustofu-bar býður upp á léttar máltíðir og úrval drykkja.
Aðallestarstöð Helsinki og flugvallarrútur eru í 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu, en Bulevardi-verslunargatan er í 4 mínútna göngufjarlægð.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Þetta 4* hótel er í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð frá Kamppi-verslunarmiðstöðinni og 500 m frá aðaljárnbrautarstöð Helsinki. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi, veitingastað í bistro-stíl og afnot af gufubaði með sundlaugarsvæði og líkamsræktarstöð.
Öll herbergin á Original Sokos Hotel Presidentti eru með minibar, straubúnaði og loftkælingu. Öll herbergin eru einnig með te/kaffiaðstöðu með vatnskatli.
Bistro Manu Restaurant sérhæfir sig í nútímavæddum bistroklassíkum.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Scandic Grand Marina er staðsett við sjávarsíðuna í Katajanokka, í Art Nouveau byggingu frá 1920. Á hótelinu er ókeypis WiFi, gufubað, líkamsrækt og verslun sem er opin allan sólarhringinn. Markaðstorgið er í 6 mínútna göngufjarlægð. Uspenski-dómkirkjan, forsetahöllin og miðbær Helsinki eru í aðeins 500 m fjarlægð.
Öll herbergin eru með viðargólfi, sjónvarpi og skrifborði. Sum herbergin eru með te/kaffivél.
Stórir, bogadregnir gluggar og lofthæð á veitingastaðnum og barnum skapar bjart andrúmsloft. Á sumrin geta gestir einnig notið stórrar veröndar.
Hægt er að fá lánuð reiðhjól og göngustafi í móttökunni. Scandic Grand Marina er vottað sem umhverfisvænt hótel.
Sjáðu meira um hótelið hér.