





Hópferð til Brighton 💃🕺 18.-21.maí 2023
Gott frí í höfn – velkomin til Brighton!
Brighton er enskur strandbær í klukkutíma fjarlægð með lest frá London, og mjög vinsæll fyrir dagsferðir frá höfuðborginni. Þar er löng strandlengja, mjög áhugaverður skemmtigarður og margar fallegar 18. aldar byggingar. Brighton er auk þess þekkt fyrir mjög fjörugt næturlíf, fjölmörg listagallerý eru í bænum og fjölbreytt úrval verslana.
Stór hluti af aðdráttarafli bæjarins eru byggingar og garðar frá Viktoríutímanum. Má þar nefna Metropole hótelið (núna Hilton Grand Hótel), Vesturhöfnina (West Pier) og Brighton Palace höfnina (Brighton Palace Pier). Brighton tók góðan vaxtarkipp á 20. öldinni og færðist smám saman í það horf sem bærinn er nú.
Brighton er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þar ríkir vinaleg og friðsamleg afstaða til samkynhneigðra og borgin oft nefnd óopinber höfuðborg samkynhneigðra í Englandi. Verslunarhverfin þykja nútímaleg, þau eru öðruvísi og töff, og tónlistar- og listasenan er einstaklega lifandi og skemmtileg. Þess má geta að Brighton hefur líka verið kölluð mest hip og kúl borg Bretlandseyja, sem og þeirra hamingjuríkasti staður að búa á.
Við eigum laus sæti:
- 29.apríl – 2.maí 2023- UPPSELT
- 18.-21. maí 2023 – LAUST
Endilega sendið okkur línu í gegnum fyrirspurnarformið hér til hægri á síðunni, með brottfarardagsetningu og áætluðum fjölda og við gerum ykkur tilboð!
Í faðmi fallegra trjáa
Í Brighton er að finna dásamlegan garð, sem er vinsæll áningarstaður gesta, og í honum miðjum er hin einstaka bygging The Royal Pavilion, fyrrum bústaður konungsfjölskyldunnar, sem einnig er vert að skoða. Garðinum er haldið í 18. aldar stíl, og hópur sjálfboðaliða sér um að halda honum í góðu standi. Þeir veita gestum einnig upplýsingar um staðinn, sögu hans og þær plöntur sem þar er að finna. Einstakur staður til að liggja í grasinu, njóta fullkominnar afslöppunar og hlaða batteríin.
Fiskiþorparómantík
Brighton’s Lanes er eitt fallegasta og um leið sögufrægasta hverfi borgarinnar. Þröngar götur frá þeim 18. aldar fiskibæ sem Brighton var forðum, blandast hér skemmtilega við nútímalegar smáverslanir og kaffihús. Stórgóð blanda af því gamla og nýja.
Hægt er að bóka ferðir um svæðið með úrvals leiðsögn, þar sem gestir geta meðal annars upplifað eftirfarandi:
- einstakt andrúmsloft og stemmingu fyrri tíma
- byggingarlist og sögu 18. aldar í Englandi
- lífið í klassískum enskum fiskibæ
Leiðarvísar
Þegar Brightonbúar eru spurðir til vegar, er líklegt að þeir noti kennileiti til að vísa þér á réttan stað. Klukkuturninn (Clocktower) er vinsælt kennileiti, en hann stendur sunnan við lestarstöðina við enda Queen’s Road, efst á West Street. Þaðan liggur Western Road til vesturs, sem er stór verslunargata, og North Street til austurs. Ef þú gengur hálfa leið niður North Street, ertu með The Lanes samliggjandi á hægri hönd og North Lane á vinstri hönd. Ef þú gengur North Street til enda kemurðu að Royal Pavilion garðinum til vinstri. Gatan endar svo á opnu svæði við sjávarsíðuna, Old Steine, þar sem finna má Palace Pier. Auðvelt er að rata til Kemptown þaðan, sem og að fallegum almenningsgarði sem kallaður er The Level. Svo er auðvitað alltaf bara hægt að Gúggul Mappa, ef maður er í einhverjum vafa.
Flogið beint
29.apríl – 2.maí 2023 – UPPSELT
- Flogið er frá Keflavík 29.apríl kl. 07:45 og lent í London Gatwick kl. 11:45
- Heimflugið er frá London Gatwick þann 2.maí kl. 13:05 og lent í Keflaví kl. 15:15
18.-21.maí 2023 – LAUST
- Flogið er frá Keflavík 18.maí kl. 07:45 og lent í London Gatwick kl. 11:45
- Heimflugið er frá London Gatwick þann 21.maí kl. 13:10 og lent í Keflaví kl. 15:10
Hápunktar ferðar
- favoriteFalleg bryggja
- favoriteÆðislegur miðbær
- favoriteFallegir garðar
- favoriteGóður bjór
Innifalið í verði
- Flug fram og tilbaka með Icelandair
- Akstur til og frá flugvelli (London Gatwick)
- Þriggja nátta gisting á hóteli í miðbæ Brighton, m/morgunverði
- 20kg innritaður farangur
- Fararstjórn (sé þess óskað)
Ekki innifalið
- Heimsókn til Nick Cave, sem á einmitt heima í Brighton.
- Cate Blanchett tekur heldur ekki á móti gestum.
- Heimsókn til John Erwin, fisksala í miðbænum. Topp náungi, en ekki mikið fyrir gestagang.
Skemmtileg staðreynd um Brighton
Adolf elskaði Brighton
Heimildir herma að í seinni heimsstyrjöldinni hafi það verið skýr fyrirmæli frá Adolf Hitler, að alls ekki mætti henda sprengjum á Brighton, og alls alls ekki hinar konunglegu byggingar þar. Sjálfur hafði hann hugsað sér að nýta höllina sem sumarbústað við ströndina þegar hann hefði sigrað stríðið.