




Hópferð til Amsterdam 20-23.apríl og 26.-29.maí 2023 🌷🌷
Hin litríka, lífsglaða Amsterdama
Amsterdam er höfuðborg Hollands og stærsta menningarmiðstöð landsins. Í borginni má finna mikið af heillandi hverfum með gömlum byggingum sem tekist hefur einstaklega vel að varðveita, og litagleðin ræður ríkjum. Síkin eru áberandi hluti af staðnum og yfir þau liggja ófáar instagramvænar brýr. Tilvalið að stilla sér upp og taka eins og eina ÉG ER Í AMSTERDAM sjálfu.
Við eigum laus sæti þessar frábæru dagsetningar:
- 20.-23. apríl, 2023
- 26.-29.maí, 2023
Fyrr á öldum var Amsterdam lítið fiskiþorp, sem óx og stækkaði í þá mikilvægu viðskiptaborg sem hún er í dag. Nafn borgarinnar var upphaflega Amstelredamme, en því var síðar breytt í Amsterdam. Nafnið kemur frá ánni Amstel. Þarna búa ekki nema rúmlega milljón manns, og eru íbúar borgarinnar þekktir fyrir sín vinalegheit og að vera tilbúnir að veita hjálparhönd við hvað sem er! Borgin er í raun ekki ýkja stór, öll helstu kennileiti eru í göngufæri, en við mælum eindregið með því að leigja hjól og ferðast þannig um þetta dásamlega umhverfi.
Eyja hér, eyja þar…
Að sigla á síkjum Amsterdam er sannkallaður draumur. Þar flýtur þú framhjá fallegum gróðri, blómstrandi trjám og sögulegum byggingum, sem virðast einhvern veginn allar vera álíka skakkar og gestir hinna svokölluðu kaffihúsa borgarinnar (sem flest hver bjóða upp á ögn meira krassandi stöff en uppáhelling).
Skemmtileg staðreynd um Amsterdam er að borgin samanstendur í raun af fjölmörgum litlum eyjum, sem tengdar eru saman með um það bil fjögur hundruð brúm. Meðfram ánni eru óteljandi margar þröngar og sjarmerandi götur, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu og þú veist aldrei hverju þú átt von á. Fallegar hönnunarbúðir með skemmtilegum hollenskum vörum, blómastandar með gullfallegum túlípönum (en ekki hvað!) í öllum regnbogans litum, eða sölumenn með gula handgerða klossa. Kannski ekki þægilegir, en ofboðslega hollenskir.
List, kettir og kattalist
Þú labbar ekki langt áður en þú rekst á næsta listaverk, hvort sem það er glæný götulist eða málverk eftir Van Gogh. Borgin er stútfull af alls kyns söfnum og listagallerýum, þau frægustu eru líklega Van Gogh safnið og Hús Önnu Frank.
Ef þú vilt svo fara á safn þar sem stemmningin er örlítið léttari, þá mælum við með Heineken safninu, eða jafnvel að þú skellir þér á KattenKabinet sem er, ótrúlegt en satt, listasafn sem sérhæfir sig í kattalist (þ.e. myndir af köttum en ekki myndir eftir ketti).
Segðu oooostur
Geitaostur, hollenskur lakkrís og baunasúpa. Þetta (og margt fleira) þarftu að smakka í Amsterdam! Ostaframleiðsla er stór bransi í Hollandi, og eiginlega nauðsynlegt að heimsækja minnst eina af hinum fjölmörgu ostabúðum sem finna má í borginni. Þú getur einnig heimsótt sjálft ostasafnið, Amsterdam Cheese Museum, þar sem þú lærir allt sem þú þarft að vita um osta og getur jafnframt skellt þér í ostasmökkun.
Beint flug með Icelandair!
20.-23.apríl 2023
- Brottför frá Keflavík þann 20. apríl 2023 kl. 07:40 og lent í Amsterdam kl. 12:55 að staðartíma.
- Heimflug frá Amsterdam þann 23.apríl 2023 kl. 14:05 og lent í Keflavík kl. 15:25
26.-29.maí 2023
- Brottför frá Keflavík þann 26. apríl 2023 kl. 07:40 og lent í Amsterdam kl. 12:55 að staðartíma.
- Heimflug frá Amsterdam þann 29.apríl 2023 kl. 14:05 og lent í Keflavík kl. 15:25
Við eigum laus sæti! Sendu okkur fyrirspurn í formin hér til hægri , ásamt áætluðum fjölda hópsins og við gerum ykkur tilboð í þessa frábæru ferð!
Hápunktar ferðar
- favoriteSpennandi saga
- favoriteList og menning
- favoriteFallegar byggingar
- favoriteOsturinn!
Innifalið í verði
- Flug fram og tilbaka með Icelandair
- Fararstjórn
- Þriggja nátta gisting með morgunverði
- Rúta til og frá hóteli
- 20kg innritaður farangur
Ekki innifalið
- Áhyggjur yfir bjórverðinu – það er fáránlega lágt!
- Kaffi og ,,Kaffi“
- Vinstra eyra Van Goghs
Holland
Holland
Holland er gullfallegt land með landamæri að Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Með rúmlega 17 milljónir íbúa er landið frekar þéttbýlt, því það vilja allir búa í hinum íðilfögru Niðurlöndum.
Höfuðborgin er Amsterdam, en í Hollandi eru vissulega fleiri spennandi borgir, eins og til dæmis Rotterdam. Holland er þekkt fyrir listamenn og þeirra ódauðlegu verk, myllur, túlípana og klossa! Landið skartar íðilfagurri náttúru og litríkum gróðri. Hugmynd af fullkominni sjálfu: Þú með vindmyllu og blómaskrúða í bakgrunni! Getur jafnvel látið vindmylluspaðana rísa upp úr hausnum á þér eins og risastór eyru! HasstakÉgelskaHolland!
Ein virkilega skemmtileg staðreynd um Holland er að það var fyrsta landið til að gera hjónabönd samkynhneigðra lögleg! HasstakVelgertHolland!
Amsterdam
Amsterdam er mögulega ein magnaðasta borg sem þú munt stíga fæti í, og einnig sú litríkasta! Hún er höfuðborg landsins með rúmlega milljón íbúa. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu, og flykkjast yfir 7 milljónir manns þangað árlega.
Borgin er oft kölluð Feneyjar Norðursins, þar sem hún er í raun samansett úr mörgum litlum eyjum og umlukin síkjum sem hægt er að sigla um. Áður fyrr var Amsterdam fiskiþorp, og varð síðar ein mikilvægasta verslunarborg Evrópu.
Almennar upplýsingar
- Fjöldi fólks: 17.132.908
- Stærð að flatamáli: 42.508 km²
- Opinbert Tungumál: Hollenska
- Gjaldmiðill: Evra / 1 EUR = 135 ISK
- Hitastig: 2°-20°
- Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi
Hótel - smellið á plúsinn til að sjá ítarupplýsingar
-
add Gist er á 4*-5* hótelum - Við finnum það rétta fyrir þinn hóp!
Við stingum upp á hótelum og finnum hvað hentar þínum hópi.