Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing

Hópferð til Parísar 🥐🇫🇷 28. apríl -1. maí og 26.-29. maí 2023

Lengd ferðar:
4 dagar / 3 nætur
Gjaldmiðill:
Evra

Hópferð til Parísar!

París er tilvalin áfangastaður fyrir hópa, hvort sem þið viljið upplifa einstakar gersemar listasögunnar, standa agndofa í upplifun á stórfengleika borgarinnar, fræðast um frönsku byltinguna og örlög konunga eða einfaldlega æfa frönskukunnáttuna í hámenningarlegu umhverfi? Þá er París borgin fyrir ykkur.

Hámenningarborg Evrópu

París hefur verið kölluð mörgum nöfnum sem öll reyna að grípa sérstöðu hennar. Borg ástarinnar, ljósadýrðar, tísku og listar eru aðeins brot af því sem París stendur fyrir. París er stórfengleg menningarborg, uppfull af glæstri sögu, heimsþekktum byggingum og stórfenglegri list. Það er ógleymanleg upplifun að sjá útsýnið frá Eiffelturninum, ganga um hellulögð og sjarmerandi stræti Montmarte, njóta birtunnar sem streymir í gegnum um steind gler Notre Dame eða horfa í átt til sigurbogans eftir Champs-Élysées. París hefur svo ótal margt upp á að bjóða.

Við eigum laus sæti á nokkrum dagsetningum 2023:

  • 20.-23.apríl – UPPSELT
  • 28.apríl – 1. maí – LAUST
  • 26.-29.maí – LAUST

Ef þú vilt kanna möguleika fyrir þinn hóp, sendu okkur línu í gegnum fyrirspurnarformið hér til hægri á síðunni, með ósk um dagsetningu og áætlaðan fjölda. Við sendum tilboð um hæl. 

Gersemar listasögunnar

París er borg listar og fegurðar og Renoir, Rodin, Picasso, Monet, Manet og Van Gogh eru aðeins nokkrir af þeim meisturum listasögunnar sem hafa lifað og starfað í París. Borgin öll er eitt stærsta listasafn veraldar og geymir gersemar allt frá fornöld til samtíma í fjölmörgum söfnum sínum. Hið heimsfræga Louvre með sögufrægum dýrgripum og óviðjafnanlegri heimslist. Impressíónistaverk Musée d’Orsay og nútímalistaverk Pompidou-safnsins eru aðeins hluti af þeirri listaupplifun sem borgin býður upp á.

Veisla fyrir bragðlaukana

Orðspor Frakka í matargerð er sannarlega verðskuldað og París er borg fyrir bragðlaukanna. Hvort sem það er sitja inni á notalegum hverfisbistró eða upplifa himneska matargerðarlist á þriggja stjörnu Michelin stað, þá býður París upp á bragð fyrir alla. Um allt eru töfrandi sælkerabúðir, bakarí og kökuhús með seiðandi græsingar. Yfirfullir götumarkaðir með úrvali ferskra afurða og alls þess sem þarf til að skipulegga lautarferð í einhverjum af fjölmörgu görðum borgarinnar.

Sannkölluð hátískuborg

Tíska er eitt af aðalsmerkjum Parísar og borgin er heimili margra frægustu hönnuða heims eins og Chanel, Dior, Louis Vuitton og fjölda fleiri. Það er hægt að skoða heimsfræg hátískuhús eða versla í fjölda sérverslana, konsept-búða og antíkverslana og heimsækja einn stærsta flóamarkað í heimi.

Beint flug með Icelandair, vor 2023:

    • Brottför frá Keflavík kl. 07:40 og lent í París kl. 13:05
    • Heimflug frá París kl. 14:15 og lent í Keflavík kl. 15:40
  • á við allar dagsetningar sem í boði eru

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Stórfenglegar byggingar
  • favorite
    Matarmenning á heimsmælikvarða
  • favorite
    Óviðjafnanleg list og fegurð
  • favorite
    Allt sem Frakkland er

Innifalið í verði

  • Flug fram og tilbaka með Icelandair
  • Þriggja nátta gisting á hóteli í miðborg Parísar
  • Rúta til og frá flugvelli
  • 20kg innritaður farangur
  • Morgunmatur
  • Fararstjórn (sé þess óskað)

Ekki innifalið

  • Hádegismatur og kvöldmatur
  • Þjórfé þar sem það á við
  • Franskur framburður á ‘croissant’
  • Annað sem ekki er tekið fram sem innifalið
Verð frá 109.990 kr.
(Á mann í tvíbýli, m/morgunverði)

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap