Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað
  • Hótelin Okkar

Hópferð til Aþenu 🏛️ Beint flug með PLAY ✈️

Lengd ferðar:
5 dagar / 4 nætur
Land:
Grikkland
Gjaldmiðill:
Evra

Aldagömul þokkagyðja

Aþena er ein af elstu borgum veraldar og hefur verið miðpunktur menningar og lista allt frá því að Theseus konungur settist þar að rúmum 3000 árum fyrir Krist. Aþena var til forna mjög máttugt borgríki sem skipaði stóran sess í sjálfri heimssögunni, og oft kölluð vagga hinnar vestrænu siðmenningar. Hér eru ekki bara fornar rústir, mikilfenglegar byggingar og kennileiti. Hér finnur maður næstum fyrir sögunni svífandi í loftinu á þessum stórbrotna stað.

Syngjum öllum Sókrates

Í Aþenu má finna byggingar sem eru meira en 4000 ára gamlar. Frægastar eru þó þær sem standa á  Akropólishæð,  allt að 2500 ára rústir, og þekktast hið mikla Parthenon hof. Grikkir voru þekktir um allan heim fyrir að leggja mikinn metnað í byggingar sínar og húsakynni. Forngrískur byggingarstíll og strúktúr einkenndist mest af hreinum formum – þetta sést hvað best á hofunum, þar sem hver bygging stendur eins og sjálfstæður skúlptúr í landslaginu, oftar en ekki ofan á hárri hæð þar sem byggingin nýtur sín sem best í bjartri  lýsingu sólarinnar frá öllum hliðum. 

Grikkir byggðu fyrstu leikhúsin

Forn-Grikkir stofnuðu fyrstu leikhúsin. Leikhúslíf var upp á sitt besta í Aþenuborg á árunum 550-220 fyrir Krist og markaði þar með upphaf nútímaleiklistar. Enn í dag eru  leikrit Forn-Grikkja, bæði harmleikir, gamanleikir og satýrur settir upp í virtustu leikhúsum heims.

Borgarstjórn Aþenu hafði mikil menningarleg, pólitísk og hernaðarleg völd á þessum tíma. Leikhúsið skipaði stóran þátt í grískri menningu og haldin var reglulega mikil leikhúshátíð þar sem guðinn Díonísus var heiðraður. Leikskáld báru þar á borð fyrir áhorfendur nýjustu verk sín, keppt var um hver ætti bestu verkin og hlaut sigurvegarinn glæsileg verðlaun.

Eingöngu karlmönnum var leyfilegt að leika í grísku leikhúsunum, kórinn var  skipaður karlmönnum og áhorfendur voru karlkyns. Skilyrðið var að þú þurftir að vera frjáls íbúi Aþenuborgar. Leikarar báru grímur til að auðvelda áhorfendum að átta sig hvaða persónu verið var að leika.

Þekktustu leikskáld Grikkja voru þeir Aeschylus, Sophocles og Euripides fyrir harmleiki og Aristophanes fyrir gamanleiki.

 

Ný borg á aldagömlum grunni

Þrátt fyrir aldurinn, hefur Aþena þróast í að verða einstök og glæsileg nútímaborg. Fyrir nokkrum árum stóðu borgaryfirvöld frammi fyrir miklum mengunarvanda, en einhentust í að laga til í þeim málum, auk þess sem borgin fékk heilmikla yfirhalningu og illa farin hverfi voru tekin í gegn. Gömlum  og rótgrónum  iðnaðarúthverfum  hefur verið breytt  í svæði fyrir gallerý og söfn sem hýsa ýmis konar listviðburði, hátækni veitingahús og skemmtigarða.  Aþena er heillandi stórborg sem verðugt er að heimsækja og kynnast.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Akropólishæð
  • favorite
    Frábær matur Grikkja
  • favorite
    Gott veður
  • favorite
    Söguleg menning

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka með PLAY
  • 4 nætur á hóteli í Aþenu
  • Rúta til og frá hóteli
  • 20kg innritaður farangur
  • Morgunmatur

Ekki innifalið

  • Zorba dansnámskeið. Við mælum samt með Zorba dansi hvenær og hvar sem tækifæri gefst!

Skemmtileg staðreynd um Aþenu

Óvæntur fornleifafundur

Þegar Metro kerfið í Aþenu var tekið í gegn fyrir Ólympíuleikana 2004, komu í ljós í uppgreftri 50.000 ára gamlir fornmunir. Þessi óvænta uppgötvun er einhver stærsti fornleifafundur í sögu Aþenu.

Aþena

Aþena

Aþena birtist fyrst á spjöldum sögunnar í kringum árið 1400 fyrir Krist,  þá strax orðin stóbrotin menningarborg. Margar grískar borgir voru eyðilagðar á ófriðartímum í kringum 1200 fyrir Krist, en Aþena hélt reisn sinni og slapp tiltölulega heil frá þeim átökum. Í byrjun 8. aldar fyrir Krist skipaði borgin sér sess, vegna hentugrar stöðu sinnar á landakortinu, sem miðstöð verslunar, þar sem viðskiptum og sjóflutningum til og frá hinum ýmsu heimshlutum var stýrt.

Grikkland

Rómantísk vagga vestrænnar siðmenningar

Grikkland er draumaáfangastaður. Þegar sýningar á kvikmyndinni Mamma Mia! hófust um víða veröld fyrir nokkrum árum jókst áhugi á landinu til mikilla muna. Atriði í þeirri yndislegu mynd vekja vissulega sterka löngun til að pakka niður í  tösku, hætta í vinnunni og taka fyrsta flug til Grikklands, sigla á milli hinna óteljandi eyja landsins (sem eru einhvers staðar á milli 1.200 til 6.000 talsins!) þar sem sólardagar eru um 250 á ári.

Fá lönd eiga jafn langa og viðburðaríka sögu og Grikkland, sem rekur uppruna sinn allt til ársins 1600 fyrir Krist. Landið er alla jafna álitið vagga vestrænnar siðmenningar og í dag hafa ferðamenn tækfæri til að kynna sér gríska sögu allt frá steinöld til rómverska tímabilsins, á hundruðum fornleifasvæða og á söfnum víða um landið. Saga Grikklands setur mark sitt á hvert götuhorn borga og bæja, hvert sem litið er má finna einstök verk frá miðalda-hellenískum og býsantískum tíma, leifar frá annarri siðmenningu og fyrri trúarbrögðum. Grikkir leggja áherslu á að hið forna samræmist nútíma byggingalist og listsköpun síðari tíma, og gamalt og nýtt kallast þannig skemmtilega á í Grikklandi nútímans. Landið er paradís fyrir þá sem hafa áhuga á menningu, sögu og listum.

Hlustaðu á lagið í  spilaranum hér að neðan og hugurinn ber þig  langleiðina til Grikklands!


https://tripical.is/wp-content/uploads/2017/10/Zorba-The-Greek-Sirtaki-HQ-Music.mp3

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi íbúa: 10.815.197
  • Stærð að flatarmáli: 131.957 km²
  • Opinbert tungumál: Gríska
  • Gjaldmiðill: Evra / 1€=139 kr
  • Hitastig: Yfir sumartímann er hitinn um 21°-30°
  • Tímabelti: 2-3 tímum á undan Íslandi

Menningarleg fjársjóðskista

Hvort sem þú vilt áhugaverðar skoðunarferðir, fullkomna slökun og ró við ströndina eða langar að svala adrenalín fíkn þinni af fullum krafti, mun Grikkland heilla þig upp úr skónum. Hér er allt svo auðvelt og afslappað, það er rétt eins og tíminn stöðvist undir þessum dásamlega bláa himni, og mjúk sjávargolan kælir þig niður á meðan þú litast um við strendur drauma þinna. Gakktu meðfram ströndum og upp á fjall Guðanna, nú eða farðu um á hjóli, það er líka hægt. Njóttu dásamlegrar náttúru,  eða leitaðu að fjársjóði í aldagömlu skipsflaki.

Maturinn í Grikklandi er algjör veisla. Hér hefurðu hinn rómaða Miðjarðarhafsmat (Mediterranean food) með ýmsu ívafi og varíasjónum. Grikkir eru að sjálfsögðu afar stoltir af sínum eigin réttum, en leyfa sér þó hiklaust að leita á aðrar slóðir og finna má bæði tyrknesk og asísk áhrif í grískri matargerð. Þá er vel hægt að setjast á veitingastaði þar sem viðhafðar eru aldagamlar eldunaraðferðir, og réttir bornir fram sem fara með þig aftur í fornöld.  Hér er semsagt margt annað að hafa á diskinn en moussaka og tzatziki,og  ef þú ert ein/nn af þeim sem ert alltaf svangur, þá ertu á heimavelli. Þú færð til dæmis Souvlaki á hverju götuhorni. Víðs vegar eru auk þess “gourmet” staðir þar sem Michelin kokkar  töfra fram dýrindis rétti.  Smakkaðu kryddjurtir sem þú hefur hreinlega aldrei heyrt um, eða kjamsaðu á krækling beint úr sjónum, með nýbökuðu ólífubrauði og ferskum feta osti.

Grikkir lifa ástríðufullu lífi sínu til hins ýtrasta og okkur finnst að þú ættir að gera nákvæmlega það sama!

 

Aþena

Höfuðborg Grikkja, Aþena, er ein elsta borg heims og saga hennar spannar hátt í 3.400 ár. Borgin er staðsett við suð-austurströnd Grikklands með um þrjár milljónir íbúa. Hún er umvafin fjórum háum fjöllum og byggð á fjölmörgum misstórum hæðum. Hitastigið er allt frá 20°-29° frá maí til september og 10°-16° aðra mánuði ársins. Aþena er sögð vera fæðingarstaður lýðræðisins, hún er miðstöð lista, menntunar og heimspeki, heimastaður  Sókratesar, Platós og Aristótelesar.

Grikkir eru mjög opnir, vingjarnlegir og hjálpasamir.  Ef þú segir “kalimera” í staðinn fyrir “good morning” uppskerðu breitt bros. Þeir eru líka fjörugir og skemmtilegir, tala mikið með höndunum, ef ekki öllum líkamanum.  Þeir eru vanafastir varðandi allt hið daglega, og halda fast í góðar hefðir og venjur, eins og til dæmis að á sunnudagsmorgnum sest öll fjölskyldan saman og borðar.  Aþena er þess vegna full af “brunch” veitingastöðum þar sem gestir og heimamenn geta gætt sér á frábærum mat.  Aþena dagsins í dag er á margan hátt lík fjölmörgum stórborgum, þar er ys og þys og hún hávær, gömul og ný.

Hægt er að njóta Aþenu á svo margvíslegan hátt. Hér eru aðeins örfá dæmi af löngum lista. Þú getur farið í girnilegan matarleiðangur (sem er frábær leið til að hitta og kynnast lókalnum).

Heimsókn á Laiki markað, sem finna má í hverju hverfi er bráðnauðsynleg, þar er gnægð af ólífum, ávöxtum og margskonar grænmeti, flest allt beint frá býli, hvaðanæva af landinu.

Ef þú vilt vera mjög menningarleg/ur geturðu skellt þér á grískan harmleik í einhverju af fjölmörgum leikhúsum borgarinnar (leiklist nútímans er jú upprunin í Aþenu), og ef þig langar ekki að sjá leikrit er líka hægt að fara í útibíó, en  þau eru ansi vinsæl í Grikklandi. Menningarvitinn missir heldur ekki af Parthenon, Akropolis, Þjóðarskrúðgarðinum, Þinghúsinu ofl.  Svo er auðvitað hægt að finna náttúruferðalanginn í sér og skoða strendur og fjöll í kringum borgina, sigla jafnvel  til nágrannaeyjanna. Frábær leið til þess að komast frá hinu daglega borgarlífi!

This is my Athens er verkefni sem sett var af stað fyrir nokkrum árum. Þar fara heimamenn sem gjörþekkja borgina með gesti í gönguferðir og skoða áhugaverða staði sem margir hverjir eru óþekktir hinum almenna gesti. Leiðsögufólk í þessum ferðum eru sjálfboðaliðar, ekki leiðsögumenntaðir, og ekkert gjald er tekið fyrir gönguna.

 

Krít

Höfuðborg Krítar er Heraklion, einnig kölluð Iraklio.  Borgin er fimmta stærsta borg Grikklands og í henni er að  finna stórbrotið samsafn af sögulegum byggingum og svæðum. Þar á meðal má nefna hið fræga Heraklion fornleifasafn og Höll Knossos, sem bæði gefa góða innsýn inni í fornöld Krítar. Höll Knossos er að finna í gömlum bæ rétt fyrir utan Heraklion og við mælum hiklaust með heimsókn þangað. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum!
Einnig er gott að leyfa sér bara að ráfa um og villast í Heraklion. Borgin er ekki risavaxin og þannig áttu möguleika á að kynnast öllum krókum hennar og kimum, kaffihúsum, börum, söfnum og ef þú bíður fram á kvöld: skemmtilegu næturlífi.

Í um 25 km. fjarlægð frá höfuðborginni er bærinn Hersonissos, sem hefur á síðari árum vaxið úr litlum fiskveiðibæ, yfir í einn stærsta og vinsælasta ferðamannabæ eyjunnar yfir sumartímann.  Frábær hótel, skemmtistaðir, kaffihús og strendur prýða þennan fallega stað.
Annar fallegur staður er borgin Chania (einnig skrifað Hania), sem hefur löngum verið einn vinsælasti ferðamannastaður Krítar. Hún þykir minna um margt á sjálfar Feneyjar, með sínum þröngu stígum þvers og kruss, heillandi höfnum og sérstökum fornum byggingarstíl.

Santorini

Suðaustur af meginlandi Grikklands, skammt frá Krít, er svo hin stórfenglega Santorini eyja. Í útliti er Santorini eins og risastór lagskipt kaka, með sínum háu mislitu klettum, og stórglæsilegri húsaþyrpingu, sem er eins og  hvítt súkkulaði sem klettatoppum eyjarinnar  hefur verið dýft í. Meira að segja strendurnar minna helst á kökukrem í ýmsum litum. Eyjan er mjög vinsæl meðal listafólks sem dvelur þar um lengri eða skemmri tíma. Þar eru  glæsilegar vínekrur og frábærir gististaðir.
Ef þú ákveður að dvelja næturlangt á Santorini mælum við með að þú komir þér vel fyrir rétt áður en að sólin sest, en endurspeglunin af hvítu húsunum og rauðu og appelsínugulu klettunum verður að geysifallegu sjónarspili sem seint mun gleymast.

Hótelin Okkar

  • add Divani Apollon Suites 5 🌟

    Divani Apollon Suites *****

    Hótelið býður bæði upp á inni- og útisundlaug, sem og sérstakt einkastrandsvæði. Glæsileg hönnun, einstaklega fallegt hótel. Rúmgóð herbergi, sum með sérstakri forstofu og sófa. Á hótelinu er heilsuspa, og veitingastaður. Frítt Wi-Fi.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

  • add Grand Resort Lagonissi 5 🌟

    Grand Resort Lagonissi *****

    Staðsett á glæsilegri 300 ferkílómetra skaga suður af Attica. Veitingastaður, heilsuspa með ýmis konar meðferðum. Glæsileg herbergi með ótrúlegu útsýni.

    Bæði hægt að leigja herbergi, sem og bungalow við sjávarsíðuna. Mjög góð herbergjaþjónusta, hægt að fá að borða upp á herbergi, og boðið upp á fyrsta flokks nuddara inni á herbergjum.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

     

Verð frá 109.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap