Hafnarborgin Gdańsk stendur eins og lítið ríki við Eystrasaltið í norður hluta Póllands. Borgin er staðsett við upptök árinnar Motlawa, sem rennur meðfram litríkum hafnarhúsunum.
Saga bæjarins er afar merkileg, en þann 1. september árið 1939 hófst þar orustan við Westerplatte milli Póllands og Þýskalands, sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Borgin varð eðlilega fyrir miklum áhrifum af þeirri orustu og stríðinu í heild, en þó að um sé að ræða gamla borg með stórbrotna fortíð og söguleg ör því til sönnunar, er Gdansk í dag einstaklega lífleg og sjarmerandi. Í borginni er ört vaxandi ferðaþjónusta og frá henni eru mjög góðar samgöngur í allar áttir. Hin magnþrungna saga liggur í loftinu og er stór ástæða þess að milljónir gesta koma þangað ár hvert. Öflugt menningar- og listalíf er í Gdansk og götur bæjarins fullar af skemmtilegum mörkuðum, listsýningum og iðandi mannlífi.
Reikaðu um þröngar steinlagðar götur miðbæjarins, til dæmis framhjá rauðum múrsteinakirkjum, niður að árbakkanum þar sem þú getur sest upp í bát og siglt með honum í skoðunarferð. Að því loknu er kominn tími á kaffibolla í enduruppgerðu húsi frá stríðinu eða jafnvel heimsókn á eitt af fjölmörgum söfnum borgarinnar, sem leiðir þig í gegnum áhrifaríka söguna allt í kring. Einhvern veginn svona gæti byrjun á degi í Gdansk hljómað. Kvöldið bíður þín svo með spennandi stundum á veitingahúsum og börum borgarinnar.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Flestir Íslendingar þekkja eitthvað til Póllands, en við hjá Tripical viljum þar bæta um betur og hvetjum fólk til að ferðast og skoða þetta fallega land, ásamt því að kynna sér magnaða sögu þess. Pólland er sjötta fjölmennasta ríki Evrópu og með landamæri að Þýskalandi, Tékklandi, Litháen og Rússlandi. Landið á strönd að Eystrasalti, þar sem árnar Odra og Visla renna í sjó.
Árið 1795 var Póllandi skipt á milli Prússlands, Rússlands og Austurríkis. Það fékk sjálfstæði að nýju sem lýðveldi árið 1918, en í september 1939 var landið hernumið af Þjóðverjum og Sovétmönnum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar, þar sem yfir sex milljónir Pólverja féllu í valinn. Eftir stríð lenti Pólland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldið Pólland var stofnað. Landamæri þess voru þá töluvert frábrugðin frá því fyrir stríð, fyrrum pólsk svæði í austri tilheyrðu nú Sovétríkjunum og í staðinn fékk Pólland stór landssvæði frá hinu fallna Þýskalandi. Stjórn kommúnista ríkti allt þar til henni var bolað frá árið 1989 og þriðja pólska lýðveldið stofnað.
Á norðurhluta landsins, við Eystasaltið, tengjast þrjár pólskar borgir, og eru oft nefndar Þríborgin (e. Tricity). Þetta eru Sopot, Gdynia, og Gdansk sem er þeirra stærst og þekktust. Gdansk er fjórða stærsta borg landsins og staðsett við upptök árinnar Motlawa, sem rennur meðfram litríkum hafnarhúsum bæjarins. Saga Gdansk er afar merkileg, en 1. september árið 1939 hófst orrustan við Westerplatte milli Póllands og Þýskalands í upphafi seinni heimstyraldarinnar. Pólland varð einnig fyrir miklum áhrifum frá Kalda stríðinu svokallaða. Einræðishyggja kommúnista varð til þess að í skipasmíðastöðvum þríborgarinnar kviknaði hin svonefnda Solidarity hreyfing, en hún átti sinn þátt í falli kommúnismans í Austurblokkinni, falli Berlínarmúrsins og endaloka Sóvétríkjanna.
Afar öflugt menningar- og listalíf er að finna í Gdansk, en götur borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta markaði, listasýningar og aðra skemmtilega viðburði stóran hluta sumarsins.
Sopot er vinsæll áfangastaður, ekki síst fyrir strendur sínar, en bærinn er staðsettur sunnan við Eystrasaltið, milli Gdynia og Gdansk og með íbúafjölda í kringum 40.000. Þar er mikið úrval af ýmis konar heilsulindum sem bjóða upp á fjölbreyttar spa meðferðir og dekur. Lengsta trébryggja í Evrópu er í Sopot, en hún nær um 515 metra út á haf. Borgin er einnig þekkt fyrir alþjóðlega söngvakeppni sína, Sopot International Song Festial, sem er einn stærsti söngviðburður Evrópu á eftir Júróvisjon.
Um aldir var Gdynia lítið þorp við Eystrasaltið, þar sem lögð var stund bæði á landbúnað og sjávarútveg. Í byrjun 20. aldar tók ferðamannastraumur þangað að aukast til muna, og íbúafjöldi jókst í kjölfarið. Þegar Pólland öðlaðist sjálfstæði 1918 var ákvörðun tekin um að byggja þar höfn og í dag hefur Gdynia þróast úr litlum sjávarbæ í mikilvæga hafnarborg, með heimsborgar yfirbragði og nútímalegum arkitektúr. Þessi þróun stöðvaðist þó í seinni heimstyröldinni, þegar hafnarsvæði og skipasmíðastöð urðu fyrir sprengingu og eyðulögðust. Í stríðslok hófst endurbygging á ný. Í dag er Gdynia vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa og lúxussnekkja. Borgin hýsir auk þess stærstu kvimyndahátíð landsins, Gdynia Film Festival.
Höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta þéttbýli landsins. Varsjá stendur við ánna Vistula í mið-austur Póllandi, í um 260 km fjarlægð frá Eystrasaltinu. Þar búa um 1,75 milljónir, sem gerir hana að níundu fjölmennustu borg Evrópusambandsins. Varsjá er líflegur staður og hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem menningar-, stjórnmála- og efnahagsmiðstöð í Evrópu, auk þess sem hún hefur stimplað sig inn sem menningarhöfuðborg Austur-Evrópu, með öflugu listalífi, spennandi klúbbasenu og hágæða veitingastöðum.
Vegna sögu sinnar hefur Varsjá verið nefnd Fönixarborgin, en í gegnum aldirnar hefur hún gengið í gegnum mikil átök, stríðsdeilur og innrásir. Eftir síðari heimsstyrjöldina fór borgin í gagngerar endurbætur og uppbyggingu en stríðið jafnaði um 85% hennar við jörðu. Gamli miðbæjarkjarninn er afar glæsilegur og býr yfir mikilli sögu, en hann var listaður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1980. Aðrir merkir staðir eru t.a.m. Kastalatorgið (Plac Zamkowy), dómkirkjan (St. John’s Archcathedral), markaðstorgið (Old Town Market Square – Rynek Starego Miasta), sem og aðrar litríkar hallir og kirkjur.
Næststærsta og jafnframt elsta borg Póllands. Kraká stendur einnig við árbakka Vistula, en saga borgarinnar nær aftur til sjöundu aldar. Hún var höfuðborg landsins til ársins 1589, þegar Varsjá tók við því kefli. Kraká gegnir mikilvægu efnahagslegu hlutverki fyrir Pólland og slavnesku nágrannalöndin. Íbúafjöldi er um 760.000, en u.þ.b. 8 milljónir búa í 100km radíus við borgina. Þá hefur Kraká endurheimt stöðu sína sem akademískur miðpunktur landsins, eftir stofnun nýrra háskóla og menningarmiðstöðva.
Eftir innrásina í Pólland í upphafi seinni heimstyraldarinnar varð Kraká gerð að höfuðborg þýsku nasistastjórnarinnar. Gyðingar sem þar bjuggu voru neyddir inn á svæði afgirt steinveggjum, þaðan sem þeir voru fluttir í nálægar úrýmingabúðir, þeirra þekktust er Auschwitz. Gamli bærinn í Kraká er friðlýstur af UNESCO. Borgin er oft nefnd sem ein sú fallegasta í Evrópu, og situr víða á toppi lista yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum. Byggingastíll endurreisnarinnar í bland við gotneskan barokk arkitektúr gerir Kraká afar sérstaka, en ólíkt Varsjá varð borgin ekki fyrir teljandi skemmdum í stríðinu. Árið 2000 var Kraká valin menningarhöfuðborg Evrópu.
Hilton Gdansk er staðsett á Motława-vatnasviðinu í gamla bænum í Gdansk. Ef þú gistir á Hilton máttu búast við frábæru útsýni sama hvaða herbergi þú færð. Öll herbergin eru nefnilega annað hvort með útsýni yfir gamla bæinn eða ána.
Ef þér finnst þú ekki vera að fá nógu mikið útsýni er síðan hægt að fara upp á efstu hæð, leggjast ofan í innisundlaugina og njóta hringútsýnisins yfir borgina.
Staðsetningin er góð, rétt hjá fallegum götum og gamla bænum. Sömuleiðis má finna á hótelinu Mercato veitingastaðinn sem býður upp á pólska sem og alþjóðlega rétti, mjög góða! High 5 Terrace Bar er undir berum himni og þar geturu notið einn eins útsýnisins, núna með drykk við hönd.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Puro er staðsett í miðbæ Gdansk, rétt hjá græna hliðinu og langa markaðinum (e. Long Market). Hótelið er nútímalegt að innan með herbergum útbúnum ipödum og flatskjáum með hönnun sem er nokkuð nýtískuleg.
Hótelið bíður upp á ókeypis afnot af hjólum og þú getur því hjólað eins og brjálæðingur um alla Gdansk og skoðað hvern krók og kima.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hér erum við að tala um hótel, sem er ekki bara frábært lúxus hótel og á flottum stað heldur er það líka hæsta bygging í Gdansk!! Þú færð ekki betra útsýni en þar. Ofan á það er hótelið rétt hjá gamla bænum og mollinu á svæðinu.
Flottur veitingastaður er á svæðinu The Winestone, sérhæfir sig í les planches þar sem máltíðir eru bornar fram á steinplötum. Mjög töff!
Við erum að tala um það að hótelið er það stórt að það geta verið tíu ráðstefnur á sama tíma á hótelinu. Hvaða rugl er þetta eiginlega.
Sjáðu meira um hótelið hér.