Flugáætlanir:
23.-27. apríl 2025
29. apríl-3. maí 2025
28. maí-1. júní 2025
3.-7. september 2025
10.-14. september 2025
17.-21. september 2025
22.-26. október 2025
23.-27. október 2025
Reims er ótrúlega falleg sögufræg borg í norausturhluta Frakklands, stundum kölluð ,,Borg kóngana“, enda voru konungar Frakklands krýndir hér allt frá 5. öld. Fornar byggingar setja sterkan svip á staðinn, þær hafa varðveist í langan tíma og nokkrar þeirra eiga sitt pláss á heimsminjaskrá UNESCO. En Reims er ekki síður þekkt sem miðstöð kampavínsins, enda staðsett í hjarta héraðsins sem sá víðfrægi drykkur dregur nafn sitt af. Í borginni má heimsækja virt kampavínshús eins og Veuve Clicquot, Taittinger og Ruinart, sem bjóða upp á smökkun, ásamt ferð og leiðsögn um sögulega niðurgrafna kampavínskjallara sína, einnig viðurkennda af heimsminjaskrá UNESCO.
Þekktasta mannvirki Reims verður að teljast Notre-Dame dómkirkjan, Notre-Dame de Reims Cathedral, sem byggð var á 13. öld og er töfrandi mestaraverk gotneskrar byggingarlistar. Kirkjan skartar háum súlum, sérstökum skúlptúrum, fallegum lituðum glergluggum, og útskorin framhliðin er útaf fyrir sig magnað listaverk. Við hlið kirkjunnar stendur svo Palais du Tau, stórbrotin höll frá 17. öld, umvafin sögu fornra konunga, en það var til siðs að konungar gistu þar fyrir krýningarathöfn sína. Risasalir, litlar miðaldakapellur og herbergi og gangar sem sýna veggteppi, styttur og aðrar minjar tengdar franska konungsveldinu. Þá er einnig vert að nefna Saint-Remi Basilikuna frá 11. öld, önnur tignarleg bygging sem skipar stóran þátt í franskri sögu og arfleifð. Þar inni segist fólk upplifa einhvers konar heilaga friðsæld, sem er engu öðru lík.
Reims er sannarlega ekki eins og hver önnur borg, og heimsókn þangað er áhrifarík upplifun fyrir öll skynfæri. Þrátt fyrir aldagamlar byggingar og djúpar sögulegar rætur slær hjarta Reims í takt við nútímann, hún er kraftmikil og fjörug. Hér finnurðu mjög fjölbreytta og flotta matarsenu, heillandi göngugötur og úrval ýmissa menningarviðburða.
Place Drouet d´Erlon er líflegt og skemmtilegt torg í hjarta borgarinnar, umkringt kaffihúsum, veitingastöðum og verslunum. Þar er iðandi mannlíf, enda svæðið mjög vinsælt bæði meðal heimafólks og annarra gesta sem vilja slaka á, upplifa og njóta sjarma Reims út í ystu æsar. Þar eru oft ýmis konar viðburðir, markaðir og hátíðir. Svo þarf varla að endurtaka það sem áður er sagt, að hér býðst líklega besta tækifæri þitt til að smakka á alvöru kampavíni, beint frá framleiðanda, og ef ekki núna, hvenær þá?!
Fyrir þau sem eru í verslunarhugleiðingum, státar Reims af flottum búðum sem bjóða upp á tískuvöru í öllum gæðum og verðum, ásamt fylgihlutum og minjagripum. Rue de Vesle er ein vinsælasta gatan til að spóka sig um í þeim tilgangi og þar finnurðu úrval verslana, ásamt kaffihúsum og veitingastöðum.
Skínandi glæsileiki, heillandi saga, líflegt og fjörugt mannlíf, og auðvitað líka fullt af kampavíni 😉 býr til áhrifaríka blöndu og minningar sem seint gleymast. Hvort sem þú laðast að sögu, arkitektúr eða dýrindis veitingum og góðri afslöppun þá er Reims frábær áfangastaður fyrir þig og hópinn þinn.
Hótel Bristol Reims er staðsett í hjarta Reims, 750 metrum frá Dómkirkjunni í Notre Dame og 300 metrum frá lestarstöðinni í Reims. Það er í 19. aldar byggingu og býður upp á 24 klukkustunda móttöku og en-suite herbergi með ókeypis aðgangi að WiFi.
Herbergin eru útbúin með flatskjá, peningaskáp og kaffivél. Í baðherberginu með sængurlegu er hárþurrka og sum herbergin hafa einnig svalir með útsýni yfir Place Drouet-d’Erlon.
Á hverjum morgni er boðið upp á morgunverð á hlaðborði. L’Edito kaffihúsið er opið í hádeginu og boðið er upp á fjölbreytta matseðla.
Hótel The Originals Reims Le Bristol er í 1 km fjarlægð frá útgönguleið 23 á hraðbrautinni A4 og greiðan almenningsbílastæði er að finna í nágrenninu. Ráðstefnumiðstöð Reims er í 650 metra fjarlægð og sýningarmiðstöð Reims er í 12 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu.
Hótelið fær heildareinkunn 7,6 og einkunn 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Á prýðilegum stað í miðborg Reims býður Radisson Hotel Reims upp á loftkæld herbergi, líkamsræktarstöð, frítt WiFi og verönd. Þetta 4 stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og 24 klukkustunda þjónustu í framborði. Gestir geta fengið sér miðjarðarhafsrétti á veitingastaðnum eða fengið sér kokteil á barnum.
Á hótelinu eru öll herbergi með skrifborði, flatskjá, baðherbergi, rúmfötum og handklæðum. Í öllum herbergjum er öryggisrammi og í sumum herbergjum er útsýni yfir borgina. Í öllum herbergjum er fataskápur og kæli.
Á sólarhring er boðið upp á morgunverð á hótelinu, á heimsvísu eða í Ameríku.
Hægt er að spila á pílu á Radisson Hotel Reims og hjólaleiga er í boði.
Meðal vinsælla staða í grennd við gistiaðstöðuna eru Les Hautes Promenades, Reims lestarstöðin og Pierre Schneiter garðurinn. Næsti flugvöllur er Châlons Vatry flugvöllurinn, 74 km frá Radisson Hotel Reims.
Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og einkunn 7,8 fyrir staðsetningu á booking.com
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins.
Fræðsluferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið Kennarasambandsins og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins frá okkur nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!!!