Flugáætlanir 2025
Ef engin af áætluðum ferðadagsetningum hentar þér skaltu ekki hika við að hafa samband við sölumenn Tripical: hallo@tripical.is svo við getum rætt aðra valkosti.
Menningarsaga Madrid litast mikið af arfleifð spænska konungsveldisins, en borgin var frá upphafi miðpunktur þess. Því má þar finna sjálfa konungshöllina, sem og stórar og miklar byggingar frá einveldistímanum, ásamt risavöxnum dómkirkjum og öðrum glæsilegum miðaldararkitektúr. Madrid er þó afar nútímaleg, og kapp er lagt á að fylgja nýjustu straumum í útliti og uppbyggingu, samgöngum og skemmtun. Hún þykir einnig ólíkt mörgum stórborgum, vera áberandi hrein og snyrtileg. Þetta er eitt af metnaðarmálum yfirvalda, og þú munt eflaust rekast oft á borgarstarfsfólk í skærgulum vestum með kústa á lofti að hreinsa stræti og torg.
Næstum alla vinsælustu staði fyrir ferðamenn að skoða, má finna í miðbænum. Þangað er auðvelt að komast, hvar sem þú ert í borginni, þökk sé mjög einföldum og þægilegum lestarsamgöngum. Miðbærinn er auk þess stútfullur af veitingastöðum og krám, en barir og skemmtistaðir er ansi víða. Madrid státar nefnilega af því skemmtilega meti, að hafa fleiri bari en nokkur önnur evrópsk borg, miðað við höfðatölu (uppáhalds mælikvarði okkar Íslendinga). Næturlífið er mjög fjörugt og stendur fram á morgun. Þar gefst gott tækifæri til að kynnast heimamönnum, sem kalla sig í daglegu tali Madrileños, eða (og þetta er ekki eins algengt) gatos, sem þýðir kettir.
Madríd hefur risið upp frá auðmjúkum rótum matargerðar sinnar til einnar af stórfenglegustu borgum matarargerðarlistar í Evrópu. Borgin hefur meðtekið með opnum örmum sköpunarkraft og nýbreytni spænsku matargerðarbyltingarinnar með samsuðu við hefðir og siði spænskrar matseldar. Tapasbarir, matarmarkaðir og mathallir bjóða upp á rétti frá öllum héruðum Spánar.
Madríd er sem sagt lifandi stórborg með fjölda markaða, torga og víðfrægt næturlíf. Þar er fjöldi verslana og markaða, allt frá víðfeðmum flóamörkuðum til spænskrar hátísku- og hönnunarverslana, og gnægð er af sælkeravörum. Borgin iðar af lífi í hverju af fjölmörgum torgum borgarinnar og fyrir fótboltaáhugamenn er úr tveimur stórliðum að velja til að sækja stórleiki á heimavöllum. Þar býr fjölbreytt menning og afþreying við allra hæfi.
Borgin er því tilvalinn áfangastaður sem hentar fjölbreyttum hópum. Hvort sem þú vilt fræðast um áhrifaríka sögu og menningu Spánar, njóta spænskrar listar og listhefðar, dansa flamengó á götum borgarinnar eða einfaldlega æfa spænskukunnáttuna í konunglegu umhverfi, þá er Madríd borgin fyrir þig.
UVE Marcenado er staðsett á milli Barajas-flugvallarins og miðbæjar Madrídar, 100 metrum frá Prosperidad-neðanjarðarlestarstöðinni. Það býður upp á nútímaleg, loftkæld herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti og flatskjásjónvarpi.
Sum herbergin eru með svölum og setusvæði.
UVE Marcenado er með eigin veitingastað. Einnig er boðið upp á sólarhringsmóttöku með öryggishólfi, þvottaþjónustu og upplýsingaborði ferðaþjónustu.
Hótelið er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá IFEMA-vörusýningunni og Chamartín-lestarstöðinni. Retiro-garður og Prado-safnið eru í stuttri neðanjarðarlestar- eða strætisvagnaferð í burtu.
Hótelið fær heildareinkunn 9,2 og einkunn 8,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Dormirdcine býður upp á kvikmyndahús í glæsilegu Salamanca-hverfi í Madrid, 400 metrum frá Diego de León-járnbrautarstöðinni. Í hverju glæsilegu herbergi er flatskjár, ókeypis aðgangur að Wi-Fi og minibar.
Herbergi og almenningssvæði Dormirdcine eru björt og nútímaleg. Þau eru skreytt með veggmyndum og veggjakroti sem tengist vinsælum kvikmyndum.
Þar er kaffihús og kvikmyndabar. Boðið er upp á fjölbreytt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Einnig er 24 klukkustunda móttaka með ferðaskrifstofu.
Gamli bærinn í Madríd er í um 2 km fjarlægð frá Dormírdcine og þar er beinn aðgangur með almenningssamgöngum, þar á meðal með strætisvögnum og neðanjarðarlestarkerfinu í nágrenninu. Retiro-garðurinn er í 20 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og einkunn 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins.
Fræðsluferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið Kennarasambandsins og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins frá okkur nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!!!