Fræðsluferð til Kaupmannahafnar 🇩🇰 25. – 29. okt 2023
Undursamlega Kaupmannahöfn!
Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur og þar búa um ein milljón manns. Þessi einstaklega vinalega borg er nógu stór til að teljast stórborg, með fjöldan allan af verslunum, mikið menningarlíf og spennandi næturlíf. Um leið er þetta smáborg, örugg og auðvelt að skoða sig um án þess að týnast. Hinum megin við Eyrarsundið er Svíþjóð og Danmörk liggur því eins og brú á milli Skandinavíu og meginlands Evrópu. Hér blandast gömlu ævintýrin saman við nýtískulegan arkitektúr og hönnun á heimsmælikvarða, heitur jazz blandast við ískalt teknó í kjallaraklúbbi. Þér finnst eins og þú hafir séð allt á einum degi, en gætir auðveldlega skoðað þig um og séð nýja hluti svo mánuðum skipti.
Frá litlum veiðibæ í stórborg
Ef þú hefðir átt leið um Köben á 11. öld, værirðu staddur í rólegum litlum fiskibæ, með latar jórtrandi kýr á víð og dreif í kring. Elstu rituðu heimildir um staðinn eru frá 12. öld, þegar klerkurinn Saxo Grammaticus ritaði örfáar línur um staðinn og kallaði hann þar á dönsku Købmannahavn, sem síðar breyttist í København, en á íslensku helst gamla nafnið og við tölum um Kaupmannahöfn.
Einstaklega fallegur byggingarstíll
Einn frægasti Kaupmannahafnarbúi sögunnar hafði mikil áhrif á flesta gesti borgarinnar í æsku. Ævintýri H. C. Andersen hafa ferðast um allann heim og haft áhrif á menningu hvar sem þau hafa borið niður fæti. Andersen flutti til Kaupmannahafnar sem unglingur og bjó þar allt til æviloka. Sögur hans hafa verið þýddar á yfir 125 tungumál. Finna má þó nokkur söfn tileinkuð þessum merkilega manni í Kaupmannahöfn.
Það er alveg kjörið að byrja heimsókn hingað á því að þramma upp brekkuna að Sívalaturninum, sem er eitt af þekktari kennileitum borgarinnar. Þaðan er mjög gott útsýni um miðborgina. Ef þú vilt meira klifur og enn betra útsýni, þá er bara að rölta niður í Christianshavn og þramma upp hringstigann utanum turn Frelsiskirjunnar sem gnæfir eina 100 metra í átt til himins. Og fyrst þú ert kominn í þennan bæjarhluta, verðurðu að kíkja í Kristjaníu, með öllum sínum skrýtnu húsum og hippastemmingu. Aðrar fallegar byggingar má nefna, hið tilkomumikla Ráðhús og hin stórglæsilega Friðrikskirkja, eða Marmarakirkjan.
Bjórmenning frá dönsku framleiðendunum Carlsberg og Tuborg
Danir eru eins og allir vita mikil bjórþjóð, með sína heimsþekktu lykilframleiðendur Carlsberg og Tuborg. Bjórkrár eru á hverju strái og hægt að velja á milli margra ólíkra tegunda.
Hápunktar ferðar
- favoriteRölta um Strikið
- favoriteFara niður á höfn
- favoriteHeimsækja litlu hafmeyjuna
- favoriteSmørrebrød og Carlsberg
Innifalið í verði
- Flug fram og til baka
- 4 nætur á hóteli í miðbæ Kaupmannahafnar
- 20 kg innritaður farangur
- Morgunmatur
- Rútur til og frá flugvelli og áfangastöðum
- Íslensk farastjórn
Ekki innifalið
- Hádegismatur og kvöldmatur
Gistu í hjarta Kaupmannahafnar
The Square 4* eða sambærilegt
Þetta 4* hótel er með þakverönd og er staðsett á Rådhuspladsen, aðeins 200 m frá Tívolíinu og aðal lestarstöðinni í Kaupmannahöfn. Frá morgunverðarsalnum og þakbarnum “The Lounge” er einstakt útsýni yfir húsþök Kaupmannahafnar. Strøget-verslunargatan byrjar 150 m frá hótelinu. Veitingastaðir, barir, kaffihús og verslanir eru í göngufæri.
Öll herbergin á The Square eru fallega hönnuð, með öryggishólfi og loftkælingu. Sjónvarp, minibar og skrifborð er einnig staðalbúnaður í hverju herbergi.
Gestir geta fengið sér drykk á nýtískulegum móttökubar The Square. Ókeypis WiFi er í boði á öllu hótelinu og í sameiginlegu setustofunni er sjónvarp, dagblöð og úrval af tímaritum.
Hótelið fær 8 í einkunn á booking.com og 9,6 í einkunn fyrir staðsetningu.
20 – 39 manna hópur:
40 – 59 manna hópur:
60 – 80 manna hópur:
Frábær staðsetning
Phoenix Copenhagen 4* eða sambærilegt
Þetta 4* hótel á rætur sínar að rekja til 17. aldar og er í 3 mínútna göngufjarlægð frá Amalienborg-höllinni og Nyhavn-höfn. Á hótelinu eru glæsileg herbergi með sjónvarpi og ókeypis Wi-Fi.
Hönnun herbergjanna á Phoenix Copenhagen eru innblásin af innréttingum frá Lúðvík XVI.
Veitingastaðurinn Von Plessen býður upp á heillandi umhverfi og matargerð undir frönskum áhrifum. Murdoch’s Books & Ale er síðan notalegur og líflegur brasserie og kaffibar hótelsins.
Hótelið fær 8,4 í einkunn á booking.com og 9,6 í einkunn fyrir staðsetningu.
20 – 39 manna hópur:
40 – 59 manna hópur:
60 – 80 manna hópur:
Tivoli Hotel 4*
Þetta hótel er staðsett við Kaupmannahafnar-skurðinn, í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá aðal lestarstöð Kaupmannahafnar. Á hótelinu er ókeypis WiFi, þrír vinsælir veitingastaðir, ásamt innisundlaug og stórri líkamsrækt. Á hótelinu eru jafnframt tveir “sky” barir, þekktir fyrir víðáttumikið útsýni.
Loftkæld herbergi Tivoli Hotel eru með sjónvarpi, te/kaffiaðbúnaði, auk nútímalegu baðherbergi. Sum herbergin eru með aðgang að Executive Lounge, sem býður upp á morgunverðarsal á 11. hæð.
Tivoli Hotel er samþætt Tívolí ráðstefnumiðstöðinni og býður upp á háþróaða ráðstefnu- og fundaraðstöðu.
Tívolíið, Ráðhústorgið, kjötpakkningahverfið og ýmsir aðrir áhugaverðir staðir í borginni eru í göngufæri.
Hótelið fær 7,9 í einkunn á booking.com og 8,1 í einkunn fyrir staðsetningu.
20 – 39 manna hópur:
40 – 59 manna hópur:
60 – 80 manna hópur:
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni og því er hér eingöngu um tillögu að dagskrá að ræða.
Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sniðin að þörfum hópsins. Að auki útbúum við eftir óskum skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur.
Við bjóðum einnig upp á að skipuleggja fjölbreytta viðbótardagskrá eftir séróskum hvers skólahóps. Hvort sem það eru ferðir á söfn, viðburði, tónleika, íþróttaleiki, leiðsögn um borgina eða sameiginlegur kvöldverður og árshátíðarskemmtun, þá erum við ávallt tilbúin til þess gera ferðina ykkar eins eftirminnilega og skemmtilega og mögulegt er.