Flugáætlanir 2025
Flugáætlanir 2026
Ef engin af áætluðum ferðadagsetningum hentar þér skaltu ekki hika við að hafa samband við sölumenn Tripical: hallo@tripical.is svo við getum rætt aðra valkosti.
Hér höfum við hrífandi borg, skreytta gömlum og heillandi hverfum, stórbrotnum byggingum og fjölskrúðugum almenningsgörðum. Þetta er staður sem blómstrar af líflegri menningu, skemmtun og gleði. Hollenska þingið hefur hér aðsetur, sem og Hollandskonungur, Willem-Alexander. Haag er líka þekkt sem dómstólaborg heimsins, þar eru starfræktir Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna (ICJ), Alþjóða glæpadómstóllinn (ICC), ásamt fjölda annarra alþjóðlegra stofnanna. Haag er þriðja stærsta borg Hollands og þar búa um 500.000 manns, en 700.000 sé héraðið allt tekið með. Ferðamannaiðnaðurinn hefur sótt mikið í sig veðrið síðustu ár, og sífellt fleiri leggja leið sína þangað, enda býr borgin yfir miklum þokka og fegurð.
Ibis Styles Den Haag City Centre er staðsett í Haag og býður upp á sameiginlega setustofu og bar. Húsnæðið er í um 3 km fjarlægð frá Nýju Babýlóníu og 3,2 km fjarlægð frá Madurodam. Þjónustan er með ókeypis WiFi.
Herbergin á hótelinu eru útbúin með flatskjá með streymiþjónustu. Með sér baðherbergi hafa herbergin á ibis Styles Den Haag City Centre einnig útsýni yfir borgina. Öll herbergin á hótelinu eru loftræst og með skrifborði.
Gestir ibis Styles í miðborg Danmerkur geta fengið morgunverð frá öllu landinu. Drykkir eru framreiddir í setustofu hótelsins.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og einkunn 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com
Babylon Hotel Den Haag er 4 stjörnu hótel með útsýni yfir Haagsche Bos-garðinn, við hliðina á aðallestarstöðinni í Haag. Boðið er upp á glæsileg, hljóðeinangruð herbergi með flatskjá með kapalrásum og lúxusbaðherbergi.
Öll herbergin á Babylon Hotel Den Haag eru með ókeypis Nespresso-kaffi og teaðstöðu. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna.
Aðalverslunarsvæði borgarinnar er í 8 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Scheveningen og ströndin eru í 15 mínútna fjarlægð með sporvagni frá Den Haag Central. Mauritshuis-safnið er í 10 mínútna göngufjarlægð. Að auki býður hótelið upp á beinan aðgang að New Babylon-verslunarmiðstöðinni. Gestir geta nýtt sér líkamsræktarstöð í nágrenninu.
Hótelið býður upp á morgunverðarhlaðborð. Veitingastaðurinn TheLivingRoom býður upp á úrval af veitingum, þar á meðal léttar veitingar og 3 rétta sælkerakvöldverði. Notast er við ferskar afurðir frá svæðinu. Kokkteilar og vín eru í boði á glæsilega barnum og gestir geta einnig slakað á með dagblað í setustofunni á Babylon Hotel Den Haag.
Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og einkunn 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Holland, af sumum þjóðum kallað Niðurlönd, er fallegur og skemmtilegur áningastaður í norðanverðri Evrópu. Það er helst þekkt fyrir fallegt landslag, túlípanana sína og sólblómin, en einnig á landið sér langa og mikla sögu, sem fornar byggingar bera glöggt vitni um. Í dag er Holland frjálslynt fjölmenningarlegt þjóðfélag, og heimsókn þangað er bæði áhugaverð og skemmtileg upplifun.
Almennar upplýsingar:
Holland er að stórum hluta sléttlendi, og verulegur hluti þess liggur undir sjávarmáli. Vindmyllur eru eitthvað sem margir tengja við landið, enda má sjá þær all víða og flestar eru þær notaðar til að dæla vatni úr því mikla votlendi sem Holland er. Önnur vel þekkt hollensk táknmynd eru túlípanarnir, en landsmenn hafa í aldaraðir haft mikla ást á þeim fallegu blómum. Í dag eru Keukenhof garðarnir (stundum nefndir Gardens of Europe) einn helsti vitnisburður um áhuga Hollendinga á túlípönum og annarri blómarækt. Garðarnir eru staðsettir nærri bænum Lisse, í um 35 km fjarlægð frá Amsterdam, og þykja með fallegustu skrúðgörðum Evrópu.
Holland hefur vakið eftirtekt umheimsins fyrir umburðarlyndi sitt og frjálslynda stefnu í ýmsum málum. Þannig var það fyrsta landið í heiminum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2001, og aðferðir yfirvalda í afglæpavæðingu eiturlyfja, vændis og líknardrápa hefur vakið alþjóðlega athygli. Höfuðborgin Amsterdam er oft í fararbroddi hinnar framsæknu stefnu, sem hefur gert hana að spennandi áfangastað fyrir ferðamenn sem leita að einstakri og öðruvísi upplifun.
Hjólreiðar eru órjúfanlegur hluti af hollenskri menningu og þær eru vinsæll ferðamáti bæði hjá heimafólki og gestum. Borgir og bæir og innviðir allir eru mjög hjólavænir, og landið státar af víðfeðmu neti hjólastíga. Það má því alveg mæla með hjólaflakki um landið, sem veitir öðruvísi upplifun og einstaka sýn á fegurð Hollands og sjarma.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins.
Fræðsluferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið Kennarasambandsins og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins frá okkur nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!!!