Borgin þar sem allir finna eitthvað sér til hæfis. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þar búa tæplega fjórar milljónir manna. Borgin er suðupottur af menningu og listum og endalaust margt hægt að sjá og gera. Hvort sem heillar þig frekar, nútímalist sem finna má í galleríum um alla borg eða gömul klassísk list. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og glæsilegar byggingar ásamt því að vera mjög framarlega í nútíma byggingarstíl og list. Borginni var skipti upp í austur- og vesturhluta á tímum kalda stríðsins. Á nokkrum stöðum má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum borgina ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir. Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað. Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldan allan af söfnum frá síðari heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Í Berlín er nokkuð skýr hverfaskipting og hvert svæði hefur sinn sjarma. Úrval kaffihúsa, kráa og veitingastaða er óvíða jafn fjölbreitt auk þess sem hægt er að finna ansi marga sérkennilega veitingastaði sem gera “út að borða” upplifunina ferska og óvenjulega. Þannig var Berlínarborg einna fyrst til að bjóða upp á veitingastaði í algjöru myrkri. Þú getur farið á veitingastað þar sem grænmetið á diskinn vex inni á staðnum eða skellt þér á einn fínan ítalskan sem er staðsettur í þv0ttahúsi. Þá geta þeim sem líkar gott kebab glaðst því þú færð eflaust hvergi betra kebab en í Berlín.
Eins og áður sagði er fjölbreytileikinn mikill í þessari stórbrotnu menningarborg og afar auðvelt að finna þar alls kyns afþreyingu. Hér má til dæmis finna vinsælasta dýragarð Evrópu. Áður eru nefnd hin óteljandi gallerí og fornar byggingar. Næturlífið er einstaklega fjölkrúðugt og skemmtilegt og stendur alveg þar til sól rís á ný. Mannlífið á götum borgarinnar er engu líkt.
Þetta 3ja stjörnu afburðahótel býður upp á loftkæld herbergi og frábærar samgöngur fyrir almenning um alla Berlín. Potsdamer Platz og Checkpoint Charlie eru aðeins í 12 mínútna göngufæri.
Í björtum og rúmgóðum herbergjum Holiday Inn Express Berlin City Centre er aðstaða fyrir flatskjá, gervihnattarsjónvarp, te-/kaffiaðstöðu, skrifborð og nútímalegt baðherbergi. Frítt WiFi er í boði á öllu hótelinu.
Á bókuninni er morgunverður með hlaðborði. Hann er borinn fram á hverjum morgni í morgunverðarsal Holiday Inn Express Berlin eða úti í laufléttum garðinum.
Móttakan er opin 24 tíma sólarhrings og þar er hægt að fá miða á sýningar og menningarviðburði í Berlín.
Bílastæði eru í bílageymslu Holiday Inn Express Berlin City Centre. Það er í 400 metra fjarlægð frá Anhalter Bahnhof S-Bahn lestarstöðinni, með góðum lestar- og strætisvagnatengingum til aðalstöðvarinnar í Berlín og Friedrichstraße verslunargötunnar.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Almennar upplýsingar
Þýskaland stendur stórt og víðfeðmt í Evrópu miðri, miðpuntur álfunnar sem teygir sig þaðan í allar áttir með sínum stærri og smærri ríkjum. Staðsetningin hefur ugglaust mikið að segja um mikilvægi landsins, bæði innan álfunnar og á alþjóðlegum vettvangi. Þýskaland er áhrifaríkt stórveldi.
Um atgöngu Þjóðverja í styrjöldum síðustu aldar og þær óhugnanlegu afleiðingar sem af því hlutust, þarf ekki að fjölyrða hér. Sagan geymir staðreyndir sem aldrei mega gleymast. Sama er að segja um skiptingu landsins í austur og vestur eftir seinna stríð, þær rótæku breytingar mótuðu þjóðina mikið allt til ársins 1989 þegar Berlínarmúrinn féll, og enn má finna ríkan keim af þeim víða um landið. Þjóðverjar hafa gengið í gegnum nauðsynlega og síendurtekna sjálfskoðun og Þýskaland nútímans er friðsamt og blómstrandi velferðarríki sem býr yfir gríðarlegri fegurð í borgum, skógum og sveit. Möguleikar fyrir forvitna ferðalanga eru óteljandi!
Vegna stærðar sinnar og staðsetningar býr Þýskaland yfir mjög fjölbreyttu landslagi og náttúru. Í norðurhlutanum, með strandlengju að Norðursjó og Eystrasalti, finnurðu svalara loftslag, þar er flatlendi talsvert og gróðurfar nokkuð lágstemmdara en syðra. Þar má finna áhugaverða staði, jafnvel falda fjársjóði, eins og hinar mjög svo fallegu Frísísku eyjar (The Frisian Islands) með sína hvítu sanda og fögru byggingar, en þær eru aðallega heimsóttar af Þjóðverjum sjálfum. Stærsta borg Norður-Þýskalands er hafnarborgin Hamburg, næst stærsta borg landsins, sem býður upp á alls kyns áhugaverða og skemmtilega afþreyingu, fornar glæsibyggingar og flottar krár, veitinga- og skemmtistaði.
Mið-Þýskaland er skemmtileg blanda af tignarlegum fjallshlíðum, grösugum engjum og þéttvöxnum skógum sem tengja saman stórborgir og minni bæi. Hér eru margir vinsælir áfangastaðir sem vert er að skoða. Fyrir náttúruunnendur má sem dæmi nefna Svartaskóg, Þjóðgarðinn í Harz og Rínardalinn sem er eitt mikilvægasta ávaxta- og vínræktarsvæði landsins. Þá er hér líka að finna helstu stórborgir landsins, eins og fjármála-stórborgina Frankfurt (sem heitir fullu nafni Frankfurt am Main og af gárungum stundum kölluð “Mainhattan”). Dusseldorf, Köln, Bonn, Leipzig tilheyra allar þessum landshluta og þar austast, nærri landamærum Póllands, stendur borgin sem margir vilja meina að sé sú skemmtilegasta í Evrópu allri, sjálf Berlín.
Í suður-hlutanum er hálendið mest. Á landamærunum við Austurríki gægjast Alparnir inn í landið, lítill en afar fallegur hluti þeirra tilheyra Þýskalandi. Þarna er Bæjaraland, heimsþekkt fyrir bjórmenningu og ekki síður sjálfan einkennisbúning allra alvöru bjórhátíða, þ.e. Lederhosen og kjólana sem kallast því óþjála nafni Dirndl. Rétt er að nefna eina stórborg í viðbót. Í Suður-Þýskalandi er nefnilega höfuðborg Bæjaralands, Munchen. Fjölbreytt og ótrúlega skemmtileg, og hún er að sjálfsögðu sjálf Octoberfest borgin!
Við stiklum hér að sjálfsögðu á stóru, því eins og fram hefur komið er Þýskaland stóóóórt og svo sannarlega af mörgu að taka.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!