Flugáætlun:
29. apríl-3. maí 2025
Forn-grísk menning og vagga lýðræðisins. Aþena er ein sögufrægasta borg veraldar sem í dag er lifandi nútímaborg umlukin leifum fornrar frægðar. Akrópólishæðin, Agóran og leikhús Díónýsusar eru aðeins brot af sögufrægum minjum borgarinnar sem skartar jafnframt fjölda einstakra safna.
Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til fornsöguborgarinnar Aþenu. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.
Aþena hefur verið miðpunktur menningar og lista allt frá því að Þeseifur konungur settist þar að um 3000 árum fyrir Krist. Í gegnum aldirnar hefur mikið gengið á í þessari höfuðborg Grikklands og er hún hlaðin merkilegri sögu. Endalaust af kennileitum, fornum rústum og gömlum byggingum sem gaman er að skoða.
Í Aþenu má finna byggingar sem eru meira en 4000 ára gamlar. Frægust er þó Akropólishæðin með sínum 2500 ára gömlu rústum. Grikkir voru þekktir um allan heim fyrir að leggja mikinn metnað í byggingar sínar og húsakynni.
Forngrískur byggingarstíll og strúktúr einkennist mest af hreinum formum – þetta sést hvað best á hofunum, þar sem hver bygging stendur eins og sjálfstæður skúlptúr í landslaginu, oftar en ekki ofan á hárri hæð þar sem byggingin nýtur sín sem best í bjartri lýsingu sólarinnar frá öllum hliðum.
Forn-Grikkir stofnuðu fyrstu leikhúsin. Leikhúslíf var upp á sitt besta í Aþenuborg á árunum 550-220 fyrir Krist og markaði þar með upphaf leiklistar. Enn í dag eru leikrit Forn-Grikkja, bæði harmleikir, gamanleikir og satýrur settir upp í virtustu leikhúsum heims.
Borgarstjórn Aþenu hafði mikil menningarleg, pólitísk og hernaðarleg völd á þessum tíma. Leikhúsið skipaði stóran þátt í grískri menningu. Haldin var heljarinnar leikhúshátíð þar sem guðinn Díonísus var heiðraður. Leikskáld báru þar á borð nýjustu verk sín fyrir áhorfendur og keppt var um hver ætti bestu verkin og hlaut sigurvegarinn glæsileg verðlaun.
Eingöngu karlmönnum var leyfilegt að leika í grísku leikhúsunum, kórinn var skipaður karlmönnum og áhorfendur voru karlkyns. Skilyrðið var að þú þurftir að vera frjáls íbúi Aþenuborgar. Leikarar báru grímur til að auðvelda áhorfendum að átta sig hvaða persónu verið var að leika.
Þekktustu leikskáld Grikkja voru þeir Aeschylus, Sophocles og Euripides fyrir harmleiki og Aristophanes fyrir gamanleiki.
Þrátt fyrir aldurinn, hefur Aþena þróast í að verða einstök og glæsileg nútímaborg. Fyrir nokkrum árum stóðu borgaryfirvöld frammi fyrir miklum mengunarvanda, en einhentust í að laga til í þeim málum, auk þess sem borgin fékk heilmikla yfirhalningu og illa farin hverfi voru tekin í gegn. Gömlum og rótgrónum iðnaðarúthverfum hefur verið breytt í svæði fyrir gallerý og söfn sem hýsa ýmis konar listviðburði, hátækni veitingahús og skemmtigarða. Aþena er heillandi stórborg sem verðugt er að heimsækja og kynnast.
Aþena Center Square hótel er staðsett í skipulagslegu rými, í 500 metra fjarlægð frá Plaka og Monastiraki-torgi. Það er stutt frá öllum helstu fornminjum. Þar er gistiaðstaða með ókeypis Wi-Fi og útsýni yfir Akrópólis.
Stílóleg herbergi í Athens Center eru sérsniðin og með stórum glugga. Þau eru með loftkælingu, ísskáp, flatskjá með gervihnattasjónvarpi og peningaskáp. Í nútímabaðherbergjunum er að finna frítt salernisefni.
Byrjaðu hvern dag á ríkulegum morgunverði með grísku góðgæti sem innifalið er í herbergisgjaldinu. Ef þú ferð snemma í brottför býður hótelið upp á morgunverð allan daginn. Einnig er bar og kaffihús þar sem gestir geta fengið sér drykk. Slakaðu á á þaki Aþenutorkunnar og dáðust að yfirlitsmyndum af borginni og Akrópólis.
Starfsfólk hótelsins getur boðið upp á ferðaupplýsingar og ráðleggingar um nærliggjandi veitingastaði og öldurhús. Einnig er stutt í verslunarhverfið Ermou. Mælistöðin í Monastiraki er í 5 mínútna göngufæri og með beinni tengingu við flugvöll og höfn.
Hótelið fær 8.5 í einkunn á booking.com og 8.8 fyrir staðsetningu.
Titania er hannað í sígildum stíl og er vel staðsett á viðskiptasvæðinu í hinu sögufræga miðbæ Aþenu. Herbergin er hljóðeinangruð og verðlaunaður þakveitingastaður með viðkunnalegt útsýni yfir borgina er til staðar.
Öll herbergin eru með lúsxushúsgögnum og búin með sjálfvirkri hita- og rakastjórnun og aðstöðu fyrir tölvu og faxtæki.
Þakveitingastaður hótelsins, Olive Garden, býður upp á gríska matargerð og miðjarðarhafsrétti ásamt töfrandi víðáttumiklum útsýni yfir Akrópólishæð, Lycabettus og borgina. La Brasserie Café-veitingastaðurinn framreiðir létta miðjarðarhafsrétti í hádeginu og á kvöldin.
Akrópólishæð, Háskóli og Akademía Aþenu, Þjóðarbókhlaðan, og gríska þingið eru í göngufæri frá útidyrum hótelsins. Það eru einni kaffihús og barir umkringdir hótelinu.
Titania er í 30 km fjarlægð frá Eleftherios Venizelos-flugvellinum. Hótelið er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Syntagma.
Hótelið fær 8.0 í einkunn á booking.com og 8.9 fyrir staðsetningu.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Grikkland er draumaáfangastaður. Þegar sýningar á kvikmyndinni Mamma Mia! hófust um víða veröld fyrir nokkrum árum jókst áhugi á landinu til mikilla muna. Atriði í þeirri yndislegu mynd vekja vissulega sterka löngun til að pakka niður í tösku, hætta í vinnunni og taka fyrsta flug til Grikklands, sigla á milli hinna óteljandi eyja landsins (sem eru einhvers staðar á milli 1.200 til 6.000 talsins!) þar sem sólardagar eru um 250 á ári.
Fá lönd eiga jafn langa og viðburðaríka sögu og Grikkland, sem rekur uppruna sinn allt til ársins 1600 fyrir Krist. Landið er alla jafna álitið vagga vestrænnar siðmenningar og í dag hafa ferðamenn tækfæri til að kynna sér gríska sögu allt frá steinöld til rómverska tímabilsins, á hundruðum fornleifasvæða og á söfnum víða um landið. Saga Grikklands setur mark sitt á hvert götuhorn borga og bæja, hvert sem litið er má finna einstök verk frá miðalda-hellenískum og býsantískum tíma, leifar frá annarri siðmenningu og fyrri trúarbrögðum. Grikkir leggja áherslu á að hið forna samræmist nútíma byggingalist og listsköpun síðari tíma, og gamalt og nýtt kallast þannig skemmtilega á í Grikklandi nútímans. Landið er paradís fyrir þá sem hafa áhuga á menningu, sögu og listum.
Hvort sem þú vilt áhugaverðar skoðunarferðir, fullkomna slökun og ró við ströndina eða langar að svala adrenalín fíkn þinni af fullum krafti, mun Grikkland heilla þig upp úr skónum. Hér er allt svo auðvelt og afslappað, það er rétt eins og tíminn stöðvist undir þessum dásamlega bláa himni, og mjúk sjávargolan kælir þig niður á meðan þú litast um við strendur drauma þinna. Gakktu meðfram ströndum og upp á fjall Guðanna, nú eða farðu um á hjóli, það er líka hægt. Njóttu dásamlegrar náttúru, eða leitaðu að fjársjóði í aldagömlu skipsflaki.
Maturinn í Grikklandi er algjör veisla. Hér hefurðu hinn rómaða Miðjarðarhafsmat (Mediterranean food) með ýmsu ívafi og varíasjónum. Grikkir eru að sjálfsögðu afar stoltir af sínum eigin réttum, en leyfa sér þó hiklaust að leita á aðrar slóðir og finna má bæði tyrknesk og asísk áhrif í grískri matargerð. Þá er vel hægt að setjast á veitingastaði þar sem viðhafðar eru aldagamlar eldunaraðferðir, og réttir bornir fram sem fara með þig aftur í fornöld. Hér er semsagt margt annað að hafa á diskinn en moussaka og tzatziki,og ef þú ert ein/nn af þeim sem ert alltaf svangur, þá ertu á heimavelli. Þú færð til dæmis Souvlaki á hverju götuhorni. Víðs vegar eru auk þess “gourmet” staðir þar sem Michelin kokkar töfra fram dýrindis rétti. Smakkaðu kryddjurtir sem þú hefur hreinlega aldrei heyrt um, eða kjamsaðu á krækling beint úr sjónum, með nýbökuðu ólífubrauði og ferskum feta osti.
Grikkir lifa ástríðufullu lífi sínu til hins ýtrasta og okkur finnst að þú ættir að gera nákvæmlega það sama!
Höfuðborg Grikkja, Aþena, er ein elsta borg heims og saga hennar spannar hátt í 3.400 ár. Borgin er staðsett við suð-austurströnd Grikklands með um þrjár milljónir íbúa. Hún er umvafin fjórum háum fjöllum og byggð á fjölmörgum misstórum hæðum. Hitastigið er allt frá 20°-29° frá maí til september og 10°-16° aðra mánuði ársins. Aþena er sögð vera fæðingarstaður lýðræðisins, hún er miðstöð lista, menntunar og heimspeki, heimastaður Sókratesar, Platós og Aristótelesar.
Grikkir eru mjög opnir, vingjarnlegir og hjálpasamir. Ef þú segir “kalimera” í staðinn fyrir “good morning” uppskerðu breitt bros. Þeir eru líka fjörugir og skemmtilegir, tala mikið með höndunum, ef ekki öllum líkamanum. Þeir eru vanafastir varðandi allt hið daglega, og halda fast í góðar hefðir og venjur, eins og til dæmis að á sunnudagsmorgnum sest öll fjölskyldan saman og borðar. Aþena er þess vegna full af “brunch” veitingastöðum þar sem gestir og heimamenn geta gætt sér á frábærum mat. Aþena dagsins í dag er á margan hátt lík fjölmörgum stórborgum, þar er ys og þys og hún hávær, gömul og ný.
Hægt er að njóta Aþenu á svo margvíslegan hátt. Hér eru aðeins örfá dæmi af löngum lista. Þú getur farið í girnilegan matarleiðangur (sem er frábær leið til að hitta og kynnast lókalnum).
Heimsókn á Laiki markað, sem finna má í hverju hverfi er bráðnauðsynleg, þar er gnægð af ólífum, ávöxtum og margskonar grænmeti, flest allt beint frá býli, hvaðanæva af landinu.
Ef þú vilt vera mjög menningarleg/ur geturðu skellt þér á grískan harmleik í einhverju af fjölmörgum leikhúsum borgarinnar (leiklist nútímans er jú upprunin í Aþenu), og ef þig langar ekki að sjá leikrit er líka hægt að fara í útibíó, en þau eru ansi vinsæl í Grikklandi. Menningarvitinn missir heldur ekki af Parthenon, Akropolis, Þjóðarskrúðgarðinum, Þinghúsinu ofl. Svo er auðvitað hægt að finna náttúruferðalanginn í sér og skoða strendur og fjöll í kringum borgina, sigla jafnvel til nágrannaeyjanna. Frábær leið til þess að komast frá hinu daglega borgarlífi!
This is my Athens er verkefni sem sett var af stað fyrir nokkrum árum. Þar fara heimamenn sem gjörþekkja borgina með gesti í gönguferðir og skoða áhugaverða staði sem margir hverjir eru óþekktir hinum almenna gesti. Leiðsögufólk í þessum ferðum eru sjálfboðaliðar, ekki leiðsögumenntaðir, og ekkert gjald er tekið fyrir gönguna.
Höfuðborg Krítar er Heraklion, einnig kölluð Iraklio. Borgin er fimmta stærsta borg Grikklands og í henni er að finna stórbrotið samsafn af sögulegum byggingum og svæðum. Þar á meðal má nefna hið fræga Heraklion fornleifasafn og Höll Knossos, sem bæði gefa góða innsýn inni í fornöld Krítar. Höll Knossos er að finna í gömlum bæ rétt fyrir utan Heraklion og við mælum hiklaust með heimsókn þangað. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum!
Einnig er gott að leyfa sér bara að ráfa um og villast í Heraklion. Borgin er ekki risavaxin og þannig áttu möguleika á að kynnast öllum krókum hennar og kimum, kaffihúsum, börum, söfnum og ef þú bíður fram á kvöld: skemmtilegu næturlífi.
Í um 25 km. fjarlægð frá höfuðborginni er bærinn Hersonissos, sem hefur á síðari árum vaxið úr litlum fiskveiðibæ, yfir í einn stærsta og vinsælasta ferðamannabæ eyjunnar yfir sumartímann. Frábær hótel, skemmtistaðir, kaffihús og strendur prýða þennan fallega stað.
Annar fallegur staður er borgin Chania (einnig skrifað Hania), sem hefur löngum verið einn vinsælasti ferðamannastaður Krítar. Hún þykir minna um margt á sjálfar Feneyjar, með sínum þröngu stígum þvers og kruss, heillandi höfnum og sérstökum fornum byggingarstíl.
Suðaustur af meginlandi Grikklands, skammt frá Krít, er svo hin stórfenglega Santorini eyja. Í útliti er Santorini eins og risastór lagskipt kaka, með sínum háu mislitu klettum, og stórglæsilegri húsaþyrpingu, sem er eins og hvítt súkkulaði sem klettatoppum eyjarinnar hefur verið dýft í. Meira að segja strendurnar minna helst á kökukrem í ýmsum litum. Eyjan er mjög vinsæl meðal listafólks sem dvelur þar um lengri eða skemmri tíma. Þar eru glæsilegar vínekrur og frábærir gististaðir.
Ef þú ákveður að dvelja næturlangt á Santorini mælum við með að þú komir þér vel fyrir rétt áður en að sólin sest, en endurspeglunin af hvítu húsunum og rauðu og appelsínugulu klettunum verður að geysifallegu sjónarspili sem seint mun gleymast.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!