Flugáætlanir 2025
Ef engin af áætluðum ferðadagsetningum hentar þér skaltu ekki hika við að hafa samband við sölumenn Tripical: hallo@tripical.is svo við getum rætt aðra valkosti.
Prag er ein fegursta borg Evrópu með aldagamla sögu og stórfenglegan arkitektúr og einn besta bjór í heimi. Sannkölluð menningarborg sem býður upp á iðandi mannlíf og einstaka upplifun listaverka, glæsilegra bygginga og vel varðveittra sögulegra hverfa.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps.
Prag er miðstöð tékkneskrar menningar og sögu. Miðborgin er einstök upplifun með fjölda vel varðveittra miðaldarstræta og fallegra bygginga sem rekja evrópska listasögu frá gotneskum stíl til módernismans. Prag jafnast fyllilega á við stórborgirnar Róm, París og London enda flykkjast ferðamenn þangað frá öllum heimshlutum til þess að upplifa perluna við Moldá.
Söguleg hverfi Prag hafa varðveist vel enda er öll gamla miðborgin á heimsminjaskrá Unesco. Auðvelt er að ferðast um borgina þar sem áhugaverðustu staðir og hverfi borgarinnar eru öll í göngufjarlægð hvert við annað. Ómissandi er að ganga með mannfjöldanum yfir Karlsbrúna og rölta upp á kastalahæðina og njóta stórfengleika Vítusarkirkjunnar. Við hinn enda Karlsbrúarinnar býður Mala Strana hverfið upp á sögufrægar hallir, kirkjur og fallega garða. Gamla bæjartorg Prag er iðandi af mannlífi umkringt gullfallegum byggingum og fjölbreyttum arkitektúr. Miðstöð verslunar og skemmtanalífs í borginni er við Wenceslas torgið og í Prag er gamalt og sögufrægt gyðingahverfi með elstu starfandi sýnagógu í Evrópu.
Sögufrægur og fallegur arkitektúr er allsráðandi í Prag og bæheimski listheimurinn býður listunnendum upp á fjölda áhugaverðra safna og listaverka. Allt frá gotnesku altarsverkum Agnesarklaustursins til módernísku listaverka súrrealista og kúbista í Veletržní Palác. Prag er samsuða listrænnar tjáningar sem er órjúfanlegur hluti borgarinnar.
Síðan Pilsner Urquell var fyrst bruggaður árið 1842 þá hafa Tékkar verið þekktir fyrir að brugga heimsins bestu bjóra. Lítil brugghús og bjórgarðar hafa sprottið upp um borgina haldið þróun tékknesku risanna, Urqell, Budvar og Starapramen áfram í að þróa einstakar og fjölbreyttar tegundir við allra hæfi.
Akcent hótel er staðsett á 7. hæð í skrifstofubyggingu í funksjónískum stíl frá 1930, rétt við neðanjarðarlestarstöðina í Anděl og hefur prýðilegt útsýni yfir Prag frá öllum herbergjunum.
Gestir geta notið góðs af því að neðanjarðarlestin er í næsta nágrenni, aðeins 20 metrum frá húsinu. Bílastæði er í boði undir eftirliti og kostar það aukalega fyrir þægindi gestanna.
Rúmgóðu og fallegu herbergin eru með svölum, loftkælingu, hárþurrku, peningaskáp, gervihnattarsjónvarpi, kaffi- og tegerð, fullnýttum smábar og fríum aðgangi að Wi-Fi.
Daglega er boðið upp á hádegisverð og à la carte matseðil á veitingastaðnum.
Vinsamlegt og enskumælandi starfsfólk er gestum til taks allan sólarhringinn.
Hótelið er staðsett í rólegheitum í Smichov-hverfinu, þaðan sem nokkrar sporvagnalínur liggja að miðborginni. Myndarlegur bærinn Lesser er í 10 mínútna akstursfjarlægð neðanjarðar eða í 30 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og einkunn 9,0 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótel Theatrino með ókeypis Wi-Fi er staðsett í Zizkov-hverfinu í miðborg Prag, með mörgum tískuveitingastöðum, börum og sjónvarpsturni með 93 metra háu útsýnispalli. Frægur Wenceslas-torg er aðeins 4 sporbílastöðva frá.
Nútímaleg hönnun í bland við sérstæðan Art Nouveau stíl Prag gefur listahúsinu sérstakt listrænt yfirbragð. Hvert herbergi í Theatrino er sérhannað og mjög smekklega. Gestir geta notið heilsulindar, þar á meðal gufubaðsins og gufubaðsins gegn aukagjaldi.
Njótið morgunverðarhlaðborðsins í góðu umhverfi fyrrum leikhúss í Art Nouveau stíl sem austurríski arkitektinn Harald Schreiber hefur endurnýjað.
Leikhúsið er aðeins 3 strætisvagnalægi eða í 20 mínútna göngufæri frá sögufrægu miðborginni. Litla strætisvagnastöðin í Lipanska er aðeins 50 metrum frá hótelinu. Hægt er að ganga fallega í hinum myndarlega Riegrovy sady (garðinum) og njóta útsýnis yfir borgina frá sjónvarpsturninum. Einnig er hægt að finna 3D kvikmyndahús í nágrenninu. Hótelið getur skipulagt skoðunarferðir og skoðunarferðir.
Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og einkunn 8,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!