Borgarferð til Malmö frá Egilsstöðum leiguflugi 22.-26.4.2026 - Tripical
Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um okkur
  • Bæklingur 2026
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um okkur
  • Umsagnir
  • 👤 Mín bókun
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Fræðsludagskrá

Borgarferð til Malmö frá Egilsstöðum leiguflugi 22.-26.4.2026

Lengd ferðar:
5 dagar / 4 nætur
Gjaldmiðill:
Sænsk króna

Áætlaðir flugtímar

22.-26. apríl 2026

Frá Egilsstöðum – Flugáætlun kemur síðar

Frá Köben – Flugáætlun kemur síðar

 

Flogið er með leiguflugið Icelandair 170 sæta vél. Flugtími er um 3 klst.

Ef þú ert með hóp sem er stærri en 9 manns skaltu hafa samband við sölumenn Tripical: hopar@tripical.is til að fá gott tilboð!


MALMÖ – perlan á Skáni

Malmö er falleg borg á suðvesturhorni Svíþjóðar þar sem fjölbreytt og litríkt mannlíf, rík saga og fallegt borgarlandslag bjóða uppá áhugaverða dvöl fyrir þá sem borgina sækja. Innan gömlu virkisveggjanna og meðfram manngerðum sýkjum má sjá hvernig borgin hefur byggst upp í gegnum aldirnar, gamalt mætir nýju og fjölbreytt mannlíf og menning samtímans eiga skjól innan gamla borgarvirkisins.

Malmö býður upp á fjölbreytta flóru veitingastaða, stórkostleg söfn og sögufrægar byggingar sem hægt er að njóta í vinalegu og þægilegu umhverfi. Auðvelt er að hjóla um borgina og skoða bæði nýtískulegar byggingar og vel varðveittar byggingar frá fyrri tíma, heimsækja garða og græn svæði eða hjóla að sjónum.

Skemmtileg borg

Malmö stendur við strönd Eystrasaltsins og er þriðja stærsta borg Svíþjóðar á eftir höfðuðborginni Stokkhólmi á austurströndinni og Gautaborg á vestruströndinni. Malmö er stærsti þéttbýliskjarninn á Skáni þar sem bæði svíar og danir hafa ríkt í gegnum aldirnar, hérað með sterka sjálfsmynd, eigin fána og einkennandi málýsku sem íbúarnir eru stoltir af. Héraðið er þekkt fyrir frjósama jörð, ríka sögu og einstaka náttúru. Vegna legu sinnar er loftslag í Malmö milt, löng og hlý sumur og mildir vetur.

Næsti nágranni í suðri er höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn og auðvelt að komast á milli borganna með lest, rútu eða bát. Kaupmannahafnarflugvöllur-Kastrup er í næsta nágrenni og það tekur okkur 30 mínútur að ferðast yfir Eyrarsundsbrúnna með lest milli Kastrup-flugvallar og Malmö og 45 mínútur með rútu.

Í Malmö búa um 360 þúsund íbúar sem koma frá öllum heimsins hornum og litar þessi blanda mannlífið í borginni. Malmö státar af stórri flóru ólíkra veitingastað og er sú borg á Norðurlöndum þar sem flesta veitingastaði er að finna miðað við höfðatölu. Matur og drykkir eru á hagstæðara verði en hinumegin við sundið og af sem áður var þegar svíar flykktust yfir sundið til Kaupmannahafnar, til stórinnkaupa.

Borg sem er þekkt fyrir iðnaðarstarfsemi sína

Malmö var ein stærsta iðnaðarborg Norðurlanda fyrr á tímum og við munum eftir nöfnum eins og Scania og Kockums en í dag eru tækni- og lyfjageirinn, ásamt verslun og þjónustu komin í stað skipasmíðastöðva og bílaverksmiðja.

Verslunarlífið í Malmö er fjölbreytilegt og aðgengi gott að innlendri hönnun og alþjóðlegum merkjavörum, lífstílsverslunum, hönnunarbúðum og verslunarmiðstöðvum.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Söguleg borg
  • favorite
    Frábært úrval af búðum
  • favorite
    Fallegt umhverfi
  • favorite
    Verslunarlífið

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka með leiguflugi (170 sæti)
  • Flogið út kl. xx:xx og lent að staðartíma í Kaupamannahöfn kl. xx:xx
  • Flogið heim kl. xx:xx og lent að staðartíma kl. xx:xx
  • 4 nætur á hóteli miðsvæðis í Malmö (Með morgunmat)
  • 20kg Innritaður farangur
  • 5kg handfarangur

Ekki innifalið

  • Hádegismatur og kvöldmatur
  • Farastjórn

Flug & Hótel

Comfort Hotel Malmö 3* eða sambærilegt

Comfort Hotel Malmö er hressilegt og nútímalegt hótel staðsett í miðborg Malmö, beint við hliðina á aðalstöðinni og Malmöhus kastalanum.

Hótelið er stórt og býður upp á bjart og vinalegt andrúmsloft, með fríum morgunverðarhlaðborði, kaffibar og leikjasal. Það er tilvalið fyrir unga í anda, fjölskyldur og viðskiptaferðalanga sem vilja vera nálægt öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Lágmarksgjald, hámarksþægindi – og frábær staðsetning!

Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og einkunn 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com.

Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 169.990 kr

Verð í einbýli með morgunverði 184.990 kr

Flug & Hótel

Quality Hotel The Mill Hotel 4* eða sambærilegt

Quality Hotel The Mill er fjögurra stjörnu hótel í Malmö, staðsett í hjarta hinna nýju og líflegu hverfa borgarinnar.

Hótelið stendur í gömlu mylluhverfi og býður upp á nútímalega og stílhreina upplifun. Það er vel útbúið fyrir bæði ferðalanga og fundi, með glæsilegri hönnun og fyrsta flokks þjónustu. Þetta er fullkominn staður fyrir þá sem vilja njóta borgarlífsins og þæginda á einum og sama stað.

Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og einkunn 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com.

Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 174.990 kr

Verð í einbýli með morgunverði 194.990 kr

Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.

Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.

Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!

Verð frá 169.990 kr.
(Á mann í tvíbýli)

Tripical Ísland ehf

Hólmaslóð 4, 4.hæð, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

Vsk nr. 142741

hallo@tripical.is

+354 519 8900

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Skemmtitékki

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Færeyjar
  • Grikkland
  • Holland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT