


Beint flug frá Akureyri til Gdansk 11. – 15.október 2023 ✈️ ☀️
Hópferð til Gdansk ✈️ ☀️
Hafðu samband við okkur til að fá tilboð fyrir hópinn þinn.
Þú getur sent okkur tölvupóst á hallo@tripical.is eða í gegnum fyrirspurnarformið.
Sjá einnig hópferð til Gdansk í beinu flugi frá Akureyri 13.-16. október hérna.
Flugtímar ✈️
Brottför frá Akureyri 11. október kl. 06:00 og lent í Gdansk um kl. 11:40
Heimför frá Gdansk 15. október kl. 21:00 og lent á Akureyri um kl. 22:40
Flugtími u.þ.b. 3 klukkustundir og 40 mínútur
Flogið er með leiguflugfélaginu EnterAir
Pólverjar eiga ekki bara Evrópumet í fjölda s-hljóða í tungumáli, þeir eiga líka margar af fegurstu borgum Evrópu og þar á meðal er Gdansk! Það er ekki að ástæðulausu að Gdansk er að verða einn af vinsælli áfangastöðum ferðamanna í Evrópu. Þessi skemmtilega og fallega hafnarborg stendur eins og lítið smáríki við Eystrasaltið, þar sem áin Motlawa rennur meðfram litríkum hafnarhúsunum.
Hvort sem þú vilt stuð og djamm, eða bara taka því rólega og njóta frísins í huggulegheitum og sjarmerandi umhverfi – þá er Gdansk kjörinn áfangastaður fyrir þig. Borgin stóð í miðjum upptökum seinni heimsstyrjaldarinnar og varð fyrir miklum áhrifum af því langa stríði. En þótt um sé að ræða gamla borg með stórbrotna fortíð og söguleg ör því til sönnunar, er Gdansk dagsins í dag einstaklega lífleg og sjarmerandi, með litríku menningar- og listalífi, og götur hennar og torg iðandi af fjörugu mannlífi, skemmtilegum mörkuðum og listviðburðum.
Saga borgarinnar er afar merkileg, en þann 1. september árið 1939 hófst þar orrustan við Westerplatte milli Póllands og Þýskalands, sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Borgin varð eðlilega fyrir miklum áhrifum af þeirri orrustu og stríðinu í heild, en þó að um sé að ræða gamla borg með stórbrotna fortíð og söguleg ör því til sönnunar, er Gdansk í dag einstaklega lífleg og sjarmerandi. Í borginni er ört vaxandi ferðaþjónusta og frá henni eru mjög góðar samgöngur í allar áttir. Hin magnþrungna saga liggur í loftinu og er stór ástæða þess að milljónir gesta koma þangað ár hvert. Öflugt menningar- og listalíf er í Gdansk og götur bæjarins fullar af skemmtilegum mörkuðum, listsýningum og iðandi mannlífi.
Reikaðu um þröngar steinlagðar götur miðbæjarins, til dæmis framhjá rauðum múrsteinakirkjum, niður að árbakkanum þar sem þú getur sest upp í bát og siglt með honum í skoðunarferð. Að því loknu er kominn tími á kaffibolla í enduruppgerðu húsi frá stríðinu eða jafnvel heimsókn á eitt af fjölmörgum söfnum borgarinnar, sem leiðir þig í gegnum áhrifaríka söguna allt í kring. Einhvern veginn svona gæti byrjun á degi í Gdansk hljómað. Kvöldið bíður þín svo með spennandi stundum á veitingahúsum og börum borgarinnar.
Hápunktar ferðar
- favoriteHeimsækja hið magnaða seinni heimstyrjaldarsafnið
- favoriteKommúnista-túrinn, ferðastu um borgina á gömlum Trabant
- favoriteGanga um Dlugi-Torgið og skoða markaðinn
- favoriteGöngutúr í miðbænum með leiðsögn og vodkasmökkun
Innifalið í verði
- Flug til og frá Gdansk með leiguvél, beint flug frá Akureyri
- 4 nætur á 3-4* hóteli
- 15 kg innritaður farangur
- Morgunverður á hóteli
Ekki innifalið
- Hádegisverður og kvöldverður
Almennir skilmálar Tripical Ísland ehf
1. Skilgreiningar
Fargjald
Heildarverð ferðar ásamt sköttum og öðrum gjöldum. Fargjald tekur til þeirrar þjónustu sem tilgreind er í samningi um viðkomandi ferð.
Ferð / pakkaferð
Sú þjónusta sem Tripical selur ferðamanni og samanstendur af mismunandi tegundum ferðatengdrar þjónustu, t.d. flugi, siglingum, gistingu og eftir atvikum öðrum þjónustuliðum. Hugtakið pakkaferð hefur sömu merkingu í skilmálum þessum og í lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Ferðamaður / farþegi:
Sá einstaklingur sem hefur gert bókun hjá Tripical.
Hópabókun:
Bókun sem gerð er um ferð fyrir hóp sem samanstendur af a.m.k. 10 einstaklingum.
Kynningargögn
Auglýsingar, sölubæklingar, markpóstur og önnur gögn frá Tripical þar sem ferð er auglýst og kynnt.
Tilboð
Tilboð sem Tripical gerir ferðamanni eða hóp í ferð. Upplýsingar um ferð í tilboð telst hluti samnings aðila sé það samþykkt nema annað sé tekið fram í samningi.
Staðfestingargjald
Sá hluti fargjalds sem ferðamaður eða hópur skal greiða fyrir gerð bókunar.
Samningur
Samningur milli farþega eða hóps og Tripical. Skilmálar þessir eru hluti samnings aðila nema annað sé tekið fram í samningi.
Sérþjónusta
Sú þjónusta sem er ekki hluti af ferð eins og hún er auglýst eða tilgreind í tilboði og farþegar óska sérstaklega eftir.
Tengiliður hóps:
Sá einstaklingur sem kemur fram fyrir hönd hóps vegna hópabókunar.
Þjónustuveitendur:
Aðilar sem veita þá þjónustu sem ferð samanstendur af s.s. flugfélög, siglingafélög og hótel.
2. Gildissvið
2.1 Skilamálar þessir gilda um allar pakkaferðir sem seldar eru af Tripical til ferðamanna nema annað sé tekið fram í kynningargögnum, tilboði, sérskilmálum eða samningi við farþega.
3. Bókanir
3.1 Bókun telst komin á þegar ferðamaður hefur gert samning við Tripical um ferð og greitt staðfestingargjald. Bókun telst aldrei komin á fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt.
3.2 Tripical ábyrgist ekki framboð miða í ferð sem er auglýst eða kynnt af hálfu félagsins við gerð bókunar þar sem fjöldatakmarkanir eru í ferðir á vegum félagsins. Allar bókanir og ferðir eru háðar fyrirvara um framboð af hálfu þjónustuveitenda.
3.3 Farþegar skulu þegar eftir að bókun hefur verið staðfest og farmiðar eða önnur ferðagögn send farþega yfir fara þau og tilkynna Tripical þegar í stað ef einhverjar villur eru í gögnunum, s.s. í nöfnum farþega.
3.4 Við bókun staðfestir ferðamaður að hann hafi lesið og samþykkt almenna skilmála og persónuverndarstefnu Tripical.
3.5 Um skilmála bókunar gilda upplýsingar kynningagögnum, tilboði, samningur farþega og Tripical um viðkomandi ferð, þessir almennu skilmálar Tripical auk skilmála viðkomandi þjónustuaðila. Sé misræmi milli framangreindra skjala skal samningur við farþega vera ráðandi.
3.6 Ef farþegi hefur óskað eftir sérþjónustu skal hún tilgreind í samningi. Sérþjónusta myndar ekki hluta pakkaferðar nema um það sé samið sérstaklega. Tripical ábyrgist ekki að í öllum tilvikum sé hægt að verða við beiðni farþega um sérþjónustu.
3.7 Allar bókanir skulu gerðar af einstakling eldri en 18 ára.
4. Fargjald og greiðsluskilmálar
4.1 Greiðsla staðfestingargjalds er skilyrði fyrir því að bókun sé staðfest og framkvæmd í kerfum Tripical sem og gagnvart þjónustuveitendum. Staðfestingargjald er óendurkræft nema annað sé tekið fram í skilmálum þessum eða samningi. Um fjárhæð staðfestingargjaldsins fer eftir verðskrá Tripical nema um annað sé samið. Tripical áskilur sér rétt til þess að krefjast hærra staðfestingargjalds en skv. gjaldskrá vegna einstakra ferða til að mæta kröfum þjónustuveitenda um innáborganir á ferðir.
4.2 Að minnsta kosti 90% fargjalds skal greitt eigi síðar en 12 vikum fyrir brottför og lokagreiðsla skal greidd minnst 3 dögum fyrir brottför. Framangreindir greiðsluskilmálar gilda nema annað sé tilgreint í kynningögnum, tilboði eða samningi við farþega eða hóp.
4.3 Við greiðsludrátt áskilur Tripical sér rétt til þess að krefjast dráttarvaxta og greiðslu alls kostnaðar Tripical sem leiðir af greiðsludrættinum. Sé greiðsludráttur verulegur áskilur Tripical sér rétt til þess að rifta samningi við farþega án bótaskyldu gagnvart farþega. Komi til riftunar vegna greiðsludráttar farþega er sá hluti fargjalds sem greiddur hefur verið óendurkræfur.
5. Verð og verðbreytingar
5.1 Innifalið í fargjaldi er sú þjónusta sem tilgreind er í kynningargögnum, tilboði og/eða samningi við ferðamenn. Fyrir sérþjónustu þarf að greiða sérstaklega samkvæmt verðskrá Tripical og/eða viðkomandi þjónustuaðila.
5.2 Fargjald getur breyst frá því að samningur er gerður vegna atvika sem eru ekki á forræði Tripical. Í slíkum tilvikum er Tripical heimilt að hækka verð ferðarinnar og krefjast viðbótargreiðslu úr hendi ferðamanns.
5.3 Heimild Tripical til verðbreytinga tekur til eftirfarandi atvika:
(a) Flutningskostnaður eykst vegna breytinga á eldsneytisverði eða verði á öðrum aflgjöfum,
(b) skattar eða önnur gjöld sem lögð eru á Tripical eða aðra þjónustuaðila sem samningurinn tekur til hækka eða
(c) breytingar verða á gengi erlendra gjaldmiðla frá því ferð var auglýst, tilboð útbúið eða samningur gerður. Uppgefin verð Tripical taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni á þeim tíma sem þau eru gefin.
5.4 Tripical skal tilkynna ferðamanni um verðbreytingar eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar og skal ferðamaður inna greiðslu af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6. Breytingar á ferð eða ferðaáætlun og aflýsing ferðar
6.1 Tímasetningar í ferðaáætlun sem gefnar eru upp við bókun ferðar eru áætlaðar og kunna að taka breytingu frá gerð bókunar til upphafs ferðar. Farþegum er tilkynnt um endanlegar tímasetningar eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.2 Tripical er heimilt að gera óverulegar breytingar á bókun og skulu breytingar tilkynntar farþega eða tengilið hóps eins fljótt og kostur er. Í slíkri tilkynningu skal koma fram hvers konar breytingu er um að ræða, hvort hún hafi áhrif á verð ferðarinnar og sá frestur sem farþegi hefur til að samþykkja breytinguna og afleiðingar þess ef farþegi svari ekki innan frestsins. Óverulegur breytingar eru m.a. breytingar á tímasetningu fluga um 12 klst. eða minna, breytingu á flugfélagi, breytingu á hóteli eða gististað. Í slíkum tilvikum mun Tripical leitast við að bjóða gistingu í sambærilegum gæðum og samkvæmt samningi við farþega.
6.3 Tripical er heimilt að aflýsa ferð gegn endurgreiðslu fargjalds án greiðslu skaðabóta í eftirfarandi tilvikum:
6.3.1 Ef fjöldi farþega nær ekki þeim lágmarksfjölda sem áskilinn er í viðkomandi ferð. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við a.m.k. 85% sætanýtingu á viðkomandi flugvél, bæði í flug frá brottfararstað og heimflugi. Sé sætanýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 75% er Tripical heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flug. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint. Ef ferð er aflýst vegna þess að lágmarksfjöldi næst ekki í ferð skal farþega tilkynnt um aflýsinguna eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara lengur en 6 daga, 7 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara í 2 – 6 daga og 48 klst. fyrir upphaf ferðar ef hún átti að taka styttri tíma en tvo daga.
6.3.2 Ef Tripical eða þjónustuveitandi Tripical getur ekki efnt samninginn vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna (force majeure). Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum er átt við aðstæður sem Tripical fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir og valda því að ómögulegt er að efna samning um ferð. Undir óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður falla (upptalningin er ekki tæmandi) verkföll og vinnustöðvanir, stríð, hryðjuverk, sjúkdómsfaraldur, óveður, náttúruhamfarir eins og eldgos, flóð og jarðskjálftar, ferðabönn, lokun landamæra og aðrar sambærilegar aðgerðir stjórnvalda.
6.4 Við aflýsingu ferðar samkvæmt 6.3 gr. á farþegi rétt á endurgreiðslu fargjalds innan 14 daga frá aflýsingu.
6.5 Tripical er heimilt en ekki skylt við aflýsingu ferðar að bjóða farþega aðra ferð sem er sambærileg að gæðum ef Tripical getur boðið slíka ferð. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er dýrari greiðir farþegi mismuninn og skal greiðslan innt af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar. Ef ferðin er ódýrari fær farþegi mismuninn endurgreiddan innan 14 daga frá breytingu bókunar.
7. Framsal bókanna
7.1 Áður en ferð hefst er ferðamanni heimilt að framselja bókun sína til annars einstaklings sem uppfyllir öll skilyrði viðkomandi samnings. Það er skilyrði að framsalið sé tilkynnt Tripical með hæfilegum fyrirvara og aldrei seinna en 14 dögum fyrir upphaf ferðar. Það er í öllum tilvikum skilyrði framsals að flutningsaðili eða aðrir þjónustuaðilar viðkomandi ferðar heimili framsal. Tripical ábyrgist ekki að þjónustuveitendur viðkomandi ferðar heimili framsal bókanna. Við framsal bókunar greiðist breytingargjald skv. verðskrá Tripical.
7.2 Hafi fargjald ekki verið greitt að fullu fyrir framsal bera framseljandi bókunarinnar og framsalshafi sameiginlega óskipta ábyrgð á greiðslu eftirstöðva fargjaldsins og öllum kostnaði sem af framsalinu leiðir.
7.3 Fyrir framsal ferðar greiðist breytingagjald samkvæmt gjaldskrá Tripical auk alls kostnaðar samkvæmt gjaldskrám þjónustuveitenda. Gjöldin skulu greidd áður en framsalið er framkvæmt í kerfum Tripical.
8. Heimild ferðamanns til að breyta eða afpanta ferð
8.1 Ferðamaður getur afpantað ferð innan 7 daga frá því honum er tilkynnt um breytingar á ferð gegn endurgreiðslu fargjalds í eftirfarandi tilvikum:
(a) ef breyting á ferð felur í sér verulegar breytingar á megineinkennum ferðarinnar eða
(b) ef verð ferðar er hækkað um meira en 8% samkvæmt 5.3 gr.
8.2 Sé um verulega breytingu á megineinkennum ferðar að ræða, aðrar en breytingar sem eru af völdum óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna, er farþega gefin kostur á því að afpanta ferð, sbr. 8.1.a gr. eða gera viðbótarsamning sem tilgreini breytingar á upphaflegri bókun og áhrif þeirra á fargjald og ferðaáætlun.
8.3 Ferðamaður getur afpantað ferð áður en ferðin hefst ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd ferðarinnar. Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) er átt við aðstæður sem eru ekki á valdi ferðamanns og ekki hefði verið hægt að komast hjá þótt gripið hefið verið til réttmætra ráðstafana. Við afpöntun af þessum ástæðum ber Tripical að endurgreiða fargjald að fullu. Það gildir þó ekki ef ferðamaður hefði við bókun ferðar mátt sjá fyrir framangreinda atburði eða ástand.
8.4 Ef ferð er afpöntuð í öðrum tilvikum en samkvæmt 8.1 gr. eða 8.3 gr. er afpöntun aðeins heimil gegn greiðslu afbókunargjalds vegna kostnaðar, óhagræðis og tekjumissis Tripical vegna afbókunarinnar. Staðfestingargjald er í engum tilvikum endurkræft við afpöntun ferðar.
8.5 Við afpöntun hópaferðar eða sérferðar er sá hluti fargjalds sem hefur verið greiddur óendurkræfur. Auk þess sem Tripical er heimilt að krefjast þóknunar vegna útlagðs kostnaðar Tripical til þjónustuaðila Tripical, svo sem vegna innáborganna vegna flugfars, leiguflugs, gistingar og annarrar þjónustu auk tekjumissis Tripical.
8.6 Við afpöntun einstaklingsferðar, sem er ekki hluti af hópaferð eða sérferð, er neðangreint afbókunargjald innheimt við afpöntun ferðar nema annað leiði af atvikum eða sé tilgreint í samningi Tripical við farþega eða í sérskilmálum:
(a) Ef ferð er afpöntuð með 90 daga fyrirvara eða meira er fargjald endurgreitt en ekki staðfestingargjald.
(b) Ef ferð er afpöntuð 30-89 dögum fyrir ferð er 25% af fargjaldi endurgreitt.
(c) Ef ferð er afpöntuð með skemmri frest en 30 dögum fyrir ferð fær farþegi enga endurgreiðslu.
8.7 Ef afpöntunarskilmálar þjónustuaðila Tripical ganga lengra en samkvæmt skilmálum þessum gildir sú regla sem lengra gengur.
8.8 Farþegi skal afpanta ferð með sannanlegum hætti. Nýti farþegi sér rétt til afpöntunar skal endurgreiðsla fargjalds, að frádregnu afbókunargjaldi, innt af hendi innan 14 daga frá afpöntun.
9. Ábyrgð farþega
9.1 Farþegi eða tengiliður hóps ber ábyrgð á því að upplýsingar um farþega séu réttar, svo sem um nafn, fæðingardag og aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að ljúka við bókun. Tripical ber ekki ábyrgð á því ef rangar upplýsingar eru veittar eða stafsetningarvillur eru í nafni farþega eða afleiðingum þess. Við nafnabreytingar eða leiðréttingar kunna þjónustuveitendur að innheimta breytingargjöld sem farþegum ber að greiða.
9.2 Það er á ábyrgð farþega að mæta til brottfarar í flug, siglingar, skoðunarferðir og aðra viðburði á þeim tíma sem tilgreindur er í ferðagögnum eða samkvæmt skilmálum flytjanda.
9.3 Farþegi er ábyrgur fyrir því að hafa gild ferðaskilríki meðferðis, s.s. vegabréf og vegabréfaáritun, eða önnur gögn eða vottorð sem áskilin eru í þeim löndum sem ferðast er til. Ef farþegi ferðast með börn ber hann ábyrgð á að hafa meðferðis ferðaskilríki vegna þeirra og önnur viðeigandi gögn.
9.4 Farþegi ber ábyrgð á því að hann hafi líkamlega og andlega heilsu til þeirrar ferðar sem hann gerir samning um. Þurfi farþegi á séraðstoð að halda vegna sjúkdóms eða fötlunar, s.s. er í hjólastól, blindur eða heyrnarlaus, skal farþegi tilkynna Tripical um að fyrir gerð bókunar. Er farþegum sem þurfa á séraðstoð að halda bent á að kynna sér skilmála flugfélaga og annarra þjónustuveitenda og þá þjónustu sem þeir veita. Ef farþegi er þungaður er viðkomandi einnig bent á að kynna sér skilmála flugfélaga um flutning þungaðra farþega. Ef farþegi veikist í ferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum sem Tripical verður ekki um kennt, en Tripical leitast við að aðstoðar farþega í slíkum tilvikum.
9.5 Tripical ráðleggur öllum farþegum sem ferðast á vegum félagsins að tryggja sig með ferðatryggingu fyrir óvæntum áföllum og tjóni.
9.6 Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þjónustuveitenda Tripical. Farþegar skulu hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem þeir ferðast til, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta reglum og skilmálum þjónustuveitenda. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er Tripical heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur Tripical.
9.7 Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu fargjalds eða kostnaðar eða til greiðslu skaðabóta ef hann uppfyllir ekki skilyrðin greinar þessarar.
10. Ábyrgðartakmarkanir
10.1 Tripical ber ekki ábyrgð á þeirri þjónustu sem ferðamenn kaupa sjálfir vegna ferðar sinnar án milligöngu Tripical.
10.2 Tripical áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum eða röngum upplýsingum sem rekja má til mistaka við innslátt, rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.
10.3 Tripical ber ekki ábyrgð á athöfnum eða athafnaleysi þjónustuveitenda gagnvart farþegum sem kann að leiða til tjóns nema um slíka ábyrgð sé mælt fyrir í lögum.
10.4 Tripical ber ekki ábyrgð á óvenjulegum eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) eða tjóni farþega sem leiðir af slíkum aðstæðum. Um skilgreiningu á óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum vísast til 6.3.2 gr.
10.5 Hugsanlegar kvartanir vegna ferðar skulu berast fararstjóra án tafa. Kvörtun skal jafnframt send skrifstofu Tripical skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.
10.6 Tripical áskilur sér rétt til að takmarka bótaskyldu sína og fjárhæð skaðabóta í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum og skilmálum þessum.
10.7 Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega nema ef vanefnd á framkvæmd samningsins verði rakin til vanrækslu Tripical. Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega sem verður rakið til athafna eða athafnaleysis farþegans sjálfs eða þriðja aðila. Ef ferð fullnægir ekki skilyrðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir Tripical.
11. Endurgreiðslur
11.1 Allar endurgreiðslur til farþega á fargjaldi í heild eða að hluta samkvæmt skilmálum þessum fer fram með endurgreiðslu inn á það kreditkort sem ferðin var greidd með. Sé korthafi annar en farþegi ber korthafinn ábyrgð á því að endurgreiða til farþegans.
12. Vinnsla persónuupplýsinga
12.1 Við gerð bókunar samþykkja farþegar að persónuupplýsingar þeirraverða notaðar í þeim tilgangi að veita þá þjónustu sem farþega hafa óskað eftir og að persónuupplýsingunum verði deilt til þjónustuveitenda. Tripical áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda farþega markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita farþega sem besta þjónustu. Nánar er fjallað um vinnslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefndu Tripical [linkur]
13. Sérskilmálar um hópabókanir
13.1 Til viðbótar við almenna skilmála Tripical gilda eftirfarandi sérskilmálar um hópabókanir.
13.2 Tengiliður hóps ábyrgð á því að upplýsa aðra farþega í bókuninni um ferðina, samning aðila og skilmála þessa. Tengiliður bókunar skal hafa heimild til þess fyrir hönd hópsins að annast samskipti vegna ferðarinnar við Tripical og semja við Tripical um skilmála ferðarinnar, greiðslur og önnur atriði fyrir hönd allra farþega í hópnum.
13.3 Tengiliður hóps ábyrgist að farþegaupplýsingar séu sendar til Tripical eigi síðar en 6 vikum fyrir upphaf ferðar og tekur það einnig til herbergjalista um hótel ef hótel hluti ferðar. Eftir að umræddum upplýsingum hefur verið skilað greiðist breytingargjald við allar breytingar á bókun.
13.4 Við framsal bókunar ef um hópaferð er að ræða er það skilyrði að tengiliður hópsins samþykki framsalið.
14. Sérskilmálar vegna Covid heimsfaraldurs
Þjónustukaupi lýsir því yfir að hann gerir sér grein fyrir að vegna COVID heimsfaraldursins eru uppi óvissuþættir sem varða ferðina, s.s. um opnun landamæra, flugsamgöngur, þjónustu á áfangastað og önnur atriði sem tengjast sóttvarnaraðgerðum og útbreiðslu faraldursins. Farþegi gerir sér grein fyrir af að þessu sökum kunna aðstæður og framkvæmd ferðarinnar að breytast frá því að bókun var gerð.
Tripical lýsir því yfir að ef ferðalög til áfangstaðarins verða ómöguleg, s.s. vegna lokunar á landamærum eða banns við ferðalögum, á áætluðum brottfarardegi þá verður fargjald að fullu endurgreitt. Farþegar hafa val um það hvort fargjaldið verður endurgreitt með inneignarnótu eða í peningum innan 14 daga frá afbókun ferðar.
Ef Tripical af öðrum ástæðum en að framan greinir, sem tengjast COVID heimsfaraldrinum, getur ekki framkvæmt samning þennan á áætluðum brottfarardegi, eða treystir sér ekki til þess vegna öryggis, heilsu eða velferð farþega, áskilur Tripical sér rétt til þess að afbóka ferðina og mun þá Tripical leitast við að gera tillögu að nýrri ferðadagsetningu sé það mögulegt. Í slíkum tilvikum skal þjónustukaupa standa til boða að færa ferðina á nýja dagsetningu sem Tripical samþykkir eða fá inneignarnótu fyrir þegar greiddu fargjaldi eða staðfestingargjaldi til að nýta síðar.
Athugið að þessir skilmálar eru tímabundin ráðstöfun og geta tekið breytingum.
15. Forfallagjald og skilyrði gildis þess
15.1 Öllum viðskiptavinum Tripical sem kaupa alferð í leiguflugi stendur til boða að kaupa sérstakt forfallagjald (á ekki við um siglingar og ýmsar sérferðir) og eru þá greiddar bætur eftir aðstæðum og tímasetningu forfalls. Komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð fæst ferð endurgreidd að fullu fyrir utan staðfestingargjald, forfallagjald og sjálfsábyrgð sem er í hverju tjóni.
15.2 Skilyrði fyrir að forfallagjald gildi: Farþegi forfallast vegna stórvægilegra líkamsmeiðsla af völdum slyss, veikinda, þungunar, barnsburðar enda vottað af hæfum starfandi lækni.
Farþegi andast eða mjög náinn ættingi andast.
Framangreind atvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afpanta fyrirhugaða ferð. Tripical áskilur sér rétt til að kalla til sinn trúnaðarlækni vegna einstakra tilfella.
16. Lög og varnarþing
16.1 Um skilmála þessa og allar ferðir á Tripical gilda íslensk lög. Ágreiningsmál út af skilmálum þessum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þjónustuverðskrá
Bókunargjald………………………… kr. 3.800. Þjónustugjald á mann vegna farbókunar í síma eða á skrifstofu.
Afgreiðslugjald……………………….kr. 2.800. Bókanir á annarri þjónustu en innifalin er í ferð, ef keypt er flug. Farmiðabókun með lest, ferju og bílaleigubíl. Bókun á gistirými: Hótel, íbúð og sumarhús. Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir: Útvegun á vegabréfsáritun. Afmæliskveðjur og skilaboð. Bókun á annarri þjónustu en þeirri sem innifalin er í ferð. Afgreiðslugjald greiðist pr. bókun og er óendurkræft.
Breytingagjald……………….……….kr. 20.000. Breyting á farseðli. Framsal bókunar (nafnabreyting). Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð. Bókun á gistingu og annarri þjónustu (ef ekki er keypt flug). Breytingagjald er óendurkræft.
Breytingagjald vegna breytinga á ferð kr. 20.000 Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Ef þarf að færa ferð eða breyta ferð leggst breytingargjald á. Breytingagjald er óendurkræft.
Auka breytingagjald vegna breytinga á ferð.. kr. 20.000 Tripical áskilur sér rétt til að rukka auka breytingargjald vegna breytinga á ferðum sem krefjast mikillar vinnu. Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Auka breytingagjald er óendurkræft.
Tilboðsgjald…………………….……kr. 5.000. Fyrir ráðgjöf og vinnu að tilboði vegna sérstakra ferða annarra en þeirra sem lýst er í bæklingum eða auglýsingum. Beiðni um tilboð skal lögð inn skriflega. Sé tilboða óskað til fleiri en eins áfangastaðar er greitt sérstaklega fyrir hvern viðbótarstað. Tilboðsgjald er óendurkræft nema tilboði sé tekið.
Forfallagjald (11ára+)…………………kr. 7.000
Forfallagjald (barn, 2–11 ára)……..kr. 3.800. Farþegum sem kaupa alferð í leiguflugi Tripical stendur til boða að greiða sérstakt forfallagjald við staðfestingu ferðar (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur, komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð af tilteknum orsökum (sjá upplýsingar í skilmálum Tripical). Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni.
Sjálfsábyrgð v/forfalla- í hverju tjóni (á mann)………………….kr. 6.000
Staðfestingargjald……………………kr. 40.000. Vegna staðfestingar á farpöntun. Staðfestingargjald er aðeins afturkræft innan viku frá því að pöntun er gerð. Staðfestingargjald í siglingum og sérferðum er annað og er það þá sérstaklega tilgreint í kynningu viðkomandi ferða. Staðfestingargjald í siglingum er óendurkræft frá staðfestingu pöntunar. Fullnaðargreiðsla vegna siglinga þarf að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför.
Hotel Sadova 4* -Eða sambærilegt
Hotel Sadova er staðsett á Pomerania-svæðinu í Gdańsk, í 3 mínútna göngufjarlægð frá smábátahöfninni í Gdańsk og býður upp á gufubað ásamt heilsuræktarstöð. Hótelið er með innisundlaug og gestir fengið sér drykk á barnum. Ókeypis WiFi er hvarvetna á gististaðnum og það eru ókeypis einkabílastæði á staðnum.
Öll herbergin eru búin flatskjá. Herbergin eru með sérbaðherbergi. Aukreitis eru til staðar ókeypis snyrtivörur og hárþurrka.
Gististaðurinn er með sólarhringsmóttöku.
Græna hliðið Brama Zielona er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Hotel Sadova og sjóminjasafnið Centralne Muzeum Morskie er í 700 metra fjarlægð. Næsti flugvöllur er Gdansk Lech Walesa-flugvöllurinn en hann er 13 km frá Hotel Sadova.
Hótelið fær 8.8 í einkunn á booking.com og 9.3 í einkunn fyrir staðsetningu
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 199.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði 229.990 kr
PURO Gdańsk Stare Miasto 4* -Eða sambærilegt
Puro Gdansk Stare Miasto er staðsett í miðbæ Gdansk sem er aðeins í 150 metra fjarlægð frá Green Gate og í 300 metra fjarlægð frá Long Market. Gististaðurinn státar af veitingastað og býður upp á ókeypis WiFi-netaðgang og ókeypis reiðhjól.
Herbergin á þessu nútímalega hóteli eru loftkæld og eru útbúin með iPad-spjaldtölvu og flatskjá. Sérbaðherbergið er með sturtu, hárþurrku og ókeypis snyrtivörur. Gestir geta fengið sér heita drykki að kostnaðarlausu.
Puro Gdansk Stare Miasto veitir flýtiinnritunar-og flýtiútritunarþjónustu ásamt sólahringsmóttöku og fundaraðstöðu. Boðið er upp á þvotta- og strauþjónustu.
Fyrir þá sem hafa áhuga á skoðunarferðum er hótelið í 350 metra fjarlægð frá Artus Court, 400 metrum frá ráðhúsinu og 1,2 km frá National Museum. Gdansk Lech Walesa-flugvöllur er í 17 km fjarlægð.
Hótelið fær 9.0 í einkunn á booking.com og 9.5 í einkunn fyrir staðsetningu
Verð á mann í þríbýli með morgunverði 209.990 kr
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 214.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði 254.990 kr
Hampton By Hilton Gdansk Old Town 3* -Eða sambærilegt
Hampton By Hilton Gdansk Old Town er staðsett í Gdańsk, í 2 mínútna göngufjarlægð frá gosbrunninum Fontanna Neptuna og státar af heilsuræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn, ráðstefnumiðstöð og veitingastað. Gistirýmið býður upp á ókeypis WiFi og sólarhringsmóttöku.
Daglega er boðið upp á léttan morgunverð og morgunverðarhlaðborð á morgunverðarsvæðinu. Hótelið er einnig með stofusvæði ásamt ókeypis vinnusvæði sem er opið allan sólarhringinn og er með aðgang að tölvu og prentar.
Öll herbergin eru reyklaus og með loftkælingu. Einnig er boðið upp á snarlbar sem er opinn allan sólarhringinn og bílastæði í bílageymslu.
Næsti flugvöllur er Gdansk Lech Wałęsa-flugvöllurinn en hann er 12 km frá gististaðnum. Dworzec Główny-lestarstöðin er í 900 metra fjarlægð en verslunarmiðstöðin Galeria Bałtycka er 5 km frá hótelinu.
Hótelið fær 9.0 í einkunn á booking.com og 9.8 í einkunn fyrir staðsetningu
Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 234.990 kr
Verð í einbýli með morgunverði 284.990 kr
Pólland
Land sem vert er að skoða!
Flestir Íslendingar þekkja eitthvað til Póllands, en við hjá Tripical viljum þar bæta um betur og hvetjum fólk til að ferðast og skoða þetta fallega land, ásamt því að kynna sér magnaða sögu þess. Pólland er sjötta fjölmennasta ríki Evrópu og með landamæri að Þýskalandi, Tékklandi, Litháen og Rússlandi. Landið á strönd að Eystrasalti, þar sem árnar Odra og Visla renna í sjó.
Árið 1795 var Póllandi skipt á milli Prússlands, Rússlands og Austurríkis. Það fékk sjálfstæði að nýju sem lýðveldi árið 1918, en í september 1939 var landið hernumið af Þjóðverjum og Sovétmönnum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar, þar sem yfir sex milljónir Pólverja féllu í valinn. Eftir stríð lenti Pólland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldið Pólland var stofnað. Landamæri þess voru þá töluvert frábrugðin frá því fyrir stríð, fyrrum pólsk svæði í austri tilheyrðu nú Sovétríkjunum og í staðinn fékk Pólland stór landssvæði frá hinu fallna Þýskalandi. Stjórn kommúnista ríkti allt þar til henni var bolað frá árið 1989 og þriðja pólska lýðveldið stofnað.
Almennar upplýsingar:
- Fjöldi íbúa: 38.634.007
- Stærð að flatarmáli: 312.679 km²
- Opinbert tungumál: Pólska
- Gjaldmiðill: Pólskt Slot
- Hitastig: 19°-30° yfir sumartímann
- Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi
Þríborgin: Gdansk, Sopot og Gdynia
Gdansk
Á norðurhluta landsins, við Eystasaltið, tengjast þrjár pólskar borgir, og eru oft nefndar Þríborgin (e. Tricity). Þetta eru Sopot, Gdynia, og Gdansk sem er þeirra stærst og þekktust. Gdansk er fjórða stærsta borg landsins og staðsett við upptök árinnar Motlawa, sem rennur meðfram litríkum hafnarhúsum bæjarins. Saga Gdansk er afar merkileg, en 1. september árið 1939 hófst orrustan við Westerplatte milli Póllands og Þýskalands í upphafi seinni heimstyraldarinnar. Pólland varð einnig fyrir miklum áhrifum frá Kalda stríðinu svokallaða. Einræðishyggja kommúnista varð til þess að í skipasmíðastöðvum þríborgarinnar kviknaði hin svonefnda Solidarity hreyfing, en hún átti sinn þátt í falli kommúnismans í Austurblokkinni, falli Berlínarmúrsins og endaloka Sóvétríkjanna.
Afar öflugt menningar- og listalíf er að finna í Gdansk, en götur borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta markaði, listasýningar og aðra skemmtilega viðburði stóran hluta sumarsins.
Sopot
Sopot er vinsæll áfangastaður, ekki síst fyrir strendur sínar, en bærinn er staðsettur sunnan við Eystrasaltið, milli Gdynia og Gdansk og með íbúafjölda í kringum 40.000. Þar er mikið úrval af ýmis konar heilsulindum sem bjóða upp á fjölbreyttar spa meðferðir og dekur. Lengsta trébryggja í Evrópu er í Sopot, en hún nær um 515 metra út á haf. Borgin er einnig þekkt fyrir alþjóðlega söngvakeppni sína, Sopot International Song Festial, sem er einn stærsti söngviðburður Evrópu á eftir Júróvisjon.
Gdynia
Um aldir var Gdynia lítið þorp við Eystrasaltið, þar sem lögð var stund bæði á landbúnað og sjávarútveg. Í byrjun 20. aldar tók ferðamannastraumur þangað að aukast til muna, og íbúafjöldi jókst í kjölfarið. Þegar Pólland öðlaðist sjálfstæði 1918 var ákvörðun tekin um að byggja þar höfn og í dag hefur Gdynia þróast úr litlum sjávarbæ í mikilvæga hafnarborg, með heimsborgar yfirbragði og nútímalegum arkitektúr. Þessi þróun stöðvaðist þó í seinni heimstyröldinni, þegar hafnarsvæði og skipasmíðastöð urðu fyrir sprengingu og eyðulögðust. Í stríðslok hófst endurbygging á ný. Í dag er Gdynia vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa og lúxussnekkja. Borgin hýsir auk þess stærstu kvimyndahátíð landsins, Gdynia Film Festival.
Varsjá
Höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta þéttbýli landsins. Varsjá stendur við ánna Vistula í mið-austur Póllandi, í um 260 km fjarlægð frá Eystrasaltinu. Þar búa um 1,75 milljónir, sem gerir hana að níundu fjölmennustu borg Evrópusambandsins. Varsjá er líflegur staður og hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem menningar-, stjórnmála- og efnahagsmiðstöð í Evrópu, auk þess sem hún hefur stimplað sig inn sem menningarhöfuðborg Austur-Evrópu, með öflugu listalífi, spennandi klúbbasenu og hágæða veitingastöðum.
Vegna sögu sinnar hefur Varsjá verið nefnd Fönixarborgin, en í gegnum aldirnar hefur hún gengið í gegnum mikil átök, stríðsdeilur og innrásir. Eftir síðari heimsstyrjöldina fór borgin í gagngerar endurbætur og uppbyggingu en stríðið jafnaði um 85% hennar við jörðu. Gamli miðbæjarkjarninn er afar glæsilegur og býr yfir mikilli sögu, en hann var listaður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1980. Aðrir merkir staðir eru t.a.m. Kastalatorgið (Plac Zamkowy), dómkirkjan (St. John’s Archcathedral), markaðstorgið (Old Town Market Square – Rynek Starego Miasta), sem og aðrar litríkar hallir og kirkjur.
Kraká
Næststærsta og jafnframt elsta borg Póllands. Kraká stendur einnig við árbakka Vistula, en saga borgarinnar nær aftur til sjöundu aldar. Hún var höfuðborg landsins til ársins 1589, þegar Varsjá tók við því kefli. Kraká gegnir mikilvægu efnahagslegu hlutverki fyrir Pólland og slavnesku nágrannalöndin. Íbúafjöldi er um 760.000, en u.þ.b. 8 milljónir búa í 100km radíus við borgina. Þá hefur Kraká endurheimt stöðu sína sem akademískur miðpunktur landsins, eftir stofnun nýrra háskóla og menningarmiðstöðva.
Eftir innrásina í Pólland í upphafi seinni heimstyraldarinnar varð Kraká gerð að höfuðborg þýsku nasistastjórnarinnar. Gyðingar sem þar bjuggu voru neyddir inn á svæði afgirt steinveggjum, þaðan sem þeir voru fluttir í nálægar úrýmingabúðir, þeirra þekktust er Auschwitz. Gamli bærinn í Kraká er friðlýstur af UNESCO. Borgin er oft nefnd sem ein sú fallegasta í Evrópu, og situr víða á toppi lista yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum. Byggingastíll endurreisnarinnar í bland við gotneskan barokk arkitektúr gerir Kraká afar sérstaka, en ólíkt Varsjá varð borgin ekki fyrir teljandi skemmdum í stríðinu. Árið 2000 var Kraká valin menningarhöfuðborg Evrópu.