Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Gestgjafaumsókn
Tripical
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Gestgjafaumsóknir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Andorra - Svæðið
  • Dagskrá

Skíðaferð: Andorra – Nýr magnaður skíðaáfangastaður

Lengd ferðar:
8 dagar / 7 nætur
Land:
Andorra
Gjaldmiðill:
EUR

Enn á ný skrúfa Daddi Disco og Níels Hafsteinsson saman vetrargleðina upp um nokkra styrkleikaflokka. Á einum af uppáhalds áfangastað okkar allra hjá Tripical, í Pýreneafjöllunum. Fyrir utan hæfilega blöndu af hreyfingu og gleði í brekkunum er ekki síður tekið á því þegar degi hallar. Helstu Aprés ski staðirnir eru hertekinir, barir heimsóttir, veitingastaðir og skemmtistaðir skoðaðir, enda auðvelt að hvílast bara síðar.

Andorra er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það velur sér vetraráfangastað en þessi sólríki staður sem lúrir milli Spánar og Frakklands á sér langa sögu í þjónustu við ferðamenn, sérstaklega á veturna. Svæðið er án efa einn heppilegasti áfangastaðurinn fyrir blandaða skíðahópa. Dagskráin er svo sniðin að þörfum þeirra sem vilja skíða OG hafa gaman. Náttúrufegurðin, girnilegur matur, töfrandi viðmót heimafólks, hagstætt veður og svo lágt verðlag gera dvölina ógleymanlega. Beint flug er á Barcelona með Norwegian Airlines og ferðast í rútu í tvo og hálfan tíma um fallegar sveitir Katalóníu. Við bentum væntanlegum gestum okkar á að velta fyrir sér ýmsum möguleikum á að blanda dvöl í Barcelona saman við vetrarfrí í fjöllunum.

Einn stærsti kostur Andorra er að þar geta verið saman mjög blandaðir hópar fólks. Þannig getur fólk með mis mikla reynslu af skíða- eða brettaiðkun rennt sér saman. Meira að segja þeir sem aldrei hafa farið á skíði eða eru óvanir fá bara kennslu við hæfi og mæta oftast í fjallið síðari hluta dvalarinnar og renna sér með hinum. Þrátt fyrir að státa af 210 kílómetra af brekkum og 71 lyftu eru Grandvalira skíðasvæðið og þorpin í Andorra tilvalinn áfangastaður þeirra sem vilja upplifa í fyrsta skipti af eigin raun það sem margir kalla bestu fríin. Það er meira að segja nóg um að vera fyrir þá sem vilja koma með en sleppa því að fara í fjallið.

  • SKI_PARELLA_ (5)
  • mcn_140312_4979_Grandvalira_el_Tarter_5
  • GRANDVALIRA_RESTAURANTS VODKA BAR
  • GRANDVALIRA_RESTAURANTS (9)
  • GRANDVALIRA_RESTAURANT VOZKA BAR
  • Fotos del dia. Sector Tarter
    Grandvalira;
  • GRANDVALIRA_RESTAURANT CALABASSA (2)
  • GRANDVALIRA_RESTAURANT ABARSET
  • GRANDVALIRA_LANDSCAPE (4)
  • GRANDVALIRA_LANDSCAPE (2)
  • GRANDVALIRA_LANDSCAPE (1)
  • GRANDVALIRA_FAMILY (4)
  • GRANDVALIRA_FAMILY (2)
  • GRANDVALIRA_CLASSE PARTICULAR (4)
  • GRANDVALIRA_CLASSE PARTICULAR (3)
  • GRANDVALIRA_CLASSE PARTICULAR (2)
  • Sessió de fotos activitats esportives a Grau
  • Sessió de fotos activitats esportives a Grau
  • Sessió de fotos activitats esportives a Grau
  • GRANDVALIRA SKI MOUNTAIN (1)
  • erv_20140121_8383_snowboard_grandvalira

Gistimöguleikar í Andorra

Xalet Montana***

  • xaletmontana_front
  • xaletmontana_herbergi_4
  • xaletmontana_bad
  • xaletmontana_spa
  • xhaletmontana_pool
  • xhaletmontana_herbergi_2
  • xaletmontana_herbergi
  • xaletmontana_bar
  • _HOTEL MONTANA. BOOKING (16)_preview
  • _HOTEL MONTANA. BOOKING (49)_preview
  • HOTEL MONTANA
  • HOTEL MONTANA
  • 088

Það er fátt sem stenst samanburð við Montana þegar tekið er mið af öllu í senn, verði, gæðum, hagræði og þægindum. Hótelið stendur aðeins 200 m frá inngangi kláflyftunar í Soldeu. Hótelið er sjarmerandi, hreinlegt og þægilegt. Hótel hefur verið rekið á þessum stað frá 1939 og var Montana reist á grunni fyrra hótels en ásamt því rekur sama fjölskylda skemmtilegt hótel hinum megin götunnar.

Herbergin eru rúmgóð og látlaust innréttuð. Gestir hafa gefið hótelinu mjög háa einkunn á sjálfstæðum bókunarsíðum og keppast við að hæla vinarlegu starfsfólki fyrir hreinlæti, hugulsemi og góða þjónustu. Anddyrið og matsalur eru í sígildum alpastíl. Góður pizzastaður er í næsta húsi og fjöldi annara í göngufæri. Á hótelinu er gufubað, heitur pottur og lítil sundlaug þar sem hægt er að slaka á og láta þreytuna renna úr sér eftir góðan dag í fjallinu gegn vægu gjaldi. Gestir greiða vægt gjald fyrir afnot af slopp og inniskóm. Á hótelinu er geymsla fyrir búnað en einnig bjóða þeir aðgang að læstum skápum í anddyri Soldeu kláfsins.

 

Sport Hotel****

  • 48528038266_063c6ec80a_k
  • Eric ROSSELL VELA
  • 48528046546_a5020c66ed_k
  • Eric ROSSELL VELA
  • 48528195242_e4d60d2de7_k
  • 48528048316_6cd9101674_k
  • 48528455261_1ae15f5b4a_k
  • 48528454646_ca498efcd8_k
  • 48528557707_abce61dc44_k
  • 48528439686_487e433254_k

Hótelið er byggt í sígildum alpastíl þar sem notast er mikið við náttúleg efni. þegar inn er komið blasir við stór forstofa þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Úr andyrinu er hægt að labba yfir í heilsulindina hinu megin götunnar um sérstök undirgöng þannig að hægt er að skjótast yfir á sloppnum og inniskónum sem þeir útvega. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og allt starfsfólkið faglegt eins og glöggt kemur fram í einkunnargjöf gesta. Herbergin eru sígild og í anda þess tíma er hótelið var byggt. Sport Hotel er hluti af keðju hótela sem eru öll í Soldeu, þar á meðal Hermitage sem er vandaðasti 5 stjörnu gistimöguleikinn á staðnum, Sport Hotel Village og Sport Hotel Residence. Það verður enginn svikinn af því að gista á Sport Hotel. Gestir fá einnig smá afslátt af Wellness Center, risastórri heilsulind á 5 hæðum, sem er hluti af Hermitage hótelinu. .

Hótelið er með ríkulegan morgunmat og eins kvöldmat fyrir þá sem það kjósa. Á staðnum er líkamsræktarsalur. Um það bil 100 metra gangur er að Soldeu kláfnum og þar er gestum Sport Hotel veittur endurgjaldslaus aðgangur að læsanlegum skápum fyrir skíðin/bretti og þarf því ekki að halda á þeim heim og af hóteli.

 

Park Piolets Mountain Hotel and Spa****

  • 3_pioletsparkspa
  • 4_pioletsparkspa
  • 5_pioletsparkspa
  • 7_pioletsparkspa
  • 9_pioletsparkspa
  • 13_pioletsparkspa
  • HOTEL PIOLETS PARK
  • 31_pioletsparkspa
  • 32_pioletsparkspa
  • 33_pioletsparkspa
  • 34_pioletsparkspa
  • 38_pioletsparkspa
  • 52_pioletsparkspa
  • 54_pioletsparkspa
  • 55_pioletsparkspa

Hótelið er mjög rúmgott og sumarið 2019 var farið í gagngerar endurbætur á ýmsum þáttum sem gera dvöl gesta ennþá ánægjulegri eins og t.d. heilsulindinni. Park Piolets stendur aðeins frá Soldeu kláfnum eða um 600 metra en bjóða skutlur á fimm mínútna fresti sem ganga á meðan skíðasvæðið er opið. Aðeins tekur tvær mínútur að komast að kláfnum í Soldeu en fimm mínútur tekur að aka niður að El Tarter. Mikil metnaður er lagður í að láta gestum líða vel, maturinn er afbragð og fyrir utan veglegan hlaðborðsveitingastað hótelsins er þar yndislegur kínverskur matsölustaður. Tekið skal fram að myndirnar hér að ofan eru teknar áður en framkvæmdir hófust og gefa því mögulega ekki alveg rétta mynd af hótelinu sem ber fjórar stjörnur.

Gestir láta vel að dvölinni og gefa því hæstu einkunn fyrir þjónustu, hreinlæti, hjálpsemi, staðsetningu, útsýni og alla aðstöðu. Rúmgóður bar eða lounge er að finna á jarðhæðinni með útsýni yfir fjöllin og skíðasvæðið hinu megin í dalnum. Gjarnan er minnst á stærð herbergjanna, kraftmikla sturtu, aðgengi að heilsulind, heitum potti sem er útivið og aðstöðu fyrir börn en hótelið er vinsælt hjá barnafólki.

Á hótelinu er lítil skíðaleiga en ekki er mælt með að treysta því að þar sé hægt á fá búnað á pari við væntingar. Á staðnum er geymsla fyrir útbúnað sem hægt er að nota gegn vægu gjaldi.

 

Sport Hotel & Spa HERMITAGE*****

Það er engu til sparað á Hermitage hótelinu. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja enda gríðarlegum metnaður viðhafður í hvívetna. Inngangurinn lætur ekki mikið yfir sér en það sést langar leiðir að þetta hótel er skörinni ofar en önnur í Soldeu. Byggingarefni er allt mjög nútímalegt en samt svo í takt við umhverfið. Vandaður viður er ráðandi og andinn einstakur. Herbergin eru öll svítur en af nokkrum gerðum, þau minnstu rétt um 40 fm. Í þeim öllum er  að finna allt það sem framsækið lúxushótel getur státað af og meira til. Gestir geta valið um koddagerð, öll rúmföt eru úr vandaðri egypskri ull og þannig mætti lengi telja. Frá öllum herbergjum er einstakt útsýni yfir brekurnar í Soldeu.

Í sömu byggingu eru alls 8 veitingastaðir, þar af einn sem ber Michelinstjörnu. Staðirnir eru allir nema einn, opnir fyrir almenning. Frábær bar er svo inn af móttökunni og í hinum endanum er 5000 fermetra heilsulind á fimm hæðum. Á hótelinu er geymsla fyrir útbúnað.


Ein nótt í Barcelona

Þeir sem vilja leggja af stað frá Andorra til Barcelona á föstudagsmorgni, og njóta þessa að eiga einn dag í þessari fallegu borg, áður en haldið er heim til Íslands.  Fyrir nánari upplýsingar sendið tölvupóst á hallo@tripical.is .

Gist verður á Boutique Hotel H10 Montcada***  og Hotel Barcelona Catedral**** . Hótelin eru vel staðsett í miðbæ Barcelona, í göngufæri við flotta tapas staði, Römbluna og allt það sem Barcelona hefur upp á að bjóða.

Boutique Hotel H10 Montcada***

  • 14-7-16_Terraza-de-dia_0023
  • 14-7-16_Terraza-de-dia_0012
  • 14-7-16_Terraza-de-dia_0003
  • Restaurante-B-Topic-2
  • Restaurante-B-topic-3
  • Vista-comedor-y-Buffet-1
  • Detalle-Buffet-2
  • Detalle-Buffet-11
  • Detalle-Buffet-7
  • Habitacion-doble-standard-cama-matrimonio
  • Double standard room with twin beds
    Double standard room with twin beds
  • Habitacion-doble-Top-View-Santa-Maria-del-Mar
  • HMDetalle-Nespresso
  • H10-Montcada-gastronomia

Hotel Barcelona Catedral****

 

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Einstakt veðurfar suðurhluta Pýreneafjalla
  • favorite
    Skipulögð dagskrá í fjalli og bæ
  • favorite
    Maturinn, þjónustan, gestrisnin og dásamlegt viðhorf heimafólks
  • favorite
    Tilvalið fyrir blandaða hópa

Innifalið í verði

  • Flug
  • 2 Innritaðar töskur (20 kg per tösku) + handfarangur (10kg)
  • Gisting í 7 nætur (aðbúnaður og þjónusta er mismunandi milli gististaða)
  • Aðgengi að gestgjöfum og aðstoð allan sólarhringinn
  • Skipulagðar ferðir um Grandvalira skíðasvæðið
  • Skipulögð dagskrá á kvöldin
  • Aðstoð við kaup á lyftukortum
  • Aðstoð við leigu á búnaði
  • Aðstoð við að finna kennslu við hæfi
  • Aðstoð við borðapantanir á veitingahúsum
  • Öll almenn aðstoð
  • Kynningarfundur fyrir brottför

Tekið skal fram að farþegar ferðast á eigin ábyrgð.

Ekki innifalið

  • Rúta til og frá flugvelli í Barcelona
  • Leigubíll frá hóteli í Barcelona á flugvöll (þeir sem kjósa að gista eina nótt í Barcelona)
  • Fluginnritunargjald fyrir búnaði (11450 kr per innritaða skíðatösku/brettatösku samtals báðar leiðir)
  • Lyftukort
  • Allar veitingar
  • Annað sem ekki er skilgreint sem innifalið

Andorra

Andorra er rétt um 480 ferkílómetrar að stærð og þar búa 78 þúsund manns. Stærðin er svona eins og Reykjavik, Kópavogur og Garðabær til samans. Hægt er að ganga í kringum Andorra á 5 dögum! Til landsins koma árlega þrjár og hálf milljón ferðamanna sem gista tvær eða fleiri nætur en auk þeirra detta inn aðrar fimm milljónir í dagsferðir frá Frakklandi og Spáni. Ferðaiðnaðurinn er allra stærsta tekjulind þjóðarinnar og þar er mikil fagmennska.

Andorra er eitthvað svo passleg. Frá Spáni er fyrst komið til höfuðborgarinnar, Andorra de Vella í rétt rúmlega 1.000 metra hæð og brunað áfram inn dal sem teygir sig alla leið að landamærum Frakklands. Við tekur nokkru hækkun á 8 km leið yfir til Encamp sem liggur í 1.250 metra hæð. Þaðan liggur Funicamp kláflyftan upp á skíðasvæðið. Ekki er hægt að renna sér alla leið til baka og er þá kláfurinn tekinn niður í bæ.

Frá Encamp liggur svo leiðin til Canillo sem er rúma fimm kílómetra í burtu og þangað er umtalsverð hækkun eða upp í 1.525 metra. Kláflyfta gengur úr þorpinu og upp á skíðasvæðið. Hægt er að renna sér niður í bæinn. Næst, 10 kílómetra frá Canillo er smáþorpið El Tarter í 1.750 metra hæð. Þar eru bæði afkastamikil kláfferja og stólalyfta að ógleymdum aðal Aprés Ski barnum Aberset. Þar er dansað á útipalli langt fram á kvöld, flöskuborð, útibarir, og matur.

Þrem kílómetrum ofar í dalnum er svo heimavöllur Tripical, Soldeu, sem stendur í 1.800 metra hæð. Hér er fjöldi hótela, ágætir barir, veitingastaðir af öllum gerðum og stærðum. Allt umkringir þetta kláflyftuna sem ferjar fólk upp á svæðið. Fallegt þorp sem fékk umtalsverða andlitslyftingu sumarið 2019. Heil umferð heimsbikarmótsins í skíðaíþróttum fór fram í Soldeu árið 2019 og var nýlega tilkynnt að lokaumferðin, eða úrslitin, fari þar fram 2023. Hér er Michelinstjörnustaður, stjörnum prýddir Michelinkokkar og staðir sem fá meðmæli Michelin. Yndislegir pizzastaðir, kaffihús og svo auðvitað barir. Mörg hótelana eru með opið fyrir almenna gesti á veitingastaðina sína. Stjarna er Hermitage hótelið en sömu aðilar reka Sport Hotel, Sport Hotel Village og Sport Hotel Residence.

Efst í dalnum, sex kílómetrum ofar, í 2.120 metrum er svo Rauða hlíð eða Grau Roig. Þar er bara eitt hótel og nokkrir veitingastaðir en margar lyftur eru í dalnum sem þjóna tengihlutverki fram og til baka yfir í síðasta bæinn sem myndar Grandvalira svæðið. Hér eiga til að myndast 5 mínútna raðir í tvær lyftur yfir háannatímann þegar fólk er að færa sig milli svæða.

Alveg við landamæri Frakklands er svo Pas De La Casa eða Skrefið heim. Þetta er nokkur stórt þorp í 2.100 metra hæð, jafnvel hægt að kalla þetta bæ með mikið gistirými, fjölda lyfta og mikið af verslunum. Hér er að finna ódýrustu gistinguna og ekki óalgengt að þarna séu stórir hópar af ungu fólki sem leigir íbúðir, drekkur mest heima og er lengi úti. Það er því oft líflegt á götum bæjarins fram undir morgun. Pas De La Casa liggur alveg á landamærunum og mikill ys og þys sem fylgir umferðinni í útjaðrinum.

Skíðasvæðið

Grandvalira skíðapassinn veitir aðgang að samtals 210 kílómetrum af samtengdum vel merktum brekkum af ýmsu tagi, en litakerfi er notað til aðgreiningar. Grænar brekkur eru fyrir algjöra byrjendur. Bláar brekkur eru auðveldar, þær rauðu meiri áskorun og þær svörtu mest krefjandi. Á þeim svæðum sem gestir hafa aðgang að er skiptingin þannig að rúmlega 10% eru byrjendabrautir, tæplega 40% (88 km) eru bláar brautir sem eru auðveldar, rauðar brautir eru rúmlega 20% (42 km) og hæfa lengra komnum en eru færar flestum. Svartar brautir eru samtals 17 km og eru eingöngu ætlaðar þaulvönum. 71 lyfta sér um að flytja gesti hratt og örugglega á áfangastað. Samanlögð flutningsgeta er 111.478 manns á hverri klukkustund. Allar lyftur eru nýjar eða nýlegar og hannaðar með öryggi og þægindi að leiðarljósi. Ef það myndast raðir er biðin aldrei lengri en 5 mínútur. Á þetta nánast eingöngu við lyftur sem flytja fólk milli svæða. Raðir eru þó ekki í neinni líkingu við það sem fólk þekkir á Íslandi.

Mjög auðvelt er að átta sig á svæðinu og merkingar eru mjög góðar. Ef einhver villist er bara í uppsiglingu frábært ævintýri því mjög vel er gætt að gestum og allar brekkur enda jú bara við einhverja lyftuna sem flytur fólk upp á ný þar sem það kemst aftur á leið. Í flestum tilfellum eru tvær eða fleiri mis krefjandi leiðir niður.

Á tveim þriðju hlutum svæðisins eru snjóalög tryggð með framleiddum gæðasnjó alveg frá því seint í nóvember. Við það bætist svo náttúruleg ofankoma. Það er því alltaf hægt að skíða. Meðalfjöldi sólardaga á ári í Andorra er 300.

Þegar komið er upp úr þorpunum blasir við víðernið, sólbakaðar brekkur og heiður himinn. Yfirþyrmandi fegurð sem auðveldlega grætir. Þægilegir kláfarnir Funicamp, Canillo, El Tarter og Soldeu, ásamt nokkrum stólalyftum flytja fólk úr þorpunum en þeir byrja að ganga kl. 8:30 á morgnanna. Þaðan er svo hægt að þræða sig um vel merktar brautir við allra hæfi. Í brekkunum er fjöldi veitingastaða þar sem tilvalið að fá sér saman hressingu eða heila máltíð. Skipulögð ferð gestgjafa um svæðið fyrsta daginn hjálpar fólki að átta sig.

Svæðin upp af hverju þorpi fyrir sig og svo toppsvæðið þarf fyrir ofan bjóða endalausa möguleika hvort sem fólk vill ferðast milli tinda og dala eða bara halda sig við sína uppáhalds brekku. Af öllum tindum eru í boði mismunandi erfiðar brekkur. Fjöldi veitingastaða er í fjallinu og þeir sem renna sér fá fljótt á tilfinninguna að vel sé hugsað út í þægindi og auðvelt aðgengi þannig að úr verði hæfileg blanda af skemmtun og hreyfingu.

Gestgjafar bjóða upp á kynningarferð fyrsta daginn þar sem farið verður yfir allt svæðið. Sú ferð er tilvalin til að kynnast staðháttum, læra grunnleiðir og fá góða tilfinningu fyrir hlutunum.

Fjallaskíðafólk hefur skinnað upp á ýmsum stöðum en traustir aðilar bjóða ferðir og námskeið fyrir þá sem hafa nú þegar fengið fjallaskíðabakteríuna eða vilja prófa. Nokkuð er um ótroðnar brautir og mikið um utanbrautaskíðamennsku á svæðinu.

Norðurdalur, Vallnord Es Mes er annað skíðasvæði sem er þekkt fyrir ótroðnar brautir. Þar eru rétt um 63 kílómetrar af brautum, 31 lyfta og 42 brautir. Það tekur 45 mínútur að keyra þangað yfir og þar er sér lyftukort.

Dagskrá

  • add Laugardagur – Um Barcelona til Andorra

    Í Keflavík

    Mælt er með að farþegar innriti sig tveim og hálfum til þrem tímum fyrir brottför. Brottför er kl. 12:20 en þá er lítil umferð um flugvöllinn. Vegna bretta-og skíðabúnaðar tekur innritun lengri tíma en venjulega. Á skjá í brottfararsal eru upplýsingar um hvaða innritunarborð er í notkun. Leitið að nafni áfangastaðar (BARCELONA) og númeri innritunarborðs. Flogið er með Norwegian Airlines. Haldið þangað með allan farangur.

    Við innritun þarf að framvísa vegabréfi. Settir eru töskumiðar á farangur, bæði töskur og búnað. Þegar tekið hefur verið á móti farangri við innritunarborð þarf að fara með búnaðinn þangað sem farangur í yfirstærð er afhentur, innst í innritunarsal Icelandair, út við framhlið hans. Óskið aðstoðar ef þið lendið í vandræðum. Þegar búið er að afhenda búnað er haldið upp í vegabréfaskoðun og vopnaleit á efri hæð.

    Í Barcelona

    Norwegian Airlines er þjónustað í Terminal 2 á El Prat alþjóðaflugvellinum í Barcelona og reiknað er með að lenda um klukkan 17:25. Veður og aðrar aðstæður gætu haft áhrif á endanlegan komutíma. Stutt er að fara í gegnum snyrtilega flugstöðina eftir að allur farangur hefur skilað sér. Allur búnaður kemur á sérstöku færibandi innst í komusal. Þegar allt er komið ganga gestir fram í móttökusalinn þar sem gestgjafar bíða og leiðbeina um staðsetningu rútnanna sem flytja alla í fjöllin. Það er ekki úr vegi að nota salerni, kaupa sér vatn eða aðrar veigar og einhvern bita að maula á leiðinni. Reikna má með að hitinn í borginni sé rétt um 12-14 gráður.

    Um Katalóníu

    Ekið er eftir hraðbraut fyrsta hlutann í suðurhluta Barcelona. Það er pínu fyndið að hefja skíðaferð með því að aka milli pálmatrjáa í þægilegum sumarhita. Ekið er sem leið liggur í norður um grösugar og skógi vaxnar sveitir Katalóníu þar sem sagan drýpur af hverju strái. Vegir eru mjög góðir og víða er farið hratt yfir. Fljótlega lækkar þó hámarkshraðinn, leiðin liggur meira upp en niður og þrætt er í gegnum litil krúttleg sveitaþorp. Um miðbik leiðarinnar er tæknistopp á heppilegum stað.

    Til að spara gestum sporin eru lyftukort seld og afhent í rútinni á leiðinni. Hægt er að greiða með reiðufé eða greiðslukorti. Það er um að gera að fá sér aðeins í rútunni og ekki ólíklegt að einhver skemmtileg lög verði aðeins látin hljóma. Rétt er að benda á náttúrulögmálið um það hvernig bjór og vín skilar sér aftur í svipuðu magni á skömmum tíma.

    Andorra de Vella og Soldeu

    Þegar komið er að landamærum Spánar og Andorra er ekið í gegnum stjórnstöð en ekki þarf að framvísa neinum skilríkjum eða vegabréfi en annað hvort þarf að vera til taks. Fljótlega er svo komið að höfuðborginni þeirra, Andorra De Vella. Þetta er fallegur bær í þröngum dal þar sem er að finna góð veitingahús, fínar verslanir og alla almenna þjónustu. Þar er einnig Caldera, stærsta heitavatnsheilsulind Evrópu.

    Keyrt er í gegnum borgina, áfram í gegnum þorpin Encamp, Canillo, El Tarter og til Soldeu sem þó er bara í rétt um 19 km fjarlægð frá höfuðborginni. Á leiðinni sjást fyrstu lyftumannvirkin, kláfarnir sem ferja fólk upp á svæðið úr bæjunum.

    Þegar komið er til Soldeu upp úr kl. 21, er öllum ekið á sitt hótel. Þau eru þó öll í mínútu fjarlægð eða styttra frá hvert öðru en þorpið er ekki stórt. Þá er tilvalið að skrá sig inn, sýsla það sem þarf og svo henda sér í síðbúinn kvöldverð en það er til siðs í Andorra líkt og á Spáni að borða frekar seint á kvöldin. Hótelin gætu óskað eftir því að vegabréf séu skilin eftir í afgreiðslu fyrstu nóttina svo hægt sé að afrita þau og ganga frá skráningu vegna sérstaks gistináttaskatts sem þau innheimta. Ef það er gert, eru þau afhent morguninn eftir.

    Gestgjafar aðstoða við skráningu í kennslu, leigu á búnaði og annað sem þarf að gera en verða svo á nálægum veitingastað þar sem hægt er að spyrja þá spjörunum úr. Nauðsynlegt er fyrir þá sem vilja slást með í för að láta vita í rútunni á leið í fjöllin.

  • add Sunnudagur – Velkomin til Andorra

    Hægt að taka kennslu um morguninn

    Yfirlitsferð klukkan 10:00 – Hægferð og hraðferð

    Soldeu – Canillo – Soldeu – Grau Roig – Pas De La Casa (hádegisverður) – Grau Roig – Soldeu – Tarter – Aprés Ski

    Gestgjafar skipta hópnum eftir getu og fara mishratt yfir svæðið. Farið verður á alla staði en brekkurnar sem eru valdar eru hæfi þátttakenda. Hraðferðin nær einnig fleiri ferðum í ákveðnum brautum.

    Báðum ferðum lýkur á sama stað, Aberset Aprés Ski barnum þar sem hópurinn fagnar frækilegri yfirferð, ræðir málin og lætur þreytuna líða úr skrokknum við eðal tóna og töfrandi drykki. Hér má reikna með að slegið verði met í skíðaskódansi utanhúss með frjálsri aðferð og fötunum kann að fækka aðeins, Aperolið sogið úr lítersglösum og skotin framreidd á meterslöngum trésbrettum.

  • add Mánudagur – Andorra á eigin spýtur

    Frelsið er Yndislegt

    Þetta er frjáls dagur og um að gera að glíma við kortið af svæðinu, smíða skemmtilega áæltun til að fylgja og bara upplifa frelsið. Þeir sem hafa áhuga geta fengið að prófa fjallaskíði. Gestgjafar stinga upp á stað til að hittast í hádeginu og í Aprés ski og verða sjálfir til skrafs og ráðagerða á stað sem tilkynnt verður um síðar. Þeir geta einnig mælt með veitingstöðum fyrir gesti.

  • add Þriðjudagur - Pas De La Casa

    Pas De La Casa og Kjöt

    Hálfsdagsferð yfir í Pas De La Casa svæðið. Mæting 09:00 á toppi Soldeu kláfsins. Rennt rakleiðis yfir og allar brekkur prófaðar. Þeir sem treysta sér taka svartar brautir með fararstjóra. Morgunhressing á í bænum og nokkru góð rennsli tekin áður en haldið er aftur yfir í Grau Roig og tekinn vel útilátinn hádegisverður á Lacc Dels Pessons sem er að finna í uppgerðum útihúsum við lítið vatn í faðmi fjallanna. Þarna er óviðjafnanlegt útsýni, frábær matur og ef veðrið leikur við hópinn er mikilfenglegt að sitja úti í sólinni meðan borðað er. Þar með lýkur skipulagðri dagskrá en ef að líkum lætur mun einhver kjarni halda áfram, aðrir renna sér, fara snemma í spa eða rúlla niður í Andorra De Vella í verslunarleiðangur. Um kvöldið hittist hópurinn og tekur rölt milli staða í Soldeu.

  • add Miðvikudagur - Andorra eftir þínu höfði

    Á vit ævintýra

    Eftir nokkurra daga dvöl í Andorra eru flestir orðnir vel áttaðir, þekkja helstu kennileiti og farnir að eignast svolítið í þessu einstaka svæði. Þessi dagur er frjáls og flestir bara spretta af stað með ákveðna áætlun í huga. Hægt er að fá kynning á fjallaskíðamennsku í fylgd með leiðsögumönnum.

    Gestgjafar láta vita af sér í fjallinu ef gestir hafa áhuga á að hittast, snæða hádegisverð eða vanhagar um eitthvað. Á til dæmis toppi Soldeu kláfsins er ágætt veitingahús en einnig er vinsælt að renna sér niður í bæinn eða jafnvel gera sér ferð niður að Canillo kláfnum og taka hann niður í bæinn.

    Í lok dags hópast allir á L’Abersat Aprés Ski barinn í El Tarter. Það er aldrei að vita nema að eitt og eitt kunnuglegt íslenskt dægurlag hljómi í eyrum.

    Gert er ráð fyrir að fólk fara á eigin forsendum í kvöldverð og þeir allra hörðustu haldi áfram á einhverjum af bestu öldurhúsum bæjarins. Bent er á að víða er hægt að geyma skíði og bretti í læstum skápum. Er þá gott að taka mynd af staðnum og númeri skápsins.

  • add Fimmtudagur – Eftirlæti gestgjafanna

    Gert vel við sig í brekkum og bæ

    Gestgjafarnir skipta upp hópnum í tvennt eftir getu. Annar hópurinn fer á hraðferð með einu morgunstoppi og hádegishléi yfir uppáhaldsbrautir annars gestgjafans. Hinn fer á hægferð með einu morgunstoppi og hádegishléi á vel valda staði með hinum gestgjafanum. Hóparnir hittast svo á fordrykk á barnum á Hermitage hótelinu. Kvöldmaturinn verður svo á öðrum hvorum veitingastað hótelsins en það fer eftir þátttöku hvor staðurinn verður fyrir valinu. Annar þeirra ber Michelin stjörnu og hinn er meira afslappaður en hefur fengið meðbæli Michelin. Í kjölfarið verður svo dansað og líklega taka sig upp gamlir taktar í hópnum og deginum ljósara að þetta er jú allt í mjöðmunum.

  • add Föstudagur – Barcelona eða beint í fjallið

    Brekkur eða Barca

    Vikan er ótrúlega fljót að líða við svona aðstæður. Upplifun gesta leggst inn í reynslubankann, minningarnar hlaðast upp og munu draga fram bros og ljúfar tilfinningar við ólíkustu aðstæður um ókomna tíð.

    Síðasta daginn er hægt að taka í fjallinu eða halda rakleiðis til Barcelona og taka eina nótt þar. Ef fyrri kosturinn er tekinn er um að gera að renna aftur í þína uppáhaldsbrekku, stoppa á skemmtilegustu stöðunum og njóta til hins ýtrasta.

    Þeir sem vilja fara til Barcelona er safnað i rútu sem ekur kl. 09:30 til Barcelona á hentuglega staðsett hóteli. Eftir innskráningu er hægt að henda sér í bæinn beint eftir síestuna þeirra, hlamma sér á tapas bar eða njóta þess sem hugurinn girnist.

    Líklega, ef þú ert eins og við hin, hefur þegar hér er komið við sögu myndast sterk tenging við Andorra, Grandelvira skíðasvæðið og þessa skemmtilegu tegund af ferðamennsku. Það er ekki ólíklegt að söknuðurinn grípi þig og umræðan um næstu ferð verður ansi hágvær á loka metrunum.

  • add Laugardagur - Andorra kvatt

    Í Soldeu

    Um morguninn er gestum safnað á hótelum eftir ákveðinni áætlun sem gestgjafar kynna með fyrirvara. Sumir skilja eftir þjórfé fyrir þernur og starfsfólk á hótelinu,

    Litla þorpið þakkar fyrir samveruna og fleistir sérstaka tilfinningu sem er skrýtin blanda af söknuði og jákvæðum minningabrotum sem munu lifa lengi, í það minnsta þar til fólk kemur aftur.

    Á leiðinni til baka er komið við á hentugum stað fyrir stutt tæknistopp, hægt að grípa veitingar og svo áleiðis til Barcelona.

    Þeir sem kusu að eyða einni nótt í Barcelona koma sér sjálfir á flugvöllinn.

    Innritun er á Terminal 2 á El Prat og sem áður er það Norwegian sem flogið er með. Það er nokkuð lipurt að fara með búnaðinn á sinn stað eftir innritun. Þá er haldið í vopnaleit og inn á biðsvæðið þar sem eru nokkrir veitingastaðir og ágæt fríhöfn.

    Í Keflavík

    Farangur og búnaður er sóttur eins og venjulega í Keflavík. Farangurinn kemur á færibandi eins og fólk þekkir en búnaðurinn kemur á sama stað og annar óreglulegur farangur. Yfirleitt er ekki mikil bið eftir afhendingu.

    Tripical, gestgjafar og Andorra þakka fyrir samveruna.

Verð frá 179.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical

Borgartúni 8, 105 Reykjavík

+354 519 8900

hallo@tripical.com

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Balí
  • Búlgaría
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Rússland
  • Skotland
  • Srí Lanka
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap