Stærsta borg Skotlands og ein helsta verslunarborg Bretlands. Töfrandi arkitektúr fyrri alda, frábærir veitingastaðir og krár, og afar hressandi næturlíf, enda Skotar annálaðir fyrir almenn skemmtilegheit. Glasgow er meiriháttar, og sannarlega þess virði að kíkja í heimsókn.
Tilkomumiklar byggingar Glasgowborgar bera sögu hennar gott vitni, og þá sérstaklega fallegur arkitektúr Viktoríutímans, sem er einmitt eitt stærsta aðdráttarafl borgarinnar. Glasgow var lengi vel mikil iðnaðarborg, en það tók að breytast eftir Kreppuna miklu á fyrri hluta 20. aldar. Síðan þá hefur hún þróast í að verða miðstöð menningar og verslunar, hefur t.d. borið titilinn Menningarborg Evrópu, og þar er að finna einn stærsta vettvang nútímalista á Bretlandseyjum, fyrir utan London. Borgin eldist einstaklega vel og blómstrar nú sem aldrei fyrr, enda streyma til hennar ferðamenn, hvaðanæva úr heiminum.
Skotar eru vinaleg þjóð og glaðværir gestgjafar. Ef þú stendur áttavilltur í miðbæ borgarinnar (þekktur sem „town“, en öllu heldur „the toon“ hjá þeim skosku) er líklegt að hjálpsamur vegfarandi komi og bjóði þér aðstoð sína. Skotar eru bara þannig. Og ef enginn kemur af fyrra bragði er bara að spyrja næsta mann. Það ber árangur.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Sekkjapípan sigrar kannski aldrei keppnina um hljómbesta hljóðfærið. En skoska þjóðin kemst langt í keppninni um skemmtilegustu og vinalegustu gestgjafana. Eru Skotar allsberir undir pilsunum? Þarftu ekki bara að kíkja í heimsókn og tékka á því?
Skosk náttura er ævintýri líkust. Stundum ekki ósvipuð Íslandi, en gróðurfar er sælla, Skotland er grænt, tré eru há, víðáttan mikil. Hér svífa gylltir ernir yfir vötnum og otrar busla á ám. Svæði þar sem þú sérð gyllta örnin svífa yfir vötn og fjöll á norðursvæði landsins og Otra sulla og busla í ám. Og svo auðvitað Loch Ness skrýmslið…
Í Skotlandi eru kastalar mjög margir og allir hafa þeir sín sérkenni og yfir þeim hvílir mikil saga.
Einhvern tíma var hlegið að breskri matargerð og hún kölluð ýmsum miður smekklegum nöfnum. En þess háttar heyrir fortíðinni til! Veitingastaðir í Skotlandi hafa hrist af sér gamalt leiðindarorðspor, þar er víða boðið upp á ferskt staðbundið hráefni, nýveiddan fisk, og kjöt og grænmeti beint frá býli. Ekki er verra að skella í sig eins og einum einföldum viskí til að bæta meltinguna.
Edinborg, höfuðborg Skotlands, er líflegur og heillandi áfangastaður sem laðar að sér gesti alls staðar að úr heiminum. Með sína ríku sögu, töfrandi byggingarlist og fjölskrúðugt menningarlíf hefur Edinborg eitthvað fyrir alla.
Eitt vinsælasta aðdráttarafl hennar verður að teljast Edinborgarkastali, sögulegt virki sem á rætur sínar að rekja til 12. aldar. Gestir geta skoðað kastalann og fræðst um heillandi fortíð hans, þar á meðal hlutverk hans í sjálfstæðisstríðum Skotlands og uppreisn Jakobíta.
En Edinborg státar einnig af fjölmörgum söfnum og galleríum, svo sem Skoska þjóðlistasafninu, Þjóðminjasafni Skotlands og Konunglega grasagarðinum.
Þar að auki er borgin fræg fyrir hátíðir sínar, þar á meðal Edinburgh International Festival, Edinburgh Fringe Festival og Royal Edinburgh Military Tattoo. Þessir viðburðir draga til sín listamenn og áhorfendur alls staðar að úr heiminum, og gera Edinborg að heljarinnar suðupotti sköpunar og skemmtunar.
Hvort sem þú hefur áhuga á sögu, menningu eða skemmtun þá er Edinborg frábær áfangastaður sem er vel þess virði að heimsækja.
Stærsta eyjan við Skotlandsstrendur og þriðji vinsælasti ferðamannastaður landsins (á eftir Edinborg og Loch Ness vatninu). Þar hefur haldist byggð allt frá miðri steinöld og í dag búa þar rúmlega 9 þúsund manns.
Hér finnurðu töfrandi landslag, og einstakt dýralíf, en gullernir, krónhirtir og lax eru meðal dýra sem búa á og við eynna. Það má þó alveg gera ráð fyrir að skoska þokan láti sjá sig og bregði hulu yfir útsýnið. Það er allt í lagi, þú ferð bara og skoðar einhvern af fjölmörgum kastölum eyjunnar og færð þér svo mat og drykk á góðum veitingastað í bænum.
Aberdeen er orkuborg og þekkt undir nafninu Granítborgin, eftir undirstöðu borgarinnar og svæðinu í kring. Ekki langt frá er hin yfirgefna Rubislaw Quarry náman, sem eitt sinn var dýpsta manngerða hola í Evrópu. Á björtum sumardegi má sjá borgina glitra af endurkasti granítsins. Aftur á móti geta dagarnir verið heldur lágskýjaðir og stundum erfitt að átta sig á hvar byggingarnar enda og himininn tekur við. Viðurnefni borgarinnar á þó líka að nokkru leyti við um íbúanna, sem þykja grjótharðir.
Aberdeen hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu ár, ekki síst vegna stórfellds olíuiðnaðar í Norðursjó. Fjármagnið sem honum fylgir hefur hækkað verðlag, sem þykir nú jafn hátt þar og í Lundúnum.
Aberdeen er orðin lúxusborg. Nýtísku hótel, veitingastaðir og klúbbar hafa risið upp, sem og fjölbreyttari afþreying og skemmtun. Hér eru líka að sjálfsögðu söfn sem vert er að skoða, og aldagamlar byggingar. Og það sem mörgum finnst mikilvægast af öllu: Risamoll! Hér er hægt að versla vel og mikið!