Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Gestgjafaumsókn
Tripical
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Gestgjafaumsóknir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Dagskrá

Aðventuferð til Helsinki og Tallinn 🎄

Lengd ferðar:
5 dagar / 4 nætur
Gjaldmiðill:
Euro

Dagsetning ferðar:  3. -7. des 2021


Hyvää joulua! 

Svona segja Finnar gleðileg jól (borið fram: huva jólúa). Og þeir kunna sannarlega að halda jól, og ekki síður gleðilega aðventu.  Við heimsækjum jólamarkaði með glæsilegri hönnun og huggulegheitum.  Yljum okkur á glöggi og tökum slökun í ekta saunu. Finnarnir kunna þetta! 

Hvíta drottningin er leyndur fjársjóður

Helsinki er stundum kölluð Hvíta drottning Eystrasaltsins. Borgin er hreint út sagt töfrandi í desember, þegar hún skrýðist jólaljósum, skautasvellið við járnbrautarstöðina opnar og Stockmann vöruhúsið dregur tjöldin frá jólaglugganum. Finnsk matargerð er mörgum hulin ráðgáta, hún mun koma bragðlaukunum dásamlega á óvart, og fjölmargir jólamarkaðir með finnsku handverki færa þér jólaskapið á vel pökkuðu jólasilfurfati.

Marimekko, iittala, Artek og svo miklu, miklu meira

Þó að hönnun Marimekko, iittala og annarra stórra nafna dragi vagninn þá eru þessi merki bara brot af því besta. Finnar eiga fjölmarga minna þekkta hönnuði og handverksfólk á heimsmælikvarða, sem bjóða upp á sínar gullfallegu vörur  á hinum margvíslegu jólamörkuðum Helsinkiborgar.

Heimsókn til Tallinn

Eftir hrun Sovétríkjanna fóru Finnar í stórum stíl að sækja Tallinn heim og hinn vestræni heimur kynntist smám saman miðaldaborginni Tallinn. Fyrir utan augljóst aðdráttarafl hinnar gömlu borgar þar sem sagan svífur yfir vötnum hefur Tallinnarbúum tekist að markaðssetja borgina sem heilsulindarborg með menningu, veitingastaði og öldurhús í einum hnapp. Gamli miðbærinn í Tallinn er svo vinsæll að í útjaðri hans hafa hverfin Kalamaja, Telliskivi og Noblessner öðlast nýtt líf, sum part í gömlum sovésku verksmiðjuhúsnæðum en einnig í gömlum hverfum sem höfðumátt muna sinn fífil fegurri. Í þessi hverfi leita nú Eistlendingar þegar þeir vilja hvíla sig á skarkala miðborgarinnar, fara út að borða, sitja á kaffi- og ölstofum, kaupa eistneskt handverk og hönnun og njóta lífsins.

Þessi best varðveitta miðaldaborg í Norður-Evrópu og yngri úthverfi hennar láta engan ósnortinn og má með sanni segja að þær systur, Helsinki og Tallinn bæta hvor aðra upp.

Vellíðan, slökun og gleði korter fyrir jól

Komdu með í aðventuferð til Helsinki og kúplaðu þig út úr íslenska asanum. Heilsaðu upp á okkar stórskemmtilegu frændþjóð og drekktu í þig finnska menningu undir fögrum desemberhimni, í afslöppun og rólegheitum. Ef þú vilt stuð er tilvalið að heimsækja góðan karaókí bar, sveifla alvöru- eða ímynduðum lokkum um leið og þú þenur raddböndin í Þetta er nóg úr kvikmyndinni Frozen. Almenningssaunur borgarinnar eru svo alveg málið fyrir fullkomna slökun á líkama og sál. Eftir saunuheimsókn mælum við með kyrrð og ró í klettakirkjunni Temppeliaukion kirkko. Endurnærandi aðventuveisla! 

 


Radisson Blu Alexanderi Hotel, Helsinki 4-stjörnu hotel 

Hótelið er á æðislegum stað stutt frá jólastemningunni. Ekta finnskt andrúmsloft, og auðvitað er sauna á hótelinu sem svíkur engan.

Girnilegt morgunverðarhlaðborð kemur deginum af stað. Að degi loknum er stemningin á hótelinu svo kósí að gestirnir sofna með bros á vör.
Ekta skandinavísk umgjörð og stutt á marga flotta veitingastaði.

Skoðið heimasíðu hótelsins hérna

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Borg sem er ólík öðrum á Norðurlöndum
  • favorite
    Jólamarkaðir
  • favorite
    Vellíðan í saunu
  • favorite
    Finnsk matargerð
  • favorite
    Karaókí

Innifalið í verði

  • Gisting á Radisson Blu Alexanteri Hotel****
  • Flug með Icelandair til og frá Helsinki með 10 kg handfarangri
  • 23 kg innritaður farangur
  • Rúta til og frá flugvelli að hóteli
  • Morgunmatur alla morgna
  • Íslenskur gestgjafi og aðstoð
  • Bátsferð fram og til baka til Tallinn

 

 

Ekki innifalið

  • Hádegismatur og kvöldmatur
  • Gufubaðsferðir – hér fara allir í sauna!
  • Finnskt þunglyndi – það er bara mýta.

Dagskrá

  • add 3 des - Ferðumst til Helsinki með Icelandair, og byrjum að kynnast borginni
    • Flug út með Icelandair kl. 07:30 lent á staðartíma kl. 13:00
    • Rúta upp á hótel
    • Innritun á herbergi
    • Við hittumst í anddyri hótelsins þegar við höfum komið okkur fyrir og kíkjum saman á matarmarkað sem er rétt hjá hótelinu.
    • Endum dagskrá dagsins með drykk á skybar, með útsýni yfir Helsinki.
  • add 4. des- Leiðsögn um Helsinki og jólamarkaðir
    • Morgunmatur á hóteli
    • Hittumst í anddyri hótelsins kl. 13.00
    • Við byrjum daginn á leiðsögn um miðborgina
    • Við förum á hina ýmsu jólamarkaði, sem eru í uppáhaldi hjá Áslaugu
  • add 5. des - Jólamarkaðurinn í Tallinn - Innifalin dagsferð
    • Morgunmatur á hóteli
    • Bátsferð til Tallin  (2 tímar og 15 mínútur)
    • Upplifum jólastemmninguna í Tallinn sem er miðaldarbær er í göngufæri frá Höfninni. Þeir sem hafa áhuga geta einnig heimsótt design jólamarkað sem er í göngufæri. Flestir sem koma til Tallinar eru frá sér numnir.
    • Frjáls Tími
    • Bátsferð aftur til Helsinki
  • add 6. des - Þjóðhátíðardagur Finna, Tuoman jólamarkaðurinn og Karaoke

    Þjóðhátíðardagur Finna

    • Morgunmatur á hóteli
    • Í dag förum við á Tuomaan jólamarkaðinn fyrir neðan hvítu kirkjuna
    • Frjáls tími
    • Kíkjum á Karaoke Bar klukkan 18.00 og syngjum eða hlustum á Finna syngja af ástríðu
  • add 7. des - Kveðjum Helsinki og fljúgum heim
    • Morgunmatur á hóteli og tékkum okkur út
    • Leggjum af stað 9:30 og heimsækjum Sibelísar minnismerkið.
    • Stoppum við Klettakirkjuna (kostar 3 evrur inn fyrir þá sem vilja)
    • Rútan keyrir okkur á flugvöllinn
    • Flug heim kl. 14:00 lent á staðartíma kl. 15:45

Verð frá 149.990 kr.
(Á mann í tvíbýli)

Bóka ferð

Tripical

Borgartúni 8, 105 Reykjavík

+354 519 8900

hallo@tripical.com

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Balí
  • Búlgaría
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Rússland
  • Skotland
  • Srí Lanka
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap