Norður Makedónía
Norður Makedónía er staðsett á Balkanskaga í suðaustur Evrópu. Landið er mikill menningarkokteill með landamæri að Kosovo, Serbíu, Búlgaríu, Grikklandi og Albaníu. Landslagið einkennist helst af fjalllendi, djúpum dölum og ám. Stærsta borgin er höfuðborgin Skopje, með rúmlega hálfa milljón íbúa. Saga Makedóníu nær langt aftur í aldir, en upphafið má rekja til Þrakverja í Paeoníu. Á 6. öld f.kr. var landið numið af Persum en varð síðar eign Rómaveldis. Landsvæðið var stöðugur vígvöllur slavnesku þjóðanna allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar, þegar það varð hluti af Júgóslavíu. Makedónía öðlaðist loks sjálfstæði árið 1991.
Almennar upplýsingar
- Fjöldi fólks: 2.073.702
- Stærð að flatarmáli: 25.713 km²
- Opinbert tungumál: Makedónska
- Gjaldmiðill: Makedónískur denari
- Hitastig: 2°-25° yfir sumartímann
- Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi
Skopje
Byggð hefur verið í kringum Skopje og nærumhverfi hennar síðan 4000 f.kr. Borgin er staðsett við efri hluta árinnar Vardar, miðja vegu milli Belgrad og Aþena. Þar er þungamiðja iðnaðar í landinu, en járn, timbur, textíll, leður og prent eru allt mikilvægar greinar fyrir landið.


