Indland

Sjá myndir

Indland

Vertu velkominn til Indlands!

Indland er  land mikils fjölbreytileika, fornra hefða, listrænnar arfleifðar,  stórkostlegs landslags og arkitektúrs. Ekki skemmir fyrir sú eldheita matreiðsluhefð  sem tíðkast  í landinu. Vafalaust  mun Indland kynda undir forvitni þinni og jafnvel  stuða þig aðeins með smá menningarsjokki.

Smelltu á play  og njóttu tónlistarinnar samhliða texta og myndum!


Við erum að tala um næst fjölmennasta land heims. Risastórt land að flatamáli sem skartar öllu á milli  tinda norðlægra fjalla til sólarhreinsaðra suðurstranda. Innan um  þessa  náttúrufegurð rísa svo  mögnuð mannvirki allt um kring. Indland var bresk nýlenda allt fram ársins 1947 má finna þess merki  á víð og dreif um landið bæði menningarleg og borgarskipuleg.  Sem dæmi má telja þá staðreynd að í Indlandi er enska töluð það víða að landið telst næst stærsta enskumælandi land í heimi ! Einnig má sjá menningaráhrifin í því hversu vinsæl íþróttin Krikket er, sem og reyndar í mörgum öðrum löndum í Suður-Asíu.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 1.324.171.354
  • Stærð að flatamáli: 3.287.263 km²
  • Opinbert Tungumál: Hindí og Enska
  • Gjaldmiðill: Indverks Rúpía 
  • Hitastig: 10°-40°
  • Tímabelti: 5 og hálfum tíma á undan Íslandi

Leyfðu þér að vera forvitinn

Líklega áttu snemma eftir að taka eftir því að nokkuð villt dýralíf er bæði í náttúrunni og alls ekki síður í borgum landsins þar sem að apar og önnur dýr hafa gert það að heimili sínu. Gert það jafnvel að vana sínum að vera dugleg að ræna mat og öðru af fólki borgarinnar. Miðað við hvað maturinn er talinn góður í Indlandi er kannski eðlilegt að aparnir séu svona áhugasamir! Nú talandi um mat, ef þú villt fara í einhverja villtustu  mest spennandi matreiðsluferð lífs þíns þá mun Indland ekki svíkja. Í Indlandi áttu möguleika á að smakka fjölbreytt útval af svæðisbundnum réttum allt gert með þeim hefðum og undirbúning (og jafnvel kynningum ef þú ert heppinn) sem eru tileinkaðir á hverju svæði.

Þar sem við erum að tala um stórt land, bæði í landmassa og fjölda íbúa máttu búast við því að það Indland eigi eftir að koma þér á óvart. Búðu þig jafnframt undir því að hið óvænta verði ekkert endilega af hinu góða og getur fyrsta heimsókn vera krefjandi. Á sumum stöðum er mikil fátækt þar sem þúsundir manna lifa í vondum aðstæðum.

Gullni Þríhyrningurinn

Ómögulegt er að skipta heiminum í þrjár borgir, þótt ótrúlegt það megi hljóma er það hægt í næstfjölmennasta landi heims. Það er gert með því að sjá gullna þríhyrninginn sem er ferð um táknrænu borgirnar þrjár í Indlandi, Delhi, Agra og Jaipur. Ef þú villt skoða Indland og þá kannski ekki taka alltof langan tíma í það þá er gullni þríhyrningurinn frábær fulltrúi landsins. Þú getur síðan ráðið hvernig þú ferðast, með lest, bíl, hjóli.

Delhi

Borgin endurspeglar þrjú mismunandi tímabil af mjög fjölbreyttri sögu landsins. Borgin er einn besti staðurinn til þess að upplifa sögu landsins og arfleið. Hún hefur að geyma frábæra sögu um upprisu og falls margra heimsvelda í gegnum tíðina og er sjálf reist úr leyfum af átta sögulegum borgum á svæðinu. Arkitektúr borgarinnar hefur að geyma allt sem þú biður um. Það er því ekki að ástæðulausu að (Nýja)Delhi er höfuðborg landsins verandi borg sem hefur að geyma samruna sögu Indlands sem og framþróun landsins.

Agra

Tign Taj Mahal. Borgin Agra dregur til sín ferðamenn eins og blá ljósið á  dregur til sín flugur. Ein aðal ástæða þess er Taj Mahal, sem fær talsverða athygli. Þrátt fyrir alla þessa athygli er Taj Mahal alveg jafn gott og ef ekki betra en það sem þú hefur heyrt. Mannvirkið er þó ekki sjálfstætt aðdráttarafl borgarinnar. Borgin er stórglæsileg og hefur meðal annars að geyma arfleifð Mughal heimsveldisins sem skildi eftir sig stórkostlegt vígi  á svæðinu.

Jaipur

Hin sögulega Jaipur, höfuðborg Rajasthan svæðisins, er hliðið að glæsilegasta arkitektúr Indlands! Litrík og falleg en með einhverjar óskipulögðustu götur heims. Það er rugl! Rútur að reyna eins og þær geta að forðast árekstur við næsta úlfalda og umferð sem virðist aldrei stoppa gera það að verkum að auðvelt er að verða auðveld bráð umferðarinnar. Í miðjunni á þessu öllu saman má finna glugga inn í glæsilega fortíð Jaipurs. Svæði miklar yfirvegunar og í raun ertu þar kominn í annan heim en við töluðum hérna saman um áðan.

Í hjarta borgarinnar má finna Borgarhöllina sem enn þann dag í dag hýsir fyrrverandi konungsfjölskylduna Jantar Mantar. Í augsýn frá borginni má síðan sjá þurrt fjalllendið sem umhverfur borgina. Þar má finna hið glæsileika Amber virkið, stjörnuaðdráttarafl Jaipur.

Suður-Indland

Suður-Indland má líkja við risastóra vík, sem stingur sér til sjós. Með þúsundi kílómetra af strandlengju og frjósömum sléttum sem finna má á milli hæða svæðisins. Útlitslega skemmtileg andstæða tinda og slétta norðursins. Suðrið er eitthvað blautasta svæði jarðar verandi meira regnskógarsvæði.

Hvert sem þú ferð í suðri verður þú skoða þessar stórfenglegu minjar siðmenningar hvers svæðis fyrir sig fólksins sem búið hefur á því svæði í yfir tvo árþúsundi. Ótrúlegir steinhöggnir hella eru á svæðinu og má finna fjöldann allan af höllum, grafhýsum, virkjum og moskum.

Kerala

Fyrir marga ferðamenn er borgin Kerala fallegasta svæði Suður Indlands með allt frá 600 km af sléttu strandsvæði yfir í glitrandi og gullfalleg vatnssvæði allt um kring með krydd og te þöknum hæðum. Bara með því að labba inn á þetta svæði erum við ekki frá því að sálarlíf þitt eigi eftir að taka stakkaskiptum. Í Kerala er heimur fjarlægur hlutur. Kerala er nánast æðri annara staða, eins og Indland hafi farið í Extreme Makeover Home Edition og orðið að öllu leiti rólegri.

Goa

Borgin Goa er sól, sandur og krydd. Þurfum ekki að segja mikið meira. Jú kannski aðeins meira. Skemmileg blanda af indverskum og portúgölskum menningarheimum verður dísæt með sól, sjó, sandi, sjávarfangi og andlegu jafnvægi. Loforð, það er enginn annar staður á Indlandi nálægt því að vera eins og Goa.

Verandi eitt af fáum svæðum Indlands sem var undir Portúgölum er það umvafið arkitektúr og menningu þeirra landa sem undir Portúgal voru. Með gylltum ströndum með fram sjónum, góðri golu og menningu sem elskar jóga og andlegra lagfæringa er þetta alveg jafn fullkominn staður til þess að finna Zen-ið þitt eins og að finna Tan-ið þitt!