Grikkland

Sjá myndir

Grikkland

Rómantísk vagga vestrænnar siðmenningu

Draumastaður fjölda fólks, hvað þá eftir að Mamma Mia myndin kom út fyrir einhverjum árunum. Aðeins lýsingin fær mann til þess að vilja pakka í litla ferðatösku, hætta í vinnunni og taka fyrsta flug til Grikklands, sigla á milli hinna óteljandi eyja landsins (sem eru einhvers staðar á milli 1.200 til 6.000 talsins!!) með 250 daga af sól á ári. Líklega eru fá lönd sem hafa jafn langa og ríka sögu og Grikkland og nær sú saga nær allt frá 1600 fyrir Krist og því er landið alla jafna álitið vagga vestrænnar siðmenningar.

Lagið á spilaranum hér að ofan á eftir að taka þig langleiðina til Grikklands!


Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 10.815.197
  • Stærð að flatamáli: 131.957 km²
  • Opinbert Tungumál: Gríska
  • Gjaldmiðill: Evra / 1€=124kr
  • Hitastig: Yfir sumartímann er hitinn um 21°-30°
  • Tímabelti: 2-3 tímum á undan Íslandi

Menningarleg fjársjóðskista

Labbaðu inn í hringinn þar sem ólympíukeppendur kepptu fyrst, upplifðu landið þar sem verur eins og kentárar og önnur skrímsli urðu til. Taktu jafnvel þátt í leikriti í fornu útileikhúsi og leyfðu þér að verða agndofa yfir mögnuðum marmara sem var bókstaflega dreginn upp úr Eyjahafinu.

Hvort sem þú ert elskar góðar skoðunarferðir, að slaka á við ströndina eða jafnvel langt leiddur adrenalín fíkill, mun Grikkland heilla þig. Dagarnir verða allir að einum undir berum himnunum, rólegu andrúmslofti og ekki skemmir fyrir að sjávargolan kæli þig niður meðan þú skoðar þig um við strendur drauma þinna. Gangtu með fram ströndum og upp á fjall Guðanna, hjólaðu um og eða leitaðu að fjársjóði í aldagömlum skipsflökum.

Maturinn er ekki af verri endanum, en Grikkland hefur upp að bjóða aldagamlan og svæðisbundinn eldunarstíl sem getur gert ferðalagið þitt að heimsókn aftur í fornöld. Smakkaðu kryddjurtir sem þú hefur aldrei heyrt um, krækling beint úr sjónum með nýbökuðu ólífubrauði ferskum og ferskum feta.

Grikkir lifa ástríðufullu lífi, lifa lífinu til hins ýtrasta og okkur finnst að þú ættir að gera nákvæmlega það sama!

 

Aþena

Höfuðborg Grikkja. Aþena er ein elsta borg heims sem spannar yfir 3.400 ára sögu. Aþena er staðsett við suðaustur strönd Grikklands með um þrjár milljónir íbúa. Umvafin fjórum stórum fjöllum er borgin byggð í miklum og misstórum hæðum. Hitastigið er allt frá 20°-29° frá maí til september og 10°-16° aðra mánuði ársins. Aþena er sögð vera fæðingarstaður lýðræðisins og er því eiginlega fulltrúi miðstöðvar lista, náms og heimspeki. Enda heimaslóðir Platós, Aristóteles og fleiri flottra.

Til þess að njóta Aþenu er margt í boði og takmarkast bara við ímyndunaraflið þitt, eða svona næstum því. Svo við tökum nú einhver dæmi þá sjáum við fyrir okkur að þú getir farið í matarleiðangur og uppgötvað gríska matarmenningu (sem er frábær leið til að hitta lókalinn). Talandi um mat, þá er mikið um matarmarkaði á svæðinu sem við mælum klárlega með því að tékka á. Ef þú villt vera extra menningarleg/ur væri hægt að skella sér á grískt dramaleikrit, ef ekki leikrit þá bara útibíó, þau eru nokkuð vinsæl í Grikklandi. Síðan er auðvitað hægt að finna náttúruferðalanginn í sér og skoðað strendur og fjöll í kringum borgina, jafnvel eyjur í nágrenni. Frábær leið til þess að komast frá hinu daglega borgarlífi!

 

Krít

Krít, stærsta og fjölmennasta gríska eyjan með um 620.000 íbúa. Krít einkennist af töfrandi landslagi og náttúru ásamt því að innihalda lifandi borgir og draumkennd þorp með heimamönnum sem eru gjarnir á að deila hefðum sínum og eldamennsku með vel völdum. Fyrir ykkur sem hafið gaman af  fallegum ströndum þá eru þið heldur betur að fara á rétta staðin þar sem að eyjan er full af geggjuðum ströndum. Svo er eyjan líka fæðingastaður fyrsta háþróaða samfélags í Evrópu. Krít hefur þó ekki alltaf verið paradísin sem hún er í dag. Eyjan hefur fengið að finna fyrir því að vera á krossgötum þriggja heimsálfa og hefur því eftirsóttur staður fyrir innrásum óvina herja í gegnum tíðina. Þess vegna má finna glæsileg virki á eyjunni sem byggð voru til þess að verja hana.

Höfuðborg Krítar er Heraklion, einnig kölluð Iraklio. Fimmta stærsta borg Grikklands og í henni má finna stórbrotið samansafn af sögulegum byggingum og svæðum. Þar um kring er hið fræga Heraklion fornleifasafn og Höll Knossos sem dæmi. Bæði tvö bjóða upp á góða innsýn inni í fornöld Krítar. Höll Knossos er stödd í gömlum bæ rétt fyrir utan Heraklion og er höfuðborg fornkrítar ef svo má að orði komast. Við mælum því með því að skoða hana vel vilji maður upplifa hvernig fyrstu siðmenningu Evrópu var háttað. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum!
Einnig mælum við hiklaust með því að þú leyfir þér að villast í borginni. Þannig áttu möguleika á að kynnast öllum krókum og kimum borgarinnar. Kaffihúsunum, börunum, söfnunum og svo mögulega næturlífi borgarinnar.

Ef þú villt síðan skoða næsta nágrenni er borgin Hersonissos aðeins 25 km frá. Hersonissos hefur á síðari árum vaxið úr því að vera lítill veiðibær yfir í það að verða einn stærsti og vinsælasti ferðamannabær eyjarinnar, yfir sumartímann. Frábær hótel, skemmtistaðir, kaffihús og strendur einkenna bæinn fallega.
Fyrst við erum í upptalninu, þá má ekki sleppa Chania (einnig skrifað sem Hania) sem er líklega ein mest áberandi borg Krítar og minnir hluti hennar á fallegu Feneyjar. Þröngar krosslaga götur, stórfenglegar hafnir og leyfar af feneyskum og tyrkneskum arkitektúr einkenna borgina.

Santorini

Á svæðinu er einnig stórglæsileg eyja suðaustur af meginlandi Grikklands, aðeins ofar en Krít, Santorini. Sagt er að í útliti líti Santorini út eins og risastór lagskipt kaka sem einkennist af háum mislitum klettum sem enda á röðum af stórglæsilegum húsum sem minni helst á hvítt súkkulaði sem klettatoppum eyjunnar hefur verið dýpt í. Það má síðan segja að strendur eyjunnar minna svo á kökukrem í ýmsum litum (svo við höldum okkur við kökumyndlíkinguna). Á eyjunni má síðan finna flotta listamenn, glæsilegar vínekrur og frábæra gististaði.
Við mælum með að koma þér vel fyrir rétt áður en að sólin sest þar sem endurspeglunin af hvítu húsunum, rauðu og appelsínugulu klettunum verður að geysifallegu sjónarspili. Santorini er þó ekkert leyndarmál og dregur mannfjöldann til sín árlega.