Bandaríkin

Sjá myndir

Bandaríkin

Ameríski Draumurinn!

Líklega telja flestir Íslendingar, og jafnvel aðrir heimsbúar, sig vita í það minnsta eitthvað um Bandaríkin. Enda hefur þessi stóra þjóð í gegnum tíðina haft mikil áhrif á menningu annara landa í kjölfar hnattvæðingarinnar. Önnur vestræn ríki eru því mörg hver undir ákveðnum áhrifum Bandaríkjanna hvort sem það er í mat, tónlist, bíómyndum eða öðru menningartengdu. Þau áhrif segja þó ekki alla sólarsöguna. Við hjá Tripical erum einstaklega hrifin af fjölbreytileika Bandaríkjanna og okkur grunar að fleiri deili því með okkur. Við viljum því bjóða ykkur möguleikann á að ferðast til lands tækifæranna og upplifa nýjar hliðar landsins sem þið hafið jafnvel aldrei séð eða heyrt um.

Fyrir bestu upplifunina myndi ég hiklaust spila lagið á spilaranum. Þér á eftir að finnast þú vera kominn á veg 66!


Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 325.365.189
  • Stærð að flatamáli: 9.833.520 km²
  • Opinbert Tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Dollari / 1$=105 kr
  • Hitastig: Fer eftir staðsetningu!
  • Tímabelti: 4 til 10 tímum á eftir Íslandi

Fjölbreytileikinn uppmálaður

Hin bandaríska upplifun geymir svo margt að ef við ætluðum að telja það upp yrði það efni í góða bók. Í staðin viljum við kynna fyrir þér brot af því besta ef svo má að orði komast og fara yfir það helsta sem má finna og gera í landi draumanna. Allt frá eyðimörkinni til snæviþakinna fjallstoppa. Frá suðuríkja sveitalubbum (e. rednecks) til Upper West Side. Landið hýsir ýmsa stórborgina; Los Angeles, Las Vegas, Chicago, Miami, Boston og New York svo dæmi séu tkein. Og á hver borg sér sína sögu og býr yfir sinni menningu.

Í Bandaríkjunum má finna hvorki meira né minna en fjórar milljón kílómetra af þjóðvegum sem leiða þig í gegnum náttúruperlur, fjallstinda, í gegnum frjósama hveitiakra og skýakljúfra.

 

Norðausturströndin

Samanstendur af níu fylkjum og er það svæði Bandaríkjanna þar sem efnahagur er hvað mestur, þéttbýlastur og hvar mesti menningarlegi fjölbreytileiki finnst. Til að einfalda hlutina er norðausturströndinni ýmist skipt upp í tvo hluta. Nýja England og miðju-Atlas fylkin.

Fylkin í Nýja Englandi eru Connecticut, Maine, Massachusetts, New Hampshire, Rhode Island og Vermont. Um er að ræða fylki sem eru lítil að stærð en með fjölda íbúa og geymir stórborgir á við Boston, Worcester og Providence. Nýja England einkennist af tónleikahaldi, háskólalífi, safaríku sjávarfangi og sætu hlynsírópi. Njóttu sögu svæðisins og menningar enda er svæðið, eins og nafnið kannski ber með sér, þar Bandaríkin byrjuðu. Það má því segja að saga Nýja Englands er saga upphafs Bandaríkjanna.

Nýja England hefur fram að fara glæsilegar hæðir og fjöll. Með um 8000 km af strandlengju sem gerir svæðið að draumasvæði fyrir vatnstengdar íþróttir. Þarna bjóðast tækifæri til þess að veiða, synda, skella sér á brimbrettabrun eða siglingar. Láttu hugmyndaaflið ráða. Nú eða bara slakaðu á í sólbaði. Á svæðinu má einnig finna flott samtímalistasöfn, auk ótal hefðbundinna listasafna, kvikmyndahátíðir og margt fleira. Menningardagatalið er einfaldlega pakkað. Ef þú ert hins vegar að leita að góðum mat erum við að tala um kræsingar á við Maine humar, Wellfleet ostrur, og ekki má gleyma Vermont bjórnum.

Vegna hversu fjölþjóðlegt svæði er það undir alþjóðlegum matreiðsluáhrifum og nýta veitingarstaðirnir á svæðinu það besta frá öllum heimshornunum.

Miðju-Atlas fylkin eru síðan New Jersey, New York, Pennsylvania Delaware, Maryland, Virginíu og Vestur-Virginía.

Á þessu svæði eru eins og sjá má heimsþekkt fylki og því nóg að sjá. Hægt er að skoða hið stórbrotna stóra epli (New York). Notið lífsins með góðum mat í New Jersey. Skoðað Fíladelfíu og Baltimore, svona til að nefna eitthvað. Heimsþekktir minnisvarðar bíða þín sem og fjöldin allur er af söfnum og fjölþjóðlegum veitingastöðum. Ef við skoðum svo önnur ríki á svæðinu hafa þau að bjóða fjölbreytt landslag. Fyrir þá sem vilja kynnist svæðinu á annan hátt en að skoða stórborgir svæðisins er hægt að skoðað fjöll, tjalda, fara í siglingar um fljótin, skoðað glitrandi strendur og ganga um í sögulegum þorpum sem minna helst á fyrstu ár landsins.

Vesturströndin

Villta vestrið! Eða svona næstum því. Þetta svæði Bandaríkjanna er gífurlega stórt að flatarmáli. Ríkin er líka þrettán! Helst má nefna Kaliforníu, Colorado, Nevada, Nýju Mexíkó og Washington. Á síðari árum hefur gríðarleg fólksfjölgun átt sér stað vegna fólksflutninga frá miðríkjunum og norðausturströnd landsins. Á svæðinu má finna ófá náttúruundur: Nevada eyðimörkin, Yosemite þjóðgarðinn, Klettafjöllin (e. Rocky Mountains) og Miklagljúfur (e. Grand Canyon). Ekki má síðan gleyma stærðarinnar strandlengjunni sem umliggur svæðið. Stórborgir á eins og Los Angeles, San Francisco, Phoenix og Las Vegas. Vesturborgirnar hafa mismunandi persónuleika. Hollywood sjarminn endurspeglar Los Angeles. Fjölbreyttir möguleikar af útiveru í Denver. Listræna og sögulega Santa Fe er heimur út af fyrir sig. Þessi goðsagnakenndu svæði og magnað landslag gerir vesturhluta Bandaríkjanna að aðdráttarafli fyrir ævintýramenn, stórstjörnur, og tjah bara hvern sem er eiginlega!

Náttúru undrin á svæðinu gera ferðina þína enn magnaðari. Rauðir klettar, gljúfur og eyðimerkur út um allt tálbeita göngufólk og hjólreiðamenn. Á meðan, á norðurhlutanum, er hægt að skella sér á skíði eða þá snjóbretti.

Maturinn á svæðinu er oftar en ekki ræktaður á svæðinu. Hvort sem það er sjávarmatur, kjöt eða hið fræga vín. Segja má að í mörgum fylkjum séu þeir undir miklum áhrifum frá mexíkóskum mat.

Vestrið er kannski ekki uppfullt af söfnum og í stað þess að eyða tíma í að eltast við þau viljum við að þú skoðir þig vel um. Labbir inn í virki frá fyrri tíð, giftir þig í kapellu í LA, grandskoðir yfirgefna draugabæi og jafnvel skoðir Kísildal í San Francisco þar sem öll helstu tæknifyrirtæki heimsins eru stödd. Svona sjáum við fyrir okkur draumaleiðina til þess að upplifa “villta” vestrið.

Suðurfylkin

Suðurland Bandaríkjanna er oft talið vera sterkt dæmi um hvernig menning og náttúra, matur, bókmenntir og tónlist er svæðisbundið, aðgreinanlegt og öðruvísi en aðrir hlutar Bandaríkjanna. Suðrið er oft skilgreint af eigin matargerð, landslagi, hreim og sögu, sem er löng og falleg á köflum en einnig grimm og blóðug. Allt frá tímum kúreka og indjána og borgarstyrjualdarinnar sem þar átti sér stað.

Náttúran á þessu svæði einkennist helst af grófum fjöllum, þykkum skógum og á,  líkt og Mississippi áin. Þar höfum við þó líka djassinn frá New Orleans og sjávarfangið úr Mexíkóflóa sem eldað er af kúbverskum hætti. Einnig hefur suðrið fram að færa hitabeltisloftslag og hálf regnskóga í Flórída fylkinu. Ef við förum austar erum við með önnur sjávarstranda fylki í Suður- og Norður-Karólínu fylkjunum. Meira til miðju höfum við magnaða tónlistarfylkið Tennessee og meira að segja áttu möguleikann á að heimsækja höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C.

Engar áhyggjur samt! Við erum ekki að gleyma hinu stórglæsilega Texas fylki. Það er erfitt að láta það fram hjá sér fara þar sem það er stærri en heill hópur af löndum. Texas er því fjölbreytt og má finna allt frá stórum borgum með borgarljósum og að einfaldra sveitabæja. Þurfum ekkert að lýsa því nánar, líklega hafa allir sýna mynd af Texas í hausnum. Endilega kannaðu síðan hvort sú mynd reynist sönn! Til dæmis er lítið talað um hvítu sandstrendur fylkisins sem taka á móti sjónum úr Mexíkóflóa.

Miðjufylkin

Eina svæðið af þessum fjórum þar sem ekki finnst sjór. Hins vegar eru stór vötn á við Michigan vatn og Superior vatnið. Stærstu borgir svæðisins eru meðal annars Chicago, Detroite, Minneapolis og Cleveland. Skipta má svæðinu upp í hið mikla sléttusvæði og svo vatnasvæðið. Þessi svæði eru einnig ólík þegar kemur að menningu. Ef þú villt upplifa sannan miðvesturs lífsstíll þá eru Kansas, Iowa, Dakota og Nebraska réttu fylkin, sem tilheyra sléttusvæðinu. Hinn hlutinn á síðan meira við svæði eins og Boston og New York. Með mikla skýjakljúfa og margþætta menningarheima innan borganna. Síðan má ekki gleyma eina helsta kennileiti miðríkjanna, Rushmore fjallsins, sem er þekkt fyrir það líkjast fjölda fyrrum bandaríkjaforseta, skrítið hvernig náttúran skapar sjálfa sig stundum.

Segja má að Chicago sé höfuðborg svæðisins. Vindaborgin oft kölluð og þekkt fyrir lestarkerfið sem er ofanjarðar. Einkennist af glæsilegum arkitektur sem er hægt að skoða liðlangan daginn. Við myndum síðan mæla með að losa um beltið þar sem að þú átt líklegast eftir að borða nokkuð mikið í Chicago, magnaðir kokkar eiga eftir að leika sér við bragðlaukana þína. Og ef þú villt síðan upplifa frábæra íþróttastemmingu í Bandaríkjunum, þá ertu á rétta staðnum!

Bandaríkin Mexíkó

Háskólaferð til New York og Cancún

Úr stórborginni yfir í ylvolgan sjóinn í austur Mexíkó Okkur er spurn, er eitthvað sem hljómar betur en þessi ferð? Fyrst tökum við flugið beint til borgarinnar sem aldrei sefur. Líklega átt þú sjálf/ur ekkert eftir að vilja sofa þegar...
Bandaríkin

Road trip um suðurríki Bandaríkjanna

Howdy, félagi! Road trip um Bandaríkin hefur lengi verið vinsæll ferðakostur. Enda nóg að sjá, skoða og gera á leiðinni. Í Bandaríkjunum er allt stórt  og er landið sjálft engin undantekning. Hoppaðu um borð og skelltu þér í þetta 4000...