Balí

Sjá myndir

Balí

Græna Paradísareyjan Balí tilheyrir Indónesíu,  hún liggur á milli eyjanna Jövu og Lombok.   Íbúafjöldi eyjarinnar er um  5 milljónir og flestir þeirra hindúatrúar.   Ferðaþjónustan á Balí hefur staðið í miklum blóma frá því á áttunda áratug síðustu aldar enda eyjan ein af þessum suðrænu stöðum sem alla dreymir um að heimsækja einhvern tíma.  Fyrir utan náttúrufegurð er Balí þekkt fyrir listir íbúanna og menningu, þar á meðal hina hefðbundnu dansa eyjabúa, skúlptúra, myndverk, tónlist og járnsmíði. Í  mars 2017 var Bali valinn best áfangastaður í heimi af notendum Tripadvisor. Subak áveitukerfi eyjarinnar þykir mjög áhugavert, það er á heimsminjaskrá UNESCO.

Auk náttúru- og menningarminja skoðunar má nefna fjölmarga afþreyingarmöguleika á Balí.  Slakaðu á á ströndinni;  skelltu þér á brimbretti; kafaðu neðansjávar  eða farðu í dásamlegan yogatíma. Heimsókn í vatnagarð; skoðaðu heita hveri; gamlar rústir;  Hindúa musteri, svo fátt eitt sé nefnt, listinn er langur.

Fólkið sem byggir Balí og hin einstaka stemming sem ríkir á eyjunni gerir þessa fallegu eyju í Indónesíu sérstaka og fríið er frábrugðið hinni venjulegu  sólarlandarferð. Balíbúar eru afar gestrisnir og brosmildir og taka hlýlega á móti ferðamönnum.

Við hjá Tripical erum með innfæddan leiðsögumann á okkar snærum, hann Gede.  Hann þekkir alla leynistaðina.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 4.225.384
  • Stærð að flatamáli: 5.780 km²
  • Opinbert Tungumál: Indónesíska
  • Gjaldmiðill: Indónesískur Rúpíur 
  • Hitastig: 26°-28°
  • Tímabelti: 8 tímum á undan Íslandi