Balí

Sjá myndir

Balí

Græna Paradísareyjan Balí tilheyrir Indónesíu og liggur á milli eyjanna Jövu og Lombok. Íbúafjöldi er um  5 milljónir og þar eru flestir hindúatrúar.  Ferðaþjónustan á Balí hefur staðið í miklum blóma frá áttunda áratug síðustu aldar og æ síðan hefur gestum sífellt fjölgað til þessarar suðrænu perlu. Náttúrfegurð staðarins er ansi tilkomumikil, en íbúarnir sjálfir eiga ekki síður þátt í að gera dvölina ánægjulega. Balíbúar þykja fyrirmyndar gestgjafar, og brosmildi þeirra og hlýlegt viðmót vekur sérstaka eftirtekt. Menningar- og listalíf eyjunnar er afar blómlegt en Balí er meðal annars þekkt fyrir þjóðlega dansa eyjabúa, skúlptúra, myndverk, tónlist og járnsmíði. Í  mars 2017 var Balí valinn besti áfangastaður í heimi af notendum Tripadvisor. Þá má nefna að Subak, sem er vatnsveitukerfi Balí, þykir mjög áhugavert, en það er upprunalega frá 9. öld og má finna á heimsminjaskrá UNESCO.

Auk náttúrufegurðar og menningarminja  má nefna fjölmarga klassíska afþreyingarmöguleika á Balí. Strendurnar eru guðdómlegar og kalla á eðal sólarslökun, en á hafinu fyrir utan má auðveldlega stytta sér stundir, t.d. á brimbretti eða í köfun. Víða má finna sér góðan jógatíma, hægt er að heimsækja vatnagarð, skoða heita hveri og gömul hindúamusteri, svo fátt eitt sé nefnt.  Listinn fyrir afþreyingu á eyjunni er mjög langur.

Hér ríkir einstök stemming sem gerir fríið frábrugðið  hinni venjulegu  sólarlandaferð.

Við hjá Tripical erum með innfæddan leiðsögumann á okkar snærum, hann Gede, sem tekur glaður á móti ykkur og hefur uppi í erminni ýmsa leynistaði og skemmtileg tips til að gefa gestum sínum.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi íbúa: 4.225.384
  • Stærð að flatarmáli: 5.780 km²
  • Opinbert tungumál: Indónesíska
  • Gjaldmiðill: Indónesískur Rúpíur 
  • Hitastig: 26°-28°
  • Tímabelti: 8 tímum á undan Íslandi