Balí

Sjá myndir

Balí

Sunnarlega fyrir miðja Indóneísu, á milli eyjanna Java og Lombok finnst græna paradísareyjan Balí. Með íbúafjölda upp á 5 milljónir er Balí heimili flestra Hindúa Indónesíu. Samkvæmt mælingum 2010 iðka  83% íbúa hindúisma. Síðan á áttunda áratugnum hefur ferðamannaiðnaðurinn á þessari eyju hefur blómstrað. Í dag er Balí þekkt fyrir listir íbúa og menningu, þar á meðal hefðbundnu dansa eyjabúa, skúlptúra, myndverk, tónlist og járnsmíði. Núna í mars 2017 var Bali valinn best áfangastaður í heiminum samkvæmt notendum Tripadvisor.

Balí hefur uppá ótalmargt að bjóða: slakaðu á á ströndinni, skelltu þér á brimbretti, kafaðu neðansjávar og eða farðu í dásamlega yogatíma. Kjarni Balí og Balíbúa er það sem gerir þessar eyjur á Indónesíu alveg sérstakar og fríið frábrugðið venjulegri sólarlandarferð. Balíbúar eru afar gestrisnir og brosmildir og taka hlýlega á móti ferðamönnum.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 4.225.384
  • Stærð að flatamáli: 5.780 km²
  • Opinbert Tungumál: Indónesíska
  • Gjaldmiðill: Indónesískur Rúpíur / 1.000.000Rp = 7800kr
  • Hitastig: 26°-28°
  • Tímabelti: 8 tímum á undan Íslandi